Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 62
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR30 ar g u s – 0 4- 07 73 Verkefnisstjóri á villigötum? Í frétt í Fréttablaðinu hinn 15. desember síðastliðinn., undir yfir- skriftinni „Fríkirkjuprestur vill jafnræði trúfélaga“, var rætt við sr. Hjört Magna Jóhannsson, prest í Fríkirkjunni í Reykjavík, en hann hefur undanfarin misseri vakið athygli á verulegri mismun- un milli evangelísk-lúterskra trú- félaga í landinu. Í stjórnarskrá Ís- lands er í 62. gr. kveðið á um að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Fríkirkjan í Reykjavík er evangelískt-lút- erskt trúfélag, eins og kveðið er á um í lögum safnaðarins, en er sjálfstætt trúfélag og með fullt forræði í eigin málum gagnvart stofnunum og stjórnvöldum. Frí- kirkjuprestur hefur í málflutningi sínum óskað eftir að jafnræði ríki milli trúfélaganna, hinnar evang- elísku-lútersku þjóðkirkju og ann- arra evangelískra-lúterskra trú- félaga, en hvorki að Fríkirkjan í Reykjavík njóti forréttinda um- fram önnur trúfélög né að hún gangi inn í Þjóðkirkjuna (ríkis- kirkjuna). Í fréttinni í Fréttablað- inu bendir Fríkirkjuprestur á að Þjóðkirkjan sé ekki kristileg þar sem hún loki augum fyrir þessu ranglæti. Í tilefni af þessum orð- um er í frétt blaðsins haft sam- band við Halldór Reynisson, verk- efnisstjóra fræðslusviðs Þjóð- kirkjunnar. Hann telur málflutn- ing prests Fríkirkjunnar ómál- efnalegan og vísar svo til þess að svo virðist sem það sé meginósk Fríkirkjuprests að Fríkirkjan geti sótt í svokallaðan jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar. Síðan segir verk- efnisstjórinn að um þann sjóð gildi hins vegar lög sem komi í veg fyrir að það sé hægt, m.a. vegna þess að meðlimir í Fríkirkj- unni greiði ekki í hann sem með- limir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti. Gera verður verulegar athuga- semdir við þessi orð verkefnis- stjóra Þjóðkirkjunnar. Í fyrsta lagi er meginósk Fríkirkjuprests að jafnræði ríki meðal þeirra trú- félaga sem stjórnarskráin veitir vernd, þ.e. evangelísk-lúterskri kirkju, en innan þeirrar kirkju- deildar eru mörg trúfélög og Þjóð- kirkjan þeirra stærst, en Fríkirkj- an í Reykjavík kemur þar næst á eftir. Þetta er grundvallaratriðið – jafnræði þessara trúfélaga. Því er það rangt að meginósk Fríkirkj- unnar sé að geta sótt í jöfnunar- sjóð Þjóðkirkjunnar, eins og verk- efnisstjórinn nefnir svo, en sá sjóður er reyndar ekki kenndur við Þjóðkirkjuna heldur ber heitið Jöfnunarsjóður sókna og um hann er fjallað í II. kafla laga um sókn- argjöld ofl. nr. 91/1987 og í sér- stakri reglugerð um sjóðinn nr. 206/1991 með síðari breytingum. Telja verður verulegan vafa leika á að sú staðhæfing verkefn- isstjórans fáist staðist, að þau ákvæði laga um sóknargjöld sem um Jöfnunarsjóðinn gilda, girði fyrir það að Fríkirkjan geti sótt í þann sjóð, verði látið reyna á synj- un þjóðkirkjustofnunarinnar þar um, en þjóðkirkjustofnunin hefur synjað umsókn frá Fríkirkjunni í Reykjavík um úthlutun úr sjóðn- um. Ekki verður séð af ákvæðum laga og reglugerðar um sjóðinn að skilyrði um þjóðkirkjuaðild sé forsenda úthlutunar úr sjóðnum. Þá verður ekki betur séð en að sú staðhæfing verkefnisstjórans, að ákvæðin um jöfnunarsjóðinn útiloki úthlutun til Fríkirkjunnar m.a. á þeim grundvelli að meðlim- ir í Fríkirkjunni greiði ekki í þann sjóð sem meðlimir Þjóðkirkjunn- ar geri aftur á móti, sé mjög um- deilanleg. Eins og kunnugt er eiga þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trú- félög og Háskólasjóður hlutdeild í álögðum tekjuskatti og í samræmi við það greiðir ríkissjóður ákveð- ið gjald fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Þetta gjald skiptist þannig að vegna einstaklings sem skráður er í Þjóðkirkjuna, greiðist það til þess safnaðar sem viðkom- andi tilheyrir. Vegna einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags og vegna einstaklings sem hvorki er í Þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til