Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2004, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 17.04.2004, Qupperneq 42
17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Markús Máni til Düsseldorf: Þriggja ára samningur HANDBOLTI Markús Máni Mika- elsson, sem leikið hefur með Valsmönnum, hefur gert þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Düsseldorf. Markús, sem hefur verið meiddur upp á síðkastið, segist vera spenntur fyrir atvinnu- mennskunni. „Það er mjög spennandi að fara til Þýska- lands. Þetta er frábær borg og liðið er ungt og efnilegt,“ sagði Markús. „Ég kveð Valsara með söknuði og er þakklátur fyrir það hvernig þeir hafa alið mig upp sem handboltamann.“ Markús, sem er 23 ára skytta, fer utan í sumar en hjá Düsseldorf hittir hann fyrir Al- exander Petersson sem lék áður með Gróttu/KR í úrvalsdeild- inni. Düsseldorf er efst í suður- hluta þýsku 2. deildarinnar og þarf eitt stig úr síðustu fjórum leikjunum til að komast í 1. deild á næstu leiktíð. ■ Grönholm velti bílnum Sigurvegari síðustu tveggja ára tapaði samt aðeins 39 sekúndum á óhappinu og er enn í þriðja sæti. RALL „Ég velti bílnum í síðustu beygjunni á sjöttu sérleið og endaði á hliðinni,“ sagði finnski ökuþórinn Marcus Grönholm. „Sem betur fer voru dekkin nokkurn veginn bein þrátt fyrir talsverðar skemmdir á bílnum.“ Grönholm kom í loftköstum yfir brú og missti stjórn á bílnum í næstu beygju. Skipta þurfti um báðar hurðir, framljósin og húddið. Þrátt fyrir þetta er Grönholm enn í þriðja sæti, 31 sekúndu á eftir heimsmeistaran- um Petter Solberg. Grönholm sigraði í nýsjá- lenska rallinu árið 2000 og tvö undanfarin ár. Sigri hann nú verður hann þriðji ökuþórinn sem sigrar þrjú ár í röð í nýsjá- lenska rallinu. Carlos Sainz sigraði árin 1990 til 1992 og Colin McRae næstu þrjú árin á eftir. Petter Solberg og Marcus Grönholm voru jafnir í fyrsta sæti á fyrstu sérleiðinni í gær. Solberg vann þá næstu sérleið en Grönholm varð fjórði og var munurinn á þeim orðinn 3,6 sekúndur. Grönholm vann fimmtu sérleiðina og tók for- ystuna í rallinu en á sjöttu sér- leiðinni dundi ógæfan yfir. Grönholm kom níundi í mark, rúmum 39 sekúndum á eftir sigurvegarnum Harri Rovan- perä. Solberg varð annar á sér- leiðinni og náði tíu sekúndna forystu á Rovanperä saman- lagt. Rovanperä sigraði einnig á sjöundu sérleið og tók foryst- una í rallinu. Honum tókst ekki eins vel upp á áttundu sérleið- inni og náði Solberg forystunni að nýju. Francois Duval, á Ford, sigraði í síðustu sérleið- inni en það breytti ekki röð efstu manna. Solberg leiðir eftir tveggja daga keppni. Hann er fimm sekúndum á undan Rovanperä og 31 sekúndu á undan Grön- holm. „Ég er mjög ánægður. Við lentum ekki í neinum meirihátt- ar vandamálum í dag,“ sagði Solberg í viðtali á heimasíðu sinni. „Nýju dekkin frá Pirelli reyndust mjög vel. Þau voru kannski aðeins of mjúk á sjö- undu sérleiðinni, en ég er mjög ánægður með uppsetninguna heilt á litið. Þetta var skemmti- leg barátta við Harri en þetta var aðeins upphitun. Við sjáum til hvað gerist á morgun, það er þá sem rallið hefst fyrir al- vöru.“ ■ Í LOFTINU Finnarnir Marcus Grönholm og Timo Rautiainen, á Peugeot, í loftinu yfir brú á sjötta áfanga í rallinu á Nýja-Sjálandi. Á HLIÐINNI Andartökum síðar voru þeir búnir að velta bílnum. Rautiainen veifar eftir hjálp. MARKÚS MÁNI MIKAELSSON Á leiðinni til Düsseldorf í Þýskalandi. Markús hefur verið einn af lykil- mönnum Vals undanfarið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.