Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 70

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 70
Það er eitthvað dularfullt og heillandi við ævi og örlög barónsins á Hvítárvöll- um. Franskættaður aðalsmaður sem kemur til Íslands í nokkur misseri í kringum aldamótin 1900, siðfágaður kúltúrmaður sem ræðst í ótrúlegustu framkvæmdir og er svo horfinn jafn skjótt og hann kom – slíkur maður hlýt- ur að vera freisting hverjum skáldsagna- höfundi. Hver var þessi maður? Af hverju kom hann? Hvað vildi hann á Ís- landi, af öllum stöðum? Þórarinn Eldjárn hefur nú ráðist í að skrifa skáldsögu um baróninn. Þetta er ekki hefðbundin söguleg skáldsaga, að því er ég fæ séð, heldur fylgir hún heim- ildum nánar en títt er um slíkar sögur, bréfum og blaðafrásögnum er víða skotið inn óbreyttum, þótt margt sé sagt í heimildaleysi einsog höfundur segir í athugasemd fremst í bókinni. Það gefur sögunni mjög sterkan keim af hinum liðna tíma, ekki er látið sem svo að allt sé auðskýrt á forsendum nútíma- mannsins, því þótt ekki sé nema rétt rúm öld liðin frá þessum atburðum var andrúmsloft allt annað, hugsunarháttur ólíkur. Þórarinn þykist ekki hafa ráðið gátuna um baróninn, en við erum hon- um samferða í leitinni að skilningi á honum, þrá hans og von – og sálarkvöl. Lesandinn oftast álengdar við barón- inn, höfundur bregður sér ekki inn í hugskot hans, heldur sér hann úr ýms- um áttum, og smám saman færumst við nær honum. Þetta er snjöll aðferð, því með henni bregður höfundur jafnframt ljósi á geró- líka menningarheima. Ísland um alda- mótin 1900 er ótrúlega frumstætt og vanþróað land, á mælikvarða gömlu Evr- ópu eða austurstrandar Bandaríkjanna. List og menning, önnur en bókmenning, var hér nánast á byrjunarreit, iðkuð af áhugamönnum sem frá sjónarmiði bræðra barónsins hlutu að teljast full- komnir fúskarar. Í bréfum sínum þreytast þeir ekki á að spyrja baróninn, sem að auki er hámenntaður tónlistarmaður, hvað hann sé að gera innanum fólk sem í þeirra huga var einfaldlega „ömurlegur lýður“. En með sama hætti eru draumar barónsins, um risavaxið kúabú í Reykja- vík eða stórbýli í Borgarfirði, fullkomlega óraunhæfir, fúsk á mælikvarða Íslending- anna. Lýsingarnar á þekktum Íslending- um geyma einhverja skemmtilegustu spretti bókarinnar: Benedikt Gröndal sem fjölfróður sérvitringur sem reynir að halda úti náttúrugripasafni á hjara ver- aldar, eða Einar Benediktsson sem alltaf er einu númeri of stór fyrir umhverfi sitt en samt einu númeri of lítill miðað við stórkostlegan metnað sinn. Og smátt og smátt birtist baróninn okkur, maður sem haldinn er eins kon- ar menningarþreytu, leitar hins sanna og raunverulega á mörkum siðmenn- ingarinnar og þykist um stund finna það þar – en er í raun einmana og þung- lyndur, alinn upp í skugga ósigurs, skortir úthald í þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur, finnur sig hvorki í veraldarvafstri né listum, höndlar líkast til ekki samkynhneigð sína. Á hvaða hljóðfæri getur slíkur maður spilað ann- að en selló, hljóðfæri melankólíunnar? Aðfinnslur við svo vel gert verk, sem sýnilega er byggt á mikilli heimilda- vinnu, hljóta að vera álitamál. Stundum finnast manni samtímaheimildirnar, einkum bréfin, full fyrirferðarmiklar, stundum að höfundur hafi of mikið taumhald á sér og mætti leyfa tilfinn- ingaólgunni að brjótast oftar fram. Þeim mun áhrifameiri verða þeir staðir þar sem það gerist, eins og lýsingin á fæð- ingu söngkonunnar vinsælu, Engel Lund, sem er einstaklega vel gerð. En heimildavinnan skilar sér í óvæntum tengingum sem vekja ólíklegustu hug- renningatengsl með lesandanum, eins og síðasta efnisgreinin – sem hér skal ekki ljóstra upp um, en er brilljant. Sagan um baróninn á Hvítárvöllum er heillandi saga. ■ Glæpasögur eru æði margar þessi jól- in, greinilega vaxandi straumur, en ekki treysti ég mér til að kryfja félagslegar forsendur þeirrar bylgju. Erfitt er að leggja mat á heimildagildi bókar Stef- áns Mána, til þess eru undirheimar of fjarri yfirborðinu. Víst er að hér er á ferðinni sterk, kaldhæðin og hug- myndarík saga. Fimmta skáldsaga Stefáns Mána segir frá kynnum Stebba nokkurs psycho af undirheimum Reykjavíkur- borgar. Stefán er tiltölulega saklaus dreifari (er reyndar sakaður um líkams- árás í borginni og á til að skúffa í sig eiturlyfjum ef þau standa til boða) þegar hann hefur störf á Blúsbarnum árið 1999. Í einfeldni sinni dregst hann inn í valdabaráttu tveggja