Tíminn - 21.12.1972, Síða 15

Tíminn - 21.12.1972, Síða 15
TÍMINN 15 JOLABLAÐ 1972 Jónas og Magnús Vegna ástandsins f Alþýðu- flokknum rikti mikil óvissa um framtið stjórnarsamstarfsins. Það dró ekki úr þessari óvissu, að i nóvember var verkfall við verk- smiður S.t.S. á Akureyri, er leiddi til verulegra árekstra milli Alþýðusambandsins og S.t.S. Þá hélt Jónas Jónsson áfram að skrifa greinar, sem báru aukinn svip hægra brossins svonefnda. Hann hafði einnig unnið að þvi að nálgast vissa leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins að tjaldabaki einkum þó hinn gamla and- stæðing sinn, Magnús Guðmundsson. Aukin kynni höfðu skapazt milli þeirra, eftir að þeir áttu báðir sæti i dansk-islenzku ráðgjafanefndinni og þó einkum vegna setu þeirra i fjárveitinga- nefnd á þinginu 1935. Jónas hafði þá verið formaður nefndarinnar og fannst mikið til um samninga- lipurð og sanngirni Magnúsar, en hann var þar höfuðleiðtogi stjórnarandstæðinga, en nefndin náði samkomulagi um allmörg sparnaðarmál og mátti ekki sizt þakka það Magnúsi. Fyrir at- beina Jónasar komst sú skipan á við kjör þingforseta á haust- þinginu, að stjórnarandstaðan, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, fékk fyrsta varaforsetann i sameinuðu þingi og i deildum. Alþýðu- flokkurinn var þessu andvigur, en Jónas hélt þvi fram i blaðaskrif- um, að þetta hefði upphaflega verið sameiginleg tillaga hans og Jóns Baldvinssonar, sem var endurkosinn forseti sameinaðs þings. Magnús Guðmundsson var hins vegar fyrsti varaforseti þess. Blöð Alþýðuflokksins og kommúnista töldu þetta táknrænt merki um hægra bros Jónasar. Magnúsar Guðmundssonar naut hins vegar ekki lengi við eftir þetta, þvi að hann lézt skömmu siðar, eða 26. nóvember. Eftir það hófust viðræður milli Jónasar og Ölafs Thors. Samfylkingin í bæjarstjórnar- kosningunum 1938 Hinn 30. janúar 1938 fóru fram kosningar til bæjarstjórna og sveitarst jórna i kauptúnum. Framsóknarflokkurinn færði talsvert út starfssvið sitt sem bæjarmálaflokkur i þessum kosningum og bauð nú t.d. fram i Vestmannaeyjum i fyrsta sinn. Hann bauð fram i öllum kaup- stöðunum, nema á tsafirði og i Hafnarfirði. t kauptúnunum flest- um bauð hann ýmist fram einn eða með Alþýðuflokknum. T.d. haföi hann samvinnu við Alþýðu- flokkinn i Keflavik, i Stykkis- hólmi, á Eyrarbakka og á Stokks- eyri. Það varð að ráði, að Jónas Jónsson varð efstur á lista Fram- sóknarflokksins i Reykjavik, en Sigurður Jónasson forstjóri i öðru, Jón Eyþórsson veður- fræðingur i þriðja og Guðmundur Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri i fjórða. Sigurður Jónasson hafði áður verið bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn og verið helzti forgöngumaður Sogs- virkjunarinnar á þeim vettvangi. Þeir Héðinn Valdimarsson og Siguröur áttu ekki skap saman,og var Sigurður þvi ekki hafður i endurkjöri fyrir Alþýðuflokkinn i bæjarstjórnarkosningunum 1934. Hann var i framboði fyrir Fram- sóknarílokkinn i Borgarfjarðar- sýslu i þingkosningunum 1937. Jónas Jónsson lagði áherzlu á, að Siguröur yrði i öðru sæti á listan- um, þvi að hann hafði mikið álit