Tíminn - 21.12.1972, Page 24

Tíminn - 21.12.1972, Page 24
24 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 Tveir meistarar Eítirfarandi kafli er lausleg þýðing, tekin úr ferðabókinni Róm, Den evige stad (höf. C. J. Elmquist og K. Helmer). I inngangi kaflans er Michelangelo minnzt sem hins mikla upphafsmanns barokstílsins og tímans í myndlist og byggingarlist. Fyrst verka hans er í þessum kafla nefnd styttan La Piéta, sem - eins og alkunnugt er - hefur sætt hroðalegri meðferð spellvirkja í Róm. Hverjum þeim, sem ferðast um heiminn 1 þeim tilgangi aö sjá og skoða listaverk’hlýtur að finnast borgin Róm paradis á jöröu. Sliku fólki nægja varla margir mánuðir, eigi þeir að fá skoðað og kynnt sérgersemar listasafnanna þar allt frá dögum Forn-Grikkja og Rómverja, rómverskrar mósaiklistar eða italskrar listar frá öndverðum miðöldum og allt til Modigliani og hinna allra- yngstu listamanna. Kirkjur Ro'maborgar keppa hver við aðra með sin mörgu listaverk, högg- myndir, likneskjur, málverk, hvarvetna blasa þau við augum vegfarandans — gestsins. En framar öllu er þó borgin sjálf — borgin i sjálfri sér — stórfengi- legt, lifandi listaverk. Menn verða sem ölvaöir af allri liinni áhrifariku fegurð við það eitt að reika um götur hennar. Einmitt þessu listaverki — borginni sjálfri — hefur Christian Elling reist varanlegan minnis- varða i sinni miklu bók um byggingarlistina i Róm, bókin er ávöxtur margra ára veru i borginni. En gestur, sem einungis hefur dvalizt þar skamma stund, mun einnig geyma i endur minningunni mynd af listaverki har sem er borein eilifa. Sú mynd hefur yrir sér sérkennilegan heildarsvip þrátt fyrir allan margbreytileik stiltegundanna. Þegar burtfararstundin nálgast og menn reika um borgina i kveðjuskyni, gripur menn löngun til að tjá gleði og þakklætiskennd sina með handtaki. Það þarf ekki að vera handtak i þeirri likam- legu merkingu, en helzt skyldi það ná til ákveðins viðtakanda. Spurningin er þá bara þessi: Hverjum ætti Rómarfarinn að senda kveðjuna ,,Þökk fyrir Rómaborg” — ? Varla er hægt að finna þar einstakan listamann, sem aleinn geti talizt samnefnarii: fyrir allt það fegursta og bezta, sem þar hefur borið honum fyrir augu. Tveir stórmeistarar verð- skulda þó þakklæti — eða þakkaroífur sérhvers Rómar- gests i jafnrikum mæli. En það eru listamennirnir Michelangelo og Bernini. Þeir eru harla ólikir, i fyrsta lagi sakir þess, að sérhver iistamaður hlýtur óhjákvæmilega að vera frábrugðinn Michelangelo — allt öðru visi, einfaldlega orðað. Hefur nokkur meistari i allri sögu listanna verið svo algerlega einstæður i öllum skilningi? Samt sem áður hafa þessir tveir listamenn sameigin- leg einkenni, þar sem báðir voru i eðli sinu „rómverskir” snillingar. Fyrst er þá sú staðreynd, að hvorugur er fæddur i Róm, en einmitt þetta er sérkennandi fyrir þessa borg, sem nálega ætið hefur sótt listamenn sina — einnig á svið skáldskaparins — til annarra hluta landsins —■ einkum þó til Toscanahéraðsins. Michelangelo var sannur sonur þessa héraðs eða landshluta, fæddur i höll einni skammt frá borginni Flórens. Og Bernini var sonur myndhöggvara frá Flórens, þótt hann fæddist i Napóli. Annað sameiginlegt atriði má nefna, að báðir voru alhæfir eða altækir listamenn. Báðir mynd- höggvarar, málarar, dráttlistor- menn og fróðir og færir i byggingarlist. En höggmynda- listin var þeim þó ætið hinn óhagganlegi grundvöllur. Hún setti mark sitt á verk beggja, einnig þau er tilheyrðu öðrum greinum listarinnar Loks áttu þeir sér báðir að velunnurum og verndurum listglaða páfa og kardinaá. Og þvi fór stundum svo, að verk þeirra tengdist saman — til dæmis i skreytingu Péturskirkjunnar. Þó var Bernini fæddur þrjátiu og fjórum árum eftir lát Michelangelo. En þar sem Michelangelo deildi sköpunargáfu sinni nokkurn veginn i jöfnu hlutfalli milli Rómaborgarog Flórens — að visu með útúrdúrum i liokkrum fleiri borgum, svo sem borginni Siena — varð lifsverk Berninis allt, að heita má, tilinnanmúra Rómar. Michelangelo (Flórensbúar nefna hann Michelangiolo, sjálfur skrifaði hann sig Michela-gnolo) kom fyrst til Rómaborgar árið 1496. Hann var þá tuttugu og tveggja vetra gamall. Þremur árum seinna skóp hann þar fyrsta meistaraverk sitt, höggmyndina frægu ,,La Piéta”, er sýnir Mariu guðsmóður ásamt frelsaranum eftirdauða hans á krossinum. Um miðja átjándu öld var þessi mikla stytta flutt úr kirkjunni Madonna della Febbreog á sinn núverandi stað i Péturskirkjunni. Hún er srangklassiskt verk, fullkomið samræmi yfir hverri linu hennar, vitnandi um háleita rósemi upp gjafarinnar. — t allri gerð þessa listaverks birtist fegurð ofar hinu jarðneska, ekki hvað sizt i and- litsdráttum heilagrarguðsmóður. Bernini hlýtur að hafa dáð meðferð marmarans i þessu meistaraverki — dáðst að silki- mýkt alabastursins, sem hún minnir á. í einhverri siðustu höggmynd sinni ,,La Piéta Rondanini” hvarf Michelangelo aftur að þessu sama mótivi, en nú á allt annan og nær impressióniskan hátt. Hann skildi af ráðnum hug við myndgrúppuna ófullnaða — eins og hún fengi ekki losnað með öllu frá marmarablökkinni og er hér Vandaðar vélar borga sig HEUfflR bezt Tjl. - IIEUMA-sláttuþyrlurnar hafa reimalausan og lokaðan drif- búnað, sem litils viðhalds þarfnast, tvær tromlur með breið- um burðardiskum slá upp i 30 gráðu halia, fullkominn öryggisútbúnað, hæðarstillingu með sveif frá 20 mm. til 80 mm. — Allar stillingar handhægar og auðveidar. Sláttugæðin framúrskarandi, jafnt I kafgresi sem á snögg- sprottnum túnum. HEUMA-gæði svíkja enga. — Pantið timanlega. HFHAMAR VELADEILD SIMI 2-JÚ23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK ,,La Pieta” eftir Michelangelo. dæmi um svokallað ,,non finito”, er okkar öld fyrirhittir til dæmis hjá meistaranum Rodin. Árið 1505 hvarf Michelangelo til Rómar i annað sinn og var i þetta sinn kvaddur þangað af Júliusi páfa, sem fól honum að gera mfnnismerki — grafmerki mætti kalla það — eða myndasamstæðu, alls fjörutiu likneskjur, og skildi minnismerkið unnið fyrir páfa og komið fyrir i Péturskirkjunni, sem þá mátti heita fullbyggð. Að sjálfsögðu hlaut svona „heimtu- frekt” viðfangsefni að freista listamannsins Michelangelo. Samt átti hann siðar eftir að lita á það sem harmleikinn i lifi sinu. Meðal fjölda viðfangsefna, er hann gerði drög að, en náði ekki að ljúka við, varð honum ekkert til meiri kvalar og hugraunar en þetta ógæfusamlega minnis- merki. Sumt fullgerði hann þó, til dæmisstyttuna risastóru af Móses með sitt furðulega siðskegg, en stendur nú i kirkju Péturs postula i Vincoli. Ekki var það til að undrast yfir, þótt stöðvun yrði á verki við þetta minnismerki Júliusar páfa, þegar þess er minnzt, að samtimis þvi var Michelangelo einmitt falið erfiðasta viðfangsefni ævinnar, skreyting loftsins i Sixtinsku kapellunni. Hann byrjaði á þvi verki 10. mai 1508, og lauk þvi 31. október 1512 án þess að hafa nokkurn sér til aðstoðar. Sakir ómannblendni sinnar og „terrybilta,” en um það siðar- nefnda mynduðust þjóðsögur, gat hann ekki þolað aðstoðarmenn i nánd við sig, rak þá jafnan burt, áður en til vinnu kæmi. Varla hefur nokkurt listaverk veraldarinnar útheimt tröll- auknari baráttu en þessi loft- skreyting, hana framkvæmdi Michelangelo liggjandi á bakinu Hvelfing i Péturskirkjunni I Róm.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.