Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 76
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
■ BÆKUR
Lynghálsi 4 • 110 Reykjavk. S: 567 3300
info@hestarogmenn.is • www.hestarogmenn.is
SENDUM Í PÓSTKRÖFUMunið vinsælu gjafakortin
Reiðbuxur
Vandaðar reiðb
uxur
með rennlás á
skálmum.
Verð frá aðein
s kr. 6.900
ÓTRÚLEGT VE
RÐ
Nýjar vörur daglega!
Úlpur, jakkar, peysur og hjálmar.
Hanskar, nærföt og sokkar í úrvali.
Hnakkar og beisli á jólatilboði.
Elton John segir snæviþakin Alpafjöllin
minna sig á fyrri daga þegar hann neytti
eiturlyfja. „Þegar ég flýg yfir snæviþakta
Alpana hugsa ég bara um „snjóinn“ sem ég
tók einu sinni inn. Einhver reiknaði eitt
sinn út að ég hefði eytt sjötíu milljónum
dollara á tuttugu mánaða fresti á níunda
áratugnum. Í hvað? Meðal annars kókaín,“
sagði söngvarinn. ■
ELTON JOHN Segir snæviþakin
Alpafjöllin minna sig á kókaín.
Alpafjöllin minna á kókaín
Ritstjórinn og grínistinn Davíð
Þór Jónsson sendi nýverið frá sér
sínar fyrstu bækur; Vísur fyrir
vonda krakka og Jólasnótirnar 13.
„Fólki finnst þetta fyndið og
skemmtilegt. Sumum finnst þetta
samt fullóvenjulegt af því að
þetta er ekki þessi sykursæta og
silkiblíða barnabók sem margir
vilja kannski frekar gefa börnum
fremur en eitthvað með groddara-
legum og kaldhæðnum húmor,“
segir Davíð um fyrrnefndu bók-
ina.
Hann bætir því við að allir hafi
gott af fjölbreytilegum húmor.
„Ég held að íslensk börn séu það
þyrst í kveðskap og kvæði að það
sé alveg pláss fyrir fleiri skáld og
fjölbreyttari í þeim hópi. Ég er
eiginlega að þessu af því að börn-
in mín höfðu húmor fyrir þessu og
ég treysti því að þau séu ekki ein
á þeirri skoðun.“
Davíð hefur ort síðan hann
man eftir sér og segist hafa byrj-
að að ríma um svipað leyti og
hann byrjaði að tala. „Þegar ég
var ungur í sveit hjá afa kenndi
hann mér vísur og útskýrði fyrir
mér bragfræði. Ég byrjaði síðan á
þessari bók um jólin 2000 og hélt
síðan áfram næstu fjögur árin.“
Að sögn Davíðs er það algjör-
lega ný lífsreynsla að halda á bók
eftir sjálfan sig í höndunum, svo-
lítið eins og að eignast barn. Hann
segir það einnig mjög skemmti-
legt að ferðast og kynna bækurn-
ar sínar. „Það er mjög gaman að
kynnast einhverju nýju og ég gæti
alveg hugsað mér að halda þessu
áfram. Ég hef þýtt marga söng-
leiki og gert söngtexta fyrir hina
og þessa tónlistarmenn en þetta
er í fyrsta sinn sem ég sendi frá
mér bundið mál á prenti.“
Davíð segir að bókin Jólasnót-
irnar 13 hafi orðið til fyrir síðustu
jól. Hann hafi ákveðið að sýna Rás
2 vísurnar sem hann hafði samið
um þessar systur jólasveinanna
13 og þar hafi menn tekið vel í
efnið. Vísurnar voru lesnar upp
fyrir jólin í útvarpinu við mjög
góðar undirtektir og í framhald-
inu ákvað Davíð að gefa þær út á
bók. „Ég held að það sé aldrei of
mikið af bundnu máli og það er
alltaf gott að fá nýjar vísur. Það
eru síðan komandi kynslóðir sem
ákveða hvort þær lifi eða ekki,“
segir hann.
freyr@frettabladid.is
Börn eru þyrst í kveðskap
DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON Davíð Þór Jónsson segist hafa haft mjög gaman af því að lesa
upp úr bókunum sínum.
■ FÓLK