Tíminn - 18.03.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 18.03.1973, Qupperneq 13
Sunnudagur 18. marz 1973. TÍMINN T3 Enn þann dag i dag verður svartadauða vart, einkum i Asiu- löndum, en þeim fækkar stöðugt, er verða honum að bráð. Á árun- um 1919-1928 er talið, að um 170 þúsund hafi látizt af völdum hans, en nú er talan kominniður i um tvö hundruð menn á ári. Það á þó langt i land, að svarta- dauða verði útrýmt með öllu. Visindamenn hjá Sameinuðu þjóðunum telja, að ekki séu nema fá ár siðan, að með herkjum tókst að koma i veg fyrir, aðSvartidauði yrði að skelfilegri farsótt i Austur-Pakistan, og margir heilsufræðingar voru lika á nál- um, er jarðskjálftarnir miklu urðu i Perú 1970. Sérfræðingar segja, að svartidauði geti gosið upp hvenær sem er eftir stórfelld- ar náttúruhamfarir i þeim lönd- um, þar sem tiann er landlægur. A fjórtándi öld barst svarti- dauði til Norðurálfu frá Austur- löndum. Menn ætla, að þessi skelfingarsótt hafi átt upptök sin i Mið-Asiu, ef til vill i Mongólia. Þaðan barst veikin til Kina, Ind- lands og siðan vestur um lönd til Evrópu. Á þessum sömu slóðum hefursvartidauði komið upp hvað eftir annað á seinni timum. Arið 1910-1911 dó um sextiu þúsund manns I Mansjúriu, og það er sannað, að sóttin kom þá frá Mongóliu. Arið 1923 varð svarti- dauði farsótt i Hong Kong, og eftir það hefur hún iðulega gert usla i Indónesiu, Burma, Indó-Kina og Tælandi. Miklu minna hefur kveðið að svartadauða i Afriku, Suður-Ameriku og Suður-Evrópu á tuttugustu öld, þótt hans hafi orðið þar talsvert vart, og jafnvel i Bandarikjunum hefur á annað hundrað dáið út svartadauða á þessari öld. Þegar svartidauði berst til landa, þar sem menn eiga þess ekki von, að honum skjóti upp, er segin saga, að hans verður fyrst vart i hafnarbæjum. Og það á sér mjög eðlilegar orsakir. Svartidau- er afarsóttnæmur og breiðist ört út, ef ekki er að gert. Sóttkveikj- una uppgötvuðu tveir menn, Sjibasabúró Kitasató og Alexandra Jersin árið 1894. Sjúk- dómsvaldurinn er veira og hafi hún sýkt mann, berst hún mjög hratt um líkamann, án þess við verði ráðið. En visindamenn upp- götvuðu, að unnt var að búa til bóluefni fólki til varnar. Hitt skipti ef til vill ekki minna máli, að nú uppgötvaðist einnig, að sóttkveikjan barst með rottum og lús. Það voru fyrst og fremst rotturnar, sem ætið hafa hafzt við i skipum á siglingum manna um heimshöfin, og lúsin á þeim, sem dreifðu pestinni á geigvænlegast- an hátt. Rotturnar þrifast bezt, þar sem sorp er mest og nægð rotnandi likama, svo sem oft er eftir jarð- skjálfta, stórflóð og þess konar atburði. Þeim mun sóðalegra sem er i umhverfi raanna, þvi betur vegnarrottum og lús. Það var að sjálfsögðu ekki sem þrifalegast i borgum og bæjum á miðöldum, og þá verður lika skiljanlegt, hvernig svartidauðinn gat orðið svo hræðilegur faraldur.sem raun bar vitni. Jafnframt er augljóst, hvers vegna mest hætta er á, að óvænt bryddi á svartadauða i hafnarbæjum. Þar koma rotturn- ar enn til sögunnar. Það er alkunna, að i flestum löndum er mikil mergð af rottum, og sums staðar hefur tilraun ver- ið gerð til þess að áætla, hversu margir milljónatugir af þeim séu i þvi og þvi landinu. Þær hafast við i skólpræsum borga, og auk þess viða ofan jarðar, og þá sér i lagi þar, sem sorphreinsun og öðru þess háttar er mest áfátt. Um öll lönd er óhemjulega miklu fé varið til þess að halda rottun- um i skefjum, en þrátt fyrir bæði fyrirhöfn og tilkostnað, hefur Skurðgröfumenn Viljum ráða menn á skurðgröfu. Upplýsingar gefur Gestur Kristjánsson, simi 7245, Borgarnesi. Snj hjólbaro með djúpum slitmiklum munstrum Seljum sólaða hjólbarða með ýmsum slitflatar munstrum á fólksbíla jeppa og vörubíla BARÐINN Ármúla 7 • Reykjavík • Sími 30£“ Dr. Stanley með rottur sinar. rottan haldið