Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 64

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 64
64 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 Keflavíkurflugvöllur Framkvæmdastjóri: GRÉTAR KRISTJÁNSSON Starfsmannafjöldi: 150 — 250 — Allt til ársins 1962 haföi is- lenzka rikið séð um alla flugaf- greiðslu á Keflavikurflugvelli, en það má segja, aö umferð hafi alla tið verið nokkuð mikil fram til ársins 1958, en þá hófs ,/þotuöld- in” og þetta gjörbreyttist. Það gerði það að verkum, að rikið missti allan áhuga á rekstri þess- arar starfsemi, enda var hún rek- in með tapi. Árið 1962, 31. mai, var undirritaður samningur milli Loflleiða h.f. og Utanrikisráðu- neytisins islenzka, sem gildir til ársloka 1977, þess efnis^að félagið tæki að sér alla ílugaígrciðslu á Keflavikurflugvelli, þ.e. aí- greiðslu á flugvélum, farþegum, áhöl'num og vörum, viðhaldsþjón- ustu, flugumsjónardeild o.fl. Hins vegar sér rikið enn um l'lug- umferðarstjórn. að segja má i desember, janúar og febrúar. Skandina varnir v ilja UMigja saman sumari'ri og ráðstel'nur — Uað gengur mjög -erfiðlega að fá ráðstefnur hingað að vetri til, en við leggjum mikla áherzlu á að byggja upp slika þjónust-u i fram- tiðinni. Astæðan f'yrir þvi, hve treglega þetta gengur er sú, að flestar ráðstefnur, sem eru hér á landi, eru al' samnorrænum uppruna og Skandinavarnir vilja gjarnan tengja saman sumarfri og ráðsteínur. Þess vegna eru ráðstefnurnar að mestu á tima- bilinu júni-ágúst. og þannig verður það einnig hjá okkur á sumri komanda. Það lekur sinn tima aö byggja svona þjónustu upp, og höfum við þegar gert nokkuö i þeim efnum, m.a. með útgáfu auglýsinga- bæklinga og þess háttar, en raunar má segja, að aðst. hafi ekki verið fyrir hendi til skamms tima, en þó hefur mikið rætzt úr hjá okkur eftir viðbyggingu hótelsins. Ég held þó, að þetta sé að batna og muni aukast i fram- tiðinni. 1 Við höfum einnig verið að at- huga um námskeiðahald hér i byggingunni, hvort hægt væri að fá fyrirtæki til að koma hingað með þau námskeið, sem þau eru með. Hölum viö aðeins fengið tvö enn sem komið er, General Foods og Univac. Ilótelkeðjur stórflug- félaganna — Horfurnar hér heima. — Það er mikið um, að flug- félög reki eigin hótel og er það alltaf aðaukast. Nefna má,að Pan Am eru með Intercontinental hótelkeðjuna, TWA er með Hilton-keðjuna og KLM er með ein 18 hótel á sinum snærum. Lufthansa, India, BOAC og SAS eru öll nýbyrjuð eða eru að byrja með hótelrekstur. Þannig mætti lengi telja. Sem.svar við spurningu þinn um það> hvort ég telji örðugt að reka hólel á Islandi, vil ég að lokum segja það, að eins og aðstæður eru i dag tel ég það afar erfitt. Það leikur sér enginn að þvi að láta hótel bera sig, hvað þá skila hagnaði, þegar treysta verður á aðeins 3-4 mánuði ársins. En ég vona, að þetta oreytist á næstu árum og er raunar viss um, að ferðamanna- straumurinn til landsins eykst að mun i framtiðinni ekki hvað sizt á veturna, en allir verða að standa saman og vinna ötullega, ef af þvi skal verða. — Loftleiðir hafa rekið þessa starfsemi siðan árið 1962. Árið 1964 var gerður annar samningur, þar sem Loftleiðir tóku við rekstri i'lughótelsins, en varnarliöið haföi áður annast hann, og höföu verið ýmsir erfiðleikar svo sem hús- næðisskortur, þar til þessi samn- ingur var gerður. Árið 1967 var hótel þetta lagt niður og húsnæðið nolað lyrir