Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 9
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 9 Sun nokkrum vikum áftur en hann andaðist. Þetta er bara innanúr sam- talinu sem varð nokkuð langt, en engu var ég fróðari um manninn. Kyrrlát kvöld Annað slagið yfir jólin og nýárið hringdi Sun til min eða lét til min skrifaða orðsendingu i póst. Álit mitt óx á manninum þegar peningarnir komu einsog hann hafði sagt, en ekki borgaði hann mér það sem ég hafði lánað honum, það var nú raunar orðið eitthvað á þriðja þúsund. En einhvern veginn gat ég ekki látið karlinn vera, og þess vegna bauðéghonum nokkrum sinnum i mat i janúar og febrúar, og út- vegaði honum svo leyfi til að dveljast áfram á tslándi, þegar þriggja mánaða timabilið var út- runnið. Þessi kyrrlátu kvöld fékk ég gersamlega aðra skoðun á mann- inum. Hann var að þvi er virtist lengra frá loddaraskap en flestir sem ég hef kynnzt. Það var sýnilegt að hann vildi engum til ama vera. Hann hafði mestan áhuga á að tala um mannlifið, hversu menn sköpuðu sér þjáningu með fávislegum við- horfum, hve lög og skipulag þjak- aði anda manns, og — einsog ég skrifaði niður eftir honum einu sinni — hve augljdst væri að sá einn fengi öðlazt sem lika gæti af- salað sér. Hann hafði sýnilega stúderað búddhiska heimspeki, einkum Maha yana, og var allra bezt að sér i miðalda dulspeki þeirra manna sem ég hef kynnzt. Hann var greinilega yogi eða ljómhugi (mystikker) af háum stigum. Úti alla nóttina Samtvissi égharla fáttum Sun. Hann lét sýnilega einskis ófreist- að til að dyljast. Ég vissi að Hann kallaðist Sun Wu Kung, og það skrifaði hann alltaf á kinversku i gestabókina hjá mér, en ef ég lét talið berast að honum sjálfum vék hann sér undan að svara og tók upp annan þráð. Um vorið gerðust svo atburðir sem greina verður frá. Um viku eða hálfs mánaðar skeið hafði fundum okkar sjaldan borið saman, en svo var það dag nokkurn að ég frétti að gamli Sun mundi hafa verið úti á gangi i Hljómskálagarðinum alla nóttina. Það var Benedikt Þormóðsson, góður vinur okkar beggja, sem frá þessu skýrði. Hann hafði vikið einhverju að Sun og sent hann strax inná Herkast- alann til gistingar. Sama dag sagði Grétar Fells að hann hefði komið i Guðspekifé- lagshúsið þá fyrir nokkrum kvöldum. Hafði Grétar spurt hvort hann vanhagaði um nokk- uð, hvort hann hefði ekki ein- hverja fjármuni. Gamli maðurinn svaraði. — Ekki mikið, en nóg. Svo var hann á brott. Þá mun hann hafa verið orðinn peninga- laus með öllu. Ég hraðaði för minni á Herkast- alann um kvöldið og hitti Sun þegar hann ætlaði að fara að hátta. Mér fannst þá sem hann hefði verið matarlaus i nokkra daga, eða þartil hann hitti Bene- dikt. Ég lét þá vita, að ég óskaði að hann segði mér strax ef hann skorti fé, spurði hvernig stæði með peninga sendingar frá Paris og hvort hann vildi ekki tala við mig i hreinskilni um fjárhag sinni. Mér þætti miður ef hann skorti eitthvað meðan hann dveldist á Islandi, raunar væri ég illa fjáður og þó ekki á nástrái, en þekkti á hinn bóginn örláta menn,sem mundi hjálpa.ef með þyrfti. Hann svarar þá: — Fyrst þú spyrð get ég sagt þér að ég á ekkert og hef ekkert átt svo árum skiptir. Það sem mér berst frá Paris eru gjafir frá vinum minum. Þeir eru ekki auð- ugir menn. En ég þarf ekki mikils með. Þetta sagði hann einsog litlu varðaði hvort hann ætti fyrir dag- legum þörfum eða ekki. Eftir þetta bundust nokkrir menn samtökum að safna fé handa gamla manninum og á þvi fé lifði hann nokkuð & annað ár eða unz hann hugðist fara aftur til ’ Parisar siðla sumars 1963. Ég bað hann láta mig alltaf vita ef hann vanhagaði um peninga. Það gerði hann stundum, en fáa aðra held ég hann hafi beðið um hjálp. Hann varð á hinn bóginn afar vinsæll og fjöldi manna vék einhverju að honum, enda rómaði hann hjartaþel Islendinga og lýsti landinu sem paradis á jörð. Einu sinni sagði hann: — tslendingar eru óspilltir einsog landið. Þeir eru likir börnum. Þess vegna eru þeir hamingjusamari en annað fólk. Eftir þetta breyttist afstaða Suns til