Tíminn - 21.12.1972, Side 37

Tíminn - 21.12.1972, Side 37
JoLABLAÐ 1972 TÍMINN 37 Jólanótt í Uppsölum Ég ætlaði að taka griskupróf i febrúar og neyddist þvi til þvi til að dvelja i Uppsölum yfir jólin, til þess að eyða ekki timanum i veizlur. dansleiki og sleðaferðir. Sá einn, sem hefur haldið jól i Uppsölum, fjarrri heimili sinu getur sett sig i min spor. Darpu- legri angurværð stafar frá götu- ljósunum milli húsaraðanna, og inni i herbergjum stúdentanna er enn einman-.alegra og skugga- legra. Stjörnurnar, sem blika á hinum svarta himni yfir litla bænum, virðast ekkert skyldar hinum fögru og ljómandi jóla- stjörnum barnanna, er þær tindra yfir glöðum jólablysum og kóf- sveittum hestum, og bjöllurnar klingja svo háttbundið, að það minnir á dans-Hin viðlenda slétta umhverfis bæinn er myrk og eyðileg. Hin fáu ljós eru eins og luktir á istepptum skipum. En inni á Gastis sitja þeir heimilis- lausu i dimmustu hornunum, einir sér. og láta sig dreyma yfir bragðdaufu ölglasinu um ilmandi krásir og ljómandi jólatré. Já, ég átti að vera yfir jólin i Uppsölum. Við vorum tveir, sem áttum að láta okkur leiðast saman, við Friðþjófur. Ég gisti hjá honum, þvi að ég þorði ekki i fyrir mitt litla lif að fara heim i herbergið mitt, þvi þar var geðill kerling, sem heimtaði peninga, og brenni hafði verið óþekkt munaðarvara þar i marga daga. Ég svaf á legubekknum hans Friðþjófs, þvi að i Uppsölum sefur hús- ráðandinn alltaf i bezta rúminu. Við höfðum engan eld, en það var olia á lampanum og það var þó svolilill. ylur af honum. Ég vafði ullarteppinu hans Friðþjófs utan um mig. Það var prjóna- teppi og á þvi voru heilar vetrar- brautir af gulum bómullarstjörn- um, en milli þeirra voru svo stór göt. að maður gat stungið hendinni i gegnum þau.Enteppið var svo stórt, að ég gat vafið þvi tvisvar um visinn kroppinn, og ef maður var heppinn, stóðust götin ekki á. Hiðeina, sem gat fengið mig til að lita bjartari augum á lifið, var það, að ég átti fimmkall, sem þó átti að nægja okkur báðum yfir hátiðisdagana. Tóbak áttum við. Morgunverð, buff og ölglas. feng- um við upp á krit i Litlu-Concor- diu. Hað, sem á vantaði, mundi Guð áreiðanlega sjá um, og milli jóla og nýjárs ætluðum við að heimsækja Yxlöv gamla. En það kostaði nokkur útgjöld. Yxlöv gamli var fjarskyldur ætt- ingi F'riðþjófs. Hann var vel metinn malari og bjó hér um bil eina milu utan við bæinn. Hann var gamall sérvitringur, sem hafði lært heilmikið á lifsleiðinni. Hann vissi allt og var allra ráð- gjafi, hagur bæði á tré og járn. Hann stundaði lika skottulækn- ingar og var snjallasti garðyrkju- maður, sem þar þekktist. Eini löstur hans var sá, að honum þótti gott að fá sér i staupinu við og við, en það er nú reyndar almennur mannlegur breyskleiki. En hann átti ágætt varnarmeðal gegn af- leiðingunum af of miklum hátiðahöldum, og það er ekki rétt að leyna þvi fyrir lesandanum. Áður en hann lagði af stað i hófið, fékk hann sér dállitinn teyg af oliu þvi að hann hafði komizt að raun um, að olian lá alltaf i þunnu lagi efst i maganum, vegna þess hvað hún var létt, og hindraði