Tíminn - 21.12.1972, Side 54

Tíminn - 21.12.1972, Side 54
54 TÍMINN JoLABLAÐ 1972 LOFTLEIÐIR Aðalframkvæmdastjóri: Alfreð Elíasson Stjórnarformaður: Kristjón Guðlaugsson LÖFTLEIÐIR — hvar finnst sú sála hér á landi, sem ekki þekkir þetta nafn? Hvergi. Enda hygg ég, að l'á séu þau fyrirtæki hérlendis, sem i eins rikum mæli liafa aukið hróður íslands með erlendum þjóð- um og eins stuðlað að þvi að kynna landið, gögn þess og gæði, út á við. Ég tel ekki ofmælt, að íslendingar hafi löngum verið harla hreyknir af Loítleiðum, sein ekki hafa heldur brugðizt vonum manna, þótt ýmsan vanda hafi borið að höndum. Loftleiðir eru ef til vill ekki stórt íyrirtæki á erlendan mælikvarða, en hins vegar afarstórt á islenzkan mælikvarða, næstum duiarfullt risafyrirtæki. F'élagið verður 29 ára snemma á næsta ári, en það var stofnað 10 marz árið 1944. Merkur áfangi i sögu Loftleiða var haldinn hátíðlegur árið 1969, aldarfjórðungsafmæli. Mikils var aö minnast. Innlend og erlend blöð og timarit kepptust við að greina frá sögu félagsins, aðdrag- anda að stofnun þess, þróun og gangi gegnum árin, enda af nægu að taka. Arin þrjú, sem siðan eru liðin leljast ekki langt bil á tima- hjóli eilifðarinnar, en það er hins vegar afar langur timi i tækni- þróuninni, og þá ekki sizt i flug- sögunni, þar sem þróunin er mjög ör og breytingar stórar, jafnvel frá degi til dags. Með þessari grein er leitazt við að fylla upp i þetta bil i sögu Loft- leiða, og skýra frá stööu þess i dag, þvi að enda þótt lréttamiðlar séu jafnan reiðubúnir að snapa upp hvers konar fréttir, sem að höndum berast, verður margt út- undan, og þá oft það, sem sizt skyldi. Hér á eítir verður rætt við alla deildarstjóra félagsins og reynt að varpa sem skýrustu ljósi á daglega starfsemi þess sérilagi, sem og vöxt þess, viðgang of framtiðaráætlanir. Áður en lengra er haldið, er rétt að rekja i örlaum orðum, aðeins örfáum, helztu punkta i sögu Loftleiða. Margoft hefur verið rætt og ritað um þetta efni, og enda þótt þar ileynist vissulega fjöldi fróðlegra og skemmtilegra atburða, er það einu sinni svo, hvað sem spekingar segja, að jafnvel mjög góð saga getur verið of oft sögð. Nóg um það. Fáeinir punktar i sögu Lol'tleiöa h.f. — Siðla árs 1943 komu þrir vaskir piltar heim til tslands frá Kanada, þar sem þeir höfðu verið við flugnám og jafnframt starfað i þjónustu kanadiska flughersins. bremenningarnir voru þeir Al- freð Eliasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson. Vonuðust þeir til, að þeim tækist að fá vinnu við flug, er heim kæmi, og höfðu i þvi skyni keypt eitt heljar tryllitæki, þriggja sæta flugvél af Stinson- gerð. beim varð þó ekki að von sinni, en þeir létu það ekki aftra sér og réðust þvi i stofnun eigin flugfélags, stofnun Loftleiða h.f. 10. marz 1944. Mun það þó fremur hafa verið af nauðsyn en vilja. Félagið fékk fljótlega samning um sildarleit, en einnig var um að ræða farþe^aflug á Vestlirði og sjúkraflug. Siðan óx flugvélakost- ur félagsins jafnt og þétt, og þar með farþegafjöldinn og hagurinn batnaði. Keypt var flugvél til millilandaflugs, og var haldið uppi ýmsum óreglubundnum flugferðum, m.a. leiguferðum ýmiss konar. Timamót verða i sögu Loftleiða, er félagið fékk heimild flugmálastjórna fslands og Bandarikjanna til að halda uppi áætlunarferðum til og frá Bandarikjunum. I þvi tilefni var farin sérstök ferð til Bandarikj- anna hinn 25. ágúst 1948. Enn i dag byggja Loftleiðir