Tíminn - 21.12.1972, Page 62

Tíminn - 21.12.1972, Page 62
62 TÍMINN JOLABLAÐ 1972 Bókhalds- og endurskoðunardeild Deildarstjóri: FLÆMMING HOLM Starfsmannafjöldi: 70 freyja annarra félaga breytzt all- mjög víða um heim, en fram til þessa tima höfðu hinar klassisku dragtir verið allsráðandi. Nú varð sem sé alger sprengja, og þá einkum vestanhafs. Var farið að nota alla mögulega og ómögulega liti i búninginn. Við fylgdum á eftir og tókum upp léttari liti. Um þetta leyti var ,,midi”-tizkan mjög i hávegum höfð. Við féllum i þá gryfju að fylgja henni, en innan árs var bú- ið að stytta alla þessa búninga aftur. Orðað hefur verið að breyta um búninga siðla næsta árs, eða snemma á árinu 1974, en engar fullnaðar ákvarðanir hafa verið teknar enn þá. Flugmennirnir okkar verða áfram i sömu búningum. Karl- menn kæra sig ekki um breyting- ar á „uniformi” sinu á sama hátt. Iírlendu aðilarnir stærstir — Það er visst athafnafrelsi hjá okkur i innkaupum, en þó rek- umst við á punkta, sem mjög heppilegter að sameina innkaup- um. Má þar nefpa áætlun félags- ins, sem áður var gefin út á hverj- um stað fyrir sig. Undanfarin þrjú ár höfum við gefið hana út sameiginlega fyrir allar stöðvar, samtals um 850.000 eintök. Er þvi þá þannig varið, að eingöngu er skipt um tungumál i útgáfunum, en að öðru leyti er haft sama form fyrir allar stöðvar og sama myndaefni. Þó er bætt við fáein- um atriðum eftir hverjum stað fyrir sig. Með þessari breytingu gerðum við áætlunina töluvert fjöl- breyttari. Áður var hún á sumum stöðum i lit og á öðrum i svart/hvitu, en nú er útgáfan fyr- ir fyrir allar stöðvar litprentuð. Varð niðurstaðan sú, að við gát- um sparað allmikla upphæð með þessu móti, og fengum jafnframt miklu fullkomnari áætlun og fallegri. Um tvær áætlanir er að ræða hjá okkur, sumar- og vetr- aráætlanir, en þær eru að mestu leyti eins það er aðeins skipt um hluta textans. — 1 þessari, sem öðrum deild- um félagsins, er mjög áberandi, hve ■ viðskiptin við erlenda aðila eru mikil. Þannig er það, að mik- ill hluti starfsemi þessarar deild- ar gengur út á að hafa samband við aðila erlendis. Það þarf að hafa samband við stöðvar okkar út um heim og við erlenda fram- leiðendur. Framleiðslan fyrir flugið er ákaflega sérhæft og sérstaklega, el' um eitthvert öryggisatriði er að ræða. Það eru þvi æriö margir hlutir, sem ekki þýðir að reyna að fá hér innanlands. I annan stað þarf margt af þvi, sem framleitt er fyrir flugvélar, að fá viður- kenningu flugmálayfirvalda og eru þær oft dýrari l'yrir bragðið. Aðalviðskiptaland Innkaupa- deildar er sennilega Bandarikin, þar sem hin ýmsu svið flug- rekstursins eru svo þróuð þar. Viðskiptin við Þýzkaland er einn- ig töluverð, og má þar nefna,að öll mataráhöldin i flugvélum okkar eru þaðan. — Deildin hefur yfirumsjón með öllu bókhaldi félagsins og sér um, að ætið séu fyrirliggjandi upplýsingar um bókhald ásamt öðrum gögnum til fróðleiks um, hvernig háttar um rekstur félagsins. Þá annast hún eftirlit heima og erlendis og endur- skoðun seldra flugfarmiða. Deildin skiptist i fjórar undir- deildir, þ.e. bókhaldsdeild, endurskoðunardeild, skýrslu- véladeild og hagdeild. Starfs- mannafjöldinn er alls 70- manns. Yfir þessum deildum eru sér- stakir menn, sem sjá um dagleg- an rekstur i viðkomandi deildum. Endurskoðunardeildin, sem slik ber nafn sitt ef til vill ekki alveg með réttu, en hún sér að mestu leyti um eftirlit með farseðlum, fragt