Háskóla Íslands. Það er einung- is gjald vegna þeirra einstaklinga sem eru í Þjóðkirkjunni en eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, sem rennur til Jöfnun- arsjóðs sókna. Auk gjalds vegna þessara síðastgreindu einstak- linga sem ríkissjóður skilar í Jöfnunarsjóðinn, greiðir ríkis- sjóður hins vegar ákveðið fram- lag í sjóðinn af tekjuskatti og er miðað við 18,5% af þeim gjöldum sem renna til safnaða Þjóðkirkj- unnar. Það að tiltaka þetta viðbót- arframlag ríkissjóðs í Jöfnunar- sjóðinn sem sérstaka greiðslu sérhvers meðlims Þjóðkirkjunn- ar í Jöfnunarsjóðinn er hins veg- ar afar umdeilanlegt ef ekki bein- línis rangt. Ljóst er af framansögðu að Fríkirkjan í Reykjavík hefur margvíslegar athugasemdir við þann málflutning sem fram kem- ur hjá verkefnisstjóra fræðslu- sviðs Þjóðkirkjunnar og sem end- urspeglast hefur í afgreiðslu þjóðkirkjustofnuninnar á erind- um frá Fríkirkjunni í Reykjavík um leiðréttingu á þeim rangind- um. Hins vegar er það von Frí- kirkjunnar að þau orð sem fram koma í fréttinni um vilja Þjóð- kirkjunnar að Fríkirkjusöfnuður- inn í Reykjavík sitji ìvið sama borð og þjóðkirkjusöfnuðirî end- urspegli raunverulegan vilja til að leiðrétta þessa mismunun og ranglæti og að orðum í þá veru fylgi gerðir. Höfundur á sæti í safnaðarráði Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þrælahald nútímans og Jósef Stalín Um þessar mundir birtist hver bókin á fætur annarri um hryðju- verkamenn fyrri tíma sem í krafti ríkisstjórna hafa stundað stórtæk hryðjuverk gagnvart eigin þegn- um. Hörmulegasta dæmið er ný- útkomin bók um stjórnartíð Jós- efs Stalíns og það einræði sem honum tókst að koma sér upp árið 1932, afbrotaliði sínu til verndar og sem ekki lauk fyrr en með frá- falli hans í mars 1953. Samfelldri kúgun, hryðjuverk- um, fjöldaaftökum, einstökum morðum undir yfirskini umferð- arslysa, ofsóknum í garð ein- stakra stétta menntafólks, herfor- ingja, þjóðarbrota sem engan endi tók ár eftir ár. Beitt var kerfis- bundnum stjórnvaldsaðgerðum sem leiddu til stórfelldrar hung- ursneyðar meðal íbúa heilla landssvæða. Sagnfræðingurinn og fréttamaðurinn Simon Sebag Montefiore sat nær allan tíunda áratug síðustu aldar og fletti skjölum leynilögreglu Sovétríkj- anna. Hún var síðast þekkt undir nafninu KGB, áður NKVD og þar áður GPU. Bókin lýsir örlögum samverkamanna, sem margir urðu fórnarlömb eigin bragða, og pyntingum og morðum sem voru skipulögð persónulega á hæstu stöðum undir forustu Stalíns sjálfs. Að sjálfsögðu eru þetta sorglegar og ógnvekjandi stað- reyndir í augum allra sem hafa átt sér draum um möguleika sósíal- ismans til að skapa betra þjóðfé- lag með því að byggja nýtt. Mörg- um kemur eflaust í hug að mat jafnaðarmanna hafi á sínum tíma verið betri leið, að bæta það sem fyrir var og sveigja í átt að þörf- um ALLRA íbúa. Skapa víxlsverk- an hagsmunanna undir friðsam- legum formerkjum lýðræðislegs stjórnarfars. Það er að sjálfsögðu ekki sósí- alismi að senda nær 30 milljónir manna í vinnubúðir til að verða ódýrt vinnuafl til að byggja upp hagvöxt og aukin lífsgæði með ókeypis sjúkrahúsum og fræðslu- stofnunum fyrir þá sem fengu að ganga lausir. En þeir bjuggu hins vegar við stöðugan ótta um að verða næstir inn í Gúlagið! Tæplega 30 milljónir manna voru fluttar í þrælkunarbúðir á 20 ára tímabili. Af þeim fórust um 21 milljón manns. Árin 1947-1948, á dögum Krútsjoffs sem „forsætis- ráðherra“ Stalíns í Úkraínu, lést nær 1 milljón manns úr hungri. Þegar jafnvel þessum blóði drifna manni ofbauð ástandið og lagði til skattalækkanir til bænda, var honum vikið frá völdum. Þótti heppinn að verða ekki skotinn. Þessar tölur ná ekki til mannfórna vegna síðari heimsstyrjaldar. Á þessu sést að Adolf Hitler er „ekki nema“ hálfdættingur á við Jósef Stalín. Aðrar helfarir svo sem Pol Pot ónefndar. Í ljós kemur að aðr- ar ofsóknir í heimssögu síðustu alda verða hégómi einn við þenn- an samanburð. En svo vaknar áleitin spurning; hverju eru menn bættari með því