Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 28
Það er á brattann að sækja þegar
gengið er til Betlehem frá völl-
um fjárhirðanna sem sagt er frá
í jólaguðspjallinu, því Betlehem
er byggð á hæðum. Leiðirnar
tvær sem liggja inn í borgina eru
hins vegar öll seinlegri en klifrið
upp hæðina. Biðin við vegatálm-
ana sem Ísraelsmenn hafa sett
upp getur tekið marga klukku-
tíma þótt engin augljós ástæða
sé fyrir bið því fáir eru á ferli.
Nema þá duttlungar hermanna
sem hafa fátt annað sér til
skemmtunar en að ákveða
hvenær menn mega nálgast þá
með beiðni sína um leyfi til að fá
að fara heim til sín eða til að
sinna erindum í næsta bæ. Eini
útlendi ferðamaðurinn í augsýn
fær skárri meðferð. Ungur her-
maður spurði mig á lýtalausri
þýsku hvernig mér þætti að búa í
Berlín. Hann sagðist eiga ættir
sínar að rekja til Þýskalands en
bætti því við að sitt fólk væri þar
ekki lengur. Og allur heimurinn
veit hvers vegna fólkið hans er
ekki þar lengur. Ég bý sjálfur í
gömlu gyðingahverfi þar sem
fólk var dregið út úr húsum sín-
um og sent í dauðann. Það er
stutt í grimmdina í landinu helga
en líka stutt í skýringar. Í Bet-
lehem eru flestar búðir lokaðar,
hlerar fyrir gluggum og fáir á
ferli. Maður sagði mér að at-
vinnuleysið væri sagt 50% en
sjálfur þekkti hann nánast engan
mann í fullri vinnu. Annar maður
sagði að eina vinnan sem væri að
fá í borginni væri við að byggja
aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna
sem slítur í sundur landskika
Palestínumanna í kringum borg-
ina. Við erum líklega eina fólkið í
heiminum, sagði mér ungur mað-
ur, sem lifir á því að byggja fang-
elsi utan um sjálft sig. Sjálfur
ætlaði hann ekki að láta loka sig
inni, hann sagðist vera að bíða
eftir því að ættingjar sínir í Ástr-
alíu útveguðu landvistarleyfi.
Ungir menn í kring heyrðu tal
okkar og einn þeirra sagði að
hinn ungi viðmælandi minn væri
kristinn og að kristnir menn
væru allir á leið úr borginni. Þeir
eiga allir frændur í útlöndum,
sagði hann, þeir geta farið til
Ameríku eða Englands ef þeim
sýnist. Gamall maður við fæð-
ingarkirkjuna sagði mér að fyrir
fáum árum hefði mikill meiri-
hluti íbúa Betlehem verið kristn-
ir, eins og hann sjálfur, og þannig
hefði þetta alltaf hefði verið frá
dögum Jesú og þar til nú. Kaup-
maður sem blandaði sér í tal okk-
ar upplýsti að kristnir menn í
borginni væru nú mun færri en
múslimar. Allir fara sem komast
í burtu og þeir kristnu eru með
rétta menntun, sagði hann, og
hafa sambönd. Múslimar flýja
líka. Eins og kristnir landar
þeirra hafa þeir lengi menntað
sig betur en fólkið í nálægum
löndum og sinna nú tugþúsund-
um saman flóknari störfum víða
um heim. Í Jerúsalem og fleiri
byggðum kristinna araba er
sömu sögu að segja og í Bet-
lehem. Þeir kristnu eiga oft auð-
veldara með að koma sér úr landi
og flýja vonleysi og grimmd her-
námsins. Það hefur ekki alltaf
verið friðsamlegt við vöggu
kristinnar trúar síðustu tvö þús-
und árin en þessi nýjasti ófriður
og þetta nýjasta hernám virðist
ætla að ganga nær samfélögum
þeirra en flest annað í sögunni.
