Fréttablaðið

Date
  • previous monthNovember 2004next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Fréttablaðið - 19.11.2004, Page 54

Fréttablaðið - 19.11.2004, Page 54
42 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Textílsýningu Heidi Strand í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Sýningunni lýkur um helgina... Disneymyndinni Oliver Twist í Sjónvarpinu klukkan 20.10, en leikritið um þennan munaðar- lausa dreng verður jólasýning Leikfélags Akureyrar... Syngjandi fréttamanni tilfinn- ingalífsins, Herði Torfasyni á tónleikum í Salnum í Kópavogi, klukkan 20.00. JPV útgáfa býður til samkomu í Salnum í Kópavogi á morgun, laugardaginn 20. nóvem- ber, milli kl. 15 og 16 í tilefni af sögu Jónasar Ingimundarsonar, Á vængjum söngsins. Jónas mun flytja nokkur lög og kynna bókina. Tveir geisladiskar fylgja bókinni þar sem Jónas leikur meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands og verða þeir einnig kynntir. Höfundur bókarinnar, Gylfi Gröndal, segir að þó að bók- in sé fyrst og fremst ævisaga fjalli hún jafn- framt um sögu tónlistar. Jónas hefur komið fram við ótal mörg tækifæri, er mikill húmoristi og hefur frá ákaflega mörgu skemmtilegu að segja. Auk píanóleiksins hefur hann starfað sem kórstjórnandi og hann stýrði meðal annars Fóstbræðrum um tíma. Það er Jónasi að þakka að fyrsta tónlistarhúsið reis á Íslandi en Salurinn, sem var byggður í heima- bæ hans Kópavogi, er eina húsnæðið á Ís- landi sem er hannað eingöngu með tónlistar- flutning í huga. Á vængjum söngsins verður til sölu á staðn- um og mun Jónas árita hana fyrir þá sem vilja. Kaffiveitingar verða á staðnum í boði JPV og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kl. 16.00 á morgun: Laugardagur í Listagili, tón- leikar í Deiglunni á Akureyri. Á tónleik- unum koma fram þau Hallveig Rúnars- dóttir sópran og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari. menning@frettabladid.is Útgáfuhátíð Jónasar Þegar Jökull Valsson gekk inn á for- lagsskrifstofuna með handritið að þessari fyrstu bók sinni undir hend- inni ku hann hafa lýst henni þannig: Einar Áskell hittir Alien. Hér er sem sagt um að ræða hrollvekju sem lýst er frá sjónarhorni barna. Þetta mun vera fyrsta bók sinnar tegundar sem skrifuð er hér á landi, þar sem þó er hefð fyrir hryllingi í þjóðsögum. Jökull skrifar undir áhrifum frá Stephen King og ætlar reyndar bókina yngri lesend- um, eða frá 15-30 ára. Hún á þó er- indi til allra þeirra sem hafa áhuga á hrollvekjum og samfélagsrýninni sem oft felst í þeirri bókmenntagrein. Þessi fyrsta bók rúmlega tvítugs höfundar er enginn eftirbátur ættingja sinna utan eyjunnar. Sagan gerist öll í blokkinni Húmdölum, sem vel mætti ímynda sér sem einhverskonar félagslega vandamálablokk, miðað við bágborn- ar aðstæður margra íbúanna. Börnin í blokkinni eru aðal söguhetjurnar og fáum við að fylgjast með mörgum þeirra. Eitthvað skuggalegt er á seyði í Húmdölum, sem ungviðið verður fyrst vart við. Að sjálfsögðu tekur enginn mark á krökkunum – þau þurfa sjálf að rannsaka málið og verja sig. Und- arlegheitin rekja þau til skuggalegs pars á 11. hæð; gamallar blindrar konu og græneygðs sonarsonar hennar. Upphefst mikil barátta milli barnanna og óhugnaðarins meðan gjörningaveður umlykur Húmdali alla. Einn af kostum bókarinnar er jafnt og stöðugt spennuris sem byrjar strax í fyrsta kafla og nær glæsilegu hám- arki í þeim næst síðasta. Maður er á sætisbrúninni nær allan tímann. Þótt sagan sé síður en svo ætluð börnum einfaldar frásagnarmiðjan, krakkarnir, stílinn, því veruleikinn er skoðaður með þeirra augum. Bæði yfirnáttúru- legur og veraldlegur hryllingur verður enn meiri vegna þess að