skrifstofur llugfélag- anna og starfsemi almennt i sam- bandi við flugið. Þaðer þvi ekkert hótel þarna lengur. Eins og ég sagði áðan, var um- ferð um llugvöllinn orðin anzi litil 1962, en hún hefur aukizt alltaf ár lrá ári. Frá áramótum 1971/1972 fram til 31. okt. 1972, þ.e. tiu lyrstu mánuði ársins 1972, höföu alls tæp 500.000. farþegar farið um Keflavikurflugvöll, og gerum við ráð fyrir, að við þann fjölda bætisl 20 til 30 þúsund tvo siðustu mánuði ársins 1972. Er þetta nokkuð minni fjöldi en við höfðum búizt við, þar sem við höfðum áætlað hann um 600 þúsund allt árið. Það hefur orðið minnkun á þeim ferðum, sem ekki fylgja i'astri áællun, þ.e.a.s. hinum svo- kölluöu leigufcrðum. Orsök þess ersú.að leiguflugfélög hafa hrun- ið meira og minna að undanförnu. Meðal annars gáfust þrir ágætir viðskiptavinir okkar upp siðast liðið sumar, Universal (bandariskt), Atlantis (þýzkt) og Lloyd (enskt). Það hefur sem sagt dregizt saman umferðin i óreglubundnu l'lugi, áætlunar- flugið hefur hins vegar aukizt mikið. Áætlunarflugíélögin, sem skrif- stofur hafa á Keflavikurflugvelli, eru Pan American, SAS, BEA, Flugfélag lslands og Loftleiðir. Tvö þau siðastnefndu eru með langmestan hluta heildarum- lerðarinnar eða lauslega áætlað um 3/5 hluta hennar. Af milli 3 og 4 þúsund lendingum farþegavéla árlega eru Loftleiðir með um það bil helminginn eða að meðaltali ca. 1800. Þjónusta Loftleiöa er margskonar Samkvæmt samningnum sjá- um við um alla áðurnefnda þjón- ustu á Keflavikurflugvelli. En flugfélögin geta fengið að annast sina afgreiðslu sjálf, ef þau kjósa það, en reyndin hefur ekki orðið sú, enda eru nauðsynleg af- greiðslutæki mjög kostnaðar- söm. Við höfum annazt afgreiðslu Flugfélags lslands allt frá þvi, er það hóf fyrst flug um Keflavikur- flugvöll. Hefur það gengið mjög vel og samvinnan verið með ágætum. Við vorum hálf smeykir i upphafi um, að þetta myndi ekki ganga nógu vel, vegna gamalla og nýrra vandamála, en sú varð alls ekki raunin á. Báðir aðilar hafa stuðlað að góðri samvinnu. Við sjáum um alla farþegamót- löku hér. Yfirleitt starfa hér 240-250 manns, þegar mest er um að vera á sumrin, en fer niður i 140-150 manns á veturna. Það eru þannig miklar sveiflur i þessu. Umferðin getur verið mjög mikil á sumrin, en er litil á veturna. Samt verðum við að hafa opið allan s.ólarhring- inn, allt árið, svo að þetta er kostnaðarsöm starfsemi. Eftir lenginu veröur Kefla- víkurflugvöllur nothæfur i 99.4% tilvika, fræöilega séö — Sem stendur höfum við eina braut, sem er rúm 10.000 fet, og er það lengsta braut vallárins. Vind- átt og bleyta m.m. hafa mikið að segja með tilliti til lendingar. Ef bleyta er, þurfa þotur Loftleiða að nota lengstu brautina, en stund- um getur farið svo, að illlendandi sé vegna vindáttar. En nú á ástandið sem sé að batna verulega næsta haust, i október 1973, en þá verður tekin i notkun önnur rúmlega tiu þúsund feta flugbraut, og hefur einmitt verið unnið að þvi að stækka eina 6.500 feta braut upp i rúm 10.000 fet. Er þetta sannkölluð stór- lramkvæmd. Má þvi búast við mikilli aukn- ingu flugumferðar upp úr næsta hausti, en þá er reiknað meö, að fræðilega sé flugvöllurinn nothæf- ur i 99,4% tilvika. Þetta hefur geysimikið að segja, þvi eins og ástandið er i dag, kemur völlur- inn vart til greina fyrir erlend flugfélög, þegar illa stendur á vindátt, en þá er alveg undir hæl- inn lagt, hvort