Fréttablaðið - 17.04.2004, Side 54

Fréttablaðið - 17.04.2004, Side 54
Hrósið 42 17. apríl 2004 LAUGARDAGUR Rocky ..... fá leikhúskonurnar 40 fyrir að taka á karlaveldi leikhúslífsins. Maður gefur ekki ókunnugum draumana sína perlurnar sínar maður eyðileggur ekki perlufestina sína til þess að gefa með sér maður hefur hana um hálsinn og vonar að hún slitni aldrei. Maður stingur ekki rýting í bök vina sinna maður stingur þá í hjörtun horfir djúpt í augu þeirra og lætur vaða. Maður elskar ekki fólk í alvörunni alvaran er að vera einn í myrkrinu drekka Tab og fróa sér maður elskar fólk í þykjustunni í stuttan tíma og forðar sér svo. Maður gerir ekki innkaupin sín í Hagkaup eða 10-11 maður verslar í Bónus kaupir sér horaðan kjúkling borðar hann hráan og vonast til að fá salmónellu til að þurfa ekki að vinna þurfa ekki að lifa. Leitin að sigurskáldinu Í dag birtast ljóð númer þrjú ogfjögur af átta í ljóðakeppni Fréttablaðsins og Eddu útgáfu. Þjóðin fær nú tækifæri til að velja annað þessara ljóða áfram í keppn- inni um Sigurskáldið. Þó svo að ummæli dómnefndar fylgi með er það á ykkar valdi, lesendur góðir, að velja það ljóð sem ykkur þykir skara fram úr. Næstu tvö ljóð birt- ast á morgun og á mánudag birtast ljóð númer sjö og átta og er þá fyrstu umferð lokið. Að kvöldi mánudags standa eft- ir fjögur ljóð sem keppa í undanúr- slitum á þriðjudag og miðvikudag. Úrslitaslagurinn fer fram næsta fimmtudag og sjálft Sigurskáldið verður krýnt föstudaginn 23. apríl, sem er dagur bókarinnar. ■ HVERNIG VELUR ÞÚ LJÓÐ? Til að kjósa þitt ljóð sendir þú einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri Ef þú kýst ljóð Kristínar sendir þú SMS-skeytið JA L4 í númerið 1900* Ef þú kýst ljóð Steinunnar sendir þú SMS-skeytið JA L5 í númerið 1900* Dregið verður úr innsendum SMS skeytum á hverjum degi. Vinningshafi dagsins fær bók- ina Herra Alheimur eftir Hallgrím Helgason. * Hvert skeyti kostar 99 krónur STEINUNN GUNNLAUGSDÓTTIR, teiknimódel og fjöllistakona, fædd 1983. KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR, Myndlistakona og námsmaður í Berlín, fædd 1981. -lang heitastir Háteigsvegi 7 105 Reykjavík Sími: 511 1100 Fax: 511 1110 www.ofn.is ofnasmidjan@ofn.is Heitir fallegir og Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir SÁLIN ER RAKKI SEM Á SKILIÐ AÐ ÞJÁST. Þetta var besta hugmynd sem ég hef fengið lengi! Rúnta bara um heiminn í hálft ár í staðinn fyrir að takast á við vandamálin! Kúl! Ætlarðu þá til New York? Jabb! Í næstu viku vakna ég svo við skerandi umferðarhávaða! Hvað ætlarðu svo að gera þarna? Sama og heima! Snilldin er að meira að segja bömmerinn verður svalari þarna! Það er auðvitað allt annað að lifa innihaldslausu lífi í Brooklyn en í Norðurmýri! Orð! við horfum sársaukafullt í augu hvors annars. mér er illt í tungunni, þetta svíður og brennur samt er þetta fyndið þegar ég sé þig við hliðina á mér með tunguna svona frosna við leikgrindina. ég sé að þér finnst ég líka bjánaleg og þú gerir tilraun til hlæja en þá koma tár í augun og blóðdropar í snjóinn. það dimmir við kreistum aftur augun og bítum tungurnar í tvennt og þarna hanga þær ... tvær ullandi tungur á leikgrind rauður snjór við hlaupum frjáls út í buskann og snúum aldrei aftur til mannabyggða því við vitum ekkert hvað við ættum að segja þeim Þorvaldur Þorsteinsson: Maður gerir ekki svona ljóð nema hafa eitthvað að segja. Eins og Kristín. Kristján B. Jónasson: Sadómasókískt viðbragð við miðstéttar- ruglinu. Tær snilld. Kolbrún Bergþórsdóttir: Það er svo grimm og sársaukafull tilfinn- ing í þessu ljóði að manni stendur hrein- lega ekki á sama. Þorvaldur Þorsteinsson: Gullfalleg áminning um ónýtta möguleika íslenskrar tungu. Kristján B. Jónasson: Undirfurðulegt ljóð og rosalega sterk mynd sem situr í manni. Kolbrún Bergþórsdóttir: Það er frumleg hugsun í þessu skemmti- lega ljóði sem ég get ekki annað en hrif- ist verulega af.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.