Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 48
Að geta verið óþekktur Stundum kemur sú tilfinning að heim- urinn virðist vera hvolfast yfir og vandamálin hverfa ekki heldur verða stærri og stærri. Sem betur fer eiga flestir einhvern til þess að leggja eyru við vanda okkar; maka, foreldra eða vini. En þeir eru líka margir sem hafa engan til þess að hlusta á. Sumum finnst þá gott að vera nafnlausir og lausir undan þeim ótta að þekkjast. Hjálparsími Rauða krossins er hugsaður fyrir þá sem finna sig í þeirri aðstöðu að þá vantar einhvern til þess að tala við, deila hugsunum sínum og tilfinningum. „Við hlustum með at- hygli á hvern einstakling fyrir sig og vandamál hans, viljum frekar að fólk hafi einhvern til þess að deila kvíða sín- um með í stað þess að sitja uppi með hann einn,“ segir Elfa Dögg Leifsdótt- ir, umsjónarmaður sjálfboðaliða Hjálp- arsíma Rauða krossins. Þann fyrsta nóvember síðastliðinn sameinuðust Hjálparsími Rauða kross- ins og Vinalínan undir einn hatt og fengu númerið 1717. Síminn, sem er opinn allan sólarhringinn yfir jólin, er rekinn af Reykjavíkurdeild Rauða krossins og er í samstarfi við Bráðamót- töku geðsviðs, Landlæknisembættiið og Neyðarlínuna 112. Elfa Dögg segir tvo síðustu mánuði ársins oft vera erfiða fyrir þá sem glíma við þunglyndi, einmanaleika eða aðra erfiðleika. Hátíðir eins og jólin magni oft upp erfiðar tilfinningar sem eru til staðar. Hátíðir þar sem fjölskyldan skipti miklu máli og fjölskyldutengsl eru ræktuð dragi enn frekar einmana- leika og þunglyndi fram í ljósið. Hjá Hjálparsímanum starfa að mestu leyti sjálfboðaliðar. „Þeir sem koma til starfa hjá okkur verða að vera orðnir 23 ára og fara í gegnum þrenns konar námskeið. Fyrst er grunnnám- skeið um mannúðarstefnu Rauða krossins. Þar á eftir fara þeir á námskeið í sálrænni skyndihjálp sem stýrt er af fagaðila og þar að auki fara sjálfboða- liðarnir á námskeið í viðtalstækni sem er á vegum aðila frá Landlæknisemb- ættinu.“ Elfa segir að í erfiðustu tilvikunum geti starfsfólkið sent símtölin áfram. „Þegar sjálfboðaliði metur aðstæðurnar þannig að um er að ræða lífshættu vegna til dæmis hættu á sjálfsvígi, getur hann áframsent símtölin til fagaðila, svo sem bráðamóttöku Geðsviðs eða 112.“ Elfa hvetur þá sem á þurfa að halda, að nýta þjónustu Hjálparsímans, 1717. Sálgæsla er samfylgd Fyrir marga er sjúkrahúsvist erfið og reynir bæði á líkamlegt og andlegt þol. Á meðan þeirri vist stendur er gott fyrir sjúkling og aðstandendur hans að geta rætt í trúnaði hluti sem þeir eru ef til vill óvanir að ræða eða þora ekki að tala um. Séra Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur á Landspítalanum, Foss- vogi, hefur starfað að sálgæslu á sjúkra- húsum í tæp tuttugu ár og margt hefur breyst síðan hann hóf störf. Í fyrstu var hann aðeins einn, auk sjúkrahúsprests Þjóðkirkjunnar, sem þá var starfandi á Landspítalanum. Núna eru hins vegar átta einstaklingar sem starfa við sál- gæslu á sameinuðu ríkisspítölunum þremur. „Við reynum að vera samferða sjúk- lingi í þeim átökum sem hann á við líf- ið. Ef verið er að fara á braut sem end- ar í vegleysu, þá reynum við að leiðrétta stefnuna.“ Sigfinnur segir sálgæsluna einnig vera til þess að hjálpa sjúklingi í leit hans að eigin styrk og hvar sá styrk- ur liggi. „Sjúklingur leitar merkingar í hlutum sem oft virðast vera óskiljanleg- ir eða miskunnarlausir.“ Sálgæslan er því fyrst og fremst stuðningur við sjúk- linginn sem er að heyja baráttu við lífið sjálft. Sú reiði sem oft blossar upp við sjúkrahúsvist er ein þeirra erfiðra til- finninga sem sálgæslan fæst við. „Við reynum að vinna þetta þannig að sú til- finning verði sjúklinginum ekki hindr- un, heldur geti hjálpað honum að ná fram og vaxa.“ Sálgæsla á sjúkrahúsi er samfylgd um lengri eða skemmri veg og tekur eitt skref í einu. Hún byggist fyrst og fremst á trausti og trúnaði þannig að sjúklingurinn geti verið öruggur með sig. Sigfinnur segir það vera mikilvægt að ekki sé farið á bakvið sjúklinginn og hann sé ekki leyndur neinu. Slíkt geti skapað vantraust milli hans og aðstand- enda hans. „Sjúklingurinn verður að vera viss um að það sem fari okkar á milli, fari ekki út fyrir það. Hann verð- ur líka að vera viss um að ekki sé verið að fara á bak við hann.“ Umhyggja, hlýja og virðing eru meginforsendur í sálgæslu og segir Sig- finnur að forsenda þess að gera gott gagn sé að viðkomandi fái þá tilfinn- ingu að hann sé virtur fyrir það sem hann er. „Það má aldrei ætla einstak- lingi eitthvað annað en hann er. Hann er það sem hann er og því þarf að nálg- ast hann á hans eigin forsendum. Það má aldrei ryðjast inn í sál annarrar manneskju eða persónu.“ Þrátt fyrir að dauðinn sé oft og tíð- um nálægur á sjúkrahúsum segir Sig- finnur þá sem starfi að sálgæslu ekki einblína á hann. „Þó óhjákvæmilega geti brugðið til beggja vona, þegar fengist er við erfiða sjúkdóma, þá tök- um við fyrst og fremst afstöðu með líf- inu og erum lífsins megin. Allt okkar starf byggist á því, að sjúklingurinn hafi sigur. Við verðum engu að síður að vera raunsæ og passa okkur á því að ekki séu gefnar neinar falsvonir.“ Sorgin afhjúpar okkur Andlát af völdum slysfara vekja upp sterk viðbrögð og spurningar sem erfitt er að svara. Áfallið sem snöggt andlát veldur er oft gríðarlega mikið. „Erfiðar spurningar, reiði og sorg eru eðlileg við- brögð,“ segir séra Kjartan Sigurbjörns- son, sjúkrahúsprestur á Landakoti, sem auk þess hefur starfað með lögreglunni í veitingu áfallahjálpar síðan 1995. „Eftir snjóflóðin fyrir vestan varð tölu- AÐGÁT HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR Sorg, sektarkennd og reiði eru allt sam- mannlegar tilfinning- ar sem brjótast fram, þegar erfiðir sjúk- dómar, andlát eða áföll bera að dyrum. Á slíkri stundu er gott að leita til fólks sem við vitum að hægt er að treysta, sem sýnir okkur virðingu og umhyggju á erfiðri stundu í fullum trún- aði. Freyr Gígja Gunn- arsson hitti fólkið sem hjálpar öðrum að fást við baráttu lífsins sem oft getur orðið hvað erfiðust þegar jólin ganga í garð. F2 16 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Séra Sigurður Pálsson Hlýja og nánd skiptir barnið meira máli en nokkuð annað þegar það fæst við sorgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.