afkomu sina að miklujeyti á þessum ferð- um. Árið 1953 komust á hin lágu far- gjöld félagsins, og voru þau löng- um einn aðalþátturinn i velgengni þess. En þetta var IATA, Al- þjóðasambandi flugfélaga ærið olt þyrnir i augum. I dag eiga Loftleiðir einn þriðja i flugfélaginu Cargolux og auk þess flugfélagið International Air Bahama. Fyrir fáum árum tók félagið i notkun DC-8 þotur, sem þaö hefur með kaup/leigusamn- ingum, en þær fjórar Kolls Royce vélar, sem félagið notaði áður, voru seldar að helmingi til sænska I lugfélagsins Salenia, sem er hluthafi i Cargolux. Eru vélar þessar nú reknar af þvi fé- lagi. AöaUiainkvæmdastjóri Loltlciöa h.L, Allreö Eliasson — Alfreð Eliasson er i dag aðal- framkvæmdastjóri Loftleiða h.f. og hel'ur verið það siðan 1. desem- ber 1953, eða i 19 ár. Alfreð er fæddur i Reykjavik 16. marz árið 1920. Er hann sonur Aslaugar Kristinsdóttur og Eliasar Dag- vinnssonar, bryta. Hann^ lauk prófi i Verzlunarskóla Islands ár- ið 1938 og siðar flugprófi i Kanada árið 1942. begar hefur verið greint frá þætti hans i stofnun Loftleiða h.f. h’rá stofnun félags- ins fram til ársins 1953 var hann yfirflugmaður þess. Alfreð flaug heim öllum þrem Skymasterllugvélum Loftleiða og fékk, fyrstur tslendinga, réttindi til þess að stjórna fjögurra hreyfla millilandaflugvél. Vatna- jökulsævintýrið i april-mai 1951 kannast flestir við, enda vakti það á sinum tima furðu og aðdáun um allan heim. Var Alfreð annar tveggja, er forustu höfðu I að- geröum þeim, sem þar fóru fram, svo og björgun skiðaflugvélar, er lent hafði á jöklinum. Alfreð var einn af stofnendum Félags islenzkra atvinnuflug- manna og Flugbjörgunarsveitar lslands. bá hefur hann og átt sæti i flugráði (frá stofnun þess.) Árið 1962 var Alfreð veitt Islenzka Fákaorðan fyrir frábær störf, og árið 1969 hlaut hann viðurkenn- ingu stórhertogadæmisins Luxemborg með orðunni, I’Ordre de Mérite. Ilclztu I'ramtiðar- álorm lélagsins Við spurðum Alfreð fyrst, hver væru helztu framtiðaráform Loft- leiða. — Hvað næstu ár snertir er það helzt að segja, að i mai á næsta ári, 1973, gerum við ráð fyrir að taka upp flug til Chicago, sem við teljum mun hagkvæmara en að fljúga eingöngu til New York. bó verður ferðum ekki þannig hátt- að, að við fljúgum til New York og þaöan til Chicago, eða hinn hring- inn, heldur gerum við ráð fyrir að fljúga beint til Chicago, þrjár feröir i viku til að byrja með, án þess að fækka New York ferðun- um eða draga mikið úr þeim. Samkvæmt áætlun, sem við höf- um gert i þessu sambandi, kemur þannig betri nýting á flugkostinn, sem við höfum verið með. En aðalatriðið er það, að enda þótt fargjöldin til Chicago verði hærri helduren til New York, þá verður hagkvæmara fyrir farþega okkar með tilliti til áframhaldandi ferða innan Bandarikjanna að taka fyrrgreindu liðina, þvi að radius Chieago er stærri en New York, hún liggur meira miðsvæðis,- og þannig er skemmra til hinna ýmsu staða innan Bandarikj- anna, svo sem Miðrikjanna og Kanada. Sparnaðurinn við New York leiðina dugar svo skammt. Við verðum að gera ráö fyrir, að fólk noti hundrað dollara sparnað með New York fargjöldunum til að komast til nálægra borga. bvi nær miðsvæðinu sem við erum, þeim mun betri er aðstað- an fyrir okkur og farþegana, og þess vegna gerum við ráð fyrir, að þetta verði okkur mjög til hag- ræðis. Eins og áður hefur komið fram, voru þau ákvæði i siðustu samn- ingum við Bandarikin, að