Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 74

Tíminn - 21.12.1972, Blaðsíða 74
74 TÍMINN JÓLABLAÐ 1972 „Kertin, sem i sumum hlutum Englands er kveikt á á jólakvöldi og notuð jafn lengi og hátiða- timinn stendur yfir, voru eins notuð af heiðingjum. Þegar hátið babýlónska guðsins gekk i garð, var kveikt á kertum um kvöldið, honum til heiðurs. Eitt af þvi, sem einkenndi tilbeiðslu hans, var að kveikja á vaxkertum á ölturum hans.” (23) Þessi siður, sem er svo m jög al- gengur hér á landi, er þvi einnig af sama heiðna toganum spunninn, þáttur i tilbeiðslu forns guðs Babýlóniumanna. Nú eru jólatré frekar nýr siður hér' á norðurhveli jarðar. Arni Björnsson kveður varla vera meira en rúmlega 100 ár frá þvi, að jólalré uröu algeng i Evrópu. (24) Hins vegar þarf enginn að ganga þess dulinn, að siðurinn er miklu eldri. (25) Um sið þennan segirséra Hislop: „Jólatréð, sem nú er svo algengt meðal okkar, var jafn algengt i hinni heiðnu Róm og hinu heiðna Egyptalandi. 1 Egyptalandi var tréð pálmatré, i Róm var það fura.” (26) Biblian talar um Nimrod, þann, sem grundvallaði Babýlon for- tiðarinnar, sem mikinn andstæð- ing Guðs. (27) Séra Hislop sýnir fram á, að jólatréð er tákn hans og segir: „Jóladrumburinn (algengt var að brenna þennan viðardrumb að kvöldi þess 24.) er lik Nimrods, sem gerður Var að sólguðinum, en drepinn af óvin- um sinum, jólatréð er Nimrod ciidiii-lifgaður— guðinn, sem var drepinn, lifnaður aftur.” (28) Ljóst er þvi, að sá siður að hafa jólatré, felur raunverulega i sér tilbeiðslu ævaforns sólguðs. Jóalgjafir eru, eins og viö er að búast, af sama berginu brotnar. Það var venja að gefa gjafir á Satúrnalia-hátiðinni i Róm, eins og Encyclopædia Britannica segir: „Skipzt var á gjöfum örlát- lega, venjulega voru það vax kerti og litlar leirbrúður (sigillaria).” Kertin minna óþægilega á sambærilega venju hérlenda, sem tiðkast hefur til skamms tima. Kncyclopædia Britannica bendir á I sömu grein að þessi siður hafi verið tengdur fornri hjátrú. Minnir þetta á þá islenzku hjátrú, að loga yrðu ljás á jólanótt og dimm skúmaskot skyldu sem allra fæst. „Ahrif Satúrnalia (hátiðarinnar) á hátiðahöld jólanna og njfjársins hafa verið bein.” (29) Þegar við sjáum, að jólin eru af heiðnum uppruna ásamt öllum siðvenjum sinum, stöndum við andspænis mikilvægri ákvörðun: Eigum við, sem köllum okkur kristna menn, að halda þessa heiðnu hátið, sem felur raunar i sér tilbeiöslu forns sólguðs og á sér jafn viðbjóðslega sögu og raun ber vitni? Er hægt að segja með sanni, að nokkuð sé sameiginlegt með henni og Kristi? Staðreyndirnar tala sinu máli. Við skulum einnig minnast þess, að tilbeiðsla okkar á Guði á að vera grundvölluð á sannleika, eigi hún aö vera honum þóknan- leg. Um þetta atriöi sagoi Jesus Kristur: „Þeir.sem tilbiðja hann, eiga að tilbiöja hann i anda og sannleika.” (30) Er hægt að segja, að trúarhátið sú, sem jólin er, sé grundvölluð á sannleika? Það er alls ekki satt, að Jesú hali fæðst 24. eða 25. desember, eins og yfirleitt er sagt i jólamessum. Það er varla hægt að segja, að verið sé að tilbiðja Guð i sannleika, með þvi að halda upp á slikan helgidag, sem heldur Iram þess konar lygi. Hvað þá um vfirnáttúrulega Kenwood Chef er allt annað og miklu mtira en venjuleg hrœrivél Engin önnur hrærivél býður upp á jafn marga kosti og. jafn mörg hjálpartæki, sem tengd eru beint á vélina með einu handtaki. Kenwood Chef hrærivélinni fylg«r* okál, hrærari, hnoðari, sleikja og myndskreytt Ieifi3-einingabók, Auk þess eru fáanleg m.a.: grænmetis- og ávaxtakvörn, hakkavél, kartöfluhýðari, grænmetis- og ávaxtarifjárn, dósahnífur, baunahnífur og afhýðari, þrýstisigti. safapressa, kaffikvörn og hraðgeng ávaxta- pressa. Kénwood —• gerir allt nema að elda. vwato: 13,426,00 HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. Nýársþankar Komið er seint að kveldi, kyrrlát er þessi stund. Veturinn fannafeldi frostköldum, þekur grund. Tindrandi stjörnur titra tærar um dimmblátt sviðið. Mjallar gimsteinar glitra. Gamla árið er liðið. Kvöddu mig einnig áður ár, sem ég lifað hef. Teygist svo timans þráður, tvinnast svo lifsins stef. Fækkar mér höfuðhárum. Heilsu — fá gamlir — bresti. Fretkarl að fáum árum fer senn að berja i nesti. Hoknir til hinztu ferða hópumst vér seint og dræmt. Narir sú von að verða i verkunum afturkvæmt. Minningaklettar móti móðunni timans standa, flest þó að annað fljóti framhjá til beggja handa. Strengur á stapa bylur, stympast þar ár og sið. Blundar einn botnlaus hylur, bergmála gljúfrin víð. Dag einn með sökkul sorfinn sjálfan til falls hann reiðir. Hallast steinn og er horfinn. — Hvergi á broti freyðir. Þá innst úr þagnar skauti þrumir vor minning hljóð. Fallinn er fagur bauti, fyrnt er vort bezta ljóð. Rústir á rýru koti, raftar i moldarkekki. — Spyr ég, hvort spor min þekki sprunginn leggur i skoti. Var — eða var ég ekki? Liðið er langt á vöku, logn er fjörð og sund. Veita ber viðurtöku viku, degi og stund. Blossa i snjónum bauga — brotin úr skíragulli. Dagstjarna deplar auga, drekk ég áf nýársfulli. Þ.B. gjafabera jólanna, jóla- sveinana? Okkur er fulljóst, að þeir koma ekki raunverulega með gjaíir. Er rélt af okkur að ljúga að börnunum með þvi að segja þeim, að þessir jólasveinar hafi komið með gjafir handa þeim? Er það ekki svo, að þegar börnin stækka og komast að hinu sanna i málinu, missa þau virðingu sina fyrir foreldrunum, sem kenndu þeim slikar lygar? Það er augljóst, af ummælum fólks almennt, að það er i rauninni þvingað til þess að halda jól. Hversu oft höfum við ekki heyrt fólk tala um,að það sé svo dýrt að halda þessi jól, gjafa- farganið sé svo ofboðslegt o.s.frv. Er það ekki miklu eðlilegra að gefa gjafir, þegar þeirra er ekki vænzt, gefa ekki i von um að fá eitthvað I staðinn, gefa án þvingunar? Börnin koma þá ekki til með að halda, að á vissum dögum eigi þau heimtingu á að fá gjafir. Er ekki miklu eðlilegra að sýna örlæti, góðvild og kærleika stöðug- lega, á hverjum degi, heldur en að komast i eitthvert „jólaskap" einu sinni á ári? Hversu hræsnis- fullt er það ekki,þegar striðs- aðilar sem heyja blóðuga styrjöld semja um vopnahlé yfir jólin, safnandi orku til þess að geta haldið áfram að drepa hver annan af enn meiri grimmd, þegar jólin eru liðin. Það er knýjandi ástæða til þess að hugleiðavandlegameð sjálfum okkur, hvort jólin séu þess virði að halda þau, þar :m þau eru vissulega ekki Guðitilheiðurs eða sóma. Tilvitnanir 1. Mannkynssaga eftir Ásgeir Hjartarson, II. bindi, 1948, bls. 322. 2. The Two Babylons eftir séra Alexander Hislop, útg. 1959, bls. 91. 3. sama bls. 91 4. Jól á islandi eftir Árna Björnsson, útg. 1963, bls. 17 5. sama bls. 18 6. sama bls. 17 7. sama bls. 18 8. sama bls. 19. 9. The American Peoples Kncyclopcdia. útg. 1966, 16. bindi bls. 347. 10. Jól á islandi, bls. 19. 11. sama bls. 21 12 The Two Babylons, bls. 96, 97. 13. Jól á islandi. bls. 12, 13. 14. t'uriosities of Popular t'ustoms. eftir W.C. Walsh, bls. 228. 229 15. Jól á islandi, bls. 22 16. sama bls. 55, 56 17. sama bls. 55 18 sama bls. 48 19 sama bls. 50 20. sama bls. 60 21. sama bls. 60 22. sama bls. 113, neðanmáls. 23. The Two Babylons, bls. 97 24. Jól á islandi bls. 85 25. sama bls. 86. 26. The Two Babylons, bls. 97. 27. Biblian, útg. 1968, 1 Mósebók 10:9, bls. 8. 28. The Two Babylons, bls. 98. 29. Kncyclopædia Britannica.útg. 1964, 20. bindi, bls. 8. 30. Biblian, Jóhannesar guðspjall 4:24, bls. 955. Úr pósthúsinu i Reykjavik streyma jólakortin i allar áttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.