min, Hann fór nú að impra á ýmsu við mig sem hann nefndi yfirleitt ekki við aðra, það ég vissi. Sumt af þvi var viðvikjandi honum sjálfum. Ilver var Sun? Þessi lági, granni, siðskeggjaði og siðhærði karl hlaut að vekja mikla athygli á götum Reykja- vikur. Sumir héldu að hann væri fifl eða i bezta lagi skaðlaus fáráðlingur. Sjálfur gerði hann ekkert til að breyta þvi áliti. Oftast hélt hann þvi fram að hann hefði farið til Islands til að leita að Atlantis, þvi Atlantis hefði jú verið i Altantshafi einsog Island! Þessa ástæðu minnir mig að hann hafi borið fyrir sig i við- tali við Timann nokkru eftirað hann kom. Og þegar ég spurði hann hvers vegna hann hefði sagt þessa fjarstæðu svaraði hann ibygginn: — Þetta er alveg eins góð ástæða og hvað annað. Veiztu ekki að til voru þeir i fornum reglum sem aðeins leyfðu sér að fara með ósannindi þegar þeir þurftu á að halda til að þekkjast ekki úr? Við sáumst eðlilega oft saman á götu eða á veitingahúsum, og ýmsir urðu til að spyrja mig hvur þessi maður væri. Ekki voru þeir heldur fáir sem voru óðfúsir að fræða mig um hvaða mann ég hefði þarna undir handarjaðr- inum. Þessar voru tillögurnar meðal annars: Gamall fasisti frá ftaliu. Danskur bóhemi frá Paris. Land- flótta Rússi. Hollenzkur sérvitr- ingur. Það olli talsverðum misskiln- ingi — sem Sun harmaði ekkert — að oftast svaraði hann útaf ef hann var spurður persónulegra spurninga. Margfaldur flóttamaður En Sun var ekkert af þessu. Hann var fæddur 23. marz 1875 i Kyasgahr i Austur-Turkestan þarsem nú heitir Sinkiang, vest- asta svæði Kinaveldis. Hann var þvi 86 ára þegar hann kom til Is- lands. Eftir þvi sem ég komst næst var faðir hans af rúss- neskum ættum, en móðir hans frá Kashmir. Annars sagðist hann ekkert muna ef harm var spurður beint um ævi sina, ellegar að það skipti ekki máli sem um var spurt enda fortiðin úr sögunni fyrir fullt og allt. Aftur á móti brá hann fyrir sig að segja mér óspurður sitt- hvað sem drifið hafði á daga hans. Þessa sögu sagði hann ein- hverju sinni: Hann var ásamt hópi manna á ferð austur i Mið-Asiu. Þeir voru með úlfaldalest og fóru hægt. Yfir nokkurn fjallgarð eða hálsa var að fara, og veður bjart, en kalt og næðingsamt. Að kvöldi var komið i þorp heldur frumstæðra fjalla- byggja, og báðust ferðalangar leyfis að tjalda. Það var fúslega veitt. Veizla stóð ' "i i þorpinu og gleði nokkur, og sagðist Sun hafa vakið máls á þvi við heimafólk að nú héldi það há- tið. Þetta var um það leyti sem fram var borin brúnleit súpa, heit og bragðmikil. ,,Já” mælti heimamaður, sem fyrir svörum varð. ,,f dag höfum við étið hann afa okkar.” Þótti Sun einsýnt að súpan væri soðið af gamla mann- inum, og ekki fannst honum það geðslegur kvöldverður, sizt af öllu þegar þess er gætt að sjálf- ur var hann jurtaneytandi. Fram undir fyrri heimstyrjöld- ina skilst mér að hann hafi að mestu dvalizt i Kina, og þar var hann þegar uppreisnin brauzt út 1911 og keisaranum var steypt af stóli. Hann hrökklaðist þá til Rússlands og var þar þegar bylt- ingin var 1917. Eftir það fór hann ti Vestur-Evrópu, dvaldist ýmist i Frakklandi eða ftaliu, og á ftaliu var hann þegar Mússólini hrifsaði til sin völdin. Þá fór hann til Frakklands og dvaldist i Frakk- landi i meira en þrjátiu ár, allan timann rikisfangslaus en með fullu dvalarleyfi. Sun talaði mörg tungumál, en kvaðst vera mjög farinn að ryðga bæði i rússnesku og itölsku. Zen-munkur Sun var Zen-munkur og þarmeð búddhisti. Ekki er mér kunnugt að íullu hvenær hann gerðist munkur, en nafn hans, Sun Wu Kung, var vigslúheiti, ekki hið upprunalega nafn hans, enda siður i ýmsum austrænum reglum að skipta um nafn þegar maður vigist til inngöngu. Hann kvaðst helzt af öllu vilja lifa á jurtafæðu einvörðungu, en fisks neytti hann þó ef ekkert annað fékkst. Á hinn bóginn not- aði hann ekkert úr skinni, ekki skó, ekki töskur eða neitt annað, gekk enda jafnan á strigaskóm. Hann var mikill göngumaður, léttur á fæti, gekk alltaf við staf. Þrennt var það sem hann löngum hafði meðferðis stafinn, stækkun- arglerið, og