og tekjum félagsins. I deildinni fer einnig fram frumvinnsla eöa kvótun ýmissa gagna, sem siðan ganga til skýrsluvéladeildar. Þar eru „keyrðar út” þær upplýsingar, sem þarf að fá hverju sinni og þær sendar viðkomandi deildum. Allar heimildir eru nú geymdar á segulbandi Bókhaldsdeildin sér um hið daglega bókhald, eins og nafnið gefur til kynna. Hagdeildin sinnir einstökum verkefnum, sem beðið er um hverju sinni, t.d. af stjórn félagsins, og einnig verkefnum, hverra lausn þarf ætið að liggja fyrir hendi, mánaðarlega. Skýrsluvéladeildin vinnur einnig i þágu ýmissa deild, innkaupa- deildar, farskrárdeildar og Starfsmannahalds. Það eru um fjögur ár, siðan við fengum tölvu, IBM model 20 nr. 260 með segulbandi (tape) Þetta er stórt og vandað tæki, sem íélagið notar eingöngu fyrir sig. Geta má þess, aö Sláturfélag Suðurlands er með sams konar tölvu og er hún notuð af ýmsum öðrum fyrirtækjum. Við geymum þvi heimildir okkar allar á bandi núna, en að sjálfsögðu eru frum- heimildirnar geymdar lika, svo sem farseðlarnir, en þeim er raðað eftir sérstöku kerfi, þannig að fljótlegt er að fletta upp á þeim, ef þess er óskað. Gagna- safn okkar er þvi mikið, en á hverju ári er þó einhverju hent, en geymslutimi er ákvarðaður minnst 7 ár. Er varla hægt að lýsa þvi, hvi- likur aðstöðumunur það er að hafa tölvu i stað þess að hafa allar heimildir á skýrslum. Kemur þar margt til. Til dæmis er mjög fljótlegt að leita upplýsinga gegn- um tölvuna, og eins eru öll störf deildarinnar mun auðveldari við- fangs og aðgengilegri. — Af einstökum viðamiklum störfum minnar deildar má nefna farseðlaendurskoöunina, sem er talsvert mikið verk. Bæði eru margar tegundir af fargjöldum og farseðlarnir sjálfir eru einnig Yfirstjórn deildarinnar eru hér i Reykjavik og hefur hún umsjón með framkvæmd á skoðunum, viðgerðum og eftirliti á flugvélum Loftleiða, Cargolux og Inter- national Air Bahama. Hinar ýmsu stöðvar deildarinnar eru viðsvegar um heim, en þær helztu eru i New York, Keflavik, Luxemborg og Miami/Nassau. Aðalviðhald á DC-8 þotum okkar fer fram i New York og er á vegum Seaboard World Airlines. Þeir taka að sér 250 tima skoðanir sem þýðir, að þeir yfirfara vélarnar hálfsmánaðarlega, en allar skoðanir þar á milli önnumst við sjálfir eða okkar eigið starfsfólk i Keflavik. Luxemborg, New York og Nassau. Starfsliðið hefur breytzt nokkuð frá þvi i fyrra,þar sem við höfum flutt aðalstarfsemi okkar i sam- allflðknir. Farseðill, sem gefinn er út i dag, er kannski notaður að hluta á morgun og að hluta éftir ár eða svo. Það þarf þannig að halda vel á spöðunum til þess að hafa þetta allt i röð og reglu. Yfirleitt gengur þetta með ágætum, en þó kemur fyrir, að einhver ferðaskrifstofa úti i heimi gleymir að standa i skilum, eða gerir það ekki einhverra hluta vegna, á ég þar við vanskil á seldum farmiðum með Loftleið- bandi við CL-44 vélarnar frá New York til Luxemborgar. Við höfum okkar eigin fulltrúa á hverjum stað fyrir sig. Fulltrúi okkar i New York er Einar Runólfsson^i Keflavik Gunnar Björnsson, i Luxembourg Gunnar Björgvins- son og i Nassau/Miami T. Vosk. Allt eru þetta gamalreyndir starfsmenn hjá Loftleiðum. Flugvélaskoðanir Um flokkunarstigin er það helzt að segja, að á DC-8 vélunum eru daglegar skoðanir, sem eru fram- kvæmdar i New York á vélunv sem fara til Luxemborgar og ,,A" skoðanir eru framkvæmdar á vélum; sem fara til Skandinaviu og Englands. ,,A” skoðanir