þannig, að áfengið stigi honum til höfuðs. Hann fullyrti, að þetta ráð væri algeríega óbrigðult. Jæja, nú þekkirðu Yxlöv gamla, að minnsta kosti svolitið. Svo rann aðgangadagur jóla upp og eftir staðgóðan morgun- verð i Concordiu héldum við tii herbergis okkar, til þess að ráð- gast um, hvernig við gætum eytt fimmkallinum. Hað var nistingskuldi jafnt úti sem inni. Hurðarhandföng og gluggarúður voru hvit af hélu, og maður tók ekki eftir þvi, þegar dautt var i pipunni, þvi að and- gufan villti manni sýn. Við urðum strax sammála um að kaupa púns fyrir þrjár krónur. Svo kom okkur saman um aö kaupa jólagjafir fyrir afganginn handa vinnukonum járnbrautar- verkfræðingsins, þvi að við höfðum farið með þeim i hring- ekju niður Feitsvelli, og þær voru fallegustu stúlkurnar i heiminum. Hær voru vanar að kinka kolli til okkar úr eldhús- glugganum, þegar við gengum fram og aftur fyrir utan járn- brautarstöðina, og þessi áhugi þeirra var sannarlega launa- verður. Og svo fórum við að kaupa til jólanna. Friðþjófur komst yfir silkisjal fyrir eina krónu og tuttugu og fimm aura og ég náði i einhvers konar mynd til þess að hengja yfir spegilinn, sem ég hugsaði mér að væri á hinni fátæklegu kommóðu. Myndin var af postulinsbrúðu i dansklæðum, og mér fannst sjálfum þetta vera biræfin kaup, en stúdentar eru nú alltaf undarlegir i sér. Dað til- heyrir æskunnþog ég held,að það sé ekkert óeðlilegt. Við komum gjöfunum á framfæri, er við höfðum búið um þær, svo að þær liktust einhverjum dularfullum og risavöxnum hlutum, og inn- siglað þær með ótrúlega fyndnum orðskviðum. Járnbraut- arverkfræðingurinn tók sjálfur á móti þeim i forstofunni. Hann hnyklaði brýrnar, og tillit hans smaug gegnum merg og bein, og við roðnuðum, eins og smá- drengir einir geta roðnað. Ó, þessi saklausa æska. Nú ætluðum við að halda hina einmannalegu jólanótt heilaga og keyptum einn pott af púnsi. Uað var tekið að skyggja, þegar við höfðum komið okkur fyrir i kalda útilegukofanum okkar. Við helltum i glösin og drukkum þegjandi. Hað var glóð i pipunum, og myrkrið læddist inn i herbergið. Viðhugsuðum heim til þeirra, sem söknuðu okkar i kvöld, og við fengum kökk i hálsirtn og varð þungt um hjartað. Hvað átti nú að verða um okkur, þessa heimskingja? Hin litla rönd af himninum, sem við sáum út um gluggann yfir snævi þakin húsþökin, var blágræn i siðasta bjarma sólsetursins. Frostrós- irnar sindruðu á rúðunum. Vik kveiktum á lampanum. Við kveiktum upp i ofninum með öllum þeim dagblöðum, sem við áttum. En það var skammgóður vermir Ættum við að fórna stól? Við gátum vel séð af einum, sem alltaf sendi rykský upp i loftið, þegar við settumst i hann. Uetta var góð hugmynd, og við skáluðum fyrir henni og rifum stólinn þegar sundur. Setan átti að vera i uppkveikju. En við urðum að eyða hálfum eldspýtna- stokky áður en eldurinn logaði. Fullt glas af steinoliu gerði hann að stóru báli. Það þaut og brast i sprungnum ofninum, og hann varð eins og þriðji félaginn, glaður náungi, sem sagði sögur og hló dynjandi gleðihlátri. En eiginlega var réttast að i'ara út og athuga mannlifið. Við