töskuna. Hann var fjarsýnn, og las alltaf við stækkunargler. Þegar hann kom til Islands var hann langt yfir venjulegum starfsaldri manna svo ekki þurfti að búast við að hann tæki að sér störf. Samkvæmt munkaheiti sinu átti hann heldur ekki að sinna störfum sem greitt væri fyrir, a.m.k. ekki að öðru leyti en þvi sem tæki til brýnustu lifs- nauðsynja. Timann skyldi nota til að nálgast það sálarástand sem kallast satori, eða hugljómun, og leiða aðra inn á þá braut — óbeint, eða helzt af öllu beint ef hann hitti fyrir svoleiðislagaða náunga sem áhuga hefðu á mystiskri þjálfun. I samræmi við það átti hann að láta hverjum degi nægja sina þjáningu. Hann mátti helzt ekki biðja um neitt nema nánustu vini og samherja, en vera tilbúinn að liða hungur og kulda ef það ætti fyrir honum að liggja, minnugur þess að hið ráðandi afl i tilverunni er lika hið ráðandi afl i huga manns, og hver fær nákvæmlega það sem hann hefur til unnið. Þess vegna svaraði hann: ,,ekki mikið, en nóg” þegar hann átti ekki neitt. Kleiri kyrrlát kvöld Við áttum saman fleiri kyrrlát kvöld heima hjá mér. Ég bauð honum oft heim i mat og hylltist þá jafnan til að láta hann koma snemma svo timi væri nægur. Sun var jafnaðarlega viðræðu- góður, en þó ekki alltaf auðvelt að henda reiður á orðum hans, svaraði útaf eða bryddi stöðugt upp á nýju efni til umræðu. En i tveggja manna tali reyndist me'r hann allur annar. Hann svaraði þá mjög skýrt og stutt en þagði lengi á milli. Mig furðaði mjög i fyrstu á ræðumáta hans, en seinna fór mér að lika hann einkar vel. Ef ég impraði á merku máli átti hann til að taka bakfall og draga djúpt andann, og legði ég fyrir hann spurningusem honum þótti miklu varða sat hann ævinlega þögull góða stund — þvi lengur sem málið var merkilegra að hans dómi. Svo kom svarið, vanalega örlá orð, og stundum einsog um allt annað, en upplýsti mig þó lurðulega umþaðsem ég spurði. Ég vildi að ég gæti lýst slíku samtali, en þess er enginn kost- ur. Þetta var eins og að tala við sólarlagið. Ekki get ég heldur gelið til kynna þá stemmningu sem fylgdi þessum kvöld-fundum okkar. Hún var álika ópersónuleg og orð hins aldna manns. Eina list kunni Sun betur en nokkur annar sem ég hef kynnzt. Hann gat hvenær sem hann vildi orðið að engu. Þegar hann var farinn fannst mér stundum ég hafa verið aleinn allan timann. Ég vissi auðvitað að við höfðum rætt saman, kannski 3-4 klst. En ég mundi varla nokkurt orð sem hann sagði. Samt hafði ég fengið svör við mörgum spurningum, var greinilega betur að mér en áður. Hann hafði lag á að láta orð sfn gleymast, en mein- inguna rikja þannig að allur höf- undarrétturfyki úti veður og vind. Af sömu ástæðu skrifaði hann aldrei orð með latinuletri nema með blokkstöfum. Hann sagði persónulega rithönd alltof persónulega og þvi einstaklega eigingjarna. Devanagari (sanskritarletur) og kinverskt letur væri miklu betra afþvi það væri nær þvi að vera teiknað. Hann kvað helgispjöll að skrifa göfugt efni öðruvisi en með blokk- stöfum, og áður en hann byrjaði að setja slikt efni á pappir staldr- aði hann lengi við með pennann i hendinni rétt yfir blaðinu svosem væri hann að koma sjálfum sér i viðeigandi sálarástand. Ileimagangur i Guð- spekifélagshúsinu í meira en ár bjó Sun i litlu her- bergi við Rauðarárstig sem Þórir Ben. Sigurjónsson útvegaði honum fyrir ekkert. En á daginn var hann vanalega niðri á Lands- bókasafni ellegar i Guðspeki- fél.húsinu. Við létum honum eftir borð sem hann mátti sitja við og lesa þegar hann vildi. Svava og Grfetar Fells reyndust honum betri en ekki. Hann borðaði oft hjá þeim og fékk alltaf kaffi. Einhverju sinni spurði Grétar hvort hann hefði aldrei verið ást- fanginn, og Sun svaraði: — Jú, en það er svo langt siðan að ég man ekki eftir þvi. öðru sinni innti Grétar hann eftir hvað hann vildi segja um ástir karls og konu, og hann svar- aði þá. |«'ramjiald á næstu siðu Á veitingahúsi i Paris; frá vinstri: S. Beucler, Sun Wu Kung og Hermann T. ltichard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.