Tíminn - 21.12.1972, Qupperneq 25

Tíminn - 21.12.1972, Qupperneq 25
JOLABLAÐ 1972 TÍMINN 25 Grandavegi 42, Reykjavík — Sími 24360. FOB U R B LAN DAN HF óskar viðskiptavinum sinum, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar ó komandi óri og þakkar góð viðskipti og ónægjulegt samstarf ó liðnum órum llluti af hinu miklu súlnaröðum. með málninguna stöðugt drjúp- andi i andlit sér, en litinn lampa bundinn við ennið. Og lögmál kalkmyndarinnar knúði hann til að vinna af hraða og fullkomnu öryggi, engu varð breytt, er málað hafði verið, ekki heldur málað yfir neitt. Fjögra ára þrot- laust starf og lengur — i einum og órofnum straumi innblásturs. Með o f u r m a n n 1 e g u m sköpunarmætti hefur hann hér endursagt sköpunarsöguna i myndum — fjölda plastisk- dramantiskra mynda, en umgerð þeirra eru sálrænustu mynd- verur, sem Michelangelo skóp á öllum listamannsferii sinum: spámennirnir, sibyllurnarog ,,gli Ignudi” eða ,,hinir nðktu.” Arið 1534 tók Michelangelo aftur til verka i Sixtisku kapellunni. Þar vann hann sina myrku og stórbrotnu dómsdagsmynd eða sýn. Það verk tók hann átta ár. Myndin er hugsuð sem eins konar eftirmáli við syndafallið, en það hafði hann leitt fram i einni af kalkmyndum loftsins i kapellunni. Jafnframt skyldi þessi dómsdagsmynd vera ákærandi brýning til samtiðar hans. En framar öllu er hún þó spegilmynd af hans eigin sál, ofsalegum sveiflum hennar milli trúartrausts og hyldjúprar böl- syni, milli stórlætis og auð- mýktar, lifsgleði og lifsleiða. A siðustu árum helgaði Michelangelo sig úrlausn mikilla viðfangsefna á sviði byggingar- listarinnar. Þannig var kirkjan Santa Maria degli Angeli byggð að forsögn hans, einnig Horta Pia, þetta hlið, er minnir á kastala og stendur við endann á Via XX Settembre. Ofar öllu er hann fann til fegrunar Rómaborgar er þó skipul Piazza del.Campidosilio og lofthvelfing eða kúpill Péturs- kirkjunnar, sem hann tók að gera frumdætti að skömmu eftir að hann árið 1547 var útnefndur arkitekt kirkjunnar. Ekki lifði hann það, að sjá hvelfinguna full- gerða, en hún var gerð að mestu leyti samkvæmt módeli hans. Og það er einmitt hún, sem fyrst blasir við augum gestsins, er hann nálgast Rómaborg. Hún gnæfir yfir borgina likt og meistari hennar gnæfði yfir eigin samtið sakir snilligáfu sinnar. Það er ánægjuleg tilhugsun, að Gian Lorenzo Bernini var i hópi heitustu aðdáenda Michelangelo. Það gefur örlitla visbendingu um samhengið milli lifsverka tveggja stórmeistara, sem ef til vill væri ekki auðvelt að komá auga á i fljótu bragði. Það var Úrban VIII, sem i páfadómi sinum varð Bernini mikilvægari öllum öðrum mönnum. Meðan hann var kardináli, hafði hann látið þá ósk i ljós, að Rómaborg mætti, er hann tæki við páfadðmi, eignast „annan Michelangelo”. Og eftir að hann hafði uppgötvað hinn unga og furðulega bráðþroska myndhöggvara, efaðist hann ekki um, að Bernini væri þessi lista- maður. óneitanlega hlaut þessi arfleifð að verða þung byrði, en Bernini lét skynsemina ráða, varaðist að stæla meistarann , sem ekki varð likt eftir, en lét sér nægja að læra af tækni hans. Að öðru leyti fór hann sinar eigin leiðir, og áttu þær meðal annars eftir að beinast i áttina að leik- húsinu. Þetta er vissulega at- hyglisvert. Innan veggja leikhússins hafði dafnazt listgrein, sem Jésúitar héldu hlifiskildy yfir og studdu og átti hún sér minni háttar blóma- skeið á dögum Bernini, ekki þó i formi dramatiskra meistara- verka, er hún fæddi af sér, heldur i örri þróun leikhústækni og skreytinga, með öðrum orðum á sjálfri leikhúsvélinni. Bernini gekk með lifi og sál að starfi sinu sem leiktjaldamálarar, leiksviðs stjóri og leikstjóri. Heimildir eru um(að honum hafi meðal annars tekizt að töfra fram sviðsumgerð, er mikils krafist, leiktjöld, þar sem sjá mátti sólarupprás, jarð- skjálfta og flóð i Tiber. Leikur hans með tálsýnina, skynbragð hans á áhrifamátt leikbragða átti hvorttveggja eftir að hafa úrslita- þýðingu fyrir hann sem málara, myndhöggvara og arkitekt. Fyrsta stórá verk Bernini vann hann fyrir Úrban VIII. Það var hinn þrjátiu metra hái hásætis- himinn i Péturskirkjunni, sem borinn er uppi af . undnum brons- súlum, en þakið sjálft prýtt bronslikneskju um engla. Þetta verk Bernini er stórfengileg „samstæða” en nýtur