Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 26
26
Saltnotkun á götum borgarinnar hefur
lengi verið gagnrýnd. Ökumenn segjast
aka í saltpækli þessa dagana.
Er ekki hægt að nota sand í staðinn
fyrir salt?
Nei, það er alveg vonlaust að nota hann
sem hálkueyði. Hér syðra eru oft miklar
umhleypingar. Það þyrfti að ausa slíku
magni af sandi að það gengi alls ekki
upp. Við höfum prófað þetta. Það er
hægt að nota sand þar sem meira er um
frost og staðviðri, eins og fyrir norðan. En
hér myndi sandurinn hverfa í snjóinn í
umhleypingum. Þegar hlánaði myndu
sandbunkarnir liggja eftir á götunni,
þannig að þetta er gjörsamlega vonlaust
við þær aðstæður sem hér eru.
Er þá hvergi hægt að nota hann í borg-
inni?
Jú, í takmörkuðum mæli í húsagötur af
því að fólk vill ekki fá salt í þær. En
annars er hann notaður í mjög takmörk-
uðum mæli. Vissulega er saltið að mörgu
leyti óæskilegt, en þetta er það eina sem
hægt er að nota við hálku og er víða
gert.
GUÐBJARTUR SIGFÚSSON
AÐSTOÐARGATNAMÁLASTJÓRI
Gjörsamlega
vonlaust
SANDUR Í STAÐ SALTS
SPURT & SVARAÐ
Fasteignaviðskipti hafa blómstrað sem
aldrei fyrr og fasteignaverð hefur hækk-
að gífurlega. Hörð atlaga hefur verið
gerð að Íbúðalánasjóði með íbúðalán-
um bankanna upp á allt að 100 prósent
af íbúðarverði. Samkeppni hefur bloss-
að upp með lækkandi vöxtum. Ekki er
þó öll sagan sögð. Þannig hefur mark-
aðssetningin til dæmis verið gífurleg og
ekkert komið fram um það hvort bank-
arnir hafi í raun og veru lánað 100% til
íbúðarkaupa eða hvert lánshlutfallið
hefur verið. Sú breyting hefur orðið að
Íslendingar leggja minni áherslu á
eignamyndun og eru tilbúnir til að
skuldsetja sig til lengri tíma.
Hvað gerist?
Greining Íslandsbanka hefur haldið því
fram að fasteignaverð hækki þangað til
í lok næsta árs að nýbyggingum
hafi fjölgað svo mikið að hægi á.
Gengi krónunnar geti lækkað og
þá geti einkaneysla dregist sam-
an. Fasteignaverð geti staðið í
stað eða lækkað, jafnvel svo mik-
ið að lánin verði hærri. Þá er at-
hyglisvert að raunveruleg hætta
sé fyrir hendi á að Íbúðalánasjóð-
ur geti komist í þrot eins og hefur
komið fram í Morgunblaðinu.
Líklegt sé að hann eigi eftir að
fjárfesta í vöxtum sem eru lægri
en skuldir hans.
Hver verður framtíð
Íbúðalánasjóðs?
Bankarnir ætla sér íbúðalána-
markaðinn. Enn er þó langt í frá
að vextir á húsnæðislánum hér á
landi séu í samræmi við það
sem gerist í nágrannalöndun-
um þar sem vextirnir eru um
og undir tveimur prósentum.
Ýmsir telja að Íbúðalánasjóður
eigi fyrst og fremst eftir að
hafa félagslegt hlutverk. Bankar
og lífeyrissjóðir taki hlutverk
hans yfir og tilverugrundvöllur
hans verði hæpinn. Sjóðurinn
haldi áfram að vera til en haldi
uppi þjónustu sem bankarnir
ráða illa við, til dæmis hafi
hann tæknilegt hlutverk og
sinni lánveitingum úti á landi
sem bankarnir treysti sér ekki í.
Opinberar stofnanir kaupi lán
bankanna og verðbréfi þau.
Þetta sé fyrst og fremst pólitísk
ákvörðun.
Fái tæknilegt hlutverk
FBL-GREINING: FRAMTÍÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐS
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Gróðurhúsaáhrifin góð
fyrir sjávarútveginn
Líkur eru á að mikilvægir fiskstofnar í hafinu umhverfis Ísland muni styrkjast með hlýnun jarðar. Prófessor
við Háskóla Íslands telur að hlýnunin muni hafa jákvæð, en þó ekki teljandi, áhrif á landsframleiðsluna.
Hlýnun jarðar mun hafa jákvæð
áhrif á sjávarútveg og landsfram-
leiðslu á Íslandi en áhrifin verða
þó ekki stórvægileg. Mikilvægir
fiskstofnar munu styrkjast en
aðrir munu veikjast. Þetta segir
Ragnar Árnason, prófessor við
Háskóla Íslands, en hann telur að
í ljósi þessa sé aðild Íslands að
Kyoto-bókuninni óskynsamleg.
Jákvæð áhrif
Ragnar Árnason, prófessor við
viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands, hefur rannsakað
hvaða áhrif hlýnun jarðar hefur á
sjávarútveg og landsframleiðslu á
Íslandi og byggir hann niðurstöð-
ur sínar á nýjustu spám um hitnun
jarðar, rannsóknum hafstrauma-
fræðinga svo og þjóðhagslíkönum
sem viðskipta- og hagfræðideildin
styðst við. Flestar rannsóknir
benda til þess að á þessari öld
muni hitastig á jörðinni hækka
um eina til sex gráður og er búist
við að á norðurslóðum verði
hækkunin nálægt efri mörkunum.
