Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 68

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 68
48 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… Árlegum kertaljósatónleikum kammerhópsins Camerarctica, sem verða í Hafnarfjarðarkirkju á föstudagskvöld, Kópavogskirkju á mánudagskvöld og Dómkirkjunni í Reykjavík á þriðjudagskvöld... Jólasöngvum Kórs Langholts- kirkju, sem verða haldnir annað kvöld klukkan 23, laugardagskvöld einnig klukkan 23 og sunnudags- kvöld klukkan 20. Einsöngvarar með kórnum verða Ágúst Ólafsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir... Djasstríóinu HOD sem verður í jólastuði á Café Kúltura við Hverfis- götu annað kvöld klukkan 23... Árlegir jólatónleikar Óperukórs- ins í Reykjavík, sem haldnir verða í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti á laugardaginn. Einsöngvarar eru ung- ir óperusöngvarar úr röðum kór- félaga. Blásarakvintett Reykjavíkur hefur haldið jólatónleika á hverju ári í meira en tvo áratugi undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“. Kvöldlokkurnar eru jafnan best sóttu tónleikar Blásarakvintettsins, enda líta margir á þessa tónleika sem fastan lið í undirbúningi jólanna. Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefj- ast þeir í kvöld klukkan átta. Eins og nafnið bendir til eru jafnan fluttar hljómfagrar kvöldlokkur, eða ser- enöður eins og það heitir á útlensk- unni, á jólatónleikum Blásarakvintetts- ins. Í ár eru það kvöldlokkur eftir Goun- od, Mozart og Krommer sem fluttar verða á tónleikunum. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þeir Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeins- son, Einar Jóhannesson, Jósef Ognibene og Haf- steinn Guðmundsson. Með þeim leika í kvöld þeir Peter Tompkins, Sig- urður I. Snorrason, Þorkell Jóelsson, Brjánn Inga- son og Rúnar Vilbergsson. Kl. 20.00 í kvöld verður hefðbundin bókaveisla Sagnfræðingafélags Íslands og Sögufélags haldin í húsi Sögufélags í Fischersundi. Fjölmargir höfundar nýrra rita um sögu landsins kynna verk sín á skemmtilegri og fræðandi kvöldstund. Léttar veitingar verða á boðstólum. menning@frettabladid.is Kvöldlokkur á jólaföstu Frábærlega stíluð samtímasaga Sögumaðurinn er ung kona á kross- götum. Hún er sjálfs síns herra, starfar við þýðingar, en finnst eitt- hvað vanta í lífið. Sagan hefst á framhjáhaldi hennar við fyrrum við- skiptavin. Hún er engan veginn ánægð með sjálfa sig og heitir því að hætta þessu en þegar heim kemur fær hún þær fréttir að eigin- maður hennar til fjögurra ára sé bú- inn að barna viðhald sitt og sam- starfskonu. Hann kennir henni um allt sem miður fór í hjónabandinu og þau slíta samvistum. Uppfrá því hefst nýtt líf hjá henni með óvænt- um uppákomum, uppáferðum og ferðalagi um landið með lítinn og skrýtinn strák. Stíllinn hjá Auði Ólafsdóttur í bókinni Rigning í Nóvember er hreint frábær. Hann er hraður, ögrandi og beinskeyttur. Setninga- skipanin er óvenjuleg, einkennist af langlokum, innskotssetningum og slitróttum tengingum en í fullu samræmi við manngerð aðalsögu- hetjunnar sem er stefnulaus, hvat- vís og haldin tilfinningadeyfð. Hún virðist forðast skuldbindingar, vill til að mynda ekki eignast barn því hún á svo erfitt með að umgangast þau en óvænt samband hennar við heyrnar- og sjónskertan fjögurra ára son bestu vinkonunnar breytir smám saman lífsviðhorfi hennar. Hún þroskast talsvert á ferðalaginu, tekur í raun stakkaskiptum sem eru í senn sannfærandi og áhrifamikil. Frásögn sögumannsins er sérlega seiðandi. Hún lætur flest allt flakka, heldur samt því persónulegasta leyndu en imprar á ýmsu eftir því sem líður á söguna. Þannig öðlast bersögul frásögnin dýpt og margræðni. Þetta stílbragð er vandasamt og fer Auður aldrei út af sporinu á þeirri hárfínu línu sem hún dansar eftir í sögunni. Þar að auki hefur hún lúmskan húmor og gott vald á persónusköpun. Sannar- lega raunsæjar og skýrar mannlýs- ingar af nútímafólki á öllum aldri. Sögunni má skipta í þrjá megin- hluta; yfirþyrmandi stórborgin, vætusamt vetrarferðalag eftir