eru framkvæmdar i hvert einasta skipti, sem vélarnar koma til Luxemborgar. Þá er og framkvæmd skoðun i Keflavik i hvert sinn, sem vélin fer þar um, og felur hún i sér það, sem kallað er „Transit Check” (Millilendingarskoðun). Daglegar „A” og „B” skoðanir á Rolls-Royce (GL-44) vélum okkar eru framkvæmdar af starfsfólki deildarinnar i Luxem- borg. Um stærri skoðanir, sem gerðar eru að sex hundruð flug- timum loknum, höfum við gert samning við fyrirtækið Aviation Traders (Engineering) Ltd., og eru þær framkvæmdar i Southend-on-Sea i Englandi. Varðandi allar þær skoðanir, er nefndar hafa verið, ber að geta þess, að þær eru skipulagðar af starfsmönnum deildarinnar og eru einnig undir yfirumsjón þeirra. Gildir það einnig um hvers konar viðgerðavinnu, skoðanir og eftirlit á vélum félagsins. Er þess gætt, að þessi störf falli inn i flugáætlun félagsins og skapi sem mesta nýtingarmöguleika á flugvélar- kostinum. Það er verkfræðideild i Luxem- borg, sem sér um CL-44 flugvélar, sem eru á vegum Cargolux. I þeirri deild starfa nú f jórir menn, en hún sér um allar breytingar, skoðanaáætlanir og allar um og annað slikt. En sem betur fer eru ekki mikil brögð að þessu. Þetta er svona almennt um starfsemi bókhalds- og endur- skoðunardeildar án þess að farið sé itarlega. út I einstaka þætti hennar. Enda þjónar það ef til vill vart tilgangi, þar sem al- menningur er yfirleytt a 11- kunnugur starfsemi sem þessari og hefur einnig að öllum likindum takmarkaðan áhuga á henni. En enginn dregur þó i efa gildi hennar. nýjungar,er upp koma i sambandi við CL-44 vélar okkar. Við höfum einnig verkfræði- deild i Bandarikjunum. Starfar i henni sem stendur einn maður og er aðallega til eftirlits með störfum Seaboard við vélar okkar þar. Hann aðstoðar einnig deildina i Luxemborg eftir þörfum. Varðandi nýjungar i skoðun og viðhaldi flugvéla mætti nefna, að hreyfill flugvélar er aldrei full- komlega tekinn sundur og yfir- farinn, heldur eru ákveðnir hlutar hans teknir sundur með vissu flugtimamillibili og endur- nýjaðir. Það er sem sagt ekkert til, sem kallast „overall-life” i hreyflinum. Er þetta aðferð,sem hefur verið þróuð eftir komu þrýstiloftshreyflanna og hafa framleiðendur þeirra aðstoðað flugfélög um allan heim við þessar breytingar. Einnig mætti minnast á röntgenskoðunina, sem notuð er við skoðun flugvéla, en henni beittu Loftleiðir fyrst árið 1965 og sumir hlutar af flugvélum félagsins hafa aldrei verið skoðaðir á annan hátt. Það er þvi varla hægt að tala um nýjung i þessu sambandi hjá félaginu. Skoðanir og viðhald flugvéla fylgir auðvitað sameiginlegri reynslu margra flugfélaga, sem framleiðandinn hefur nýtt sér og látið þeim i té, er eiga slikar flugvélar og hreyfla. Aöalskoöun Varðandi endingarþol flugvéla okkar má nefna, að DC-8-63 þoturnar voru upphaflega skoðaðar á 9.500 flugtima fresti, þ.e.a.s. þá var aðalskoðun fram- kvæmd. En þetta hefur breytzt með fenginni itarlegri reynslu, þannig að i dag eru sum flugfélög að sækja um helmingi lengri tima milli aðalskoðana, eða 20.000 flugtima. Aðalskoðun á CL-44 flugvélum okkar var upprunalega gerð að 12.500 flugtimum loknum, en þessi skoðun er nú komin upp i 25.000 flugtima. Raunar tel ég, að aðalskoðun sem slik falli úr sögunni og það verði aðeins Viðgerða- og verkfræðideild Deildarstjóri: HALLDÓR GUÐAAUNDSSON Starfsmannaf jöídi: 100-150

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.