Því má gera ráð fyrir að sjávarút-
vegur verði fyrir einhverjum
áhrifum af þessum breytingum.
„Mínar niðurstöður benda til
þess að þessi áhrif hafi ekki stór-
vægileg áhrif á sjávarútveg. Það
er mun líklegra að þau verði
jákvæð fremur en neikvæð vegna
þess að ýmsir fiskstofnar munu
hagnast á þessu þótt aðrir veikist
að líkindum,“ segir Ragnar sem
telur að stofnar mikilvægra teg-
unda eins og þorsks, ýsu og síldar
gætu stækkað um tíu til tuttugu
prósent. Hins vegar má reikna
með að hlýnunin muni hafa
neikvæð áhrif á rækju-, loðnu- og
gráðlúðustofnana hér við land þar
sem þessir fiskar lifa í kaldari sjó.
800 milljónir króna á ári.
Enda þótt mikilvægir stofnar
kunni að styrkjast vegna hlýnun-
arinnar segir Ragnar að kálið sé
ekki sopið þótt í
ausuna sé kom-
ið. „Málið er að
ef að líkum læt-
ur þá dreifist
þetta yfir lang-
an tíma þar sem
hitnunin er
hægfara. Þjóð-
hagslegu áhrif-
in sem stafa af
þessu verða svo
lítil árlega að
það er varla
hægt að taka
eftir þeim. Við
erum kannski
að tala um að
þ j ó ð a r f r a m -
leiðslan aukist um 0,1-0,2 prósent
á ári, sem gera um það bil 800
milljónir króna,“ segir Ragnar og
bætir við að óvissuþættir séu auk
þess margir.
Þótt jörðin hlýni í heild sinni þá
gæti loftslag á norðurslóðum
kólnað vegna minnkandi sjávar-
seltu sem gæti raskað jafnvægi
Golfstraumsins. Ragnar viður-
kennir að þetta gæti orðið raunin
og áhrifin á sjávarútveginn þar
með orðið neikvæð. „Niðurstaðan
er samt eftir sem áður sú sama,
þessi neikvæðu áhrif verða vænt-
anlega ekki merkjanleg frá ári til
árs. Nema það er eitt tilfelli sem
er hugsanlegt, það er að hlutirnir
gerist mjög snöggt, að það verði
stórkostlegt ris í einhverjum
fiskistofnum á skömmum tíma
eða stórkostlegt hrun.“
Áhrifin þegar farin að sjást
Að mati Ragnars er þegar
farið að örla á breytingum í
þessa átt. „Við erum farin að sjá
rækjuna dragast saman en ýsa
og þorskur eru á hinn bóginn
farin að veiðast á hafsvæðum
sem áður voru of köld, eins og
við Grænland,“ segir hann og
býst við að þessir stofnar muni
ganga til baka í íslenska fisk-
veiðilögsögu til hrygningar.
Þrátt fyrir að að sjávarafli
gæti aukist um tuttugu prósent
telur Ragnar að aðrir þættir hafi
meira að segja fyrir uppbyggingu
þorskstofnsins. „Það er verið að
byggja stofninn upp, til dæmis
með litlum heildarkvóta, og þau
áhrif eru miklu meiri en hitnun
jarðar. Við erum að reikna með
þorskafla í framtíðinni upp á 300-
340 þúsund tonn á ári, hvort sem
hitnun jarðar verður eða ekki. „Ef
hlýnar þá mun aukningin verða
enn meiri, kannski fimmtíu þús-
und tonn á ári.“
Kyoto-bókunin óskynsamleg
Á hvorn veginn sem þau verða
virðast áhrif hlýnunar jarðar á ís-
lenskan sjávarútveg ekki ætla að
verða stórvægileg. Hagvöxtur er
hér að jafnaði um þrjú prósent og
aukning eða minnkun á ári vegna
áhrifanna verða í hæsta lagi 0,2
prósent, sem er talsvert innan
skekkjumarka á mælingum á
þjóðarframleiðslu.
Því hlýtur sú spurning að
vakna hvort ekki sé óskynsamlegt
í efnahagslegu tilliti fyrir Íslend-
inga að vera aðilar að Kyoto-
bókuninni. „Fyrst líkur eru á að
hitnun jarðar sé frekar jákvæð en
hitt, bæði fyrir sjávarútveg og
landbúnað, þá er eiginlega út í
hött, að því er manni finnst, að við
tökum á okkur einhverjar byrðar
hér á Íslandi til að reyna að
freista þess að draga úr hlýnun-
inni, nema ef vera skyldi ef
hlýnunin dragi verulega úr lands-
framleiðslu annarra landa sem
hefur áhrif á okkur líka í gegnum
utanríkisviðskipti okkar“ segir
Ragnar og bætir því við að allt
sem við gerum á Íslandi sé svo
lítið í sniðum að það taki enginn
eftir því hvort eð er.
Ragnar flytur erindi um þessi
efni í dag í stofu 101 í Odda og
hefst málstofan klukkan 12.15.
Hún er öllum opin. ■
SVEINN GUÐMARSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
ÁHRIF HLÝNUNAR
JARÐAR Á SJÁVARÚT-
VEG
RAGNAR
ÁRNASON
Ragnar telur aðild
Íslands að Kyoto-
bókuninni vera nán-
ast út í hött frá efna-
hagslegum sjónarhól
NÓG AF ÞEIM GULA
Reiknað er með að þorskafli geti vaxið um allt að 50.000 tonn á ári vegna hlýnunarinnar.