að velta sér upp úr þessum mann- réttindabrotum fyrri tíma? Þetta fólk er hvort sem allt horfið yfir móðuna miklu og verður ekki end- urheimt né beðið afsökunar!? Er þetta ekki hvort sem er liðin tíð? Nei, þetta er ekki liðin tíð. Fyrir fáum árum fóru fram fjöldamorð í okkar heimshluta á Balkanskaga. Enn er verið að grafa upp úr fjöldagröfum lík sak- lausra borgara og bera á þau kennsl, vinna úr sálrænum afleið- ingum ofbeldis á borð við pynting- ar og nauðganir. Þær raddir heyrast að stórstíl- að vinnubúðaþrælahald sé liðin tíð, þrælkun til að lækka vöruverð og auka hagsæld sé ekki lengur við líði. Þetta er hins vegar mikill misskilningur. Kommúnista-Kína rekur í dag umfangsmestu þræla- vinnubúðir heimsins. Það er mönnum greitt kaup, 20 kr á dag, vinnutíminn er milli 14 og 16 tím- ar á dag, 7 daga vikunnar. Fjórir frídagar á ári. Menn komast iðu- lega ekki heim til sín í fríum þessa fjóra daga, hvorki eru efni né tími nægileg til að yfirgefa búðirnar. Þetta vita menn. Það mun enginn geta komið eftir 40 ár og sagt: „Við vissum þetta ekki.“ Þessar þrælkunarbúðir bjóða okk- ur Vesturlandabúum upp á ódýr- ari vörur, meiri lífsgæði ofan á það sem fyrir er. Þetta fer fram með vitund og vilja kínverskra stjórnvalda og er því ekki hægt að bera alveg saman við aðstæður á Indlandi. Munurinn er þó ekki mikill. Þrælkun fólks á báðum stöðum. Ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Verkalýðshreyfingunni hefur tek- ist að fá örfá stórfyrirtæki í lið með sér, t.d. í Kína, eins og IKEA. Þeir standa að kröfunni um rétt- indi verkafólks. Íslensk verka- lýðshreyfing á mikið lof skilið fyrir virka þátttöku í alþjóða- starfi verkalýðshreyfingarinnar, þrátt fyrir lítil efni. Barátta sjó- manna við þrælakjör á sjónum er endalaus. Iðnaðarmannasamtökin hafa stutt aðgerðir í Kína og víðar, samtök opinberra starfsmanna í Suður-Kóreu og samtök verslun- armanna hafa sinnt verkefnum á Balkanskaga og víðar. Síðast en ekki síst Efling með beinu sam- starfi við verkalýðsfélögin í Búlgaríu sem tengjast fyrirtækj- um í eigu íslenskra aðila. Áfram verður vonandi haldið á þessari braut, braut sem allir landsmenn mega vera stoltir af að styðja og styrkja. Þannig gerum við tvennt. Stöndum vörð um þró- un og eflingu okkar eigin velferð- arkerfis á sama tíma og menn taka þátt í að byggja upp og skapa lífvænlegar forsendur framfara, menntunar og velferðar í þessum löndum meðal almennra íbúa landanna. Slík þróun eflir og styrkir friðvænlegri heim þegar til lengri tíma er litið. Sameinuðu þjóðirnar starfa á svo margþætt- um sviðum. Samstarf um hernað á hendur harðstjórum sem hentar Bandaríkjamönnum hverju sinni er mest áberandi. Samþykktir SÞ snúast um atriði eins og þríliða samstarf vinnumarkaðarins. Þar er kveðið á um rétt fólks til að bindast samtökum um kaup og kjör. Í því starfi ber ekki aðeins verkalýðshreyfingin ábyrgð, þó mönnum sýnist svo. Ábyrgð at- vinnurekenda er ekki minni en ríkisvaldsins í þessum efnum. Það er þetta starf sem byggja verður undir í okkar heimshluta, í Rúss- landi og fyrrverandi austantjalds- ríkjum. Alþjóðasamtök verða að koma að þessari þróun í Kína. Þangað til eigum við að velta vandlega fyrir okkur hvort við látum freistast til að kaupa ódýrt glingur og dót það- an. Ég hef látið slík innkaup eiga sig undanfarin ár og mun halda áfram að gera svo þangað til vinnu- búðir þar í landi verða aflagðar. Látum ekki svita, tár og angist þrælkunarbúðafólks í Kína verða undirstöðu velferðarþjóðfélagsins okkar. Gerum þá kröfu til þeirra sem stunda viðskipti við Kína að þeir setji fram kröfur um réttindi fólks í samræmi við samþykktir SÞ sem Kínverjar sjálfir hafa staðfest og fullgilt sem aðili að SÞ. Höfundur er túlkur og leiðsögu- maður – fyrrum starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar. BORGÞÓR S. KJÆRNESTED UMRÆÐAN STYRJALDIR OG KÚGUN ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, LÖG- FRÆÐINGUR SKRIFAR UM TRÚFÉLÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.