á þekkingu hans i bæjarmálum og áhuga hans á ýmsum nýjungum og framfaramálum. Það kom hins vegar siðar i ljós, að þeir Jónas og Sigurður áttu ekki skap saman. Skipulagsmálum Alþýðu- flokksins var þá svo háttað, að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna réði framboði hans i Reykjavik. t byrjun desember skrifaði Kommúnistaflokkurinn fulltrúa- ráðinu bréf, þar sem hann lagði til, að flokkarnir byðu frgm sameiginlega i bæjarstjórnar- kosningunum. Þessu var ekki svarað i fyrstu, en siðar fékk Héðinn Valdimarsson samþykkt, að fulltrúaráðið kysi nefnd til að ræða um framboð við kommúnista. Nefndin náði sam- komulagi við kommúnista og var framboðstillaga hennar sam- þykkt með naumum meirihluta i fulltrúaráðinu, að þvi er Alþýðu- blaðið segir. Niðurstaðan varð þvi sú, að flokkarnir höfðu sameiginlegt framboð, þótt margir Alþýðuflokksmenn gengu óviljugir til þess leiks. Flokkarnir höfðu einnig sameiginleg fram- boð á ísafiröi, Neskaupstað og i Hafnarfirði, en þar áttu kommúnistar þó ekki mann á listanum fyrr en i 10. sæti. Úrslit kosninganna urðu þau, að Framsóknarflokkurinn varö eini flokkurinn, sem bætti at- kvæðatölu sina i kaupstöðunum, miðað við þingkosningarnar árið áður. Þannig bætti hann við sig um 400 atkv. i Reykjavik og 180 atkv. á Akureyri. i Vestmanna- eyjum fékk flokkurinn nú bæjar- fulltrúa i fyrsta sinn. Atkvæða- tala hinna flokkanna lækkaði hinsvegar, en þó mjög litillega hjá Sjálfstæðisflokknum. ,,Sam- fylking’’ Alþýðuf lokksins og Kommúnistaflokksins gafst ekki vel, t.d. fékk listi þeirra i Reykja- vik um 400 atkv. færra en flokkarnir höfðu fengið saman- lagt i þingkosningunum 1937. Brottrekstrar á vfxl Eftir b æ j a r s t j ó r n a r - kosningarnar hófust mikil gagn- JónasJónsson kvæm brigzl i blöðum Alþýðu- flokksins og Kommúnista- flokksins vegna úrslitanna i i Reykjavik. Þessi deila harðnaði þó um allan helming eftir fyrsta fund hinnar nýkjörnu bæjar- stjórnar, en þá var kosið i ýmsar nefndir. Kommúnistar héldu þvi fram, að við nefndarkosningarnar hefðu fulltrúar Alþýðuflokksins brugðizt leynilegu samkomulagi, sem gert hefði verið fyrir kosningarnar um samvinnu þeirra fulltrúa, er næðu kosningu af hinum sameiginlega lista. Fulltrúar Alþýðuflokksins, sem voru þeir Stefán Jóhann Stefáns- son og Jón Axel Pétursson, töldu það hinsvegar úr gildi fallið. Héðinn Valdimarsson leit hins vegar öðrum augum á málið og skrifaði þvi til staðfestingar grein, sem hann sendi Alþýðu- blaðinu til birtingar. Alþýðu- blaðið neitaði að birta greinina, eftir aö ritstjóri þess hafði ráð- fært sig við Jón Baldvinsson. Héðinn skrifaði þá Jóni Baldvins- syni bréf sem formanni flokksins, þar sem hann sagði upp öllum persónulegum ábyrgðum vegna Alþýðublaðsins og Alþýðu- prentsmiðjunnar. Jafnframt átti hann viðtal við Þjóðviljann, þar sem hann birti efni greinarinnar, sem hann hafði ekki fengið birta i Alþýðublaðinu. Deilurnar i Alþýðuflokknum voru nú komnar á það stig, að Jón Baldvinsson taldi, að lengur gæti ekki orðið um neinar sættir að ræða. Hinn 8. febrúar var haldinn fundur i stjórn Alþýðusam- bandsins, sem jafnframt