sjónarhornið er ungt. Börn eiga ekki að þurfa að kljást við slíkan viðbjóð. Í stílnum felst styrkur og veikleiki bókarinnar. Hið bernska sjónarhorn og stíll sneiðir frá- sögnina ljóðrænu sem gæti dýpkað ánægju lesenda, en á hinn bóginn á einmitt þessi stíll þátt í að gera sög- una jafn áhrifaríka og raun ber vitni. Uppbygging sögunnar og persónu- gerð er í sjálfu sér ekki nýstárleg. Jök- ull er að vinna úr staðlaðri bók- menntagrein, en hann gerir það bara svo vel. Hann nær að flétta inn í grein- ina íslenskan veruleika og koma á framfæri gagnrýni á eitt okkar versta samfélagsmein – ofbeldi gagnvart börnum. Söguheimur hrollvekjunnar er smækkuð mynd samfélagsins og skrímslið er myndhverfing hinnar raunverulegu samfélagslegu ógnar. Hvort sem það kann að vera kjarn- orka, lauslæti eða vanræksla gagnvart börnum, hrollvekjan sker á kýlið. Jök- ull hefur nýtt sér þetta form listavel og færir lesandanum á fati öll þau elem- ent sem góð hryllingssaga þarf að hafa til að bera; ógeðið, spennuna og meininguna. Þetta er allt þarna og hann á sjálfsagt eftir að þróa áfram stíl og fínpússa í næstu bókum. ■ Það besta og versta í elskuðum bókum BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Börnin í Húmdölum Höfundur: Jökull Valsson Útgefandi: Bjartur ! JPV útgáfa hefur sent frá sér nýjaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson sem ber heitið Löm- uðu kennslukon- urnar. Þetta er fyrsta skáldsaga Guðbergs í 10 ár. Heim kominn frá námi í útlöndum uppgötvar sjálfur vonarneisti og stolt móður sinnar að hans bíður ekkert við sitt hæfi á Ís- landi, heldur situr hann fastur í teppalyktinni í samliggjandi stofum þeirra mömmu og pabba eftir að hafa baðað sig frjáls í sólinni hjá stærri og meiri þjóðum. Uns hann verður fastur starfskraftur í heimilis- þjónustunni, þar sem hann endar við rúmstokkinn hjá systrunum lömuðu, Lóu og Jónu, og tekur að segja þeim sögur. Áður en hann veit af hafa löm- uðu kennslukonurnar neytt hann út á braut þaðan sem ekki er aftur snú- ið. Hjá Sölku er komin út skáldsaganRigning í nóvember eftir Auði Ólafsdóttur. Ung kona stendur á tímamótum. Hún stígur upp úr volgri hjónasæng og held- ur í ævintýralegt ferðalag um myrkt og blautt landið. Með í för er heyrnar- laust barn sem henni hefur verið falið að gæta. Þar með hefst leit að týndum þræði og stefnumót við heim handan orða. Heitir líkamar, matur, nærgöngul samskipti og leyndarmál úr fortíðinni mæta sögu- hetjunni í kaldri nóvemberrigning- unni. Hjá Almenna bókafélaginu erkomin út Eyjólfur sundkappi. Ævintýraleg saga drengs af Gríms- staðaholtinu eftir Jón Birgi Péturs- son. Eyjólfur Jónsson vakti gríðarlega athygli og aðdáun á sínum tíma fyrir sjósund sín en hann synti meðal annars frá Reykjavík til Akraness. Líf- ið hafði þó ekki brosað við Eyjólfi á æskuárum hans á Grímsstaðaholt- inu því erfið veikindi vörpuðu myrk- um skugga á tilveruna. Í starfi sínu sem lögreglumaður var Eyjólfur síðar með fingurinn á púlsi bæjarlífsins og hafði afskipti af ótrúlegustu málum. Eftir að hafa misst eiginkonu sína fann Eyjólfur aftur ást og hamingju í Ástralíu þar sem hann býr nú. Hjá Sölku er komin út bókin Lauf-skálafuglinn eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Ína Karen stendur á krossgötum og kannar nýja stigu í fleiri en einum skiln- ingi. Hún yfirgefur mann sinn og barn og á ferðalagi um Spán kynnist hún ástinni með óvæntum hætti. Í brenn- andi sólinni skrásetur hún ýmislegt sem leitar á hugann og reynir þannig að átta sig á tilfinningum sínum jafnt sem annarra. NÝJAR BÆKUR Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur hefur gert heildarsamantekt á sjálfs- bókmenntum Íslendinga Fortíðardraumar – Sjálfsbók- menntir á Íslandi er bók sem að- standendur Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar hafa sent frá sér og er hún sú níunda í röðinni. Fyrsta bókin var gefin út 1977. Höfundur Fortíðardrauma er Sig- urður Gylfi Magnússon sagnfræð- ingur sem hefur einbeitt sér að einsögurannsóknum á síðari árum. En hvað á hann við með sjálfsbókmenntum? „Ég kalla þetta sjálfsbók- menntir, sem er nýyrði,“ segir Sigurður Gylfi: „og fjallar um sjálfsævisögur, þar sem höfund- urinn er jafnframt aðalpersónan; um endurminningarit, þar sem höfundurinn er annar eða önnur en aðalpersónan; samtalsbækur, sem er yfirleitt bara samvinna tveggja með aðgreindum spurn- ingum; skáldævisögur, þar sem höfundurinn telur sig ekki þurfa að fylgja sannfræði ævi sinnar; og loks eru það ævisögur þar sem aðalpersónan er fallin frá.“ Sigurður Gylfi segir íslenskar sjálfsbókmenntir ekkert öðruvísi en slíkar bókmenntir erlendis. „Þetta fylgir mjög svipuðu formi,“ segir hann, „en það er óhætt að segja að sjálfsævisagan hafi náð miklum þroska hér á landi sem bókaform. Hins vegar hefur ævisögunni ekki verið sinnt fyrr en á allra, allra síðustu árum. Ég skilgreini þessar ólíku birting- armyndir sjálfsins með lýsandi dæmum úr þessum bókmennta- arfi sem Íslendingar elska – og fjalla líka um nýlega samtímaum- ræðu, eina tegund þessara bóka, það er að segja stóra Hannesar- málið, sem tengist verki Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Í bók minni er rúmlega sextíu síðna kafli sem bregður ljósi á menningarlega stöðu þessara bókmennta, það er að segja, áhersluna á mótun ein- staklingsins og hvaða þýðingu slíkt getur haft í pólitísku sam- hengi.“ Sýnisbækur íslenskrar alþýðu- menningar er ritröð sem nokkrir fræðimenn í Reykjavíkurakadem- íunni eru með á sínum snærum og gefin er út af Háskólaútgáfunni. Markmiðið er, í fyrsta lagi, að gefa út sýnishorn úr frumheimild- um frá 18., 19. og 20. öld, eins og dagbókum, bréfum og slíku,“ seg- ir Sigurður Gylfi, „en núna höfum við einnig afráðið að vera með samtímagreiningu á þessum sömu heimildum sem við erum að gefa út. Þessi bók er sú fyrsta í þeim flokki, en um leið sú níunda í rit- röðinni. Bók númer átta er ný- komin út, Jónsbók – Lögbók Ís- lendinga, sem Már Jónsson tók saman og í næstu viku kemur út bók númer sjö sem heitir Lands- ins útvöldu synir. Þar birtum við sýnishorn úr íslenskum stíl Lærða skóla pilta frá 1846 til 1904. Sá sem tók þetta saman er Bragi Þor- grímur Ólafsson. Það er því mikil útgáfa hjá okkur. Þrjár bækur í ár og allar um og yfir fjögur hund- ruð blaðsíður.“ Sigurður Gylfi segir ritröðina eiga mikið erindi við íslenska al- þýðu. „Íslendingar elska þessar bókmenntir,“ segir hann, „og þarna er skýring á því um hvað þær snúast og síðan er þarna rúm- lega þúsund blaðsíðna skrá yfir allar sjálfsævisögur, endurminn- ingarit, samtalsbækur og skál- dævisögur sem hafa komið út á Ís- landi frá upphafi. Þannig að þarna er heildarsamantekt á þeim bók- menntum sem Íslendingar elska - og spennandi umræða um ýmis birtingarform þessara bók- mennta, sem komu á óvart og eru ótrúlega fjölbreytt. Í þessum flokki eru mörg af öndvegisverk- um íslenskra bókmennta og líka ýmislegt af því versta sem skrifað hefur verið, þannig að þetta á tví- mælalaust erindi. sussa@frettabladid.is Íslensk hrollvekja eftir ungan höfund SIGURÐUR GYLFI MAGNÚSSON Ævisögunni hefur ekki verið sinnt hér fyrr en á allra, allra síðustu árum. 54-55 Menning (42-43) 18.11.2004 18.45 Page 2

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 317. tölublað (19.11.2004)
https://timarit.is/issue/265005

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

317. tölublað (19.11.2004)

Actions: