Tíminn - 21.12.1972, Page 14

Tíminn - 21.12.1972, Page 14
14 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 Þórarinn Þórarinsson: Aðdragandi og myndun þjóðstjórnarinnar 1939 Hægra brosið Úrslit þingkosninganna 20. júni 1937 urðu á margan hátt afleiðingarik. Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, héldu áfram þingmeirihluta sínum. Annar þeirra, Framsóknarflokkurinn hafði mjög styrkt aðstöðu sina. Hann hafði bæði bætt við sig þing- sætum og atkvæðum, en það var þó mikilvægast, að keppinautur, sem hefði getað orði honum skeinuhættur, Bændaflokkurinn, virtisl úr sögunni. Hinn stjórnar- flokkurinn, Alþýðuflokkurinn, hafði hinsvegar aðra sögu að segja. Hann hafði tapað þingsæt- um og eignazt á þingi nýjan, hættulegan keppinaut, Kommúnistaflokkinn. úað var liklegt til að hafa mikil áhrif á samstarf stjórnarflokkanna, eins og siðar kom á daginn. Kosningaúrslitin hlutu einnig að verða afleiðingarik fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Hann hafði stefnt að þvi að fá hreinan meirihluta, ásamt nánustu bandamönnum sinum, og virtist það takmark engan veginn fjarlægt, þegar gengið var til kosninganna. Nú var sú von brostin og ekki liklegt, að flokkurinn fengi betri vigstöðu siðar. úetta hlaut að leiða til breyttra viðhorfa hjá forustu- mönnum flokksins. Tiu dögum eftir kosningarnar, eða 30. júni birtist i Nýja dag- blaðinu grein el'tir Jónas Jónsson, er nefndist: Eltir kosningarnar. Sú grein vakti mikla athygli og deilur, enda kvað þar við nokkuð nýjan tón. Meginefni greinar- innar var á þessa leið: 1. Stjórnarflokkarnir hala þing- meirihluta ,,til að fara með stjórn eins og hingað til, ef ekki dynur ylir landið hallærisástand minnkandi sjávarafla”. Horfurnar i þeim elnum eru ekki góðar, þar sem vetrarvertiðin hefur brugðizt, en um þetta verður samt ekki endanlega vitað, fyrr en að loknum sildveið- um i haust. Þvi er heppilegt l'yrir hið nýkjörna þing ,,að fitja ekki upp á framtiðarráðagerðum fyrr en með haustinu”. 2. Eftir kosningarnar hlýtur Sjálfstæðisflokknum að vera Ijóst, að hann getur ekki fengið þingmeirihluta. „Hann hlýtur þess vegna að fara að byggja framtiðar-ráðagerðir sinar á nýj- um grundvelli”. i þvi sambandi er vert að benda á, að viða um land vinnur Sjálfstæðisflokkurinn i sveitar- og bæjarstjórnum með öðrum flokkum, m.a. Fram- sóknarflokknum. 3. Tvær stefnur togast um völdin i Alþýðuflokknum. önnur stefnir að samvinnu við Fram- sóknarmenn, en hin að samvinnu við kommúnista. 4. Samvinna við kommúnista kemur ekki til greina, nema þeir hafni byltingarstefnunni. 5. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með öðrum flokkum eftir málefnum. Hann stóð við hlið Alþýðuflokksins gegn varalög- reglunni, sem átti að beita gegn verkamönnum, en leysti Kveld- úlfsmálið með Sjálfstæðismönn- um, þegar Alþýðuflokkurinn krafðist byltingakenndra að- gerða. 6. Framsóknarflokkurinn hefur losað sig við Bændaflokkinn og eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að losa sig við nazista og Alþýðu- flokkurinn við kommúnista. „Þá geta þrir aðalflokkar landsins” sagði Jónas i greinarlokin, „unnið saman að þvi, hver eftir sinu eðli og getu, aö gera landið frjálst og sjálfstætt pólitiskt, fjárhagslega og aö allri menningu”. Þetta var meginefnið i grein Jónasar. Hún vakti að sjálfsögðu mikla athygli, þar sem hún gaf óbeint til kynna, að Jónas taldi samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn enganveginnútilokaða, einkum ef fjárhagsástandið versnaði. Fram að þessu hafði Jónas verið sá lorustumaður P’ramsóknar- flokksins, er hafði verið and- stæðastur samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Málgögn