Fréttablaðið - 16.12.2004, Síða 53

Fréttablaðið - 16.12.2004, Síða 53
33FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 TVÖFALDAST Einmenningstölvur verða tvöfalt fleiri eftir sex ár en þær eru nú ef marka má niðurstöðu nýrrar skýrslu. Tölvueign tvöfaldast Tvöfalt fleiri munu eiga ein- menningstölvur árið 2010 en nú. Þetta er niðurstaða skýrslu r a n n s ó k n a r f y r i r t æ k i s i n s Forrester. Vöxturinn mun verða drifinn áfram af vanþróaðri hagkerfum eins og í Kína, Indlandi og Rúss- landi. Þannig er talið að einka- tölvum fjölgi um 178 milljónir í Kína til ársins 2010. Skýrslan kemur út nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um kaup IBM á kínverska tölvu- framleiðandanum Lenovo. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild innlendra tölvuframleiðenda verði veru- leg á þessum ört vaxandi mörk- uðum. Rökin eru þau að heima- fyrirtækin þekki sinn markað og muni fremur hafa á boðstóln- um tölvur í þeim verðflokki sem markaðurinn sækist helst eftir. Nú um stundir munu 575 milljónir einmenningstölva vera í notkun í heiminum. ■ Fjárlög ársins 2005 voru samþykkt frá Alþingi nú í byrjun desember. Að þessu sinni eru óvenjulitlar breyting- ar gerðar á Alþingi frá frumvarpi því sem lagt var fram í byrjun október. Útgjöld ríkissjóðs hækka um 1.795 milljónir króna frá frumvarpi til fjár- laga á meðan tekjur ríkissjóðs hækka um 600 milljónir. Áætlaður afgangur á rekstri ríkissjóðs fyrir árið 2005 lækkaði því úr 11,2 milljörðum króna í 10 milljarða króna í meðförum Alþingis. Af tæplega 2 milljarða króna hækk- un á útgjöldum ríkissjóðs munar mestu um hærri útgjöld fæðingar- orlofssjóðs, en framlög til hans voru aukin um hálfan milljarð króna í 6,5 milljarða. Alls voru útgjöld vegna tilfærslna aukin um 1,4 milljarða frá frumvarpi til fjárlaga. Þá jukust út- gjöld til fjárfestinga um tæplega 300 milljónir króna. Þær breytingar sem gerðar voru á tekjum ríkissjóðs á Alþingi liggja í breytingum sem ekki var gert ráð fyrir í frumvarpinu. Ríflega helming- ur liggur í hækkun á bifreiðagjaldi. Annars ræðst áætlun um tekjur rík- issjóðs að miklu leyti af áætlun um horfur í efnahagsmálum á hverjum tíma. Fram til þessa hafa forsendur þjóðhagsspár og þar með tekju- áætlun verið endurskoðaðar fyrir samþykkt fjárlaga, svo fjárlög tækju tillit til nýjustu upplýsinga við sam- þykkt. Síðustu tvö ár hefur tekju- áætlun hins vegar ekki verið endur- skoðuð eftir að frumvarp er lagt fram. Þetta kemur ekki að sök hafi efna- hagsforsendur lítið breyst frá frum- varpi til fjárlaga, en annað virðist vera upp á teningnum nú. Þannig gerir Seðlabankinn í nýrri spá sinni ráð fyrir 1% meiri hagvexti á næsta ári en fjármálaráðuneytið gerði í haust. Munur á spá um einkaneyslu er enn meiri, þar sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir 9,5% aukningu á næsta ári í samanburði við 5% spá fjármálaráðuneytis. Þessi munur hefur töluverð áhrif á áætlun um tekjur ríkissjóðs og má gera ráð fyr- ir að ef hún hefði verið endurskoð- uð væru tekjurnar töluvert hærri. Samkvæmt fjárlögunum hækka út- gjöld milli áranna 2004 og 2005 um 4,1%. Miðað við að spáð er 3,4% verðbólgu, þá er raunaukning útgjalda innan við 1%, eða 0,7%. Þar sem meðalhækkun útgjalda á árunum 1998-2003 var vel yfir 5% að raungildi verður að telja vafa- samt að þetta markmið náist. Aukn- ing tekna á milli ára er áætluð 5,2% sem samsvarar 1,7% að raungildi. Þar sem gert er ráð fyrir 6% hag- vexti á næsta ári, verður að telja þessa hækkun fremur lága, jafnvel þótt tekið sé tillit til skattalækkana. Við samþykkt fjárlaga virðist því sem hvorki tekjur né gjöld verði í samræmi við lögin, bæði verði hærri á næsta ári en fjárlög gera ráð fyrir. ■ ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Fjárlög 2005 Við samþykkt fjárlaga virðist því sem hvorki tekjur né gjöld verði í samræmi við lögin, bæði verði hærri á næsta ári en fjárlög gera ráð fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA YUKOS GJALDÞROTA Rússneska oliufyrirtækið Yukos hefur ósk- að eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Forráðamenn félagsins freista þess að bandarískir viðskiptavinir þrýsti á rússnesk stjórnvöld áður en eignir fyrirtækisins verða gerðar upptækar. Því er haldið fram að rússnesk yfirvöld muni ekki gæta þess að eignir Yukos verði seldar á hæsta mögulega verði. M YN D A P 52-53 (32-33) Viðskipti 15.12.2004 14.32 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.