Litlu austar, í Írak, er það sama
að gerast. Þar hafa kristnir menn
verið fjölmennir frá fyrstu árum
kristnnar trúar en nú flýja þeir
skálmöldina í landinu tugþús-
undum saman. Samfélag þeirra
hefur oftast staðið í blóma í
Bagdad þessi ríflega 1300 ár sem
borgin hefur verið undir stjórn
múslima og á stjórnartíma Sadd-
ams var staða þeirra síst verri en
annarra Íraka. Nú eru þeir á
milli steins og sleggju og kjósa
að flýja. Í Damaskus í Sýrlandi
sýndi mér prestur mælandi á
tungu krists, hvar Páll postuli
slapp yfir borgarmúrana til að
hefja trúboð sitt. Hann sagði mér
að nú væri hann alltaf að skíra
börn nöfnum sem áður voru að-
eins borin af múslimum. Unga
fólkið vill ekki lengur vekja at-
hygli á því að það er kristið, þótt
við séum tíundi hluti þjóðarinn-
ar, sagði hann. Í vöggu trúarinn-
ar, Betlehem, Jerúsalem og
Damaskus líða kristin samfélög
fyrir áhrif kristinna bókstafstrú-
armanna á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. ■
Í 67. grein stjórnarskrár Íslands segir að hvern þann sem erhandtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skuli „ánundandráttar leiða fyrir dómara“. Óheimilt er samkvæmt ís-
lenskum lögum að halda manni í varðhaldi án ákæru nema í tiltek-
inn tíma og þá samkvæmt mati dómara á grundvelli sakarefna.
Samskonar ákvæði eru í stjórnarskrám og lögum annarra réttar-
ríkja. Þetta hafa ávallt verið talin meðal mikilvægustu mannrétt-
inda. Þess vegna kom óhugur í marga þegar þing og ríkisstjórn
Bretlands, eins rótgrónasta lýðræðisríkis veraldar, ákváðu að
veita undanþágu frá reglunni í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á
Bandaríkin fyrir þremur árum. Hefur síðan nokkur hópur er-
lendra manna, grunaður um að undirbúa hryðjuverk, setið í fang-
elsi þar í landi án ákæru. Ekkert annað ríki í Evrópu hefur farið
þessa leið.
Í síðustu viku kvað hæstiréttur Bretlands – dómstóll lávarða-
deildar þingsins – upp þann úrskurð að lögin um þetta efni stæð-
ust ekki þar sem þau fælu í sér brot á mannréttindum. Líklega var
það til að leggja áherslu á þungann í úrskurðinum að dómararnir,
sem eru níu að tölu, ákváðu að sitja allir í dóminum að þessu sinni
en það hefur ekki gerst nema einu sinni frá lokum síðari heims-
styrjaldar. Afleiðing dómsins er að breska valdstjórnin verður
annaðhvort að birta föngunum formlega ákæru eða láta þá lausa.
Kunnugt er að breskum ráðherrum og yfirmönnum öryggislög-
reglu og leyniþjónustu landsins er heitt í hamsi vegna dómsins.
Þeir spyrja hvernig í ósköpunum þeir eigi að geta varist hryðju-
verkaógninni og veitt almenningi tilskylda vörn án víðtækra
heimilda af því tagi sem nú hafa verið felldar úr gildi. Benda þeir
á að sannanir gegn hryðjuverkamönnum séu oft þess eðlis að ekki
sé hægt að kynna þær í opnu réttarhaldi án þess að skaða þá aðila
sem veitt hafa upplýsingar eða það kerfi sem notað er til að fylgj-
ast með hryðjuverkamönnum. Þeim gremst einnig það sem þeim
finnst vera vantraust á lögreglu- og dómsmálayfirvöld og felist í
úrskurðinum.
