Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 18
18 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Rúm 20 ár eru liðin síðanTómas opnaði fyrsta Tomma- hamborgarastaðinn. Hann var að Grensásvegi 7 og þá kostaði Tommaborgari með osti 25 krón- ur. Á Hamborgarabúllu Tómasar kostar borgari með osti 450 kall. En hvað er þetta með Tomma og hamborgarana? „Þegar ég kom heim úr námi frá Bandaríkjunum fékk ég ekkert bitastætt að gera og ákvað að opna hamborgara- stað. Ég þekkti hamborgara vel; hafði borðað mikið af þeim og synir mínir líka.“ Þannig urðu Tommaborgarar sem sagt til. Þegar menn hefja rekstur eru þeir sjaldnast ákveðnir hvenær þeir ætla að hætta. Tómas stóð hins vegar strax klár á því: „Ég ætlaði annað hvort að hætta eftir þrjú ár eða þegar ég seldi milljón- asta hamborgarann. Það vildi þannig til að þessi tímamót bar upp um svipað leyti, það tók mig þrjú ár að selja milljón hamborg- ara.“ Réttur maður – réttur stað- ur – réttur tími Þó að nafnið Tommaborgarar hafi fljótlega síast inn í meðvit- und landsmanna var Tómas óviss um ágæti þess: „Ég var í vand- ræðum með nafnið og var að hugsa um Grensásborgara eða eitthvað í þeim dúr en svo flaug mér Tommahamborgarar í hug. Fyrst fannst mér það rosalega asnalegt nafn og átti í mestu vand- ræðum með að segja þetta orð. Að nokkrum viknum liðnum var ég svo staddur úti í bæ og hringdi á staðinn og það svaraði stelpa sem vann hjá mér. Hún sagði Tomma- borgarar mjög eðlilega og skemmtilega og þá fannst mér það hljóma afskaplega vel.“ Ævintýraljómi leikur um Tommaborgarastaðina enda voru þeir mikið ævintýri. Tómas segir þá fylgja sér alla tíð. „Það eru lið- in 20 ár og þó að ég hafi opnað 15 til 17 staði síðan, verið t.d. 10 ár á Hard Rock, sem er eflaust dýrasti veitingastaður sem hefur verið byggður á Íslandi, opnað Ömmu Lú sem var rosalega flottur staður og verið með Hótel Borg í 10 ár, allt flottir og vel gerðir staðir og fólk almennt ánægt með þá, þá man fólk bara eftir Tommaham- borgurum. Það er ótrúlegt.“ En hvað gerði það að verkum að Tommaborgarar urðu svona vinsælir? „Þetta var bara heppni, ég var á réttum stað á réttum tíma. Fáir nýir staðir höfðu opnað árin þar á undan og þetta var rétta stundin.“ Tómas opnaði 6 Tommastaði en eftir að hann seldi samstarfs- mönnum sínum reksturinn fjölg- aði þeim talsvert og þegar mest lét var hægt að kaupa Tomma- borgara á 24 stöðum, þar á meðal bensínstöðvum, sjoppum og í minni veitingasölum úti á landi. Það getur virst einfalt að elda hamborgara en eins og með annað er ekki sama hvernig staðið er að verki svo útkoman verði almenni- leg. Hvað var svona sérstakt við Tommaborgarana? „Það réðu þessu hálfgerðar tilviljanir en við höfðum þetta einfalt, það voru bara hamborgarar á matseðlinum og því vorum við ekki með fulla skápa af óskyldu hráefni. Við lögðum líka kapp á að hafa brauð- in alltaf ný, vorum vandlátir á kjötið og svo líkaði fólki afskap- lega vel við þessa undrasósu okk- ar.“ Þórir Gunnarsson, sem nú er veitingamaður í Prag, á heiðurinn af henni en hann og Tommi voru samstarfsmenn í gamla daga. Það tók hann víst ekki nema hálftíma að detta niður á réttu blönduna. Sósan er eins og sinfónía Eins og á Tommaborgurum er matseðillinn á Hamborgarabúllu Tómasar einfaldur. Á honum eru þrjár gerðir af hamborgurum, með eða án osts, grillaður risasveppur, franskar og fátt meira. Kók er sötrað með og á eftir er boðið upp á „besta cappuccino í heimi,“ að sögn veitingamannsins sjálfs. „Ég kalla þetta þriðju kynslóð af Tommaborgurum. Við erum með svipað brauð og svipað kjöt en sós- an er frábrugðin. Við notum tómat- sósu, sinnep og majones, allt sett á hvert í sínu lagi.