hægt sé að lenda eða hvort snúa þurfi til annarra flugvalla. Þetta ætti sem sagt að breytast. En verði umverðaraukningin veruleg, kallar það aftur á meiri húsakost. Við verðum samt sem áður að reyna aö notast við það húsnæði, er við höfum nú, næstu ár, vegna þess að langt virðist i land með framkvæmd nýrrar al- mennrar flugstöðvar á vellinum, á vegum rikisins. Hefur stjórn- skipuð nefnd, svokölluð flug- vallarnefnd, fjallað um þetta flugstöðvarmál og haft franskt verktakafyrirtæki sér til ráðu- neytis. Er notkun Keflavíkurflug- vallar til millilendinga vaxandi — Það er dálitið erfitt að svara þéssu, vegna þess hvernig ástandið var sl. sumar. En ég held, að hún sé það og hljóti að verða það, þegar aðstæður eru fyrir hendi, eftir lengingu flug- brautarinnar. Árið 1972 var nokk- uð óvenjulegt, hvað flugumferð snertir, vegna fargjaldastriðsins, er hófst fyrir ári siðan. Varðandi fyrirspurn um aðra millilendingarstaði en Kefla- vikurflugvöll á leiðinni yfir N-At- lantshafiðmáhelzl nefna Shannon á Irlandi, Prestvik á Skotlandi og Gander á Nýfundnalandi. Raunar held ég, að þýðing þess siðast- nefnda fari minnkandi, en þar var þó fyrir nokkrum árum vigð mikil og vegleg flugstöðvarbygging með pompi og pragt. Og almennt séð hefur þýðing millilendingar- staða á þessari leið minnkað eftir tilkomu þotanna, sem flogið geta sumar hverjar i einni lotu yfir hafið. Hver flugvél ásamt farþeg- um og áhöfn skilar að meöaltali hálfri milljón i gjaldeyri — Að sjálfsögðu höfum við hagnað af aðstöðu okkar á vellin- um, en umferðin þarf að vera all- mikil til að greiða upp nauðsyn- legan kostnað, sem er hár. Allar viðkomur eru dýrar, þótt þær séu ódýrari i Keflavik en annars stað- ar. Til gamans höfum við reiknað út, hve mikið hver flugvél ásamt farþegum og áhöfn skilji að meðaltali eftir i gjaldeyri og er það um hálf milljón króna. Er þá reiknað með, hve mikið farþegar kaupa að meðaltali i Frihöfninni og tslenzkum markaði, það sem vélin greiðir i lendingargjöld, af- greiðslugjöld, eldsneyti o.fl. Þetta getur sem sagt náð hálfri milljón fyrir hverja vél að meðal- tali. Loftleiðir fá fremur litið af þessari veltu, og er það misjafnt, eftir þvi hvort er um nætur- eða daglendingu að ræða. Fyrir lendingu að degi til fáum við um 250 dali (um 22.000.00 isl. kr). Hæst gjald fáum við fyrir lend- ingu að næturlagi eða um 445 doll- ara (um 39.000.00 isl. kr.) Þú minntist á Frihöfnina áðan. Um hafa hef ég ekkert aö segja, þar eð hún er Loftleiðum óvið- komandi. tslenzka rikið sér alveg um rekstur hennar. — Að lokum vil ég itreka það, að við bindum miklar vonir við flugbrautarlenginguna, og erum þakklátir öllum þeim, sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Með tveim tiu þúsund feta brautum ætti flugvöllurinn að vera full- nægjandi við flestöll skilyrði og sambærilegur eða betri en þeir flugvellir, sem nú eru i fremstu röð. Eftir næsta haust ætti Kefla- vikurflugvöllur að verða full- nægjandi um ófyrirsjáanlega framtið, hvað lengd snertir, en samfara tækniþróuninni mun að sjálfsögðu verða bætt við nýjum tækjum. Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins tilkynnir kaupum tómar flöskur merktar ÁTVR í glerið, 1/1 flöskur á kr. 10,00 1/2 flöskur á kr. 8,00. Móttaka í Reykjavík í birgðastöðinni, Draghálsi 2 og í öllum útsölustöðum vorum úti á landi. # Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.