Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 46
Konunum þremur er hugleikinumræðan um jafnrétti og hófusamtal sitt með því að veltafyrir sér hver staða jafnréttis- mála sé á Íslandi nú um stundir. Eva María: „Það er eins og við höfum sætt okkur við að framfarir í jafnréttis- málum eigi að taka mjög langan tíma. Fólki finnst það yfirleitt í lagi að fram- farir séu mjög hægar. Mér finnst það ekki í lagi því það hefur verið sýnt fram á það að framfarir í jafnréttismálum geta verið mjög hraðar. Til að mynda tók það aðeins fimmtán ár að breytast úr því að enginn pabbi væri viðstaddur fæðingu barna sinna þangað til allir pabbar voru viðstaddir. Það er mjög stuttur tími og því ættum við alls ekki að sætta okkur við að þetta eigi að ger- ast svona hægt.“ Eva Bergþóra: „Já, ég er sammála. Við mættum vera óþolinmóðari og hafa meiri trú á því að hægt sé að breyta því sem við erum ekki ánægðar með. Þar á ég við fleiri mál en þau sem snúa að jafnrétti kynjanna beint.“ Sirrý: „Umræðan um jafnréttismál á Íslandi fer öll eftir því hvert er horft. Ég verð ekki vör við óréttlæti í mínu lífi. Ég er komin á þann stað í lífinu að ég þori að segja hvað ég vil fá í laun þegar ég þarf að semja um það.“ Eva Bergþóra: „En varstu það frá upphafi?“ Sirrý: „Það hefur gríðarlega margt breyst á þeim nítján árum sem ég hef verið á vinnumarkaðinum. Þegar ég var tvítug að vinna í sumarafleysingum á Þjóðviljunum hafði sá sem greiddi út launin aldrei ráð á því að borga út á réttum tíma. Ég komst að því að það voru bara ungu stelpurnar á blaðinu sem voru látnar sitja á hakanum þegar launin voru greidd út og ég fór hrein- lega að grenja þegar ég komst að því. Ég var ekki komin lengra þá en að reið- in braust út á þennan hátt. En síðan eru liðin nítján ár. Þjóðfélagið hefur breyst og núna veit ég hvað ég vil fá í kaup og þori alveg að biðja um það. Hins vegar veit ég að það eru margar konur sem hafa ekki sjálfstraust til þess að fara fram á nógu há laun.“ Eva Bergþóra: „Ég þekki konu sem fór í atvinnuviðtal vegna yfirmanns- stöðu og þegar kom að því að ræða launin nefndi sá sem hún var að ræða við helmingi hærri tölu að fyrra bragði en hún hafði haft í huga. Þannig að hún hafði verðlagt sig allt of lágt.“ Sirrý: „Ég held einmitt að konur verð- leggi sig of lágt og finnist of erfitt að biðja um sanngjörn laun. Hins vegar brennur ekki á mér eitthvert óréttlæti. Mér finnst auðvelt að ræða við karl- menn um laun, ég nýt mín á vinnu- markaði, ég bý í samfélagi þar sem ég hef fengið að mennta mig eins og ég vil. Ég er hluti af fjölskyldu þar sem fólk hjálpast að og er í hjónabandi þar sem við höfum verið saman með börn- in frá fyrsta degi. Þetta brennur því ekki á mér, en ég veit að ef ég horfi á aðra hópa líða margar konur fyrir það að vera vanmetnar í launum.“ Eva María: „Þetta brennur á mér, þótt ég sé sjálf í þessum sama litla forrétt- indahópi. Þetta brennur á mér þegar ég heyri tölur eins og þær hve margir for- eldrar eru með börnin sín í dagvist í níu tíma á hverjum degi. Þetta brennur líka á mér þegar ég heyri í sömu andrá að við höfum lengstu vinnuviku þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Við höfum jafnframt lægstu framleiðni á vinnustund miðað við þessi sömu lönd. Þetta segir mikið um andann í okkar samfélagi. Við dýrkum vinnuna, en höldum að viðvera sé sama og dugn- aður og við látum það bitna á börnun- um. Þess vegna brennur þetta á mér.“ Sirrý: „Þetta eru ekki jafnréttismál.“ Eva María: „Jú, þetta eru nefnilega jafnréttismál. Það er enginn að gera kröfu á vinnumarkaðinum til þess að hafa tíma til að sinna börnunum sín- um. Það er enginn að biðja um styttri vinnuviku. Þessar kröfur heyrast ekki.“ Sirrý: „Þetta er dýrkun á efnahagsleg- um gæðum, dýrkun á status á vinnu- markaði. Þetta snýst ekki um það að konur og karlar njóti ekki sömu rétt- inda. Þetta er ekki spurning um jafn- rétti kynjanna, þetta er bara kapítal- isminn í hnotskurn. Við erum sjúk í peninga. Helsti vandinn í þjóðfélag- inu okkar er að mikilvæg störf sem snúa að umönnun og menntun eru oft illa metin til launa. Það á að borga vel fyrir að mennta börn og annast fólk. Þetta eru oft kvennastörf og tilvera okkar allra væri betri ef vinna með manneskjur væri metin almennilega til launa.