glæpa- gengja, verður bílstjóri og sendill fyrir annað þeirra. Með hans augum kynn- ist lesandinn ofsafengnum heimi eitur- lyfja og glæpa þar sem allt getur gerst og engum er hægt að treysta. Í sögu Stefáns blandast veruleiki og skáldskapur svo varla má á milli sjá. Höfundurinn hefur kynnt sér söguefn- ið vel og vísanir í raunverulega atburði á undanförnum árum eru ótalmargar sem og ræmdar söguhetjur. Aðalsögu- persónurnar og þeirra þáttur í atburða- rásinni eru þó uppdiktaðar, altént eftir því sem undirritaður lesandi best veit (en fákunnandi um þessa hlið borgar- lífsins). Orðræða suddanna er vægast sagt óraunveruleg og látæði þeirra ýkt. Þeir eru sveipaðir dulúð, kappar miklir, snöggir í tilsvörum og ískyggilega vel að sér, bæði í bókmenntum og heim- speki. Þessir karakterar eru eins og klipptir út úr kvikmynd og minnir í ýmsu á meðferð leikstjórans Tarantin- os, eins og bent hefur verið á (Úlfhild- ur Dagsdóttir og Gauti Kristmannsson). Í bókinni er samansafn ógeðfelldra og ofbeldisfullra lýsinga á aðförum bandítanna, en Stefán Máni er snilling- ur í að draga upp myndir þannig að öll skynfæri hrífast með; lesandinn sér lit- ina, finnur blóðþefinn, skynjar ógnina. Ef einnig er höfð í huga rannsóknar- vinna höfundar og umræðan í samfél- aginu magnast enn upp óhugurinn í þessari ægiveröld. Það verður þó að viðurkennast að langorðar og ná- kvæmar lýsingarnar keyrðu stundum úr hófi fram, voru ofhlaðnar og reyndu á lesþolið. Dramatísk uppbygging sögunnar er heldur léttvæg, endirinn er fyrirsjáan- legur og atburðir kunnuglegir. Persón- urnar hins vegar eru svo forvitnilegar og lýsingar Stefáns magnaðar að mað- ur verður einfaldlega að halda áfram. Þá eru vísanir höfundar í bókmenntir, goðsagnir og sérstaklega þunga- rokkstexta svo snilldarlega útfærðar að unun er að. Líkt og í myndum fyrr- nefnds kvikmyndagerðarmanns hrær- ast saman í bók Stefáns Mána há- menning og lágmenning svo úr verður gómsætur glæpagrautur. ■ 50 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur sína fyrstu tónleika í Nes- kirkju í kvöld. Hljómsveitin var stofnuð síðastliðið haust að frum- kvæði nokkurra tónlistarnema á höfuðborgarsvæðinu. „Okkur fannst vanta vettvang þar sem fólk gæti komið saman og spilað í stórri hljómsveit þó það væri ekki endilega í sömu skólunum,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, formaður hljóm- sveitarinnar. „Þeir nemendur sem eru lengst komnir í tónlistarskólum eru það fáir í hverjum skóla að það er erfitt að mynda sinfóníuhljóm- sveit í hverjum skóla fyrir sig.“ Á efnisskránni eru þrjú verk frá klassíska tímabilinu, Coriolan- forleikurinn eftir Beethoven, pí- anókonsert í C-dúr nr. 21 eftir Mozart, kenndur við kvikmyndina Elvíru Madigan, og sinfónía nr. 5 eftir Schubert. „Þetta er allt saman háklassík. Við erum reyndar fá í hljómsveit- inni núna, eitthvað um þrjátíu, en það er af því við erum að spila þannig verk. Um leið og tónlistin er orðin rómantísk þarf miklu stærri hljómsveit.“ Hugmyndin var sú að byrja með litla hljómsveit á fyrstu tón- leikunum, enda líta þau svo á að það muni ráðast á þessum fyrstu tónleikum hvort þessi hljómsveit geti orðið að veruleika, sem vart er vafamál lengur, úr því fyrstu tónleikarnir verða í kvöld. „Ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður, þar sem nemend- urnir standa að þessu sjálfstætt. Skólarnir sjálfir taka ekki þátt í þessu.“ Gunnsteinn Ólafsson stjórn- ar hljómsveitinni og nemend- urnir höfðu hann með í ráðum allt frá því hugmyndin kviknaði fyrst. Spænski píanóleikarinn Raul Jimenez leikur einleik í píanó- konserti Mozarts, en hann hefur verið búsettur hér á landi síðan í haust. „Stefnan er sú að vera með unga einleikara, mestmegnis ís- lenska, sem annað hvort eru ný- búnir að ljúka námi eða langt komnir í námi.“ ■ Unga fólkið stofnar sinfóníuhljómsveit RAUL JIMINEZ ÁSAMT SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT UNGA FÓLKSINS Spænski píanóleikar- inn Raul Jiminez leikur einleik á fyrstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Leitin að baróninum Gómsætur glæpagrautur BÓKMENNTIR HALLDÓR GUÐMUNDSSON Baróninn Höf: Þórarinn Eldjárn Útg: Vaka-Helgafell BÓKMENNTIR MELKORKA ÓSKARSDÓTTIR Svartur á leik Höf. Stefán Máni Útg. Mál og menning STEFÁN MÁNI ÞÓRARINN ELDJÁRN Hefur skrifað heillandi sögu byggða á ævi Hvítárvallabarónsins. 70-71 (50-51) Menning 15.12.2004 20:46 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.