var stjórn Alþýðuflokksins. Þar bar Jón fram þá tillögu, að Héðni Valdimarssyni yrði vikið úr flokknum og öllum trúnaðarstörf- um innan hans. Sú tillaga var samþykkt með 12:4 atkvæðum, en einn sat hjá, en alls áttu 17 menn sæti i stjórninni. Þá var vitað, að þingmenn flokksins, aðrir en Héðinn Valdimarsson, voru þess- um málalokum samþykkir. Það kom brátt i ljós, að Héðinn Valdimarsson átti miklu meira fylgi meðal óbreyttra liðsmanna Alþýðuflokksins en úrslitin i sam- bandsstjórninni bentu til. Fyrstu átökin innan flokksins urðu i Jafnaðarmannafélaginu i Reykjavik. Þar bar Héðinn sigur úr býtum og gengu þá and- stæðingar hans af fundi og stofnuðu nokkru siðar Alþýðu- flokksfélag Reykjavikur. Jafn- framt var Jafnaðarmanna- félaginu vikið úr Alþýðusam- bandinu. Hörðust urðu átökin i verka- mannafélaginu Dagsbrún, en þar ákváðu fylgismenn Héðins Valdi- marssonar að koma fram hefnd- um á Jóni Baldvinssyni fyrir brottreksturinn á Héðni úr Alþýðuflokknum. Hinn 13. febrúar var haldinn einn fjöl- mennasti fundurinn i sögu Dags- brúnar. Fundinn sóttu milli 800- 900 manns og fór hann fram sam- timis i Nýja Bió og K.R.-húsinu. Þar báru fylgismenn Héðins fram þá tillögu, að falli Jón Baldvinsson og meirihluti sam- bandsstjórnar ekki frá brott- rekstri Héðins Valdimarssonar úr Alþýðuflokknum, skuli félagsstjórnin vikja Jóni Bald- vinssyni úr félaginu innan viku. Tillaga þessi var samþykkt með um 460:30 atkvæðum, en fylgis- menn Jóns Baldvinssonar sátu yfirleitt hjá i mótmælaskyni viö þaö, að hafnað hafði verið að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um tillöguna. Samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins höfðu llermuiin Jónusson bæði Sjálfstæðismenn og kommunistar fylkt liði á fundin um og stóðu þeir fast með Héðni Valdim a rssy n i. A! þý ð ub la ð ið segir, að ræöumaður úr hópi Sjálfstæðismanna hal'i deilt sér- staklega harkalega á Jón Baldvinsson. Afstaða blaða Sjálf- stæðisflokksins var lika sú, að Héðinn Valdimarsson hefði fyrst og fremst verið rekinn úr Alþýðu- flokknum vegna þess, að hann hel'ði ekki viljað vera undirtylla Framsóknarflokksins. Jón Baldvinsson Dagsbrúnarfundurinn 13. febrúar varð siðasti fundurinn, sem Jón Baldvinsson sat, Hann reyndi að halda þar ræðu, en fékk ekki hljóð . Útdráttur úr ræðu hans var siðar birtur i Alþýðu- blaðinu og hefur oft verið vitnað til hans af talsmönnum Alþýðu- flokksins, þegar þeir hafa átt i deilum viö kommúnista. Jón Baldvinsson hafði lengi verið veill fyrir hjarta og hafði legið á sjúkrahúsi erlendis sumarið áður án þess að fá bót. Læknar höfðu ráðlagt honum að hlifa sér og forðast andlega áreynslu, en vegna átakanna i Alþýðuflokkn- um gat hann ekki farið að ráðum þeirra. Dagsbrúnarfundurinn reyndist honum ofraun. Hann lagðist fárveikur, þegar hann kom heim af fundinum, og reis ekki á fætur aftur. Hann lézt rúmum mánuði siðar, eða 17. marz. Jón Baldvinsson var sá leiðtogi Alþýðuflokksins, sem forustu- menn Framsóknarflokksins áttu við nánast samstarf um meira en tuttugu ára skeið. Einkum var samstarf hans og Jónasar Jónssonar náið. Jón var sá leið- togi Alþýðuflokksins, er Jónas mat mest og treysti bezt. Jónas og Héðinn voru of ráðrikir til þess að geta fellt skap saman, og kynni Jónasar við Harald Guðmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson voru takmörkuð. Með fráfalli Jóns Baldvinssonar slitnaði sterkasti þráðurinnn, sem hafði tengt saman hina eldri leiðtoga Framsóknarflckksins og Alþýðuflokksins. Þetta, ásamt mörgu öðru, varð til að fjarlægja flokkanna á næstu árum. Sam- starf þeirra Jónasar og Jóns hófst á stofnþingi Alþýðusambandsins og mun Jónas hafa átt drýgstan þátt i þvi, að Jón var þá kosinn formaður Alþýðusambandsins. Samstarf þeirra setti siðan meginsvip á islenzka stjórnmála- sögu næstu tuttugu árin. 1 grein, sem Jónas skrifaði um Jón Baldvinsson við lát hans ob birtist i Nýju dagblaðinu 30. marz 1938, sagði m.a. á þessa leið: ,,1 gáfnafari Jóns Baldvinssonar gætti mest þeirra hygginda, sem i hag koma. Hann var framsýnn og ráðagóður i bezla lagi. Hann sá hættur og hiYttumöguleika öðrum mönnum betur. Var hann mjög sóttur að ráðum bæði af samherjum sinum og mönnum i öðrum flokkum. Hann var hinn bezti ráðunautur djörfum mönnum og stórhuga, þvi að hann sá öðrum mönnum betur afleiðingar nýrra átaka. Aftur á móti verður ekki með sama hætti sagt, að hann hafi haft frjótt og skapandi imyndunarafl. Hann var fyrst og fremst hinn framsýni, ráðagóði og fastlyndi stjórnmálaleiðtogi. Hann opnaði ekki nýjar leiðir, en hann mælti með heppilegu úrræði i hverri Eysteiiin Jóiissoii gestaþraut, sem lifsbaráttan lagði fyrir hann. Al' þessum ástæðum varð Jón Baldvinsson hinn mikli sátta- semjari og málamiðlunarmaður. Reyndi mjög á þessa gáfu hans i hraðvaxandi llokki, þar sem flestir voru nýliðar, en málefni stór og< vandasöm úr að ráða. Enginn- efi er á þvi, að Jón Baldvinsson eyddi miklu af lifsorku sinni i það að sameina og samræma hina óæfðu og oft ósamþykku starfskrafta i liði Alþýðuflokksins. Hann vann á sama hátt á Alþingi. Meöan hann var þar einn sins liðs, tókst hon- um að koma fram vökulögunum til verndar lifi og heilsu togara- háseta. Hann sótti málið með svo mikilli lagni og festu, að bæði Framsóknarmenn og margir Sjálfstæðismenn hjálpuðu honum til að fá þessa torfengnu og umdeildu réttarbót. Sama varð raunin um vinnu Jóns Bald- vinssonar um fjölmörg önnur mál, bæði á Alþingi og i banka þeim, sem hann stýrði”. (Merkir Samtiðarmenn bls. 198). Héðinn Valdimarssyni fórust m.a. þannig orð um Jón Baldvinsson i minningagrein, er birtist i Nýju landi: ,,Jón Baldvinsson var enginn mælskumaður, en talaði þó skýrt og skilmerkilega. Áhrif hans voru ekki eins viðtæk á stórum mann- fundum og ýmissa annarra, en persónuleg áhrif hafði hann hverjum manni meiri innan Alþýðuflokksins og sérstaklega i hópi flokksstjórnar, sam- bandsþings og fulltrúaráðsins i Reykjavik. Hann var mjög við- kynningargóöur og jafnlyndur og mikill samningamaður...Festa hans og drengskapur höfðu sin djúpu áhrif” (Nýtt land 18. marz 1938) Jón Baldvinsson var fæddur á Strandseljum i Ogursveit 1882, og þvi rúmlega 55 ára, er hann lézt. Hann naut ekki annarrar skóla- menntunar en þeirrar barna- f^æðslu, sem þá var. Sóknar- presturinn, sem var séraSigurður Stefánsson i Vigur, veitti þvi athygli, hve greindur og námfús Jón var, og var hann þvi, að áeggjan séra Sigurðar. ráðinn til Skúla Thoroddsen til prentnáms i prentsmiðju Þjóðviljans á Isa- firði, tæpra fimmtán ára gamall. Jón var næstu átta árin á heimili Skúla, ýmist við prentnám eða prentstörf, fyrst á tsafirði og siðará Bessastöðum. 