Tíminn - 21.12.1972, Síða 35

Tíminn - 21.12.1972, Síða 35
JoLABLAÐ 1972 TÍMINN 35 löngu skólanámi, að háskólanum ekki undan skildum, án þess að hafa lært móðurmál sitt sóma- samlega, sbr. dæmin tvö, sem að framan voru nefnd. Og það er eitthvað að, þegar menn koma út úr langskólanámi kalnir á hjarta, daufir og dauðir fyrir öllu öðru en þvi, sem þeir hafa lært i kennslu- stundum. Slik dæmi eru þó mý- mörg, og hafa vist þekkzt á öllum timum. Auðvitað táknar þetta ekki, að menn, sem ganga langan menntaveg, séu yfirleitt heims- kari en annað fólk. Engum manni með heilbrigða skynsemi gæti dottið i hug að halda fram svo bjánalegri fjarstæðu. Aftur á móti hefur það lengi verið vitað, að þekking er eitt, gáfur allt annað. Menn geta aflað sér býsna mikillar þekkingar, þótt gáfur þeirra séu næsta takmarkaðar, og menn geta búið yfir harla mik- illi meðfæddri greind, þótt þekk- ingin sé ærið takmörkuð. Mér mun seint gleymast, það sem Sigurður Nordal segir um þetta efni i sinni ágætu ritgerð, sem prentuð er aftan við Völuspá: ,,Það er allerfitt fyrir niðja 20. aldar að hugsa sér slikan mann: með fáskrúðugri þekkingu en nokkurt fermingarbarn nú á dög- um, en um leið með skýrari skyn- semi og spakari hugsun en flestir menntamenn vorra tima, sem sérhæfingin hefur gert þröng- sýna, og fjölbreytni og iðukast nútiðarlifsins reikula og hvarfl- andi i hugsun. En ef vér hugsum til elztu spekinga Grikkja — eða spakasta fólksins i sveitum á tslandi, getur það stytt fjar- lægðina nokkuð”. (Völuspá. Skáldið, bls 185). Við þessi ógleymanlegu orð próf. Sigurðar Nordals er sannar- lega ekki neinu að bæta. Þau segja meira en löng greinargerð. Glóöin var geymd tslendingar eru hugmyndarik þjóð. Sú barátta, sem þeir hugsuðu sér að færi fram á milli manns og forynju, var ekki háð á klettum við sjó fram né úti i Draugaskeri. Sigrar þessarar þjóðar hafa aldrei verið unnir á vigvöllum, heldur i lágreistum baðstofum og við hlóðarsteina i sótugu eldhúsi. íslenzkar hús- mæður hafa öldum saman falið eld i hlóðum að kveldi til þess að kveikja upp með að morgni — og hefur vist engum þótt tiðindum sæta. En þær gerðu reyndar dálitið meira: Á löngum kvöld- vökum og rökkurstundum, þegar kannski litið eða ekkert Ijósmeti var til á heimilunum, þá söfnuðu þær börnunum sinum i kringum sig og sögðu þeim sögur og ævin- týri. Kenndu þeim „ástkæra, ylhýra málið” okkar. Kenndu þeim að tala og að hugsa á islenzku. tslenzk tunga og islenzk menning lifðu af langa og kalda nótt erlendrar áþjánar og hall- æris af náttúrunnar völdum. Og það voru konurnar — mæður og ömmur- sem áttu sinn mikla þátt i að skila þessu fjöreggi þjóðarinnar fram til komandi tima, alveg eins og þær geymdu eldinn i hlóðunum sinum frá degi til dags. Nú eru kvöldvökur löngu horfnar, og þjóðin hefur tekið upp aðra siði. Það væri fróðlegt að vita, hvort það heimili er nú til á landinu, þar sem lesið er upphátt, öllu heimafólki til skemmtunar, þó ekki væri nema svo sem einu sinni eða tvisvar á vetri. Útvarpið hefur tekið að sér að fylla hlustir manna og sjónvarpið lætur ekki sitt eftir liggja. Dagblöð og bækur hrúgast að fólki úr öllum áttum. En hver er árangurinn af öllum þessum mokstri? Auðvitað dettur engum manni i hug, að sami ein- staklingur geti innbyrt það allt. Slikt væri hverjum manni of- ætlun. Menn verða þvi að læra að velja og hafna, enda mála sannast, að sumt af þvi, sem á borð er borið, er þess eðlis, að betra er án þess að vera, en með það að dragnast. Sjónvarp hefur ýmsa kosti, en 'pao hei'ur þann leiða ágalla, að heita má ógerningur að hafa nokkurt verk handa á milli á meðan þess er notið. Og það er slikur friðarspillir, að ekki er hægt að þola það til lengdar inni i stofu. þar sem gestum, er að garöi ber, er boðið inn. Það er ekki hægt að tala saman, þar sem sjónvarp er i gangi. Fólk verður, —ef nokkur leiö er að koma þvi við- að skáka sjón- varpstækjum sinum á ákveðinn bás, likt og stóðhesti eða þarfa- nauti, sem óhafandi er innan um aðra gripi. - Ég er ekki andvigur sjónvarpi. En ég er á móti þvi, að fólk horfi á erlendar reyfaramyndir i stað þess að lita i góða bók. Og ég er á móti þvi að foreldrar láti þetta tæki taka svo af sér ráðin, að aldrei sé ráðrúm til þess að tala við börnin, segja þeim sögur og kenna þeim visur. Mér er það enn i minni — Það var einhvern