“ Og Tómas lýsir sósunni með áhrifaríkum hætti: „Þetta er eins og sinfónía, þú færð fyrst tómatsósubragðið, svo allt í einu kemur sinnepsbragð og svo majonesbragð til að mýkja þetta. Og svo rennur þetta saman og kemur svo aftur hvert í sínu lagi. Og ef þú horfir á þetta þá birtist þér þetta eins og geimryk.“ Talsverður áróður er rekinn fyrir neyslu hollustufæðis, allir eiga að borða grænmeti og ávexti og drekka hollustudrykki. Hvernig er að selja hamborgara í þessu ár- ferði? „Þegar upp er staðið þá borðar fólk oftast það sem það langar í,“ segir Tómas en bendir á að hann eigi sveppinn góða fyrir þá sem vilja ekki kjötið. Og ef fólk vill ekki brauð er hægt að fá kjötið eða sveppinn innvafið í salatblöð. Gaman að steikja hamborg- ara Nokkuð er um liðið síðan spurðist af þeirri fyrirætlan Tómasar Tómassonar að opna hamborgarastað í gömlu Kaffi Skeifunni og Hafnarvoginni við Geirsgötuna og margir fylgdust með gangi mála á akstri framhjá húsinu. Verkið tók þó lengri tíma en ætlað var í upphafi. „Þetta var miklu meira en ég átti von á, við ætluðum að vera einn og hálfan mánuð að koma þessu í stand en það tók fjóra mánuði,“ segir Tommi. Og þó að hann hafi opnað vel á annan tug staða um ævina virðist áætlanagerðin ekki hans sterkasta hlið: „Ég læri aldrei af reynslunni.“ En hefur hann alltaf jafn gam- an af þessu? „Já, það er alltaf gaman að opna nýjan stað og það er alltaf gaman að steikja ham- borgara. Það er reyndar rosalega skemmtilegt.“ Og matreiðslan verður hans aðalstarfi á Búllunni: „Ég mun standa hér og elda, það fer mér best.“ Þrátt fyrir þessi orð nú hefur Tómas sagt frá því sjálfur að hann sé með þrjár vinstri hendur og 15 þumalputta, með öðrum orðum að hann sé nánast óhæfur til verka í eldhúsi. Og félagi hans sagði eitt sinn frá því að hann gæti ekki soð- ið rakvatn án þess að brenna það við. Hvað sem því líður kann hann tökin á hamborgurunum, um það geta fjölmargir viðskiptavinir nýja staðarins vitnað. Og Tómas veit hvað þarf til að gera viðskiptavini ánægða, kjör- orð hans í allri hans veitinga- mennsku eru gæði, þjónusta, stöð- ugleiki. „Það er gríðarlega mikil- vægt að halda stöðugleika og í raun er helsta ógn veitingamanna að stöðugleikinn sé ekki til staðar. Í þessu felst að elda matinn í dag, alveg eins og hann var eldaður í gær. Fólk verður að geta gengið að sínum mat með sínu bragði þegar það kemur aftur. Í 85 pró- sentum tilvika kemur gesturinn ekki aftur ef maturinn breytist.“ Dásamlegt á Borginni Það var í Flugeldhúsi Loftleiða, árið 1967, sem Tómas steig sín fyrstu skref í matreiðslunni, þar lærði hann og starfaði í sex ár. Fljótlega eftir það lá leiðin til Grindavíkur þar sem hann rak fé- lagsheimilið Festi í rúm þrjú ár. „Þar var skemmtilegasti tími lífs míns,“ segir Tommi. „Grindavík er yndislegur staður og það var alltaf gaman í Festi. Þar voru böll, tónleikar, bíó, bingó, veislur og alls konar uppákomur.“ Hann rifj- ar upp sögufrægan dansleik í Festi: „Stuðmenn spiluðu þarna í fyrsta sinn opinberlega. Það var mikið ævintýri. Þeir komu beint að utan og það með einkaflugvél. Þetta var allt á síðustu stundu, fyrst lentu þeir í seinkun og svo Stoltur af þessari búllu Hinn landsfrægi veitingamaður Tómas Tómasson er kominn aftur í hamborgar- ana. Nýverið opnaði hann Hamborgara- búllu Tómasar að Geirsgötu 1 og þar stendur hann sjálfur við grillið og steikir borgarana af ást og alúð. SVONA LÍTUR BÚLLAN ÚT Húsið er lítið en þröngt mega sáttir sitja. Þar er tuttugu og einn stóll, en líka hægt að standa. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.