Tíminn - 21.12.1972, Qupperneq 23

Tíminn - 21.12.1972, Qupperneq 23
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 23 Gamla Norðurárbrúin hjá Ilaugum, þar sem sannarlega þurfti nákvæmni við akstur, ef bíllinn var stör. túngarðinn gegnt glugga, þar sem presturinn sá til úr stólnum. Enda varð honum svo mikið um, að hann rauf ræðuna og hrópaði: ,,60 laxar úr Nikulásarkeri i morg- un!” — Kirkjan i Stafholti var helguð heilögum Nikulási, og þar af kemur nafnið á kerinu. Ef ég veit rétt, er það heilagur Nikulás, sem erlendar þjóðir tigna mest um jólaleytið og tileinka honum heldur ljótan búning, rauðan og hvitan með skotthúfu, uppnefna hann lika og kalla heilagan Kláus. Eftirlikingar hans hafa verið dubbaðar upp hérlendis og kallaðar jólasveinar, en Islend- ingar hafa löngum verið ruglaðir i trú á dýrlinga og helga menn og blanda þvi Kláusum þessum saman við okkar fornu Grýlusyni. Þó er reginmunur á hlutverki þessara kóna, Kláusarnir taka börn á hné sér, gera við þau gælur og heita þeim gjöfum, sem þeir koma siðan með á himnasleðum með loftbornum hreindýrum fyrir, en þeir jólasveinar Grýlu- synir komu leppadúðaðir með poka á baki til byggða um jól, fóru huldu höfði og höfðu i frammi allt frá óknyttum upp i glæpi. — Samkvæmt trúnni á helga Nikulás eru þvi Stafholts- kirkja og Nikulásarker sérlega helg um jól. Sjálfsagt hefur margt verið ort um Norðurá og veiðina þar, eitt- hvað hefur til dæmis Matthias Jó- hannessen rimað þar um og gefið út i bók, sem bókaútgáfa Guðjónósó hefur gefið út og gefið vildarvinum. Þvi miður flokkast ég ekki i þeirra hóp. En eina visu vissi ég orta i sumar. þar sem veiðimaður stóð neðanvert á Eyr- inni og kastaði út á Brotið: Af listfengi kasta ég langt út á hyl lendi hjá Brotinu, hérumbil. Ó, bjarti fiskur, ó, bleiki las, bittu nú á hjá mér. Strax! Undir Laxfossi er sæmilegasta vað yfirum, þó nokkuð stritt á einum stað^ef verulega er i ánni. Á kafla fyrir neðan Nikulásarker er það nokkuð vandfarið fyrir ókunnuga, ef ekki er vel tært i ánni. Það væri þó slys, ef ein- hverjum tækist að drepa sig á þvi, jafnvel þótt hann stigi út af haft- inu. Hins vegar er ekki ýkja langt siðan, að heljar hængur felldi þar veiðimann útlendan, með þvi að stökkva á hann að honum óvör- um. Þarna gerast ýmsar veiði- sögur, eins og vænta má, meðal annars sagan um hjónin, sem voru að veiðum að vestan verðu, á Skerjunum og Brotinu einn sól- fagran morgun, en veiðilausan. Bóndinn var kominn út að á klukkan sjö, þegar veiðitiminn hófst, og 10 sekúndum fyrir tim- ann var hann byrjaður að berja. Þetta var einn af þeim, sem haf- inn er yfir svo ógeðslega slimuga beitu og maðk, heldur lét konuna veiða með honum. Nú, þegar hún loksins kom, undir átta, þá hafði bóndinn reynt fiestar gerðir flugna, og lét nú eftir konunnlað hún prófaði maðkinn. Sjálfur beið hann með óþoli á bakkanum i eilifðar fimm minútur, en kallaði siðan á vifið og hafði nú fundið réttu fluguna. Nú átti frúin að fara að sóla sig, veitti enda ekki af, fölri og ræfilslegri. En þegar dró að hádegi, og lax- inn gaf sig ekki, þótt fluguboxið hefði farið heila hringferð i ána, konan meira að segja fengið að prófa maðkinn sinn endrum og eins, sá veiðimaður sitt óvænna. Nú, úr þvi ekki var betra við tim- ann að gera, var lfklega rétt að kenna konunni að kasta flugu. Hann óð með henni spölkorn út fyrir