tima á fyrstu dögum útvarpsins — að ég heyrði þjóðkunnan merkis- mann láta svo um mælt i útvarps- erindi, að nú, þegar útvarpið væri sem óðast að ryðja sér rúms. væri mesti vandi fólks að læra að skrúfa fyrir. Eins og vænta mátti, gekk þetta öfugt inn i minn barnsheila. Ég hélt, að maðurinn ætti við það, að takkarnir á þessu nýja galdratæki væru svo vand- meðfarnir, að ekki væri annarra meðfæri en fullorðinna að fást við þá — og væri þó ærinn vandi. En ég skil núna, hvað hann átti við. Og hafi það verið sannmæli þá, að fólki hafi verið nauðsyn að velja úr útvarpsefni, þá er það orðið lifsnauðsyn nú. En við þurfum að gera meira en að kunna að skrúfa fyrir. Við verðum að reyna að vera sam- keppnisfær við þau tryllitæki, sem nú fara hamförum á svo að segja hverju einasta heimili i landinu. Við verðum að reyna að vera svo góðir vinir barnanna okkar og eiga með þeim svo mörg áhugamál. að þeim þyki ekki leiðinlegra að tala við pabba og mömmu en að sitja fyrir framan sjónvarpið. Þegar kemur mynd, sem ekki er við hæfi barna, þurfum við að geta sagt við þau: Nú skulum við koma og spjalla saman. Eða: Nú skulum við halda áfram með kvæðið, sem við vorum að fara með i gær. Eða: Komdu nú og segðu mér, hvað þú varst að gera i skólanum i dag, (En auðvitað er þetta þvi aðeins framkvæmanlegt, að foreldrið geti sjálft slitið sig frá sjónvars- myndinni). Ég veitofurvel, að þetta er ekki létt verk. Þeir foreldrar eru áreiðanlcga ófáir, sem hafa i eynt það, en ekki getað. En þetta er nú ein af þeim byrðum, sem sam- tiðin leggur okkur á herðar, og undan henni megum við ekki kikna. Við verðum að geta keppt við erlendar biómyndir um hylli barna okkar — að minnsta kosti á meðan þau eru enn á þeim aldri að vilja gjarna heyra sögu hjá mömmu og pabba. En það var þetta með kvöld- vökurnar. Flestir munu vera þeirrar skoðunar, að þær séu að eilifu liðnar undir lok og verði aldrei upp vaktar að nýju. Sjálf- sagt er það rétt, að þær verði ekki endurvaktar i nákvæmlega sömu mynd og fyrr (reyndar voru þær nú ekki alveg eins á öllum timum), en þó er ég þess fullviss, að enn er hægt að skapa sér slikar stundir, ef nægur vilji er fyrir hendi. Og ef okkur tekst, þó ekki væri nema eitt kvöld i viku, að eignast rólega stund með börnum okkar, þar sem einn les eða segir sögu, og siðan er skrafað saman á eftir um það, sem lesið hefur verið, þá verður það öllum hlut- aðeigendum til góðs. Ég trúi þvi ekki, fyrr en ég tek á, að endur- minningin um slikar stundir verði börnum okkar ekki dýrmætari, þegar frá liður, en þótt þau minnist þess að hafa horft á einhverja erlenda kvik- mynd, þegar þau voru litil. „Vilji er allt, sem þarf”, sagði Einar Benediktsson. Við skulum fyrst rækta með okkur viljann til þess að gera vel. Þá kann svo að fara, að framkvæmdin komi á eftir. Ef viö gerum þaö ekki..... Jólin eru að koma. Þá er mörg- um tamt að hugsa til gamallar sögu, sem gerðist i Austurlöndum fyrir hart nær tvö þúsund árum. Við þvi skal að sjálfsögðu ekki amazt hér. En til viðbótar langar mig að leggja það til, að við helg- um mæðrum okkar og ömmu hljóða stund á þessum jólum. Við skulum renna til þeirra þakk- látum huga fyrir það að segja Hjón „við hlóðarsteina i sótugu eldhúsi ptt Island. Myndin er úr bók Daniels Brun.Fortidsminderognutidshjem okkur sögur á vetrarkvöldum. Við þökkum þeim fyrir að hafa kennt okkur móðurmál okkar, og við lofum að skila þvi til næstu kynslóðar. eins góðu eða betra, en við tókum við þvi. El' við gerðum það, þá mun okkur vel larnast, þrátt fyrir allt, sem úrskeiðis þykir ganga. En ef viðgerum þaðekki, þá eigum við ekki skilið að eiga þetta land. —VS m New Holland BINDIVÉLAR Af öilurri fegundum bindivéia, sem seljast í Bretlandr eru 40% af New Hol(ond gerS og hér er hlutfgllið mun hœrra. HVERS VEGNA? H w / Vegna þess aS New Holland biiídivélarnar eru hagkvœmor f verði, afkastamiklar og lögð ér gherzla á géða þjónustu. /. ! ■ >Tj Við eigthn Vœntanlegar nokkrdr þihdivíóld|f á gamla verðiri benda bcendum á að fyrirþuguð er allmikil hœkkun á vélunum ó nœsturiní og er því mikill hagur að kaupa vél nú. •/" viljum Wf ■*'•' J >£• ‘4 i sámbúnd^dg kynnið^y,ður o.kkar hagstœðu verð og skilmala. : i'.í. ■ 'í ■>■• * ■' » • F 'J. ” ''■' ■’ ’ ,ý '•■*• '• ' . af*. LAGMÖLI í, StMI 81SS5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.