Tíminn - 21.12.1972, Side 8

Tíminn - 21.12.1972, Side 8
8 TÍMINN JoLABLAÐ 1972 ENGAN MANN hef ég þekkt sem var jafnmikið aleinn og Sun Wu Kung, eins þótt hann væri innanum annað fólk, en enginn sem ég hef kynnzt var þó siður einmana. Engan hef ég þekkt snauðari að veraldlegum auði og samt engan ánægðari með lifið. Hann lifði eiginlega utanvið söguna, horfði á samtimann eins- og leik litilla barna, en samt var hann ekki i liðinni tið. Hað var eins og timinn kæmi honum ekk- ert við. En mennirnir, lifið, kom honum viö. Hann var einstakt ljúfmenni, ég heyrði hann aldrei segja niðrandi orð um nokkurn mann, hvorki viðstaddan né fjarverandi. Venjulega tók hann svari þess sem á var deilt, og ef maður hitti hann á l'örnum vegi reyndi hann jafnan fyrst af öllu að gera honum einhvern greiða. Undarlcgt bréf. Hað var snemma i desember 19(il að ég sat á skrifstofu minni að Laugaveg 17B, ég var þá rit- stjóri timaritsins Úrvals, og blað- aði i nýkomnum pósti. Mig minnir að það væri fremur hryssingslegt veður úti og ég i þvi skani að horfa út i f júkið fremur en snúa mér að póstinum. En meðal bréf- anna var eitt sem athygli vakti. Hað var póstlagt i Hamborg og skril'að utaná með blýanti, með blokkstöfum. Ég reif það upp og þá var innani blýanlsskrifað brél', lika með blokkstöfum, ásamt lit- illi mynd af gömlum manni með skegg. Mér fannst ég kannast við svipinn, laldi liklegt að þetta væri einhver stjörnuspámaður eða annars konar loddari i dulrænum Iræðum sem á þeim árum sendu mér sáluhjálplegan litteratúr sinn úr öllum heimshornum, ásamtmyndum, flestir með skegg og skrýtnir á svip. Sun Wu Kung upp simann og hringja i þig, sagði Sigurlaugur. Hér er staddur maður i Dettifossi, gamall maður, sem segist biða þar eftir þér. Allir aðrir eru komnir frá borði. í þvi kann ég ekkert Mér fannst nú allt i einu sjálf- sagt að hitta þennan mann og lið- sinna honum ef hann þyrfti að koma sér fyrir. Hann beið min i brúnni, var þar á tali við einhvern yfirmanninn, mig minnir skipstj- órann, og heilsaði mér. einsog við hefðum þekkzt siðan við vorum litlir strákar. — Komdu sæll, herra Sigvaldi Hjálmarsson, gaman að hitta þig, sagði hann áðuren ég hafði ráð- rúm til að spyrja hvort þetta væri Old Sun. Ég hef verið að tefla við skipstjórann & leiðinni, bætti hann við. Allir skipverjar hafa tekið mér einstaklega ljúfmann- lega. Ég spurði hann hvort hann hefði mikið meðferðis, en hann sagðist ekkert hafa annað en þessa tösku sem hann hélt á, en það var litil skjalamappa. Svo héldum við f land, og gamli maðurinn hoppaði einsog kett- lingur niður landgangið með staf- inn sinn og töskuna undir annarri hendinni. úað kom i ljós að gestur minn átti hvorki peninga né hafði pant- að hótel, og ekki vissi hann hve lengi hann dveldist hér, kannski i þrjá mánuði, kannski lengur. Ég útvegaði honum herbergi vestur i bæ með hjálp Ferðaskrifstof- unnar, lánaði honum 1500 krónur og bauð honum i kaffi á Gilda- skálanum við Aðalstræti. Ég var nú orðinn sannfærður um að þetta væri einhver verald- arinnar plötuslagari sem ætlaði með spilirii og kúnstum að láta mig og aðra álika fákæna halda sér uppi. Samt var hann ekki sér- lega loddaralegur, framkoman einstaklega fáguð og maðurinn allur þvi likastur að hann vildi sem allra minnst ónæði gera. Og vist gat ég haft eitt til marks: hann spurði mig hvar pósthúsið væri, þvi þangað átti að senda honum peninga post restante frá Paris þarsem hann hefði dvalizt að undanförnu. Ef peningarnir kæmu segði maðurinn satt, ef ekki-ja þá væri loddaranum likast að segja að hann hefði verið svik- inn. Sigvaldi Hjálmarsson: Hver var gamli Su Síðhærði og síðskeggjaði öldungurinn sem oft sást á götum Reykjavíkur fyrir áratug Bréfið var á ensku frá ein- hverjum sem kallaði sig Old Sun, og ég taldi vist að það þýddi ,,gamla sól". Hann sagði að hann væri að koma til tslands 19.-20. des. með Dettifossi, hann hefði fengið utanáskrift mina hjá herra van Leaven i Amsterdam sem sagðist vera vinur minn, og ég gæti þekkt sig eítir myndinni þegar skipið kæmi. Að lestri loknum var ég alveg sannfærður um að þarna væri á íerðinni einhver plötuslagari, kannski af verra taginu sem teldj að hann gæti haft mig að ginn- ingarfifli al' þvi ég væri grúskari i mystik og esoteriskum fræðum, en honum skyldi ekki verða kápan úr þvi klæði. Þegar heim kom sneri ég öllu við til að finna mynd af þessum Old Sun sem ég þóttist viss um að hafa séð á ein- hverjum auglýsingasnepli fyrir spámenn og sjálf-skipaða sjá- endur. En leitin var árangurs- laus. Svo gleymdi ég þessum Old Sun. Auðvitað færi ég ekki að hlaupa niður á bryggju rétt fyrir jól til að hitta þennan freka karl. Eri svo bar við einmitt 20. des. rétt eítir hádegið að skyndilega kom mér þessi Old Sun aftur i hug, og þá hvarflaði að mér að hringja í Sigurlaug á Eimskip, og spyrja um Dettifoss. — Ég ætlaði að fara að taka Kvöld á heimili Gretars Fells 19(12. Frá vinstri: Svava Fells, Benedikt Þorinóðsson Sigvaldi Hjálmarsson, Gretar Fells. Ljósm.: Leifur Ui Á Gildaskálanumröbbuðum við saman, hann drakk te, en ég kaffi, og afþvi ég vildi vera við öllu búinn setti ég á mig hvert orð sem okkur fór á milli, enda lfka ekki að vita nema þetta gæti orðið efni i blaðagrein. Ég virti manninn fyrir mér i laumi. Hann var sýnilega háaldr- aður, en eins vist var hitt að hann var kvikur og hraustlegur, augun ijosbla, nefiö stórt — augnsvip- urinn einkennilega sérstæður... gáfulegur jú, hlýlegur jú, og ein- kenndist þó fyrst og fremst af heiðrikju. En allt slikt þaggaði ég niður þvi 4g verð að kannast við að fyrirfram var ég búinn að stimpla hann sem loddara. Ég vék talinu að spámennsku til að vita vissu mina. — Er ekki nóg af spámönnum i Parfs, stjörnuspekingum og lófa- lesurum? — Jú, mei.-a en nóg, svarar hann. einsog alstaðar. — Ert þú eitthvað ^ viðriðinn slikt? — Nei, i þvi kann ég ekkert. Aftur á móti iikar mér vel það sem Krishnamurti segir. — Jæja, þekkirðu hann. — Já, og mér þætti gaman að ræða um svoleiðis lagað við þig seinna ef þú vilt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.