“ Eva María: „Verðmæti starfsmanna eru gjarnan metin eftir kyni eins og allir vita. Konur eru líklegri til að vera frá vegna barna og þess vegna eru starfskraftar þeirra almennt ekki metnir til jafns á við karlmanna. Hvað er búið að lýsa því oft yfir að uppræta þurfi launamun kynjanna? Það hefur þó aldrei forgang þegar á reynir. Besta dæmið um það er nýafstaðið kennara- verkfall þar sem ráðamönnum gafst tækifæri að leiðrétta þennan mun í eitt skipti fyrir öll. Þeir nýttu sér það ekki og ég man ekki eftir að einn einasti ráðherra hafi stigið fram og bent á þetta tækifæri.“ Sirrý: „Það þarf að borga betur fyrir þessi störf.“ KÚGUÐU KONURNAR OG VONDU KARLARNIR Eva María: „Mér finnst hin langa vinnuvika vera jafnréttismál. Konur eru að reyna að standa körlunum jafnfætis og vera jafn „duglegar“ og þeir og hafa því þurft að setja hlutverk sitt inni á heimilinu til hliðar. Það er hins vegar enginn sem tekur við því hlutverki af þeim. Ef hér væri jafnrétti myndu karl- ar taka við því að hluta og þá væri alltaf einhver til að hugsa um börnin. Krafan er einfaldlega sú að ef þú ætlar að vera jafn góður starfsmaður og einhver karl verðurðu einfaldlega að setja fjölskyld- una út í horn til að sanna það að þú sért ekki slakari og ekki að taka meira frí en þeir, helst minna. Ég myndi gjarnan vilja að karlmenn færu að togast á um þessa köku sem við erum með, að þeir yrðu metnir að verðleikum jafnvel þótt þeir tækju fæðingarorlof, væru heima hjá veikum börnum og svo framvegis.“ Sirrý: „Er það ekki að gerast?“ Eva Bergþóra: „Mér finnst það vera að gerast. Mér finnst karlmenn á mín- um vinnustað ekki síður vera heima hjá börnunum sínum, jafnvel meira. Hins vegar vinnum við of mikið, það er alveg rétt. Auðvitað ættu allir að geta haft tækifæri á því að vera meira með börnunum sínum.“ Eva María: „En sjáið þið þetta ekki sem jafnréttismál?“ Sirrý: „Allar konur og karlar sem ég þekki hugsa jafn vel um börnin sín og mér finnst því erfitt að ræða um þessi mál eins og að allt sé að fara til fjand- ans. Það er ósanngjarnt gagnvart karl- mönnunum af okkar kynslóð að tala eins og þeir séu ekki jafn áhugasamir um börnin sín. Mér finnst við komin lengra í jafnréttisumræðunni en svo að hún þurfi að snúast um kúguðu kon- urnar og vondu karlana. Þetta er hrein- lega spurning um hvernig við forgangs- röðum í þessu lífi.“ Eva María: „Ég held samt að þetta sjónarmið sé dálítið þetta kvenlega – að sjá frekar jákvæðu hliðarnar heldur en neikvæðu. Ef við ætlum að ná einhverj- um árangri verðum við að þora að draga fram það sem betur má fara. Þótt við þrjár séum á einhverjum vernduðum vinnustöðum og í vinahópum þar sem allt er svo réttlátt sýna tölurnar bara annað. Það eru mýmörg dæmi enn til um það að menn séu litnir hornauga fyrir að vera heima og sinna veikum börnum. Enn þann dag í dag gera máls- metandi menn í þessu þjóðfélagi lítið úr fæðingarorlofi karla. Þeir segja að það sé fáránlegt að fullfrískir menn á besta vinnualdri séu heima hjá börnum sínum þegar jafnvel mamman sé líka heima.“ Konur mega ekki vera ákveðnar og aggressífar í fjölmiðl- um. Þær eiga að vera huggulegar, indælar, mjúkar og þægilegar og brosa og spyrja fallega. Þrjár fjöl- miðlakonur voru sam- mála um að þetta væri viðhorf almenn- ings til kvenna í fjöl- miðlum. Sigríður D. Auðunsdóttir ræddi við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, Evu Maríu Jóns- dóttur og Sigríði Arnardóttur. Ljósmyndir Stefán Karlsson. F2 12 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR KONUR VERÐA AÐ STANDA SAMAN Nafn: Eva Bergþóra Guðbergsdóttir Staða: Varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. „Karlar eiga miklu auðveldari fram- gang en konur. Þeir geta verið ómenntaðir en samt flogið upp met- orðastigann. Konur fara hins vegar út og ná sér í öll prófin, gera allt sem á að gera, en komast síðan kannski ekkert áfram.“ Nafn: Eva María Jónsdóttir Staða: Þáttagerðarmaður á Stöð 2. „Þótt við þrjár séum á einhverjum vernduðum vinnustöðum og í vina- hópum þar sem allt er svo réttlátt sýna tölurnar bara annað. Það eru mýmörg dæmi enn til um það að menn séu litnir hornauga fyrir að vera heima og sinna veikum börnum. Enn þann dag í dag gera málsmetandi menn í þessu þjóðfélagi lítið úr fæðingarorlofi karla.“ Nafn: Sigríður Arnardóttir Staða: Stjórnar eigin spjallþætti, Fólki með Sirrý á Skjá einum. „Ég hef reyndar tekið viðtöl við karl- menn sem kvarta undan því að kon- urnar þeirra ætlist til þess að þeir séu aðalskaffarar heimilisins. Að laun eiginmannanna séu til að sjá heimilinu farborða en konurnar noti launin sín fyrir sjálfar sig. Sem strákamömmu finnst mér þetta áhyggjuefni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.