Skerin, þvi litið var i ánni, og frúin var fljót að komast upp á lagið.Svo fóru þau saman upp á bakkann og fengu sér einn Carls- berg (grön). Þá datt konunni i hug að æfa nýfundna iþrótt, óð nokkur skref út frá bakkanum og tók að kasta, bara stuttum taum. En — viti menn, i einu bakkast- inu, þegar flugan er rétt yfir vatnsborðinu i svo sem hálfsmet- ers fjarlægð frá bakkanum, stekkur þá ekki þessi heljar slápur upp úr og koktekur flug- una. Þegar frúin hafði jafnað sig eftir þennan óvænta atburð landaði hún laxinum með eleganSj og var það eina veiði þeirra hjóna þennan morguninn. Annað vað er á brún Laxfoss, eða spölkorn ofan við brún hans að vestanverðu og skáhalt i stefnu meðstreymis út i miðklett inn, siðan þvert yfir laxastigann og upp i land. Þetta er mjög auð- farið vað, aðeins strengur á ein- um stað^sem verður að fara með gát, þar er lika dýpst. Væri hann ekki, mætti, þegar áin er litil, sem bezt fara vaðið á venjulegum hnéháum stigvélum. Á siðast liðnu sumri varð áin einu sinni svo litil, að næstum mátti vaða fossbrúnina alla á hnéstigvélum einum saman. En það stóð ekki lengi, eftir 6 tima úrfelli var áin ekki lengur klofstigvélatæk. Hún hefur svo viðáttumikið vatna- svæði, að regns og þurrka, frosts og leysinga, gætir i vatnshæð og rennsli á undraskömmum tima. Þetta er einn liður i sibreytileik og fjölbreytni Norðurár. — Þriðja vaðið þarna stuttum spotta er svo sem 70-80 metrum ofan við Fossbrúnarvaðið, þar heitir Fossvað og er vandfarnara en Fossbrúnarvaðið og verður fyrr ófært á klofstigvélum. Svæðið, sem nú fer i hönd, frá Laxfossi upp að Glanna, sem er annar foss svo sem 6 kilómetrum ofar, er kallað Milli fossa. Það er mjög vaxandi veiðistaður og skemmtilegur, svo að segja alla leið. Bragðprufa af veiðistaða- heitum þa er svo sem þessi: Ket- ill, Leggjabrjótur, Svunta, Snoppuhylur, Kýrgrófarhylur. Að öðrum stöðum Norðurárdals ólöstuðum er þessi, — og reyndar alls staðar meðfram Grá brókarhrauni — einhver sá allra Frásögn og Ijósmyndir: Sigurður Hreiðar fallegasti. Ekki spillir það fyrir, að austanmegin árinnar má sjá stuðlabergstalla i hömrunum hér og þar, þeir hverfast hver frá öðr- um að ofan likt og blóm i vasa. Sá maður er eitthvað skrýtinn, sem fær sig fullsaddan á að ganga hér um og njóta lands og lagar, hvort heldur er i sólarskrúði að sumri eða snjó og klakaböndum að vetri. Vaxandi veiðistaður, sagði ég, og stend við það, en sá sem orti visuna hér að framan, hann gerði lika þessa: Ekki græddi ég ögn á þvi, að eiga dag milli fossa, og að kvöldi aftur sný, með öngulinn i bossa. 1 sumar setti gildur kaupmaður úr Reykjavik i vænan (?) lax á Réttarholtsbroti. Þá var komið fram á kvöld. Hann var með nýja stöng, ægilega fina að sögn, og veika linu, Er ekki að orðlengja það, að hann hélt með þessum áhöldum i laxinn alla þessa nótt, i einhverju dýrðlegasta vorveðri, sem á Islandi getur komið. 1 morgunsárið kvaddi laxinn veiði- manninn og bað vel að lifa, en kaupmaðurinn hefði vel getað gert framangreinda visu að sinni. Undrazt var, að kappinn skyldi ekki skila sér til húsa um kvöldið og leit hafin, veiðar á ekki að stunda lengur en til 10 á kvöldin samkvæmt landslögum. Hins vegar er vist ekki hægt að meina mönnum að halda næturlangt i þá fiska, sem þeir næla i fyrir tiu. En ekki hefði ég viljað eiga veiðirétt á Réttarholtsbroti þennan morg- un, eftir styggðina þar um nótt- ina. Þá kemur Glanni. Augnayndi hverjum sem að kemur og hvaðan, sem að kemur. 