Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 86
54 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Þegar jólin nálgast hafa bókaút- gefendur í mörg horn að líta og víst að sólarhringurinn er planað- ur upp á mínútu. Einn þeirra stærstu í bransanum er Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri JPV útgáfu, sem engu að síður gefur sér alltaf tíma til að leggja sig í hádeginu; frá tólf til hálftvö. „Ég á þrjá ketti og tek einn þeirra, sem reyndar bíður alltaf tilbúinn eftir mér, í hádegislúr- inn en við sofnum saman yfir há- degisútsendingu Ríkisútvarps- ins, sem er mjög mikilvægur þáttur í þessu öllu. Þá finnst mér eins og veröldin sé ekki öll farin til andskotans; að eitthvað sé til sem ekki hefur gefið eftir,“ segir Jóhann Páll, sem stundum nær ekki að dorma fyrr en komið er fram í veðurfréttir vegna streitu. „En í öllu falli sofna ég yfir veðrinu og er þá bókstaflega kominn inn í móðurkvið,“ segir hann hlæjandi og stillir vekjar- ann á hálftvö. Jóhann Páll segist hafa lagt sig í hádeginu frá því í bernsku, en faðir hans Valdimar hafði þann háttinn á í bókaútgáfunni Iðunni. „Alveg sama þótt pabbi væri með blóðþrýstinginn í botni þá slokknaði á honum um leið og hann lagðist í sófann á skrifstof- unni. Ég er því alinn upp við þetta og þörfin fyrir hádegislúr er í genunum hjá mér. Rútína er mér líka mjög mikilvæg.“ Hann kallar svefnfélagann Endurskoðandann, en kötturinn sá er jafnan ekki tilbúinn að fara á stjá upp úr hálftvö. „Ég kveð hann með nokkrum góðum strokum, en þetta er ómissandi regla hjá mér. Ég er ómögulegur maður ef ég fæ ekki þetta hádegi með kettinum og gömlu gufunni. Þannig held ég stressið út, en almennt vakna ég ekki seinna en hálfsjö á morgn- ana. Ég er svo kominn aftur í koju klukkan átta á kvöldin og fer þá nákvæmlega eins að; með Endur- skoðandanum upp í rúm á meðan ég næ mér niður; strýk honum og horfi á sjónvarpsfréttir en fer svo aftur fram úr að vinna. Þá get ég haldið áfram til miðnættis, altsvo ef ég hef náð að vinda ofan af mér, en til þess er engin betri leið en að tala við kettina.“ thordis@frettabladid.is JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON: LÆTUR HÁDEGISLÚRINN GANGA FYRIR Í TILVERUNNI Í móðurkviði með endurskoðanda í hádeginu Engin jól án skötu „Ég er Vestfirðingur að uppruna og alinn upp við það hjá Dýrfirðingnum föður mínum að engin jól væru án skötu. Á Þorláks- messu fylltist húsið af dá- samlegum ilmi kæstrar skötu. Eftir að ég varð full- orðinn hef ég haldið þess- um sið og áratugum sam- an hef ég borðað skötu í hópi ýmissa góðra félaga, á seinni árum oftast á veit- ingahúsum sem hafa haft tilhneigingu til að hverfa í gleymskunnar dá en ég hef jafnan fundið nýja staði til að næra mig á þessum óviðjafnanlega kosti sem er partur af íslenskri þjóðararfleifð. Það er enginn með vestfirsk gen sem ekki borðar skötu á Þorláksmessu.“ Össur Skarphéðinsson alþingismaður Viðbjóðslegasti matur á Íslandi „Ég myndi ekki borða skötu þótt skammbyssu væri beint að gagnauga mínu. Mér finnst þetta einfaldlega viðbjóðslegasti matur sem framreiddur er á Íslandi og enn ein átylla Íslendinga til að fara á fyllirí. Ég hef aldrei borðað skötu, lyktin ein segir allt sem segja þarf um þenn- an viðbjóð.“ Ingvi Hrafn Jónsson útvarpsmaður Skemmtilegar skötu- veislur „Já, það geri ég gjarnan. Fyrir austan, þar sem ég ólst upp, var ekki reglu- lega náð í skötu en síðan ég varð fullorðin hef ég yfirleitt borðað skötu á Þorláksmessu. Mér hefur oft verið boðið í skemmti- legar skötuveislur. Rann- veig Ágústsdóttir sem var lengi framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins bauð okkur Þorgeiri gjarnan í skötu. Frændfólk mitt hefur fyrir sið að koma saman og borða skötu. Skata finnst mér afskaplega góð.“ Vilborg Dagbjartsdóttir skáld BORÐARÐU SKÖTU Á ÞORLÁKSMESSU? 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 ...fá strákarnir í 70 mínútum fyrir að hafa náð gullsölu á borðspili sínu og platínusölu á DVD-diskn- um. Allt sem þeir snerta breytist í gull! HRÓSIÐ Varað við Steingrími Njálssyni Lýgur sig inn á leikskóla og brýnir hnífa – hefur þú séð DV í dag? Pakkatilbo› Diskur, nemi og móttakari 24.900.