Um þetta er það að segja að vissulega kann úrskurðurinn að
skapa aukinn vanda í viðureigninni við hryðjuverkamenn. En eina
svarið við því er að aðlaga sig að reglunni. Sannleikurinn er sá að
það er í rauninni miklu hættulegra fyrir lýðræði okkar og frelsi
að hafa opna heimild af því tagi sem nú hefur verið felld úr gildi,
en að vera án hennar. Jafnvel þótt við hefðum hundrað prósent
traust á yfirvöldunum er hættan sú að mistök leiði til frelsissvipt-
ingar saklausra manna. Það hefur því miður alltof oft gerst en
mannréttindareglurnar hafa þá vegið á móti. Og framhjá því
verður heldur ekki litið að tiltrú á leyniþjónustu og öryggislög-
reglu Vesturlanda hefur ekki aukist á undanförnum mánuðum og
árum. Upplýsingaöflun þessara stofnana hefur oftlega reynst
yfirborðsleg og svo óvönduð að undrun sætir. Má í því sambandi
minna á gagnaöflunina mistæku sem leiddi til innrásarinnar í
Írak í fyrra.
Ástæða er til að gleðjast yfir úrskurði hæstaréttar Bretlands.
Hann felur í sér mikilvæga viðspyrnu gagnvart þeim sem ekki sjá
mótsögnina í því að verja frelsi og mannréttindi með því að
byggja vernd þeirra á geðþóttamati ríkisvaldsins hverju sinni. ■
22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Hryðjuverkalögin bresku felld úr gildi með úrskurði
hæstaréttar landsins:
Vörn fyrir
mannréttindi
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í Betlehem
Baugur Booker Prize?
Ekki er ólíklegt að ýmsir bókamenn og
bókmenntafræðingar, innanlands og
utan, vilji nú ná eyrum Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar stórkaupsýslumanns. Skýr-
ingin? Hann er orðinn aðaleigandi hinna
þekktu bresku bókmenntaverðlauna
Booker. Og veitir víst ekki af góðum ráð-
um í því hlutverki. Þannig er mál með
vexti að stórfyrirtækið breska
Big Food Group, sem Baug-
ur Jóns Ásgeirs eignaðist
ráðandi hlut í fyrir helgina,
er eigandi Booker versl-
unarkeðjunnar sem
Booker verðlaunin
draga nafn sitt af.
Stofnað var til verð-
launanna 1968 og
hafa þau verið veitt
árlega síðan mörgum af öndvegishöf-
undum Breta og innan breska samveld-
isins. Þykir jafnan mikill heiður að
hreppa þau svo ekki sé minnst á fjár-
hæðina sem fylgir en hún er umtals-
verð. Fyrir tveimur árum setti Big Food
Grop á fót sjálfseignarstofnun til að ann-
ast verðlaunin og bauð öðrum fyrirtækj-
um að taka þátt í að fjármagna þau. Var
í framhaldinu gerður samningur til fimm
ára við fjármálafyrirtækið Man Group og
heita verðlaunin nú Man Booker Prize
en ójlóst er hvað
verður eftir þrjú ár. Kannski heita þau þá
Baugur Booker Prize eða Bónus Booker
Prize? Það kemur væntanlega í hlut Jóns
Ásgeirs og hinna nýju meðeigenda hans
að ákveða fyrirkomulag og fjármögnun
þessara bókmenntaverðlauna til fram-
búðar.
Reykingabann
Reykingafólki finnst að sér þrengt með
lögum sem banna reykingar á opinber-
um stofnunum og fyrirtækjum og
þrengja kosti þess á veitingahúsum.
Hinir sem ekki reykja fagna hreina loft-
inu. En þyki mönnum lög hér á landi
ströng í þessu efni ættu þeir að prófa að
heimsækja smáríkið Bútan í Himalaya-
fjöllum. Þar voru reykingar með öllu
bannaðar á opinberum vettvangi í síð-
ustu viku og verður hvergi hægt að
nálgast hið bannfærða efni innanlands á
löglegan máta. Tóbaksfíklar mega þó
reykja heima hjá sér og geta flutt tóbak
inn frá útlöndum ef þeir greiða 100%
skatt til ríkisins ofan á innkaupsverðið.
Ekki er víst að þetta valdi uppnámi því
talið er að aðeins eitt prósent af 700
þúsundum íbúa landsins reyki.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Í DAG
KRISTNI Í
MIÐAUSTURLÖNDUM
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Við vöggu trúarinn-
ar, í Betlehem,
Jerúsalem og Damaskus
líða kristin samfélög fyrir
áhrif kristinna bókstafstrú-
armanna á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna.
,,