Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.11.2004, Qupperneq 38
Snjórinn setur jólalegan blæ á miðbæinn. SJÓNARHORN Ákveður að hafa allt skemmtilegt Jón Sigurðsson er tónlistarmaður og starfsmaður í viðskiptastýringu hjá Símanum. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég er morgunhani og vakna yfirleitt um sjöleytið. Ég tek daginn snemma nema eitthvað sérstakt komi upp á, eins og ef ég er að skemmta fram á nótt. Í hverju felst starfið? Í grófum dráttum að mynda tengsl á milli Símans og fyrirtækja á markaðinum. Í tónlistinni er ég síðan að skemmta og er nýbúinn að gefa út plötu. Hversu lengi vinnur þú? Það má segja að ég vinni mestallan daginn. Þegar ég er búinn hjá Símanum fer ég annað hvort að æfa mig fyrir gigg eða að spila á einhverju giggi. Ef ég geri það ekki sinni ég barni og buru. Hvað er skemmtilegast við starfið? Hjá Símanum eru það mannlegu samskiptin. Mér finnst gaman að hafa samskipti við fólk og kynnast nýju fólki á hverjum degi. Það er eiginlega það sama uppi á teningnum í tónlistinni. Mér finnst gaman að skemmta fólki og mynda tengsl við það. Þess vegna rýk ég ekki upp á svið og rýk beint af því þegar ég er búinn. Ég reyni að spjalla við fólkið því það gefur mér mjög mikið og ég vona að það gefi því mikið líka. En leiðinlegast? Það er ekkert leiðinlegt nema maður ákveði það sjálfur. Ég hef ákveðið að hafa allt skemmtilegt og því verður allt skemmtilegt. Hvað gerir þú eftir vinnu eða þegar þú átt frí? Ég reyni að fara í ræktina þegar ég get því samviskan nagar mig alltaf hægri vinstri. Síðan slaka ég mest á með því að skella mér upp í rúm og horfa á góða vídeóspólu eða spila fótboltaleiki í tölvunni. Ég reyni þar af leiðandi að slaka mest á þegar ég á frí. „Ég reyni að spjalla við fólkið því það gefur mér mjög mikið og ég vona að það gefi því mikið líka,“ segir Jón. HVUNNDAGURINN FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004 12 FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI 38 bak Allt (12) 18.11.2004 16:08 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.