-Tilbo› Reikna›u dæmi› til enda og fá›u stafrænar opnar sjónvarpsrásir um gervihnött. B‡›ur ma. upp á BBC, Sky News, CNN o.fl. Echostar DSB-780 FTA Móttakari fyrir opnar rásir. Opi› laugardag f rá k l . 10 -16 Gæ›in hafa nafn E I C O S k ú t u v o g i 6 S í m i 5 7 0 4 7 0 0 w w w . e i c o . i s Lárétt: 1 koss,5ort, 6ko,7tf, 8dyr, 9garm,10sá,12sjó,13æra,15að, 16laug,18máir. Lóðrétt: 1kotasæla,2orf, 3st, 4formóðir, 6kyrja,8das,11ára, 14aum,17gá. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Rússland. Ronaldinho og Birgit Prinz. Grindergirl. Lárétt: 1 vináttuvottur, 5 samið, 6 úrslit í boxi, 7 einkennisstafir flugvéla, 8 inn- gang, 9 vesaling, 10 dreifa, 12 mar, 13 sómi, 15 til, 16 bað, 18 þurrkar út. Lóðrétt: 1 mjólkurafurð, 2 amboð, 3 í röð, 4 amma, 6 syngja, 8 happdrætti, 11 hjúpur, 14 sár, 17 líta. Lausn: Í hinni undanúrslitaviðureign spurningakeppni Fréttablaðsins, sem er byggð á Popppunktsspili Dr. Gunna, mætast handboltakonan Harpa Melsted og þingkonan Katrín Júlíusdóttir. Harpa lagði rithöfund- inn Kristínu Ómarsdóttur í 8-liða úrslitum á meðan Katrín bar sigurorð af leikkonunni Elvu Ósk Ólafs- dóttur eftir æsilega baráttu. Sigurvegarinn í þessari viðureign mætir í úrslitum rithöfundinum Stefáni Mána, sem ku óttast Katrínu mikið. Verðlaunin eru ekki af verri kantinum; sjálft Popppunktsspilið. HARPA MELSTED Dvaldi lengi við nafnið Bryan McFadden en hafði ekki svarið. Hún var sérlega svekkt yfir því að vita ekki nöfnin á plötum Bubba og Ný danskrar. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Segir að keppnisskapið sé farið að blossa upp í sér og stefnir að sigri í keppninni. 1. (1969) 2. (Kanada) 3. (Pass) 4. (Pass) 5. (Blindsker) 6. (Rétt) 7. (Pass) 8. (Alelda) 9. (Pass) 10. (Rétt) RÉTT/RANGT 1. (1963) 2. (Bandaríkjunum) 3. (Pass) 4. (New Kids on the Block) 5. (Kona) 6. (Rétt) 7. (Pass) 8. (Ný dönsk) 9. (Pass) 10. (Rétt) HARPA MELSTED KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Katrín er komin í úrslit eftir æsispennandi undanúr- slit og mætir þar Stefáni Mána rithöfundi. Alls stig2 Alls stig2 ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ RÉTT/RANGT 10 HRAÐASPURNINGAR 1. Hvaða ár fæddist Björk? 2. Í hvaða landi fæddist trommarinn Tommy Lee? 3. Með hverjum er lagið Blue Jean Queen? 4. Í hvaða hljómsveit syngur Bryan McFadden? 5. Hver er fyrsta sólóplata Bubba Morthens? 6. Hafa Foo Fighters spilað á Íslandi? 7. Í hvaða bandi trommar Larry Mullen Jr.? 8. Hvað heitir fyrsta plata Ný danskrar? 9. Hvaða sveit stofnaði Billy Corgan 2000? 10. Í hvaða hljómsveit voru bræður Andy Gibb? 5 AUKASPURNINGAR 11. Hvað heitir fyrsta sólóplata Britney Spears? 12. Með hvaða bandi er platan The Wall? 13. Hver söng um Gamla sorrí Grána? 14. Hvaða hljómsveit gerði plötuna Allt sem ég sé? 15. Í hvaða bandi voru Pollock-bræður með Bubba? ✓ ✓ ✓ ✓ 11. (Oops I Did it Again) 12. (Rétt) 13. (Rétt) 14. (Rétt) 15. (Egó) RÉTT/RANGT 11. (Rétt) 12. (Rétt) 13. (Pass) 14. (Rétt) 15. (Rétt)✗ ✗ ✗ RÉTT/RANGT ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ Alls stig5 Alls stig6 Rétt svör: 1:1965, 2:Grikklandi,3:Magnúsi Þór, 4: Westlife, 5:Ísbjarnarblús,6:Já,7:U2,8:Ekki er á allt kos- ið,9:Zwan, 10:Bee Gees, 11: Baby One More Time, 12: Pink Floyd, 13: Megas,14: Írafár, 15:Utangarðsmönnum. POPPFRÓÐASTI PÖPULLINN 6. UMFERÐ Leiðrétting: Það var Stefán Máni sem vann Steingrím J. í undanúrslitum í gær en ekki öfugt eins og haldið var fram í blaðinu. Einnig vantaði rétt svar við spurningunni: Hvaðan er hljómsveitin Abba? Svarið er Sví- þjóð. Beðist er velvirðingar á mistökunum. BÓKAÚTGEFANDINN JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON Afþakkar öll hádegisboð og fundi í hádegishléinu en lætur hafa forgang að leggja sig undir hádegisfréttum Ríkisút- varpsins með malandi Endurskoðandann á sænginni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON INGVI HRAFN JÓNSSON VILBORG DAGBJARTS- DÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.