velli fram á þennan dag, svo að segja hvarvetna þar, sem hún hefur einu sinni náð fót- festu. Hún er sem sé ein sú dýra- tegund,sem hvað færust er að sjá sér farborða, hvar sem nokkurt æti er að hafa, og hefur fullkomn- asta hæfileika til þess að laga sig að aðstæðum. Styrjöldin gegn rottunum hefur lengi verið háð með eitur að aðal- vopni. En nú er visindamenn að komast á þá skoðun, að maðurinn geti ekki unnið umtalsverðan sig- ur I þessu striði með öðru en erfðafræðilegum aðferðum. Dr. Allen J. Stanley hefur getið sér heimsfrægð fyrir rannsóknir sin- ar og tilraunir á þessu sviði, og hugmynd hans er sú,aðkoma upp rottustofni, sem er með þeim erfðafræðilega ágalla, að niðjarn- ir verði ófrjóir. Sé slikum rottu- stofni fjölgað og slikum rottum sleppt lausum hópum saman, mun það sjálfkrafa leið til aftur- kipps. — Þessi erfðafræöilega gallaði rottustofn, sem viðhöfum ræktað, segir dr. Stanley, er hraustur og þróttmikill og kynmikill. En i honum ererfðavisir, sem leiðir til ófrjósemi meðal niðjanna. Þessar rottur eru auk þess með litinn, hvitan blett á enni, svo að þær eru auðþekktar, þó aö þær likist venjulegum rottum að öllu öðru leyti. Reynslan hefur sýnt, að erfða- gallinn er fastur i kyni þessa rottustofns, og berst frá kynslóð til kynslóðar og dregur stórl. úr frjóseminni, þó aö sjálfsögðu fæð- ist innan um og saman við frjó dýr, þvi að ella dæju þau lika út. Er talið, að i Bandarikjunum til dæmis myndi það taka átta ár að dreifa þessu rottukyni um landið i þeim mæli, að það hefði sýnileg áhrif á frjósemi heildarstofnsins. — Það er markmið okkar, sagði dr. Stanley, að búa til rottu- stofn, þar sem karldýrin fæðast ófrjó, en kvendýrin frjó. Aftur á móti er erfðavfsirinn einnig i kvendýrunum, og helmingur karldýra, sem af þeim fæðist, verður ófrjór. Þessi erfðavisir hefur leynzt með rottustofninum, en hann er afarsjaldgæfur, en slikum dýrum má aftur á móti fjölga i uppeldisstöðvum, þegar þau hafa einu sinni fundizt. En auk þessa hefur dr. Stanley auga á tveim öðrum erfðavisum, er hann hefur fundið hjá rottum, og talist honum að tengja annan þeirra við þann, er þegar hefur verið rætt um, myndu þrir fjórðu hlutar unga hverrar rottu verða ófrjóir, en 87,5%, ef heppnast má að tengja honum báða hina siðar- nefndu erfðavisa. Nú er það svo, að menn efast ekki um, að rottur hafi hlutverki að gegna i lifkerfinu — og mestu þar, sem sóðalegast er. En milljörðum saman eru þær til óþurftar, og þess vegna hefur enginn áhyggjur af þvi, savi óþurftar, og þess vegna hefur enginn áhyggjur af þvi enn sem komið er, nema siður sé, þó ráð verði fundin til þess að hefta við- komuna mjög verulega. Meðal annars myndi það sporna gegn þvi, að svartidauði breiðist úr i löndum, þar sem hann er enn til, eða berist frá þeim á aðra staði. Húsbyggjendur Upphitun með RHHX rafmagnsþilofnunum er ódýr og þægileg ADAX rafmagnsþllofnarnir hafa fanglS æSstu verSlaun, sem veitt eru innan norsks ISnaSar Stórlækkaður stofnkostnaður. — Hverfandi viðhald. ADAX rafmagnsþilofnarnir eru norskir og marg- verðlaunaðir fyrir fallega og vandaða hönnun. Þriggja ára ábyrgð er á öllum ADAX rafmagnsþilofnunum 3 gerðir. — Yfir 30 mismunandi stærðir. Gegnumstraumsofnar: 15 og 30 sm háir. Panilofnar: 28, 38 og 48 sm háir. Geislaofnar í baðherbergi. Fullkomið termostat er á öllum ADAX ofnunum. Sendið okkur úrklippuna hér að neðan — og við sendum yður um hæl nákvæmar upplýsingar um ADAX rafhitun. Þér getið einnig sent okkur teikningu af húsinu og við getum aðstoðað yður um val á staðsetningu ofnanna. Einnig getum við séð um útreikninga á hitaþörfinni. ------------------------------------------------- Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Nafn________ Heimilisfang

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.