Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR BÓKAVEISLA Í FISCHERSUNDI Bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags hefst stundvíslega klukkan átta í kvöld í húsi Sögufélags í Fischer- sundi. Þar gefst gott tækifæri til að fræð- ast um ýmis ný rit um sögu landsins. Að- gangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 16. desember 2004 – 344. tölublað – 4. árgangur JÚLÍUS HAFSTEIN SENDIHERRA Fimm nýir sendiherrar hafa verið skipaðir á þessu ári. Sendiherrum fjölgaði um 66% í ráðherratíð Halldórs Ásgrímssonar, samkvæmt svari við fyrirspurn á Alþingi. Sjá síðu 6 HÓTUÐU AÐ SPRENGJA Tveir glæpa- menn tóku 23 farþega grískrar rútu í gísl- ingu. Flestum gíslanna slepptu þeir í gær en hótuðu að sprengja sig og gíslana í loft upp ef þeir fengju ekki greitt lausnargjald og öruggt far til Rússlands. Sjá síðu 2 REYKBÚR SJÚKLINGA FLUTT Reykaðstaða sjúklinga á geðsviði Landspít- ala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut verður flutt á næstunni. Ástæðan er meðal annars sú að dópsalar hafa boðið þar fíkni- efni til sölu. Sjá síðu 4 Kvikmyndir 46 Tónlist 38 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 34 Sjónvarp 48 ● jólin koma ● heimili ● tíska Fá sér silfurte á kvöldin Auður og Arndís Lóa: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ● táningsmæður ● bókmenntaklíkur Listin að lifa Helena og Þorvaldur: ▲ INNI Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÆGIR Í KVÖLD Norðanátt með éljum norðan og austan til. Stöku él annars staðar. Frost um allt land. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 8 Opið í dag 10-22 dagar til jóla Jólagjafahandbókin - vinningsnúmer dagsins: 32018 Fimmtudagar Me›allestur dagblaða Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 68% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið VIÐSKIPTI KB banki fjármagnar ásamt Bank of Scotland kaup bresk-íranska milljarðamærings- ins Robert Tchenguiz á 160 krám í verslunarhverfum í Bretlandi. Auk þess að vera einn höfuðlánar- drottinn viðskiptanna eignast bankinn hlut í fyrirtæki. KB banki hefur haft umsjón með nokkrum fyrirtækjakaupum í London á undanförnum misserum. Kaup Tchenguiz á kráakeðjunni eru fyrstu fyrirtækjakaup með aðild KB banka þar sem breskir kaup- sýslumenn sitja beggja vegna borðsins. Heildarumfang við- skiptanna er 150 milljón pund, um átján milljarðar króna. Robert Tchenguiz var í 101. sæti yfir ríkasta fólk Bretlands á lista sem Sunday Times birti á þessu ári. Hrein eign hans er met- in á 50 milljarða króna og heildar- eignir á um 500 milljarða króna. KB banki hefur áður unnið að verkefnum með Tchenguiz, en í þeim hefur ekki orðið af viðskipt- um. Bankinn vann með honum að kaupum á Odeon-kvikmyndahúsa- keðjunni, auk tilraunar til kaupa á verslunarkeðjunni Selfridges. Tchenguiz keypti í síðustu viku 364 krár og nú hafa 160 bæst við. Hann hefur lýst miklum áhuga á að byggja upp veldi í kráargeiran- um og er orðaður við yfirtöku á Regent Inns-keðjunni, sem hann á fimmtán prósenta hlut í. - hh KB banki fjármagnar kráakaup: Kaupir 160 krár í London Jólagjafahandbók BT fylgir blaðinu í dag F2 VEITINGU DVALARLEYFIS FAGNAÐ Skákforkólfar sem barist hafa fyrir því að Íslendingar komi Bobby Fischer til aðstoðar komu saman í húsnæði Hróksins og fögnuðu því að honum skuli veitt dvalarleyfi. Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi Fischers og Boris Spasskí fór fram hér á landi 1972, Helgi Ólafsson, stórmeistari og meðstjórnandi í Skáksambandinu, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambandsins, Sæmundur Pálsson, trúnaðarvinur Fischers, og Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambandsins, fögnuðu innilega. DVALARLEYFI Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, dvalarleyfi og hafa fyrir- skipað sendiráði Íslands í Japan að hjálpa honum við að komast hingað ef hann þekkist boðið. Fischer er nú haldið í innflytj- endabúðum í Japan meðan skorið er úr um stöðu hans þar og Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að hann verði handtekinn vegna brota á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Júgóslavíu fyrir að tefla þar einvígi við Boris Spasskí árið 1992. Ákvörðunin um dvalarleyfi Fischers var tilkynnt í gær, sama dag og James Irvin Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, var kallaður á fund í utanríkisráðu- neytinu. Þar mun hann hafa sagt að málið væri á forræði banda- ríska dómsmálaráðuneytisins en að utanríkisráðuneytið skipti sér ekki af því. Hvorki Gadsden né Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildu tjá sig um málið í gær. Gadsden vildi eftirláta íslenskum stjórn- völdum að fjalla um málið og Davíð vildi ekki tjá sig um ákvörðunina. „Ég er náttúrlega stórkostlega ánægður yfir þessu þori og dug ríkisstjórnarinnar,“ segir Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer og fyrrum lögreglumað- ur. „Þetta var ósk mín og von en það er framar björtustu vonum að það skarið sé tekið af svona fljótt og vel. „Ég hef alltaf verið aðdáandi Davíðs fyrir greind og ákveðni sem stjórnmálamanns. Það minnkar ekki við þetta,“ segir Sæmundur, sem spurði fulltrúa japanskra stjórnvalda í gær hvort Fischer gæti haldið til Íslands strax eða þyrfti að bíða niður- stöðu í máli sínu eftir rúman mánuð. Svör við því ættu að ber- ast öðru hvoru megin helgarinnar. Hrafn Jökulsson, varaformað- ur Skáksambands Íslands, var hæstánægður með tíðindin. „Þetta eru ánægjulegar stórfréttir sem munu vekja mikla athygli um all- an heim, langt út fyrir skákhreyf- inguna. Þetta sýnir líka hið sérstaka samband á milli þessa sérkennilega snillings og íslensku þjóðarinnar. Íslendingar voru kannski eina þjóðin sem gat tekið af skarið með þessum hætti.“ Georg Lárusson, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir að enn hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvers konar dvalarleyfi Fischer fái, almennt eða á grund- velli mannúðarástæðna. Georg sagði að það yrði ákveðið þegar Fischer kæmi hingað og áréttaði að ekki væri um pólitískt hæli að ræða. - bþg/óká Fischer fær dvalarleyfi „Stórkostlega ánægður,“ sagði Sæmundur Pálsson, vinur Bobby Fischer. Bandaríski sendiherr- ann ræddi við íslensk stjórnvöld um málefni Fischers í gær. Enn á eftir að ákveða hvort Fischer fær almennt dvalarleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann: Kvikmynduð í Hollywood LISTIR Einn þekktasti kvikmynda- framleiðandinn í Hollywood, Liz Manne, hefur samið við Ólaf Jó- hann Ólafsson rithöfund um kvik- myndaréttinn að skáldsögu hans, Höll minninganna. Liz Manne er þekktur og virtur framleiðandi sem hefur komið að ýmsum verðlaunamyndum á borð við The Shining eftir Stanley Kubrick og The Player og Short Cuts eftir Robert Altman. Ólafur Jóhann segist ánægður með að Liz Manne verði framleið- andinn. Hann segir hins vegar of snemmt að tala um hver leiki aðal- hlutverkin, eða hver muni leik- stýra, enda muni kvikmyndatakan að öllum líkindum ekki hefjast fyrr en 2006. - sda Sjá síðu 6 í F2 í miðju blaðsins. BOBBY FISCHER Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Fischer dvalarleyfi. Ákveðið verður þegar hann kemur á hvaða forsendum leyfið er veitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 01 Forsíða 15.12.2004 21:24 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.