1 kringum hann er landslag furðu f jölbreytt, enda er.fossinn i jaðri hraunsins. Spölkorni neðar, nánar tiltekið upp af Breiðunni undan hraun- krikanum, er sá staður er Para- dis nefnist, djúp laut firna falleg með sitærri tjörn og hreinni. Þarna niðri er skjól i fléstum átt- um og á sumarin halda stundum þéttbýliskonur, að þær séu þarna einar með sólinni og haga sér eins og i þeirri fornu Paradis, sem sagt er frá á bókum. Þar niðri má iðulega sjá minkaför, og þegar rjúpan er komin ofan, má lika sjá fáeinar hvitar og rauðarfjaðrir, þar sem minkurinn hefur haldið sér veizlu. Já, rjúpan leiðir hug- ann að skyttirii, mér er aldrei um það gefið að vera niðri við á, allra sizt i klettunum hjá Glanna, þegar einhverjir eru þar nær að drepa rjúpur eða gæsir, svona hraun og klettaland á að vera friðað fyrir skotvopnum. Næst fyrir ofan Glanna rennur áin friðsamlega svona oftast nær. Stundum á hún þó til að hlaupa, heldur svona Glannalega. Ofan við Hrauney, þar sem hraunið hefur þrengt dalinn, er Grábrók jós þvi úr sér forðum, myndast studnum klakastiflur og þá er ekki að sökum að spyrja. Áin flæðir upp, fyllir dalbotninn svo ,hann er eins og fjörður yfir að lita. Svo springur stiflan, gliðnar fyrst ofan til, siðan rýfur si- vaxandi straumhraðinn æ stærra skarð i hröngulsvegginn ogflaum- urinn vellur ofan þrengslin og Hraunbollana. Þá getur svo farið, að hann Glanni litli týnist i svelgnum og verði ekki annað en dulitil flúð. En þetta stendur aldrei lengi. öðru visi mun það hafa verið hér áður fyrri. Líkur eru að þvi leiddar, að þegar -raunið rann, hafi það stiflað ána og gert dalbotninn að viðáttu- miklu stöðuvatni. En Norðurá er iðin að bera fram jarðveg og smámsaman fylltist dalbotninn og hækkaði, svo dýpkuðu fram- rásirnar og hvort tveggja gerðist, áin fann sér greiðari framrás og landið hækkaði af framburði. Þess vegna er dalbotninn sléttur, jafnlendur og grösugur. En veiðistaðir eru hér lika margir og góðir. Ég hef nefnt Hraunbollana. Væri ég þarna sveiflandi stöng, myndi ég næst halda i Strandarstreng og dorga þar um hrið. Næsta stopp yrði i Skarðshamrafljóti, en siðan uppi á Vaðklöpp. Slyngir veiðimenn fá góðan feng á mörgum fleiri stöð- um á þessari leið, en ég er þvi miður ekki i þeirra hópi. Ég á ekki Hardy, ekki einu sinni am- bassador. y Niður af Hafþórsstöðum er mjög skemmtilegur veiðistaður, svonefndur Hafþórsstaðahylur. Hér hefur dalurinn skipt mjög um svip, enda er nú komið fram fyrir Bæli, en það er nef sem gengur likt og mitti fram i dalinn og skiftir honum i tvo parta. Bæli er gjarnan notað til viðmiðunar, þegar gefa á hugmynd um fjar- lægðir i dalnum, hér verða lika stundum veðraskipti. Bærinn Hóll stendur hér litluinnar en Hafþórs- staðir, þar niður af er skemmti- legur veiðistaður i ánni, bæði Hólshylur og Landeyjarbrot. En nú fer að vandast veiðimálið, þvi áin rennur i margslags kvislum út um allan dal, en undan Hvammi sameinast hún aftur og þar á móts við, sem Litlaá rennur i Norurá er gaman að huga að fiskiferðum. Þar rétt fyrir ofan rennur Sanddalsá út i Norðurá, en Norðurá leitar heldur i austur og brátt taka Króksgljúfrin við.skemmtilegur og fjölbreyttur veiðistaður, sem endar við Króksfoss. Neðan við gljúfrin var ferjustaður hér áður