Loft- leiðir hæfu ekkiflug til Chicago, fyrr en árið 1973, og að öllu óbreyttu hyggjumst við sem sagt notfæra okkur þessi réttindi á næsta ári. — bað sem helzt bæri að nefna annað varðandi framtiðaráform Loftleiða, væri áætlanir um kaup á nýjum flugvélum. Fulltrúar frá Boeing-verksmiðjunum hafa ver- ið hér og boðið okkur Boeing 747. Ég veit ekki, hvort slik kaup eru enn timabær, en einhvern tima kemur að þvi, að við verðum að fylgjast með. Annars er sann- leikurinn sá, að þær vélar, sem við erum með núna, 250 farþega DC-8-63 þotur, eru mjög arðbær- ar, og hafa sérfræðingar Douglas- verksmiðjanna sagt, að þær séu mestu keppinautar breiðþotanna þeirra, DC-10. Boeing-menn viðurkenna það lika, að þessar vélar séu hörðustu keppinautar breiðþota þeirra, Boeing-747. Við höfum gert fimm ára áætl- un, fjárhags- og gerðaáætlun, i meginatriðum, og þar höfum við m.a. gert ráð fyrir stórum vélum, bæði til endurnýjunar og viðbótar við flugvélakostinn. Enda þótt virðist naumt á mununum, hvor séarðbærari, DC-8-63 eða Boeing- 747, verður að gera sér ljóst, að vegna samkeppninnar hlýtur að koma að þvi, að við kaupum breiðþotu. Geta má þess, að i dag má reikna með, að Boeing 747 ásamt þvi, sem henni fylgir og nauðsynlegri þjálfun, kosti um 30 milljónir dollara. (um 2.600 milljónir isl. kr). DC-8-63 vélarn ar eru ekki framleiddar lengur, en þær halda sér mjög vel i verði. Kostuðu þær upphaflega um 12 milljónir dollara, og i dag má reikna með, að verðiö sé um 10 milljónir dollara (um 900 milljón- ir isl. kr). — Ég hef hér skýrt stuttlega frá tveimur meginverkefnum Loft- leiða I náinni framtið. Of langt mál yrði, ef ég færi að rekja fleiri, viðaminni atriði. Áætlanir um flug til fjarlægra landa? Við leggjum þá spurningu fyrir Alfreð, hvort ekki hafi komið til tals, að Loftleiðir tækju upp áætlunarflug við fjarlægari staða en verið hefur, eins og til Asiu (t.d. Austurlanda nær) og Suður- Ameriku. — betta hefur margoft verið nefnt og hefur verið reynt að gylla það fyrir okkur. En ég held, að eftir þvi sem sunnar og austar dragi, verði samkeppnisaðstaða okkar verri, enda er Island þá lengra úr leið. Hins vegar höfum við International Air Bahama, sem flýgur yfir Suður-Atlantshaf- ið, þannig að við tökum þátt i far- þegaflutningunum á þvi svæði. bota IAB flygur milli Luxem- borgar og Nassau á Bahamaeyj- um og millilendir annað hvort á Shannon á Irlandi eða á Azoreyj- um til þess að fá eldsneyti. Er það skoðun min, að aukning ferða á S- Atlantshafi eigi að koma á IAB- leiðina, ef af henni verður á annað borð, þar sem ferðir Loftleiða um tsland eru svo langt úr leið, hvað þetta snertir. Raunar er samkeppnisaðstaða Loftleiða i dag einnig verri, vegna þess að við þurfum að koma við á tslandi, sem kostar svo og svo mikið, i hvert skipti og við fljúg- um yfir N-Atlantshafið milli Luxemborgar og New York, og Island er nokkuð mikið úr leið. betta þurfa önnur flugfélög ekki að gera og geta t.d. flogið beint milli London og New York. betta skapar þvi visst óhagræði hjá okkur miðað við önnur flugfélög, þvi miður. Framtið íslands • sem lerðamanna- og ráðstefnuland — Á Island vænlega framtið fyrir sér sem ferðamanna- og ráðstefnuland, og þá sérstaklega með tilliti til ferða hingað til lands með flugvélum? — er næsta spurning, sem við leggjum fyrir Alfreð. — Já, égteleindregið, að svo sé. Og að minu áliti hafa Loftleiðir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.