Alþýðu- flokksins og Kommánistaflokks- ins veittust harðlega að Jónasi fyrir „hægra brosið”, eins og þessi grein var almennt kölluð, en hann svaraði með þvi að benda á, að þessir flokkar hefðu ol't unnið með Sjálfstæðisflokknum, m.a. i kjördæmamálinu. Meðal Fram- sóknarmanna hlaut grein Jónasar misjafnar undirtektir og einna lakastar hjá þeim. sem áður höfðu fylgt honum fastast. Eins ogfram kemur i öðrum skrif- um Nýja dagblaðsins og Timans um þessar mundir, var yfir- gnæfandi meirihluti flokksmanna l'ylgjandi áframhaldandi sam- starfi Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Fljótlega eftir kosningarnar hófust viðra'ður milli forustu- manna stjórnarflokkanna um ál'ramhaldandi samstarf. Niður- staða þeirra varð sú, að rétt væri að lála aðalviðræðurnar biöa til haustsins. Bar einkum tvennt til. Annað var það, aö þá væri orðið ljósara, hvaða ráðstafanir þyrfti að gera vegna efnahagsmálanna. Ilitt var það, að þá myndi einnig vera orðið ljósara, hver væri staðan innan Alþýðuflokksins, en þar voru skoðanir nokkuð skiptar um það, hvort flokkurinn ætti heldur að vera i stjórn eða stjórnarandstöðu. Hinn 16. júli héldu miðstjórnir beggjastjórnarflokkannafundi og var að þeim loknum birt svohljóð- andi sameiginleg yfirlýsing i Nýja dagblaðinu og Alþýðu- blaðinu daginn cftir: ; „Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem hafa sameiginlega meirihluta á Alþingi, hafa komið sér saman um að leita samninga um ágreiningsmál sin og önnur mál, sem úrlausnar krefjast, og gera, ef samkomulag næst, opinberan málefnasamning um áfram- haldandi stjórnarsamvinnu. A meðan á þessum samningaum- leitunum stendur, koma flokkarnir sér saman um að styðja núverandi rikisstjórn, enda verði Alþingi kvatt saman eigi siðar en 15. okt. næst- komandi”. Átökin í Alþýðuflokknum Daginn áður en miðstjórnir stjórnarflokkanna höfðu haldið fundi til að ræða um stjórnar- samstarfið, eða hinn 15. júli, hafði verið haldinn sögulegur fundur i verkamannafélaginu Dagsbrún. Kommúnistar höfðu um nokkurt skeið lagt mikla stund á þann áróður, að Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn ættu að taka upp nána samvinnu eða mynda samfylkingu, eins og það var orðaö. Á umræddum Dags- brúnarfundi flutti Þorsteinn Pétursson af hálfu þeirra, tillögu þess efnis, að fundurinn skoraði á þessa tvo flokka að ganga til náins samstarís eða sam- fylkingar. Héðinn Valdimarsson, sem var þá varaformaður Alþýðuflokksins og áhrifamesti leiðtogi Dagsbrúnarmanna, hafði veriö manna mótfallnastur slikri samfylkingu.en breytti á þessum fundi eða rétt fyrir hann skyndi- lega um al'stöðu. Hann bar fram tillögu, sem gekk miklu lengra en tillaga kommúnista, en i tillögu hans var skorað á Alþýðuflokkinn og Kommúnistaflokkinn að ganga nú þegar til endanlegra samninga um tafarlausa sameiningu liokkanna i einn sameinaðan Alþýðuflokk, er starfi á lýðræðis- grundvelli. Tillaga þessi var samþykkt i einu hljóði á fundinum. Alþýðu- blaðið studdi hana strax mjög eindregið, en þó kom hún mörg- um Alþýðufiokksmönnum á óvart. Hún hafði ekkert verið rædd i flokksstjórninni. Kommúnistum kom tillaga Héðins lika á óvart, þvi að þeir höfðu ekki hugsað sér að ganga svo langt að sameina flokkana. En eftir að varaformaður Alþýðu- flokksins hafði flutt slika tillögu og stærsta verkalýðsfélag landsins samþykkt hana, var ekki annaö íyrir stjórnir þessara flokka að gera en að hefja við- ræður. Það sýndi sig hér eins og oítar, að Héðinn Valdimarsson var ráðrikur og skjótur til fram- kvæmda, en um margt var hann mesti áhuga- og athafnamaður, sem verkalýðssamtökin hafa átt , eins og verkamannabústaðirnir eru dæmi um. Vaíalitið hefur ósigurinn i þing- kosningunum átt mikinn þátt i hinni breyttu afstöðu Héðins Valdimarssonar. Takmark lians var að efla hér stóran verka- mannaflokk, likt og á Norður- löndum og i Bretlandi. Eftir kosningaósigurinn 1937 mun hann hala orðið vonminni um það, að Alþýðuílokknum tækist þetta, nema þá á löngum tima. Stytzta leiðin væri að sameina verkalýðs- flokkana svonefndu. Ef það tækist ekki, kæmi i ljós, að sameiningin strandaði ekkr á Alþýðuflokkn- um, heldur væru kommúnistar hinir raunverulegu sundrungar- menn. h’lestir eða allir aðrir aðalleið- togar Alþýðuflokksins með Jón Baldvinsson jifararbroddilitu öðr- um augum á þetta en Héðinn Alþýðuflokkurinn hafði beðið stundarósigur, en ekki varan- legan. Útilokað væri að vera i flokki með kommúnistum, þvi að þeir myndu alltaf halda uppi klikustarfi innan hans. Meðal óbreyttra flokksmanna, einkum þó i Reykjavik, átti afstaða Héðins hinsvegar verulegu fylgi að fagna, einkum þó meðal verkamanna, en hjá þeim naut Héðinn sérstaks trausts. Niðurstaðan varð þvi sú, að formlegar viðræður voru hafnar um sameiningu flokkanna. Fulltrúar Alþýðuflokksins i við- ræðunum voru séra Ingimar Jónsson, Kjartan Ólafsson og Vil- mundur Jónsson (siðar Finnbogi R. Valdimarsson). en fulltrúar Kommúnistaílokksins Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og Haukur Björnsson. Fyrsti við- ræðufundurinn var 4. ágúst. Tveimur mánuðum seinna, eða 4. okt. skýrði Alþýðublaðið frá þvi, að frekari viðræður væru til- gangslausar ab sinni. Höfðu komið upp ýmis ágreiningsefni varðandi grundvallarstefnu hins fyrirhugaða flokks. Þá hafði lika verið ákveðið að kalla saman aukaþing Alþýðusambands fslands, sem jafnframt var flokksþing Alþýðuflokksins, eins og skipulagi þessara aðila var þá háttað. Þetta þing hófst i lok októ- ber og kom þar i ljós, að mikill ágreiningur var um þessi mál innan Alþýðuflokksins. Héðinn Valdimarsson vildi láta gera til- boð, sem liklegt var, að kommúnistar myndu fallast á, og virtist i upphafi, að hann hefði mikið fylgi. Jón Baldvinsson og Stefán Jóhann Stefánsson vildu hinsvegar ganga miklu skemmra. Eftir miklar umræður og þóf varð niðurstaðan sú, að samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða miðlunar- tillaga, sem þeir stóðu einkum að Jónas Guðmundsson, Emil Jónsson, Guðmundur G. Hagalin og Vilmundur Jónsson. Sam- kvæmt henni var Kommúnista- flokknum boðið að sameinast Alþýðuflokknum á þeim grund- velli, að hann fengi 8 sæti af 25 i stjórn Alþýðusambandsins, sem jafnframt væri stjórn hins nýja flokks.og að stefnuskrá hins nýja flokks yrði hin nýja stefnuskrá Aiþýðuflokksins, er þingið hafði samþykkt. Tilboð þetta var bundið þvi skilyrði, að sameiningin færi fram að loknu þingi Kommúnistaflokksins, sem halda átti um miðjan nóvember, en i seinasta lagi fyrir 1. desem- ber. t hinni nýju stefnuskrá var mjög gengið til móts við kommúnista um þau ágreinings- atriði, sem komið höfðu fram i áðurgreindum viðræðum, en þó ekki vikið frá þvi grundvallar- atriði, sem mestum ágreiningi hafði valdið, en það var á þá leið, að flokkurinn starfaði á lýðræðis- grundvelli, þ.e. viðurkenndi rétt þjóðarmeirihlutans til að ráða málum þjóðarinnar og ynni á grundvelli laga og þingræðis að þvi að ná löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu i sinar hendur til þess að geta breytt þjóðskipulaginu til samræmis við stefnu sina. Það kom i ljós á þingi Kommúnislaflokksins, að hann gat ekki fallizt á þetta atriði. A þinginu var samþykkt sérstakt svarbréf við sameiningartilboði Alþýðusambandsþingsins og sagði þar m.a.: „Hér er m.