fyrri, nú er falleg brú yfir gljúfrin milli Poka og Litlafoss, Litlifoss er raunar svo litill, að ekki sést lengur, að þar sé foss. Trúlega hefur hann verið heldur stærri hér áður. nú er hann ekki merkilegri flúð en svo, að veiðimenn standa gjarnan i honum. Enn er ekki komið að upptökum Norðurár. Ennþá er lika fallegt að ganga með ánni og er svo allt fram i Heiðarsporð. En enginn flýgur lengra en hann hefur fjaðr- irnar til, og ofan við Króksfoss er ég miklum mun ókunnugri en þar niður af, þekki ekki nema stað og stað og ekki með nafni. En það er ekki einu sinni svo, að laxinn láti þarna staðar numið, nei, hann heldur áfram lengst fram um heiði. En ég ætla að nema staðar við KróksfosS/þótt laxinn geri það ekki. Gerð hefur verið skýrsla um veiði á hinum ýmsu veiðistöðum Norðurár siðustu 10 árin. Hún er góð og glögg, svo langt sem hún nær. Þvi miður nær hún ekki langt. Til þess að svo verði, þarf lika að tilgreina stangafjölda á hverjum stað og tima, svo og hve lengi staðið hefur verið við, svona einingu mætti kalla stangar- stundir, og þegar farið verður að miða laxafjölda á hverjum stað við stangarstundir, verður fyrst að marka veiðimagnið og gæfi hvers staðar. Eða næstum aö marka. Þvi það er eitt enn, sem aldrei verður i tölum talið, og það er fiskni og veiðikunnátta. Enn er Norðurá ekki nærri full- nýtt sem laxveiðiá. Þvi verður vist ekki á móti mælt,að Glanni er laxinum farartálmi, nema i vissu vatnsmagni. Þó hefur hann verið „lagaður” nokkuð, en ekki nóg, til að laxinn eigi um hann greiða leiö. En frekari framkvæmdir i þvi skyni verður aðgera af mikilli varkárni, til að skemma ekki fossinn sem slikan, vitin úr Kjós inni eru til að varast þau. Sömu- leiðis myndi það auka veiði- getu órinnar.ef laxinum væri létt förin upp Króksfoss, og þá mætti selja fleiri stengur i Norðurá. Þetta er ekki fjarstæða. Siðastlið- ið sumar var stöngum fjölgað i ánni, þvi þá voru öll net upp tekin, en fram að þvi var netaveiðið i henni upp að Munaðarnesi. Sumir hinna „gömlu” veiðimanna Norðurár urðu súrir yfir þessu, töldu sig ekki hafa svigrúm með auknum stangafjölda. En með aukinni ræktun og aukinni gengd hlýtur stangafjöldinn að aukast lika. Stangafjöldi hlýtur að fara eftir veiðimagni fremur en kiló- metraljölda árinnar. Að lokum langar mig að senda eina ráðleggingu til þeirra, sem eru að koma upp laxveiði á ein- hverjum ákveðnum stað, og leigja þar svonefndar „tilrauna- stengur”. Ráðið er þetta: Hættið að leigja þessar stengur. Snúið ykkur heldur til þeirra manna, sem þið vitið að kunna að veiða, og biðjið þá að fara einn eða tvo daga á þessi svæði, sem á að kanna, og reyna að veiða eins mikið og þeir geta, með leyfileg- um stangveiðiráðum. Þvi miður fer svo með tilraunastengurnar, að þær kaupa helzt þeir, sem ekki hafa efni á dýrari svæðum og hafa þar af leiðandi ekki þá veiði- reynslu, sem nauðsynleg er til þessaðsé aðmarka „tilraunina”. Það hlýtur að vera vitlaust hugarfar að ætla að hagnast fjár- hagslega á þeim, sem tilraunirn- ar gera, meiningin er að hagnast á niðurstöðu tilrauna, sem gerðar eru af færum mönnum, jafnvel þótt þær kosti eitthvað. Norðurá, megi gæfan gefa þér góða og smekkvisa veiðimenn. Þá verður vegur þinn sá, sem efni standa til. Þú átt marga af þvi taginu, en ósk min er sú, að þeir verði það allir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.