þjóð- vegi 1 og afslappað umhverfi smá- þorpsins. Uppbyggingin er hefð- bundin að undanskildum skáletruð- um innskotsköflum þar sem flakkað er um tíma og rúm í hugskoti sögu- hetjunnar. Innskotskaflana hefði hugsanlega mátt nota á markvissari hátt en þeir falla vel að skemmti- lega sundurlausri orðræðunni. Á heildina litið er Rigning í nóv- ember áhrifamikil og hressandi lesning. Lesendum er fleygt inn í hugmyndaheim sjálfhverfrar og frá- hrindandi ungrar konu en eftir því sem líður á söguna fer manni að líka sífellt betur við manneskjuna. Hlaut Auður bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þessa stórskemmtilegu skáldsögu og á hún þau fyllilega skilið. Að lok- um má nefna að með bókinni fylg- ir lítið kver með uppskriftum af þeim mat, drykkjum og prjónaskap sem koma fyrir í sögunni. Frumleg og skondin viðbót með safaríkum uppskriftum á borð við „grillaða snjótittlinga á hálendisvísu“. ■ Gömul dægurlög eiga það til að eignast framhaldslíf í djassheim- inum, þar sem djasstónlistarmenn skemmta sér við að færa þau í nýjan búning allt eftir því hvernig andinn blæs þeim í brjóst. Slík lög nefna djassarar „standarda“. „Venjulega er þetta bandarísk söngleikjamúsík frá því um miðja síðustu öld eða jafnvel eldri. Lög eftir Hammerstein, Cole Porter, Gershwin og þessa gaura,“ segir Jóel Pálsson saxófónleikari, sem nú hefur ásamt Eyþóri Gunnars- syni píanóleikara sent frá sér plötuna Skuggsjá þar sem þeir flytja vel valda íslenska stand- arda frá síðustu áratugum. „Þetta eru standardar framtíð- arinnar. Við erum að taka þarna lög eftir íslensk samtímapopptón- skáld í rauninni, til dæmis Björk og Sigur Rós, Bubba og Magga Eiríks, Gunna Þórðar og Atla Heimi. Við erum að taka þessa standarda yfir á næsta þrep og færa þetta svolítið nær okkar veruleika.“ Á plötunni eru þeir Jóel og Ey- þór einir á ferð með saxófón og flygil og spinna þessi lög af fingr- um fram. „Þetta er hálfgerður minimal- ismi má segja. Í rauninni er þetta ekki beinlínis djassplata heldur erum við að spinna okkur í gegn- um þessar laglínur sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Sumt af þessu tætum við aldeilis sundur og púslum svo saman aftur, annað er nær upprunalegu myndinni.“ Báðir hafa þeir Jóel og Eyþór undanfarið verið afar uppteknir við ýmis verkefni í tónlistinni, bæði sameiginlega og hvor í sínu lagi. Meðal annars eru þeir ný- komnir úr þriðju tónleikaferðinni í röð með Mezzoforte í Evrópu. Fyrir þessa nýju plötu hafa þeir hlotið tvær tilnefningar til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna, bæði fyrir plötu ársins og sem flytjendur ársins. Hugmyndin að þessu samstarfi þeirra kviknaði fyrst fyrir einum sex árum, þegar þeir léku saman einn dúett á fyrstu plötu Jóels. „Þegar allir voru farnir heim úr stúdíóinu sátum við eftir og spiluðum. Þá kom þessi fluga í kollinn á okkur. Það var svo ekki fyrr en núna sem við fundum þennan ramma utan um samstarf- ið.“ ■ Spinna sig í gegnum framtíðina BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Rigning í nóvember Höfundur: Auður Ólafsdóttir Útgefandi: Salka ! Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogs- kirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til kl.15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbein- ingar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9.00 til 15.00. Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR EYÞÓR OG JÓEL VIÐ FLYGILINN Þeir flytja standarda framtíðarinnar á nýútkominni plötu sem heitir Skuggsjá. Jóel Pálsson saxófónleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleik- ari hafa sent frá sér plötuna Skuggsjá. Þar spinna þeir sig í gegnum lög úr smiðju Bjarkar, Sigur Rósar, Bubba, Magga Eiríks, Gunna Þórðar og Atla Heimis. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is M YN D /H IL M AR BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR Leikur serenöður eftir Goun- od, Mozart og Krommer í Fríkirkjunni í Reykjavík. 68-69 (48-49) Menning 15.12.2004 20:15 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.