1 ársbyrjun 1905 réðst hann prentari hjá Gutenberg, sem þá var i sameign prentara. Hann vann i Gutenberg til 1918, en þá gerðist hann for- stjóri Alþýðubrauðgerðarinnar. Hann var annar af fulltrúum Prentarafélagsins á stofnþingi Alþýðusambandsins 1916 og þá kosinn formaður þess, en þvi fylgdi þá einnig formennska i Alþýðuflokknum, og gegndi hann siðan þessum störfum til dauða- dags. Hann var bankastjóri Útvegsbankans 1930-'3 8. Alþingismaður var hann frá 1921- ’38. Hann átti sæti i mörgum nefndum, m.a. i dansk-islenku ráðgjafanefndinni um 10 ára skeið. 1 þvi starfi sinu kynntist hann forustumönnum Jafnaðar- manna á Noröurlöndum og naut mikils álits þeirra. Prentarastarfið hafði reynzt Jóni Baldvinssyni góður skóli. eigi siður en Benjamin Franklin. Það var talinn einn styrkur hans scm samningamanns, að hann kunni öðrum betur að finna rétt orð um það, sem segja þurfti, og oft vafðist fyrir öðrum. Hann var Skiili Giiðniiimlsson jafnlyndur, orðheppinn og gamansamur og sérlega við- felldinn i allri umgengni. Megin styrkur hans sem ræðumanns var sá, að hann hafði glögga yfirsýn um mál og gat dregið fram meginrök i stuttu og Ijósu máli. 1 cðli sinu var hann hlédrægur og sóttist ekki eltir mannvirðingum. Jón Baldvinsson var tvimæla- laust einn merkasti og farsælasti sljórnmálaleiötogi tslendinga á fyrra helmingi þessarar aldar. Togaradeilan Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins kom saman 15. febrúar 1938 eða um svipað leyti og Alþingi hóf störf sin. Á aðal- fundinum var rætt um sljórn- málahorfurnar og komizt að þeirri niðurstöðu, að leita bæri eftir samkomulagi við Alþýðu- flokkinn um stuðning við rikisstjórnina og afgreiðslu mála á yfirstandandi þingi. Jafnframt var lýst yfir þvi, að flokkurinn hafnaði samstarfi við flokka, sem ekki ynnu afdráttarlaust á þing- ræðis- og lýðræðisgrundvelli. Áður en að hægt y rði að hefja að ráði viðræður við Alþýðu- flokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf, reyndist óhjákvæmilegt að leysa vinnu- deilu, sem ógnaöi mjög allri af- komu þjóöarinnar. Sjómenn höfðu sagt upp samningum um togarakjörin og runnu þeir út um áramótin. Togararnir höfðu stöðvazt og framundan var bezti timi vertiðarinnar. Hlutur togaranna var þá svo stór i þjóðarbúskapnum, að útilokað var fyrir hann að þola lang- varandi stöðvun þeirra. Dr. Björn Þórðarson var þá sáttasemjari rikisins og vann að sáttaumleitunum með mikilli elju, eins og hans var vandi. Hann hafði borið fram sáttatillögu, sem samninganefndir beggja aðila höfnuðu. Rikisstjórnin skipaði þá sáttanefnd honum til aðstoðar. 1 samráðivið hana lagði hann fram nýja sáttatillögu og var hún borin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.