gengum niður el'tir götunni, og um leið og við ætluðum að beygja inn á torgið. komum við auga á mann. sem við þekktum vel. Hann stóð þar á horninu. Það var Yxlöv gamii. Hann var auðsjáanlega allkendur, og hafði liklega gleymt að taka inn oliuna. — Gott kvöld, herra Yxlöv. Þér eruð auðvitað kominn til þess að kaupa jólagjafir. - Já, ætlaði einmitt að fara til þess, Ég hef verið i borginni i allan dag, en ég hitti Svenson dyravörð, og hann bauð mér morgunverð, og fjandakornið að ég er búinn að melta hann enn þá. — Má ekki bjóðá yður eitt glas með okkur, ef þér viljið vera svo litillátur. Þér eigið allan daginn fram undan. - Já, eitt glas, þvi ekki það? En svo verð ég að ljúka erindum minum. Komið þið út eftir til min milli jóla og nýárs? — Já, eins og Guð er uppi yfir okkur. Við erum búnir að afþakka fjölda heimboða yðar vegna, herra Yxlöv. - Oho, það eru vist ekki svo margir, sem bjóða ykkur heim, greyin. — Ojú, við erum boðnir til um- sjónarmannsins og fleiri og fleiri. En við viljum auðvitað miklu heldur fara út i sveitina til yðar. Komið nú og drekkið glas með okkur. Hann elti okkur upp. Eldurinn var nærri dauður og kuldinn orðinn bitur i herberginu. Hver fjandinn. Hér er iskalt. Kastið þið nokkrum kubbum á eldinn. Þvi miður eigum við engan eldivið, þvi bölvuð kerlingin neitar okkur um hann, og það er ekkert mannsbarn i húsinu og fjandinn má vita, hvar lykillinn að eldiviðarskýlinu er. En við getum hitað upp með púnsi. Skál, herra Yxlöv. Skái, skál. Yxlöv gamli var auðsjáanlega i skapi til að skemmta sér. llann tæmdi glasið i einum teyg hvað eftir annað. og siðan fór hann að syngja og segja sögur, hlæja og hrópa. Timinn leiðog loks hertum við upp hugann og minntum hann á, að hann ætti mikilsverðum er- indum ólokið. En það hefðum við aldrei átt að gera. Nú, jæja. Það er svona. Þið nógu finn fyrir hefðarmenn eins og ykkur. Það er ekki heldur svo mikil ánægja að sitja i frystihúsi með tveimur illkvittnum strák- hvolpum. l>að skal enginn geta sagt, að ég sé að snikja frá ykkur. Þið getið bölvað ykkur upp á það, að Yzlöx gamli skal fara. Hann fer á stundinni, það skuluð þið vita. Hann fer, hann fer. En þið skuluð ekki voga ykkur að reka nefið út eftir til min, þvi þá siga ég hundinum á ykkur, þorp- ararnir ykkar. Hann tæmdi glasið i ofsabræði, fyllti það aftur og tæmdi það á ný. — Að láta svona vindhana eins og ykkur með háa hatta, sem þið hafið ekki einu sinni borgað, vera að móðga sig. Þið setjið ykkur á háan hest, af þvi að þið getið talað latinu, hebresku og ensku. En vitið þið, hvað ég get? Vitið þið það? Ég get gelt ykkur. — -— Nú drekk ég siðasta glasið með ykkur, spjátrungar — Jæja, opnið strax næstu flösku. Ég get borgað hana, ef þið timið ekki að gefa mér sopa. Yxlöv var orðinn alveg auga- fullur. Við drógum upp siðustu flösk- una og helltum i glasið hjá þeim gamla Hann tæmdi það á svip- stundujrg reis siðan með erfiðis- munum á fætur af bekknum. Ég hélt ég væri i heimboði hjá menntuðu fólki. — Þið eruð garm- ar og raTlar, já, það eruð þið sannarlega Þið eruð ekkert nema montið og mannalætin. — En þið