Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 2
2 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Félagsdómur: Dómur mun falla í Sólbaksmálinu KJARAMÁL Félagsdómur hafnaði í gær kröfu Brims um að máli Vélstjórafélags Íslands gegn út- gerðinni vegna kjarasamnings sjómanna á Sólbaki yrði vísað frá dómi. Forsvarsmenn Brims sögðu samninginn ekki á vegum fyrir- tækisins, heldur sérstaks út- gerðarfélags í eigu Brims. Vél- stjórafélagið vill að samningur- inn verði ógildur með dómi þar sem hann sé málamyndagjörn- ingur. Kjarasamningar við sjómenn á Sólbaki voru gerðir án þátt- töku stéttarfélaga og töldu for- svarsmenn þeirra að samning- arnir væru nauðasamningar og ógn við almennan samningsrétt. Taldi Vélstjórafélagið að samn- ingarnir væru gerðir til að freista þess að semja um lakari kjör en kveður á um í kjara- samningum sjómanna og út- vegsmanna. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélagsins, segist ánægður með niðurstöðuna. „Okkar mál- staður virðist réttur og félags- dómur vill að efnislegur dómur falli.“ Félagsdómur mun taka mál Vélstjórafélagsins til meðferðar snemma á komandi ári. - ghg Niðurskurður gerir forvarnir erfiðari Niðurskurðurinn hjá SÁÁ gerir allt forvarnarstarf mun erfiðara, að sögn forstöðumanns Fræðslumið- stöðvar forvarna. Hann segir að kallað verði eftir svörum frá stjórnvöldum um hvort markmið heil- brigðisáætlunar Alþingis til 2010 séu gleymd. HEILBRIGÐISMÁL Niðurskurður sá, sem við blasir í starfi SÁÁ eftir að fjárlög lágu fyrir gerir allt for- varnastarf í áfengis- og fíkniefna- málum mun erfiðara en ella, að sögn Árna Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Að sögn Þórarins Tyrfingsson- ar, yfirlæknis á Vogi, liggur fyrir að fækka verður innlögnum um 300 á næsta ári. Ekki verður hægt að bæta við fleiri ópíumfíklum í viðhaldsmeðferð, bráðaþjónustu verður að leggja af og hætt að taka inn ungmenni undir 16 ára aldri. Árni sagði að þótt málið sneri að meðferðum þá hefði það áhrif á forvarnir. „Hann er tvíþættur. Annars vegar hvað varðar börn og ung- menni, en þar eru sameiginlegir miklir hagsmunir í forvörnum og meðferðinni. Þessi hópur þarf að eiga sem greiðasta leið í meðferð, því að hvert ár sem tapast þannig að ungmenni haldi áfram í neyslu er dýrmætt. Þar er um að tefla þroska, nám og fleira sem fer for- görðum í því ferli. Því lengur sem þau eru í þessu ástandi, þeim mun erfiðara verður að koma þeim á réttan kjöl. Þetta er því mjög mið- ur í því ljósi.“ Árni sagði að hinn þátturinn sem sneri að forvörnum væri fíkniefnamarkaðurinn úti í sam- félaginu. Eftir því sem hann væri minni, færri neytendur, minni eftirspurn og þar af leiðandi minna um efni, þeim mun auðveld- ara ættu þeir um vik sem ynnu að forvörnum. „Þessi mikli innflutningur bein- ist fyrst og fremst að stórneytend- unum. Fíkniefni verða einnig fáan- leg víðar og meiri líkur eru á að ungmenni komist í snertingu við efnin, á skemmtistöðum, í partí- haldi og öðru viðlíka.“ Árni sagði að allt sem takmark- aði aðgengi ungmenna að ráðgjöf og meðferð og „runa af frumvörp- um“ um að auðvelda aðgengi að áfengi væri ekki í samræmi við heilbrigðisáætlun sem Alþingi hefði sett til ársins 2010. Fræðslu- miðstöðin myndi kalla eftir svör- um um hvort stjórnvöld væru búin að gleyma þeim markmiðum sem þau hefðu sett í áætluninni í heil- brigðis- og forvarnamálum. jss@frettabladid.is Írak: Flugskeyti hæfir matsal BAGDAD, AP 22 létust og rúmlega 50 særðust í sprengjuárás á banda- ríska herstöð í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær. Samtökin Ansar al-Sunnah hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Talið er að flugskeyti hafi hæft matsal í herstöðinni með fyrr- greindum afleiðingum. Ekki var vitað hversu margir hinna föllnu og særðu eru bandarískir eða íraskir en stöðin er notuð af bæði bandaríska hernum og öryggis- sveitum bráðabirgðastjórnar Íraks. Í fyrra dóu 17 bandarískir her- menn eftir að tvær þyrlur af gerð- inni Black Hawk rákust saman í skothríð og hafa ekki fleiri fallið í einni árás. ■ „Það ætla ég nú að vona ekki.“ Smári Geirsson er varaformaður bæjarráðs Fjarða- byggðar. Það kom honum mjög á óvart þegar í ljós kom að forstjóri væntanlegs álvers í Reyðar- firði hygðist búa á Egilsstöðum. Alcoa hafði tjáð bæjaryfirvöldum í Fjarðabyggð að stjórnendur ál- versins myndu hafa lögheimili í sveitarfélaginu. SPURNING DAGSINS Smári, verður þetta fjarstýrt álver? FORSTÖÐUMAÐURINN Árni Einarsson segir að niðurskurðurinn á Vogi komi niður á forvörnum. HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra kveðst vilja hafa sam- skipti ráðuneytisins og SÁÁ í formi samninga og vísar til þjónustusamnings sem er í gildi nú. Hann segir að vilji menn endurskoða þann samning þá þurfi þeir að sækja formlega um það samkvæmt ákvæðum hans. Engin slík umsókn hafi borist frá SÁÁ. „Þó að menn taki upp viðræð- ur um þann samning sem í gildi er, þá er ekki víst að menn séu með fjármuni í höndunum,“ segir hann og bendir á að til SÁÁ renni nú um 500 milljónir króna á ári. Þá fái samtökin til viðbótar 7,7 milljónir króna á næsta ári til að koma til móts við lyfjakostnað til viðhaldsmeð- ferðar ópíumfíkla. Spurður hvort þessi þróun væri samkvæmt markmiðum heilbrigðisáætlunar Alþingis til ársins 2010 þar sem kveðið væri á um aukið aðgengi að meðferð- arúrræðum fíkla og áfengis- sjúkra og jafnframt því mark- miði að dregið verði úr neyslu áfengis og vímuefna sagði ráð- herra afleitt ef skera þyrfti niður þjónustuna. Hins vegar væru fleiri stofnanir sem veittu slíka þjónustu og mætti benda á ummæli forstöðumanns Barna- verndarstofu, sem teldi sína stofnanir geta bætt við sig þjón- ustu. jss@frettabladid.is HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Jón Kristjánsson segir að vilji menn endurskoða þann gildandi þjónustu- samning þá þurfi þeir að sækja formlega um það samkvæmt ákvæðum hans. Heilbrigðisráðherra um niðurskurð SÁÁ: Vill samskipti í formi samninga YFIRLÆKNIRINN Þórarinn Tyrfingsson segir að meðal annars þurfi að bæta bráðaþjónustu. Ísafjörður: Ófaglærðir skrá sig veika KJARAMÁL Tæplega 40 ófaglærðir starfsmenn á fjórum af sex leik- skólum hjá Ísafjarðarbæ skráðu sig veika og mættu ekki til vinnu í gær til að mótmæla seinagangi í greiðslum í fram- haldi af starfsmati hjá sveitar- félögunum. Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að um ólöglega aðgerð sé að ræða. Málið átti að vera frágengið fyrir 1. desember en ekki er búið að greiða eftir því nema hjá örfáum sveitarfélögum. Ísa- fjarðarbær hefur frest til 31. mars til að ganga endanlega frá greiðslum. „Starfsfólkið er skiljanlega þreytt á því hve hægt þetta hef- ur gengið,“ segir Halldór. „Ef fólk er veikt þá er það veikt en það liggur fyrir að þetta eru samantekin ráð.“ - ghs Á HAFNARBAKKANUM Fulltrúar sjómanna reyndu að stöðva löndun úr Sólbaki þar sem þeir töldu kjarasamning sjómanna um borð ólöglegan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.