ö.o. gert ráð fyrir þeim eina möguleika, að verka- lýðurinn taki völdin og skapi sósialisma með samþykktum liins borgaralega Alþingis og að valdataka verkalýðsins og sköpun sósialismans eigi að vera verk venjulegrar borgaralegrar rikisstjórnar. Það er m.ö.o. gert ráð fyrir, að hið borgaralega rikiskerfi sé hið eina tæki, er til greina geti komið til að fram- kvæma sósialismann og tryggja völd alþýðunnar. Það er öllum kunnugt, að þetta er i algeru ósamræm i við skoðanir Kommúnistaflokks islands og i aigerri mótsögn við grundvallar- atriði marxismans”. (Þjóðviliinn 19. nóv. 1937.) i bréfinu eru tilgreind fleiri atriði, sem Kommúnista- liokkurinn telur sig ekki geta fallizt á. Hann hafnaði þvi til- boðinu, en lagði til, að samning- um yrði haldið áfram og að flokkarnir samfylktu i bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, sem færu fram skömmu eftir ára- mótin. Það hafði verið markmið Alþýðusambandsþingsins, að samningum við kommúnista yrði hætt 1. desember, ef samkomulag hefði ekki náðst fyrir þann tima. Eftir þing kommúnista varð ljóst, að ekkert yrði úr samningum flokkanna fyrir þann tima. En þing kommúnista gætti þess að halda opnum leiðum af sinni hálfu. Héðinn Valdimarsson hafði lika haft þann fyrirvara, að þótt beinum viðræðum um sameiningu flokkanna yrði hætt 1. desember, yrði reynt að halda áfram vinsamlegri sambúð milli þeirra. Stjórnarsamningur til bráðabirgða Eins og kom fram i yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá 17. júli, var það fyrirætlun þeirra að hefja siðari hluta sumars viðræður um áframhaldandi samstarf flokkanna. Átökin i Alþýðufiokkn- um urðu þess hins vegar valdandi, að raunverulegar við- ræður hófustekki fyrr en að loknu þingi Alþýðusambandsins, en það samþykkti nær einróma, að áframhaldandi stjórnarsamvinna Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins væri nauðsynleg eins og nú stæðu sakir og væri eðlilegt og æskilegt, að þessi samvinna yrði enn viðtækari, þannig, að hún næði einnig til bæjar- og sveitar- stjórnarmálefna. 1 forustugrein- um málgagna beggja flokkanna kom skýrt fram, að mikill meirihluti fylgismanna þeirra kysi, að samstarf þeirra héldi áfram. Alþingi kom saman til fundar hinn 10. október, þar sem fjárlög fyrir 1938 höfðu ekki verið af- greidd áður en þingið var rofið vegna kosninganna. Aðalverkefni þessa þings var fjárlaga- afgreiðslan. Eftir að þingið kom saman, komst nokkur skriður á viðræður stjórnarflokkanna, en þó ekki verulegur fyrr en að loknu þingi Alþýðusambandsins. Hinn 17. nóvember birtu blöð flokkanna fréttatilkynningu um, að samkomulag hefði náðst milli stjórnarflokkanna um afgreiðslu mála á yfirstandandi þingi og stuðning við rikisstjórnina. Það var tekið skýrt fram, að hér væri um bráðabirgðasamkomulag að ræða, er gilti aðeins stuttan tima, eða þangað til Alþingi kæmi aftur saman í febrúarmánuði næst- komandi. Ástæðan til þess, að ekki var samið til lengri tima, rakti fyrst og fremst rætur til átakanna I Alþýðuflokknum, én ekki var séð á þessum tima, hvaða endalok þau kynnu að fá og hvaða afleiðingar þau myndu hafa. Þá þótti einnig rétt að biða úrslita bæjarstjórnarkosniriga, er áttu að fara fram i siðari hluta janúarmánaðar næstkomandi. Bráðabirgðasamkomulagið, sem gert var, var þvi aðeins bundið við afgreiðslu mála, sem ekki þótti hægt að láta biða. Það fjallaði um afgreiðslu, fjár- laganna fyrst og fremst og ýmissa nýrra fjárveitinga I sam- bandi við þau, m.a. til land- búnaðarins, sjávarútvegsins og alþýðutrygginganna. Samningar um öll hin stærri framtiðarmál voru látnir biða.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.