Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 17.04.2004, Síða 46
17. apríl 2004 LAUGARDAGUR KVIKMYNDIR Lögreglan ákvað að forvitnast nánar um ástandið á leikkonunni Daryl Hannah eftir að hún sýndi nokkrar kung fu- stellingar á frumsýningu Kill Bill: Vol 2. Leikkonan verður nokkuð taugastrekkt þegar hún mætir fjölda fjölmiðlamanna eins og á frumsýningum og ákvað því að fela sig á bak við hlutverk sitt sem morðkvendið Elle Driver í myndinni. Daryl sagði blaði í Hollywood að yfirleitt flýtti hún sér bara inn í bíóin sem mest hún má. Í þetta skiptið ákvað hún að ganga inn sem Elle með hennar harðsvíruðu afstöðu. „Svo að ég var í kung fu upp á bílnum mínum og sýndi fjöl- miðlafólki fingurinn eða eitt- hvað. Síðan þegar ég kom út úr bíóinu aftur biðu mín fimm lög- reglumenn sem vildu að ég blési í blöðru,“ sagði Hannah. Lög- reglumennirnir ræddu við hana um stund áður en henni var sleppt þar sem hún leit ekki út fyrir að vera í annarlegu ástandi. „Þeir virtust ekki skilja að ég var bara að leika. Þetta var rosalega skrýtið,“ sagði hún að lokum. ■ SÖNGLEIKUR Í gær var það opin- berað hverjir fara með öll hlut- verk í Hárinu, sem sýnt verður í Austurbæ í sumar. Eins og sést hér á listanum er vel mannað í öll helstu hlutverk sem og aukahlut- verk. Fyrir prufurnar var búið að ráða í einhver hlutverk og svo mættu 300 manns í prufurnar og tók það nokkra daga að ákveða hverjir þeirra myndu fylla upp í þær eyður sem eftir voru. „Þorvaldur Bjarni talaði um að hann hafi aldrei þurft að velja úr jafn miklum skara af hæfi- leikafólki og í þessum prufum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, leik- stjóri Hársins. „Það var þræl- erfitt að velja úr og við biðum endalaust með fólk á kantinum sem við vildum hafa með en fundum ekki pláss fyrir. Til þess að fá hlutverkið þurfti fólk að syngja vel, vera með flotta sviðs- framkomu og geta spunnið lif- andi og skemmtilegan dans.“ Rúnar segir allt aðra orku vera í söngleikjum en öðrum leikverkum og að hann hafi sér- staklega reynt að finna fólk sem byggi yfir þessari orku á nátt- úrulegan hátt. Sjálfur ætti hann að þekkja verkið vel því hann hóf leiklistarferil sinn í uppfærslu Flugfélagsins Lofts á Hárinu fyrir 10 árum síðan. Uppfærslu sinni lýsir hann sem rússibanaferð sem stoppi ekki fyrr en hún hefur náð há- marki. „Til þess þarf öflugan hóp með sérstaka orku. Fólk þarf að vilja skemmta öðrum með því að skemmta sjálfum sér á sviðinu. Þetta verður hrátt, rokkað, sexí og heitt. Eins og hippastemning- in var fyrir rúmum þrjátíu árum síðan.“ Hópurinn hittist í fyrsta skipt- ið á blaðamannafundinum í Aust- urbæ í gær og segist Rúnar hafa fundið orkuna í húsinu. „Það fer alveg skemmtilegur fiðringur um magann að vera að fara djöfl- ast í þessu með öllu þessu orku- mikla fólki. Það er ofsaleg stemning í hópnum. Þarna eru nokkrir sem hafa ekki unnið í leikhúsi áður og það er alltaf gaman að fá svoleiðis fólk inn. Það er alltaf opið, með jákvætt viðmót,“ segir Rúnar að lokum. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson leiðir svo hljómsveitina en hana skipa Ólafur Hólm, Friðrik Sturluson, Pálmi Sigurhjartar- son og Vignir Snær Vigfússon. ■ LEIKARAHÓPUR HÁRSINS: Björn Thors - Berger Hilmir Snær Guðnason - Hud Ilmur Kristjánsdóttir - Jeanie Unnur Ösp Stefánsdóttir - Dionne Selma Björnsdóttir - Sheila Jóhannes Haukur Jóhannesson - Claude Guðjón Davíð Karlsson - Voffi Á MEÐAL AUKALEIKARA ERU: Sverrir Bergmann (Daysleeper) Þorvaldur Davíð Kristjánsson (úr söngleikjum Versló) Helgi Rafn Ingvarsson (Idol-stjarna) Ingibjörg Stefánsdóttir Regína Ósk Óskarsdóttir Leikarahópurinn opinberaður VIGNIR Í ÍRAFÁRI Sér um gítarleik í sveit Þorvaldar Bjarna. Spilaði undir og hópurinn söng með. SVERRIR BERGMANN Kemur til með að syngja opnunarlag sýningarinnar, Að eilífu. Rúnar leikstjóri segir að hópurinn sé mjög spenntur fyrir að byrja æfingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N Leikurinn tekinn alvarlega DARYL HANNAH Hún getur verið vígaleg í kung fu-stellingum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.