sin fyrst til fullnustu sem miðdepill viðhafnarmikillar skrúðgöngu ínnan kirkjunnar. Á fótstöllum bronsúlnanna fjögurra hefur Bernini komið fyrir ýmiss konar skreytingum i formi hluta, svo sem mítri páfans, lyklum Péturs postula og merkisskildi Berninanna með hinum þremur ið nubýflugum . Litlu seinna fékk hann það við- fangsefni að skreyta höll sömu ættar, en það verk hafði Maderna byrjað. Litli gosbrunnurinn við höllina sýnir, hversu snoturlega hann gat farið með mótivið um skjaldarbýflugurnar. Og enn má sjá það á Tritongosbrunninum við Piazza Barberini. Siðasta verk Bernini fyrir hollvin sinn var eins konar graf- skrift yfir Úrban VIII. i Péturs- kirkjunni, þar sem sjá má hinn látna páfa, sem ljóslifandi i sinu hásæti. Með dramatlskum til- burðum situr hann þar, en sitt til hvorrar handar honum eru tvær holdugar fegurðardisir, sem sýna eiga „miskunnsemina” og „rétt- lætið," eftir þvi sem hvorri virðlst framast eiginlegt. Eftirmaður Úrbans var Innocens X. 1 páfatið hans var Bernini flæmdur með svikum frá Péturskirkjunni um stund, og áttu öfundarmenn hans heiðurinn af, að svo skyldi takast, en Innocens páfa var mjög I mun að afmá öll merki um fyrir- rennara sinn. Þegar páfinn sá hinn skrautlega gosbrunn með fljótsguðinum á Piazza Navona, á hann að hafa orðið stórhrifinn, svo að hann réði Bernini sam- stundis i þjónustu páfastjórnar- innar. Það sýnir bezt skynbragð meistarans á leikbrögð, hvernig gosbrunnurinn var sýndur full- gerður. Þegar páfi kom á staðinn, var ekkert vatn látið streyma til hans, en Bernini bað Hans heilag- leika velvirðingar á þvi að einhver tæknilegur galli væri á vatnsleiðslunni og truflaði. En i sama bili og páfi bjóst til brottfarar, eftir að hafa dáðst að steinsúlunni miklu og likneskjun- um, gaf meistarinn samsæris- mönnum sinum merki um að skrúfa frá krananum og sam- stundis fossaði vatn niður af slikum krafti, að páfi varð enn einu sinni að _lita við. A sautjándu öld stigu páfar fram sem hinir örlátu verndarar og hollvinir lista i stærri stil en nokkru sinni fyrr. Samt urðu það borgarar Rómar, sem yfirleitt fengu að borga reikninginn. Og þá hljómaði sem talkór um gervalla borgina: „Non gugli, pane volemo , pane, pane, pane,” („Engar turnspirur eða gosbrunna, brauð viljum við fá, brauð, brauð. brauð.brauð”). Til allrar hamingju fyrir Bernini — raunar einnig fyrir framtiðina — daufheyrðist páfastjórnin við þessum hrópum borgaranna. Auk þeirra listaverka i Péturs- kirkjunni, sem hér hafa verið nefnd, vann Bernini þar fjölmörg önnur stærri og smærri. Eftir- tektarverðust þeirra er „La Cattedra” uppi i hákórnum, djarflegt verk i barokstil, þar má sjá dúfuna, tákn heilags anda, tindrandi sem sólina og sendandi frá sérgeisla gegnum þykka ský- bólstra og i ljóma þeirra ótal himneska herskara, sem virðast svifa frjálsir um himingeiminn. Eitt stórvirki Bernini er enn ótalið, en það er „Scala regia” 4*- iburðarmikil tröppuröð undir háu hvolfþaki bornu uppi af súlum, og liggur hún frá forsal kirkjunnar til Vatikansins. En mesta snilldarverk hans verður þó súlnaröðin, er myndar umgerð Péturstorgsins, gefur þvi heildarsvipinn. Sumir hafa likt henni við baktjöld á leiksviði — vissulega hugvitsamleg — aðrir likja henni „hinn tæra skáld- skap”. Sjálfur mundi Bernini hafa fallizt á mál þeirra, sem lita á þessar súlur eöa súlnaröð sem verk myndhöggvarans. Að lians hyggju gat enginn orðið dugandi arkitekt án þess að hafa lagt stund á höggmyndalist og sett sig rækilega inn i liffærabygginguna, þar sem öll vönduð bygginarlist hlýtur jafnframt að fást við hlut- föll mannlegs likama. Þess er getið, að sjálfur hafi hann litið á tvær raðir súlan, sem útbreiddan faðm hvort mót öðrum, og sem táknmál frá stærsta musteri kristninnar: „Komið, allir þér.... Þegar gesturinn hefur kvatt Rómaborg, mun engin mynd standa honum skýrar og sem ljóslifandi fyrir hugarsjónum en einmitt Péturstorgið. Á þessum stað hafa tveir hugvitsamir lista- menn tekizt i hendur, og við sjáum sýn, sem á engan sinn lika i allri veröldinni: tvö meistara- verk.sem renna saman i æðri heild — hvelfing Michelangelo og súlnaröð Bernini. Þýðandi: Arnheiður Sigurðardóttir. FOBURBLANDAN HF. Skrevtiug i Péturskirkjunni i Róm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.