Tíminn - 21.12.1972, Page 44

Tíminn - 21.12.1972, Page 44
44 TÍMINN JoLABLAÐ 1972 ,,Tíminn langa dregur ■ •• ii arogu : beirá í Leirársveif Sé urn það spurt, hvaða höfðu- Sturlungaaldar áttu ekki þangað ból i Borgarl'jarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar hafði borið hæst hinar siðustu aldir, þá er þvi fljótsvarað: Bað er tvimælalaust Beirá i Leirársveit. Vafalaust hafa þar alla tiðsetið "ikismenn, og um langt skeið var Leirá bújörð þeirra höfðingja, sem mest máttu sin innlendra manna. Þó er svo, að l'átt segir af Leirá lengi fram eltir öldum. Vildisjörð helur Leirá sennilega jafnan verið talin, en meðal hinna el'tir- sóttustu höfuðbóla verður hUn ekki lyrr en á seytjándu öld. Lað er liklegasta orsök þess, hve gengi Leirár fer þá ört hækkandi, að um svipað leyti eykst til mikilla muna Utvegur á Akranesi. Siðaskiptin brulu niður ljárhags- legt bolmagn þjóðarinnar, og konungsvaldið sölsaði undir sig flest það, sem arðvænlegt var. Skálholtsstóll varð fljótlega eftir siðaskiptin að afsala sér Ut- vegsjörðum þeim á Suðurnesjum, erhonum höi'ðu lengi verið féþUfa og matarkista, og þegar hann var að lokum sviptur Utgerðarað- stöðu á Keykjanesskaga að fullu og öllu, varð að leita annars staðar fyrir sér. Skipaskagi varð lyrir valinu. Betta gerðist á dögum Brynjólfs biskups Sveins- sonar. Mjög samhliða þessu jóksl mjög vegur iÆÍrár, og helur það vafalaust staðið í sambandi við hinar auknu fiskveiðar á Akranesi og umráðamenn Leirár þá þegar krækt sér þar i aðstöðu, sem mikils þótti um vert. Leirár getur að nokkru i Landnámu, og hét sá Oddgeir, sem þar bjó. En sagan segir, að granna hans, Hafnar-Ormi, hafi þótt þrönglent og keypt Oddgeir brott. Við það flutti hann bU sitt að Oddgeirshólum i Flóa. Siðan fer litlum sögum af Leirá. Leirárbændur koma ekki við mannvig eða önnur stórtiðindi á söguöld, og i Sturlungu er Leirá alls ekki nel'nd á nafn. Höfðingjar erindi, og enginn veit, hvar flokki Leirárbóndi kann að hafa verið, eða hvort honum hefur auðnaztað sitja i friði að bUi sinu á þeim hreðusömu timum. Söm er þögnin, þótt leitað sé i Biskupa- siigum. k>að er loks, ef flett er upp i Imgmannsannál, að við sjáum, að Leirá er þó til. Har segir við árið 1414: ,,A bæ þeim, er á Leirá heitir, i Leirársveit, færðist Ur stað bjarg eitt svo stórt, að það var sex faðmar i kringum og vel mannhátt. Hafði bjargið færzt Ur sinni stöðu nær tólf föðmum og þó mólbrekkt. Var bjargið aflangt og hafði að endilöngu fær sig. Var sem UtibUrstóft að sjá, þar sem bjargið hafði áður verið.” Allýkjukennd virðist þessi frá- Bcitistaðir. þar sem prentsmiðja Magnúsar Stcpliensens var um nokkurt árabil. Sá bókamaður, er nú ætti allt það, sem þar var prentað, þættist sennilega nokkuð af bókaeign sinni. Ljósmynd: Páll Jónsson. hafði kirkjan eignazt þriðjung af heimalandi og Utlendum Leirár, veiðiitak i Laxá og nokkuð bú- fénaðar. Seinna bættist við Akur- ey i Vogum, það er að segja Leirárey i Grunnafirði, skógaritök, jarðarpartar og sölvafjara i Belgsholti. Leirár- kirkju er smám saman að menn i héraði, Hallsteinn Höskuldsson á Hesti, Höskuidur Hallsteinsson, prestur á Melum, og Runólfur sýslumaður Höskuldsson á Læk. Þá má liklegt telja, að jörðin hafi verið vel setin og við hana lögð mikil rækt, og eru þar þá engjagarðar og vönduð landamerki, áveitur og eitt mesta höfðingjasetur landsins um langt skeið mm sögn og eitthvað i ætt við l'ikni manna i furðusögur, likt og bryddi á skyldlcika við Katanes- dýrir og fleiri fyrirbæri af þeirri tegundinni. Kn eitt sjáum við af þessari frásögn: Leirá er höfuð- ból byggðarinnar sunnan undir Skarðsheiði og sveitin við þann stað kennd. Löngu áður en þetta gerðist var kirkja risin á Leirá og helguð Pétri postula. Mjög snemma áskotnast eitt og annað, og eftir þvi sem itök hennar verða fleiri og verðmætari, gerist það eftir- sóknarverðari að ná forráðum staðarins. Nafn Akureyjar ber með sér, til hvaða gagnsmuna íiUn hefur verið. Enginn veit þó. hve lengi þar hafa verið akrar sánir. en hægiega mætti það vera alllengi fram eftir A fimmtándu öld eiga megin- hluta jarðarinnar hinir gildust Leirá í Leirársveit, sem um langt skeið var eitt hið mesta höfðingjasetur á landinu. stakkstæði girt. Litlu síðar er Leirá komin i hendur Brands lög- réltumanns Guðmundssonar, bróðursonar Stefáns biskups Jónssonar og tengdasonar Torfa sýslumanns i Klofa, og er það enn vitnisburður um veg jarðarinnar. Eftir Brand bjó þar sonur hans, sem cMafur hét, en litlu siðar komst þangað Ogmundur lög- réttumaður, sonur Halls sýslu- manns i Hjörsey, er átti sonar- dóttur Torfa i Klol'a að siðari konu. Allt virðist þetta hafa verið gildir menn, en eigi stórhöfð- ingjar. Ekki eru til tiltök.enda enginn skemmtilestur, að rekja lið fyrir lið. hverjir haft hafa umráð Leirár. i þess stað skal þegar að þvi vikið, er Leirá varð eitt frægast höfðingjasetur á landi hér. Er þar ekki yfir Iangt timabil að hlaupa. Arni, sonur Odds biskups Einarssonar, var kjörinn lög- maður árið 1631. Litlu siðar setti hann bU að Leirá og festi kaup á jörðinni. Með komu hans þangað hefst glæsilegasta timabilið i sögu Leirár. Arni Oddsson er ást- sælastur maður i lögmannsstétt á landi hér, og hann er sá maður, sem hæst ber i sögu landsins á seytjándu öld. ásamt Brynjólfi biskupi Sveinsyni. Veldur þar mestu andóf þeirra i Kópavogi, er islendingar voru kUgaðir til þess að sverja Danakonungum einvaldseiða. Það viðmám, er þeir veittu þar, hefur i þrjU hundruð ár orpið ljóma á nafn þeirra og bUið þeim heiðurssæti við hlið þeirra islendinga, er bezt hafa staðið gegn erlendri ásælni. ^rni lögmaður bjó á Leirá þrjá áratugi eða riflega það. Margter kunnugt um hætti Árna Odds- sonar. Hann lét hringja kirkju- klukkum kvölds og morgna og hafa söng i kirkjunni, svo sem siður var á biskupsstólunum, og nær sem hann heyri nafn guðs nefnt, tók hann ofan höfuðfat sitt, segir i Fitjaannál. Um langaföstu fastaði hann alla föstudaga. Svo er og sagt, að aldrei kæmi maður að Leirá með hans vitund, hvort heldur var rikur eða snauður, svo að ekki væri honum beini unhinn. Sjálfur gekk hann á móti hverjum manni, sem að garði bar, ef hann mátti þvi við koma. Svo sem tuttugu minUtna gang frá bænum á Leirá var frá fornu fari heit uppspretta, Leirárlaug. Leirárlaug var baðstaður, og á dögum Árna MagnUssonar, fjörtiu árum eftir daga Árna Oddssonar, voru torfgarðar um laugina, og við hana fáein sæti og tóft eða gerði, þar sem baðgestir afklæddust. Árni Oddsson fór til laugar, þegar honum þótti henta, likt og formenn höfðu gert, og i Leirárlaug lank ævi hans. F^östu- dagskvöldið 10. marzmán. 1665 gekk hann einn að heiman til laugarinnar, án þess að aðrir menn vissu. Hann var sjálfur vanur að hringja kirkjuklukk- unum til söngs og bænagerðar, en i þetta skipti brást það. Þótti það undarlegt, og var farið að huga að honum. Flaut hann þá örendur á grUfu i lauginni. Var lik hans sveipað klæðum og borið á hurð heim til bæjar. Falls er von af fornu tré, og Arni Oddsson var kominn á áttræðisaldur. En dauði hans þótti mikil tiðindi og ill, og var þvi spáð, að aldrei myndi slikur maður sem hann sitja að Leirá. El'tir dauða Árna lögmanns kom að Leirá annar maður, sem frægur hefur orðið i sögum, þótt varla verði hann kallaður góð- frægur, Það var Jón VigfUsson — Bauka-Jón. Hann var af auðugu fólki kominn, sonarsonur Gisla lögmanns Hákonarsonar, og hugði að sjálfsögðu á frama. Ungur varð hann sýslumaður i Þverárþingi og fluttist að Leirá 1668, þarsem hann bjó siðan með miklum umsvifum i sextán ár. En Jón VigfUsson var ekki maður af þvi tagi, að hann sæti á friðstóli til lengdar. Sumarið 1670 lenti honum saman við danska skipstjórnar- menn i Straumfirði á Mýrum, hafði i heitingum við þá og ógnaði þeim með ófarnaði. Stóðu far- mönnunum hinn mesti stuggur af orðum sýslumanns, og var með naumindum, að þeir áræddu að láta Ur höfn. Ferðin tókst ekki heldur betur en svo, að skipið strandaði við Vestur-Landeyjar á Utsiglingu. Var þá ekki að sökum að spyrja: Þeir þóttust þess fullvissir. að sýslumaður Borg- firðinga væri galdramaður, sem leitt hefði yfir þá þessar ófarir með kunnáttu sinni. Þeir kærðu hann fyrir illar aðfarir Við sig og svo þungt var honum þetta mál i skauti, aö hann neyddist til þess að sverja fyrir alla forneskju á þingstað i héraðinu, þótt sýslu- maður væri. En ekki var ein báran stök. Tóbaksnotkun var fyrir skömmu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.