skuluð ekki vera að hafa lyrir þvi að koma út eftir til min. Nei. það skuluð þið ekki gera. Ég siga bara á ykkur hundunum. Megum við ekki fylgja yður að vagninum, herra Yxlöv - og hjálpa yður að Ijúka erindum yðar? Já, ég skal fara, en það er samt alveg óþarfi af ykkur að henda mér út. Ég er að i'ara. - Ég fer. Ha, sjáið þið ekki að ég er að fara. — Æ, hvar i fjandanum cr pottlokið mitt, - haíði skinandi -skinnhúfu, — þarna, eða er það kötlurinn, sem liggur þarna i horninu? Hann sparkaði inn i ofnkrókinn og fók feiknamikið bakfall. l>að er húfan min. - - Það er húfan min. - Þið hneggið, afglaparnir af þvi að þið haldið að ég sé fullur. nei ekki nú hreint, það helur aldrei nokkur maður verið svo algáður sem ég er núna. Ileyrið þið það? Ilann rambaði fram og aftur i ofnkróknum og náði lokst taki á húfunni. En megum við samt ekki lylgja yður, herra Yzlöv? Fylgja mér. Sá, sem vogar sér að elta mig, skal fá einn svo vel úti lálinn, að hann risi ekki upp framar. Ég hef nú spjarað mig cinn i limmtiu og limm ár, og verð svo að þola að hállvitar eins og þið gerið gys að mér i ellinnni. - Já, en góði "herra Yxlöv. En Yxlöv gamli sparkaði hurð- inni opinni og var þegar kominn út á tröppurnar. Járnaðir skó- sólar hans skullu með háum smeJlum á steintröppurnar. Við verðurm að hafa auga með honum. Við getum ekki látið hann lara svona einan sins liðs. Við rukum út á eftir honum, en Yxliiv gamli var horfinn i mann- ösina, Hvað áttum við nú að gcra. Við vorum búnir að eyðileggja góð lækifæri lyrir okkur, og Yxlöv gamli var okkur algerlega l'or- tapaður. Framtiðin, sú var ekki sérlega glæsileg, og dagarnir milli jóla og nýárs blöstu við okkur i eyði og tómi, og við áttum enga kunningja, sem hægt væri að slá um fáeinar krónur. En við höfðum drukkið nokkur glös áf púnsi, og áfengi, sé þess neytt i hófi, gefur oft góðar hugmyndir. ()g nú kom okkur djarflegt ráð i hug. Við förum auðvitað beina leið á lögreglustöðina. Friðþjólur horfði spyrjandi undrunaraugum á mig. Við höfðum einstaka sinnum átt nokkur skipti við lögregluna áður, höfðum stundum flutt til dyra- spjöld, lent i orðaskaki við'einn eða annan, slökktá götuljósum og einu sinni farið i hringdans á torginu umhverfis lögregluþjón númer !), hann Ognar-Móren. Mig minnir, að það væri nóttina,sem ólætin urðu sem mest hérna um árið.og sjálfur lögreglustjórinn las lagakaflann um hegningar fyrir uppþot i heyranda hljóði af tröppum lögreglustöðvarinnar. Við höfðum lika einu sinni laumað hálfri tylít af bátshökum inn i forstofuna hjá lögreglu- stjóranum, til þess að minna á lygasögu, sem gekk um þennan þjóðkunna heiðursmann. Nei, satt var það, lögreglan leit ekki á okkur sem guðs heilaga engla. Já, við förum þangað og bjóðum lögregluþjónunum sopa með okkur. Þú hlýtur að skilja það, að i kvöld hljóta þeir að vera bljúgir eins og börn. Jólahelgi og friður hvilir yfir allri náttúrunni. Heldurðu annars. að það hafi nokkurn timann komið fyrir, að vesalir stúdentar hafi gefið lög- Eftir Albert Engström: Andrés Kristjánsson íslenzkaði

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.