Fréttablaðið - 19.11.2004, Side 62

Fréttablaðið - 19.11.2004, Side 62
50 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Sjónvarpsþættirnir Reykjavíkur- nætur hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun febrúar. Um sex þætti er að ræða sem byggðir eru á leik- ritinu Lykill um hálsinn sem var sýnt í Vesturporti á sínum tíma. Leikstjóri þess var Agnar Jón Egilsson, sem einmitt er leik- stjóri og handritshöfundur sjón- varpsþáttanna nýju. Hann hefur einnig verið annar leikstjóri Rómeó og Júlíu sem var sýnt í Borgarleikhúsinu við góðar undirtektir. Að sögn Baltasars Kormáks, framleiðanda Reykjavíkurnótta, hafa þættirnir verið í tvö ár í undirbúningi. „Það voru sex þætt- ir framleiddir í fyrstu atrennu. Síðan kemur í ljós hvort ástæða verður til að halda áfram með þættina, sem ég tel nú vera,“ seg- ir Baltasar. Bætir hann því að það hafi verið hálfspaugilegt hvernig þættirnir urðu til. „Það var eigin- lega tilviljun. Þórunn Clausen fékk mig til að koma á síðustu sýninguna á leikritinu og upp úr því spratt heil sjónvarpssería. Síðan fékk hún hlutverkið í Þetta er allt að koma og í Dís,“ segir hann og hlær. Baltasar segir að andrúmsloft þáttanna sé ekki ósvipað því sem er í mynd sinni 101 Reykjavík. „Þeir fjalla um það að búa á Laugaveginum í Reykjavík eigin- lega,“ segir hann. „Þetta er um krakka á milli tvítugs og þrítugs sem eru að skemmta sér og lifa af. Það er svolítill „borderline“- húmor í þessu.“ 101 Reykjavík var bönnuð börnum en þessir þættir hafa ekki fengið rauðan stimpil enn sem komið er. „Við reynum nú að halda þessu innan einhverra marka. En við verðum náttúrlega að hafa þetta svolítið kryddað,“ segir Baltasar að lokum. Með helstu hlutverk í þáttun- um fara auk Þórunnar Clausen þau Björn Hlynur Haraldsson, Víkingur Kristjánsson og Inga María Valdimarsdóttir. freyr@frettabladid.is Fókus fylgir DV í dag Nr. 262 9 óvember 2 004 01 18.11.2004 17:04 Page 3 Kristján fer fyrir vinsælustu hljómsveit Danmerkur Heimildarmyndin Blindsker sem þræðir ár og ævi Bubba Morthens hefur nú slegið öll fyrri aðsóknar- met heimildarmynda hérlendis. Kvikmyndafélagið Poppoli Pictur- es framleiðir myndina og leik- stjóri er Ólafur Jóhannesson. Fyrra metið átti heimildarmyndin um Lalla Johns og þótti hún hljóta ótrúlegar vinsældir. Þetta er því ansi gott hjá Ragnari Santos og fé- lögum í Poppoli Pictures en mynd- in er stærsta verkefni þeirra til þessa. „Við erum alveg himinlif- andi með þennan frábæra árang- ur og þetta er mikill heiður fyrir okkur. Samkvæmt opinberum töl- um frá Skífunni erum við bæði búnir að slá metið í hausatölu og innkomu fyrir heimildarmyndir. Við höfum áður unnið eitthvað við heimildarmyndagerð en þetta er stærsta verkefnið okkar og við megum vera ansi ánægðir með að myndin fái svona góðar viðtökur,“ segir Ragnar Santos sem sá um kvikmyndatöku myndarinnar. ■ Blindsker slær aðsóknarmet REYKJAVÍKURNÆTUR Þættirnir Reykjavíkurnætur verða sex talsins til að byrja með. Baltasar Kormákur: Framleiðir nýjan sjónvarpsþátt fyrir Stöð 2. Byggðir á handriti Agnars Jóns Egilssonar. Kryddaðar Reykjavíkurnætur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 ...fá kennarar og launanefnd sveitarfélaganna sem náðu loks saman eftir langar og strangar samningaviðræður. HRÓSIÐ Lárétt: 2 rúst, 6 hest, 8 haf, 9 trjátegund, 11 ensk skammstöfun, 12 ræðir, 14 sverð, 16 utan, 17 lofttegund, 18 hrein, 2o í röð, 21 ástarguð. Lóðrétt: 1 hold, 3 ármynni, 4 vogs, 5 auð, 7 ekki sek, 10 arabasamtök, 13 ónæði, 15 kven- fugl, 16 sjávardýr, 19 dá ñ t. Lausn Lárétt: 2 tóft, 6jó, 8sjó, 9ösp, 11am, 12talar, 14korða, 16án, 17gas, 18tær, 20rs, 21amor. Lóðrétt: 1kjöt, 3ós, 4fjarðar, 5tóm, 7ósak- næm, 10plo, 13arg, 15assa, 16áta, 19ro. BUBBI MORTHENS á greinilega stað í hjarta landsmanna sem hafa flykkst á heimildar- myndina um hann. - Gammosíur eru ekki bara fyrir lúðana. Ó nei. Það er mjögkúl að taka áhættuna á að fá lúðastimpilinn með því að klæðast gammosíum í kuldanum sem nú herjar á land- ann. Það er ekki lúðalegt að vera hlýtt. Frekar er hallæris- legt að vera kalt bara af hræðslu við að vera talinn hall- ærislegur vegna þessarar fallegu flíkur. Klæðist gammos- íum og verið stolt af því! Kuldaskór eru alger nauðsyn á tímumkulda og snjós. Nú er tími til að splæsa í massa kuldaskó, helst fóðraða og ösla í gegnum skaflana og slabbið. Nú eða grafa þá gömlu upp úr geymslunni og spreyja þá með sílikoni. Stórir vettlingar, góðar skíðalúffur sem láta þig líta útfyrir að vera að búa þig undir að kýla næsta mann kald- an eru einnig afar móðins í kuldanum, því verður ekki neit- að. Bláir puttar eru ekki fallegir. Hver veit hvaðan þessir furðulegubaunapokar komu?Þeir slógu í gegn á níunda áratugnum og flestir sem festu kaup á þeim þá áttuðu sig fljótt á því að þetta var algert rugl. Miklu betra að kúra sig niður í sófanum held- ur en að sitja í einhverri aflagaðri baunahrúgu. Svo er þetta auðvitað með verri sjónmengun sem til er. Strákar í of þröngum bolum eru ekki kyn-þokkafullir. Þetta er ekkert nema hrylling- ur sem verður ekki liðinn. Henda þessum bolum núna. Þetta lítur líka út eins og mann- eskjan hafi allt í einu blásið út í bolinn sem var alveg passlegur þegar hún fór í hann. Hræðilegt. Galakjólar sem ná niður á hæla, alsettir semelíusteinum ogúr hrikalegu flauelsefni eru ekki flottir. Ekki einu sinni þó maður sé ljóshærður keppandi í Ungfrú Ísland. Þetta er ein af þeim flíkum sem konur virðast aldrei ætla að hætta að klæð- ast því hún er svo „klassísk“, þó svo að hún hafi í rauninni aldrei verið í tísku. Litlar kórónur við galakjóla á árshátíðum eru heldur ekki góðar. INNI ÚTI ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Um einum milljarði króna. 25 prósent hækkun. Amazing Race. 62-63 aftasta (50-51) 18.11.2004 20.38 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.