Tíminn - 21.12.1972, Side 17

Tíminn - 21.12.1972, Side 17
JÓLABLAÐ 1972 TÍMINN 17 en fulltrúarnir siðan mæta á stofnþingi hins nýja flokks, ásamt þeim fulltrúum, sem höfðu verið kjörnir á Alþýðusambandsþingið sem fylgismenn Héðins Valdimarssonar. Samkomulag hafði einnig orðið um það, að stefnuskrá hins nýja flokks yrði hin sama og stefnuskrá Alþýðu- flokksins, sem hafði verið sam- þykkt á Alþýðusambandsþinginu 1937, að undanskildri breytingu, sem siðar verður sagt frá. Þetta fór allt eftir áætlun. Fylgismenn Héðins settu skilyrði fyrir þátttöku sinni á þingi Alþýðusambandsins, sem vitan- legt var, að ekki yrði fallizt á. Þegar þeim hafði verið hafnað, hófst þing þeirra og fulltrúanna, sem höfðu setið þing Kommúnistaflokks Islands. Þar var ákveðið að stofna nýjan flokk, sem hlaut nafnið Sameiningar- flokkur alþýðu—Sósialista flokkurinn. Kommúnista- flokkurinn var lagður niður og flokksfélög hans og þau félög sem fylgismenn Héðins réðu yfir, t.d. Jafnaðarmannafélag Islands, sameinuð. Hinn nýi flokkur fékk tvo formenn: Héðinn Valdimarsson, sem varð for- maður flokksins, og Brynjólf Bjarnason, er varð formaður framkvæmdastjórnar og mið- stjórnar. Þetta var m.a orðað þannig, að Héðinn væri formaður út á við, en Brynjólfur inn á við, og reyndist sú formennskan ólikt valdameiri. Varaformenn voru kosnir þeir Einar Olgeirsson og Sigfús Sigurhjartarson. Sigfús var þekktastur og áhrifamestur þeirra manna, sem fylgdu Héðni úr Alþýðuflokknum. Þjóðviljinn varð aðalmálgagn hins nýja flokks og varð Sigfús Sigur- hjartarson ráðinn ritstjóri bið blaðið, ásamt Einari Olgeirssyni, er verið hafði einn ritstjóri þess áður. Eins og áður segir, var stefnu- skrá hins nýja flokks, samhljóða stefnuskrá Alþýðuflokksins, að þvi undanskildu, að breytt var nokkuð setningaröðum i 5. grein i inngangskafla stefnuskrárinnar. Fimmta greinin hljóðaði svo i stefnuskrá Alþýðuflokksins: „Flokkurinn vinnur að bættum kjörum, auknum réttindum og hverskonar endurbótum fyrir alla alþýðu manna: verkamenn, bændur sjómenn, iðnaðarmenn og annað vinnandi fólk, en i þessu endurbótastarfi hefur flokkurinn jafnan fyrir augum lokatakmark sitt og undirbýr með þvi að al- þýðan taki völdin til fulls og skapi sósialistisk þjóðskipulag samfara fulikomnu lýðræði. Vill flokkurinn vinna að öllu þessu við almennar kosningar i bæjar- og sveitarstjórnum, á Alþingi og i rikisstjórn, á þingræðisgrund- velli, með stéttarsamtökum sin- um og fræðslu- og útbreiðslustarfi meðal vinnandi stétta....(Nýtt land i júni 1938). t stefnuskrá Sameiningarflokks alþýðu- Sósilistaflokksins hljóðaði fimmia greiniri á þessa ieið: „Flokkurinn vinnur að bættum kjörum, auknum réttindum og hverskonar endurbótum fyrir alla alþýðu manna, verkamenn, bændur, sjómenn iðnaðarmenn og annað vinnandi fólk. Vill ílokkurinn vinna að öllu þessu við almennar kosningar i bæjar- og sveitarstjórnum, á Alþingi og i rikistjórn, á þingræðisgrundvelli með stéttarsamtökum sinum og fræðslu- og útbreiðsiustarfi á meðal hinna vinnandi stétta. t þessu endurbótastarfi hefur flokkurinn jafnan fyrir augum lokatakmark sitt og undirbýr með þvi, að alþýðan taki völdin til fulls og skapi sósialistiskt þjóðfélag samfara fullkomnu lýðræði.” (Nýtt land i júni 1938). Fljott á litið kann einhverjum að þýkja, að framangreindur munur á setningaröðinni skipti ekki meginmáli. 1 honum er þó fólginn höfuðmunur á afstöðunni til þingræðisins. Eins og setningaröðunin er hjá Alþýðu- flokknum, leggur flokkurinn áherzlu á að vinna á þingræðis- grundvelli bæði að hinu svonefnda endurbótastarfi og að lokatakmarki flokksins. Eins og setningaröðunin er hjá Sameiningarflokknum er aðeins lögð áherzla á að vinna að endurbótastarfinu á þingræðis- grundvelli, en það látið óbundið, hvernig unnið sé að þvi að ná ÍYlagmis Guðmundsson sjálfu lokatakmarkinu. Að áorðinni þessari breytingu, gátu kommúnistar sætt sig við stefnu- skrána, en annars ekki. Hlífardeilan Á árunum 1934-,37 var oft bein og óbein samvinna milli Sjálf- stæðisflokksins og kommúnista i andstöðu þeirra gegn rikisstjórninni. Þannig stóðu liðs- menn þessara flokka saman i mjólkurverkfallinu og benzin- verkfaliinu 1935. Þessi samvinna Sjálfstæðismenna og kommúnista varð þó enn nánari eftir kosningarnar 1937 og beindist mest gegn Alþýðuflokknum eftir að klofningurinn þar kom tii sögunnar. Þannig tóku Sjálf- stæðismenn mjög undir þann áróður Héðins Valdimarssonar og kommúnista, að þeir Alþýðu- flokksmenn, sem ekki vildu aðhyllast samstarf við kommúnista, væru undirlægjur Framsóknarflokksins. Þegar kom til átaka i verkalýðsfélögun- um milli Héðins Valdimarssonar, eftir að hann var rekinn úr Alþýðuflokknum, og kommúnista annarsvegar og Alþýðuflokks- manna hinsvegar, stóðu Sjálf- stæðismenn undantekningarlitið með þeim fyrrnefndu. Þetta kom t.d. áberandi i ljós á Dagsbrúnar- fundinum, þegar Jón Baldvinsson var rekinn og rækilega var þá lýst i Aiþýðublaðinu. Þegar klofningur Alþýðuflokksins varð endanlegur haustið 1938 og kommúnistar og Héðinn Valdimarsson stofnuðu Sameiningarflokkinn var allur fréttaflutningur og málflutningur málgagna Sjálfstæðisflokksins mjög óhagstæður Alþýðuflokk- num. Sjálfstæðismenn töldu sér það æskilegt að lama Alþýðu- flokkinn sem mest og hindra þannig, að hann og Framsóknar- flokkurinn hefðu bolmagn til að halda stjórnarsamstarfi áfram. Til þess að ná þessu takmarki unnu þeir það til að efla kommúnista. Þetta köm t.d. i ljós á Norðfirði. t bæjarstjórnarkosningunum 1938 var sameiginlegt framboð Alþýðuflokksins og kommúnista. 1 þeim kosningum, var Lúðvik Jósefsson fyrst kjörinn i bæjar- stjórn og hóf með þvi langan pólitiskan feril sinn. Eftir kosningarnar mistókst þessum flokkum að ná samkomulagi um bæjarstjóra og varð þvi að kjósa aftur i september 1938. Hófst þá að nýju mikið þóf um bæjar- stjórann og lauk þvi á þann veg, að Sjálfstæðismenn kusu heldur að vinna með kommúnistum en með Alþýðuflokksmönnum og Framsóknarmönnum. Mest áberandi varð samvinna Sjálfstæðismanna og kommúnista i hinni svoneíndu Hlifardeilu i febrúar 1939. t janúar 1939 sameinuðust'Sjálfstæðismenn og kommúnistar i verkamanna- félaginu Hlif i Hafnarfirði um að fella stjórn Alþýðuflokksmanna i félaginu. Það tókst með naumind- um, en i kjölfar þess vék hin nýja félagsstjórn 12 helztu leiðtogum Alþýðuflokksins úr félaginu með þeim rökstuðningi, að þeir væru atvinnurekendur. Alþýðuflokks- menn svöruðu með þvi að segja sig úr Hlif og stofna nýtt verka mannafélag, sem m.a. samdi strax við bæjarútgerðina, sem þá var undir stjórn Alþýðuflokks- manna, en fyrirtæki, sem Sjálf- stæðismenn áttu eða réðu yfir, neituðu að semja við það. Þegar meðlimir hins nýja verkamanna- félags ætluðu að hefja vinnu við Olafnr Tliors skip bæjarútgerðarinnar, beittu félagsmenn Hlifar harðræði til að hindra vinnuna og fengu liðsafla frá kommúnistum og Sjálfstæðis- mönnum i Reykjavik sér til halds og trausts. t deilu þessari stóðu Sjálfstæðismenn og kommúnistar hlið við hlið og Morgunblaðiö deildi fast á Alþýðuflokksmenn. Fyrir /atbeina rikisstjórnarinnar, visaði bæjarútgerðin deilunni til Félagsdóms. Úrskurður hans varð á þá leið, að samkvæmt samningi, sem bæjarútgerðin hafði gert við Hlif fyrir nokkru og væri enn i gildi, hefðu Hlifarmenn forgangsrétt til vinnu hjá út- gerðinni. Bæjarútgerðinni væri þvi óheimilt að veita mönnum úr öðru verkalýðsfélagi forgangsrétt til vinnu meðan umræddur samningur væri gildandi. Jafn- hliða úrskurðaði Félágsdómur verkfall Hlifar ólöglegt, þvi að hér væri verið að deila um ákvæði i gildandi samningum og ætti að leggja slikan ágreining.undir úr- skurð Félagsdóm og hlita honum. Hlifardeilan bar glöggt merki um tvennt: Staóa Alþýðu- flokksins var orðin mjög veik i Reykjavik og Hafnarfirði, þar sem andstæðingar hans réðu þar áhrifamestu félögunum, Dags- brún og Hlif. Fyrirsjáanlegt var mjög náið samstarf Sjálfstæðis- manna við kommúnista i verka- lýðsfélögunum, ef stjórnarsam- starf Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins héldi áfram og gæti það valdið miklum erfiðleikum. Aðdragandí þjóðstjórnarinnar Þegar Alþýöuflokkurinn veitti rikisstjórn Framsóknarflokksins hlutleysi veturinn 1938, áskildi hann sér rétt til þess að skipa ráð- herra i stjórnina siðar. Opinber- lega mun þetta þó ekki hafa komið fram fyrr en siðar. Haustið 1938 var verulega um það rætt i Alþýðuflokknum, að timabært væri orðið, að flokkurinn tæki beinan þátt i rikisstjórninni að nýju. Rétt þótti þó að biða eftir áliti Alþýðusambandsþingsins. Þar var rætt um þetta i stjórn- málanefnd þingsins og sam- kvæmt tillögu hennar lauk stjórn- málaalyktun þess á þennan veg: „Eins og flokkaskipun nú er háttað i landinu, telur sambands- þingið einsýnt að leitað verði samkomulags við Framsóknar- flokkinn um þessa stjórnarstefnu með það fyrir augum, að um samvinnu flokkanna verði gerður samningur til loka þessa kjör- timabils. Felur sambandsþingið sambandsstjórn og þingflokki Alþýðuflokksins að vinna að þvi “að ná sliku samkomulagi við Framsóknarflokkinn og telur þingið rétt, að Alþýðuflokkurinn láti fulltrúa frá sér taka sæti i rikisstjórninni, ef slikt samkomu- lag næst”. (Alþbl. 28. okt. 1938) Meðal óbreyttra liðsmanna Framsóknarflokksins, átti það enn mikið fylgi, að stjórnarsam- starfið við Alþýðuflokkinn yrði endurnýjað. Jónas Jónsson hafði hins vegar strax eftir kosningarnar 1937, hafði áróður fyrir þvi, að einnig yrði leitað samstarfs viö Sjálfstæðis- flokkinn, einkum þó ef efnahags- vandræðin ykjust. Klofningurinn i Alþýðuflokknum ýtti undir þessa skoðun. Eftir stofnun Sameiningarflokksins þótti sýnt, að samstjórn Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins yrði Jakob Möller mjög veik, þótt hún hefði meiri- hluta á þingi. Við þetta bættist, að aflaleysið hélzt áfram á árinu 1938 og þvi til viðbótar verðfall á þorskalýsi og sildarafurðum. Meðal ráðamanna Framsóknar- flokksins fékk sú skoðun Jónasar Jónssonar, að leita yrði samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, þvi vaxandi fylgi siðar hluta ársins 1938. Sjálfur byrjaði Jónas á óformlegum viðræðum um þetta áður en hann hafði til þess sam- þykki flokksins. t minningagrein, sem Bjarni Benediktsson ritaði um Ólaf Thors i Andvara 1966, segir hann, að Jónas hafi strax eítir kosningarnar 1937 farið að .vinmælast” við foringja Sjálf- stæðisflokksins. 1 fyrstu hafi hann leitað til Magnúsar Guðmundssonar, en eftir andlát Magnúsar, hafi tekið „að verða mun tiðara með þeim Ólafi Thors en áður hafði verið ' • . (Andvari 1966, bls 20-21). Bjarni segir, að ekki sé um það að villast, að Jónas hafi verið upphafsmaður þeirra umleitana, er siðar gerðu myndun þjóðstjórnar mögulega. 1 Sjálfstæðisflokknum voru skoðanir mjög skiptar um það, hvernig bæri að taka málaleitum um samstarf af hálfu Framsóknarmanna. Sjálfstæðis- flokkurinn var þá raunar tvi klofinn flokkur. Honum hafði tekizt aö innlima nazista og hindrað þannig, að flokksstofnun þeirra heppnaðist, en þetta leiddi til þess, að áhrifa þeirra gætti talsvert i flokknum. Auk þess þótti ýmsum áhrifamönnum flokksins, að stjórn nazista i Þýzkalandi væri á ýmsan hátt til fyrirmyndar, þótt þeir aðhylltust ekki kenningar nazista, nema þá að takmörkuðu leyti. Þess ber vel að gæta i þessu sambandi, að ekki aðeins hérlendis, helfur viða erlendis, t.d. i Bretlandi, var viðhorfið til Hitlersstjórnarinnar allt annað fyrir heimsstyrjöldina en það varð siðar. Stefán Jóhann Stefánsson vék að þessu i yfirlits- Kjarni Kenediktsson ræðu, sem hann hélt á Alþýðu- sambandsþinginu 1938. Hannsagði þar m.a. „Nú er svo högum háttað hér á landi, eins og áður, að Sjálf- stæðisflokkurinn eða ihaldið er sterkasti flokkurinn i landinu. Margt bendir til þess, að tals- verður hluti þess flokks hafi tekið upp starfsaðferðir nazista og berjist gegn umbótum alþýðunnar af meiri heift en nokkru sinni fyrr. Segja má, að einhver hluti Sjálfstæðisflokksins — hversu stór hann er, verður ekki vitað — muni vera fjarlægur þeim nazistaaðferðum, sem borið hefur talsvert á i blöðum flokksins undanfarið. Og þvi er heldur ekki að leyna, að einhver hluti Sjálfstæðisflokksins hefur gert, undir forustu formanns sins, tilraun til þess að ná samkomu- lagi við Framsóknarflokkinn um stjórnarmyndum. ..Margt bendir þó til þess, að hin ihaldssamari og nazistiskari öfl Sjálfstæðis- flokksins séu þar meira ráðandi og að þau láti sér ekkert lika annað en það, sem þau kalla fullnaðarsigur, en það er það, að Sjálfstæðisflokkurinn einn taki völdin að sér, en þá mætti án efa gera ráð fyrir, að stjórnað yrði með mikilli hörku og óbilgirni og að nokkru leyti i anúa nazismans”. (Alþ.bl. 28. okt. 1938.) Það mun rétt hjá Stefáni Jóhanni Stefánssyni að Ólafur Thors var andvigur nazistum og áhrifum þeirra i Sjálfstæðis- flokknum, þótt hann léti það gott heita. Sama gilti um flesta þá lorustumenn fiokksins, sem stóðu við hlið hans, þegar samið var um þjóðstjórnina. Viðræður hefjast Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins kom saman 28. janúar 1939 og stóð til 7. marz. Þar var mjög itarlega rætt um pólska dráttarvélin 4« liö. verð kr. 209.000,00 00 hö. verö kr. 289.000,00 Gleðileg jol BÆNDUR ATIIUGIÐ! Umsóknarfrestur til stofnlónadeildar er til des. Gísli Jónsson & Co. h.f. Skeifan 8 og Skúlagata 26 — Simar 86680 og 11740.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.