Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 68
36 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Miðvikudagur DESEMBER HANDBOLTI Viggó Sigurðsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, mæt- ir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafn- kelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðs- þjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Sví- þjóð í síðasta mánuði yrði uppi- staðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. „Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöð- una upp á nýtt,“ sagði Viggó að- spurður af hverju hann hefði val- ið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Düsseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska lands- liðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlut- verk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síð- ustu mótum. „Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig,“ sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heims- meistaramótið. „Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því tak- marki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. henry@frettabladid.is Arnór í stað Snorra Viggó Sigurðsson valdi Arnór Atlason í stað Snorra Steins Guðjónssonar í landsliðshópinn sem fer til Túnis. Alexander Pettersons er eini nýliðinn í hópnum. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 X-Games á Sýn.  19.20 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  00.05 NBA-boltinn á Sýn. Útsending frá leik Detroit Pistons og Los Angeles Lakers í NBA- deildinni í körfubolta. Charlton bar sigurorð af Fulham, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta á mánudagskvöldið. Jerome Thomas kom Charlton yfir á 27. mínútu og varnar- maðurinn Talal El Karkouri bætti öðru marki við á 66. mín- útu. Kanadamaður- inn Tomasz Radzinski minnkaði muninn fyrir Fulham átta mínútum fyrir leikslok. Charlton komst með sigrinum upp í sjöunda sæti deildar- innar en Fulham er í fimmtánda sæti. Yao Ming og Tracy McGrady voruí miklu stuði aðfaranótt þriðju- dags þegar lið þeirra, Houston Rockets, bar sigur- orð af Toronto Raptors, 114-102, í NBA-deildinni í körfubolta. Kín- verski risinn Ming skoraði 40 stig og tók 10 fráköst og McGrady bætti við 34 stigum og 12 fráköstum. Ming var óstöðvandi undir körfunni og fór hann oft illa með leikmenn Toronto Raptors. Svissneski tenniskappinn RogerFederer var í gær kjörinn tennis- maður ársins af Alþjóða tennissam- bandinu. Federer fór mikinn á árinu og vann alls ellefu titla, þar á meðal Wimbledon-mótið, opna ástralska meistaramótið og opna bandaríska meistaramótið. Hann hafði mikla yf- irburði í karlaflokki á árinu og trónir á toppi heimslistans. Rússneska tenniskonan AnastasiaMyskina var kjörin tenniskona ársins við sama tækifæri. Myskina vann opna franska meistaramótið en það sem gerði úts- lagið hjá henni var góð frammistaða á Ólympíuleikunum í Aþenu þar sem hún komst í undanúrslit og frábær fram- ganga fyrir rússneska liðið á Fed- mótinu þar sem hún vann alla sjö einliðaleiki sína. Króatinn Velimir Zajec var í gærráðinn knattspyrnustjóri hjá Portsmouth en hann var upphaflega ráðinn til félagsins sem yfirmaður knattspyrnumála. Ráðning hans í það starf varð hins vegar til þess að Harry Redknapp, þáverandi stjóri Portsmouth, ákvað að hætta og því voru góð ráð dýr. Gordon Strachan, fyrrverandi knattspyrnustjóri Sout- hampton, hafnaði boði um að taka við liðinu vegna tengsla sinn við grannana í Southampton og því ákvað Milan Mandaric, eigandi Portsmouth, að ráða Zajec en Króat- inn hefur stjórnað liðinu með góðum árangri allt frá því að Redknapp hvarf á braut. Scott Parker, miðjumaður hjáChelsea, verður frá næstu vikurn- ar eftir að hann fótbrotnaði í leik Chelsea og Norwich í ensku úrvals- deildinni á laugardaginn. Parker, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, hefur átt í basli með að festa sig í sessi í byrjunarliði Chelsea allt frá því að hann kom til félagsins frá Charlton fyrir rúmar tíu milljónir punda í janúar. Santos tryggði sér brasilíska meist-aratitilinn í fótbolta aðfaranótt þriðjudags þegar liðið bar sigurorð af Vasco, 2-1. Ricardinho og Elano skoruðu mörk Santos, sem vann sinn annan meistaratitil á síðustu þremur árum. Þjálfari liðs- ins, Vanderlei Lux- emburgo, fyrrum lands l iðsþ já l f a r i Brasilíu, vann titilinn annað árið í röð en hann stýrði Cruzeiro til sigurs í fyrra. Þetta var jafnframt fimmti meistara- titill Luxemburgo því hann vann titil- inn með Palmeiras árið 1993 og 1995 og Corinthians árið 1998. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM LANDSLIÐSHÓPURINN: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Ciudad Real Alexander Pettersons Düsseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Düsseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar KÁTIR ÞJÁLFARAR Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari og aðstoðarmaður hans, Bergsveinn Bergsveinsson, voru í jólaskapi á blaða- mannafundinum í gær. Fréttablaðið/Páll Við hrósum... ... Eiði Smára Guðjohnsen fyrir að bregðast ekki félögum sínum í Chelsea. Hann valdi miðjumanninn Frank Lampard bestan í heimi í kosningu Alþjóða knattspyrnusambandsins en hvort það var vinargreiði eða hreinlega hans skoðun skal ósagt látið. Eiður Smári var ekki einn um að finnast Lampard bestur þannig að sennilega sér hann lengra en nef hans nær líkt og fyrirliði Bosníu-Hersegóvínu, Sergei Barbarez. Spænska úrvalsdeildin: Carlos heimtar sölu FÓTBOLTI Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos er ekki ánægðasta súperstjarnan í herbúðum spænska liðsins Real Madrid þessa dagana og hefur heimtað að vera seldur frá liðinu eftir að hafa þurft að dúsa á bekknum í karakt- ersigrinum á Racing Santander um síðustu helgi. Roberto Carlos, sem er orðinn 31 árs gamall, hef- ur gengið á fund Emilio Butra- gueno, yfirmanns knattspyrnu- mála, og heimtað að vera seldur þegar leikmannaskiptamarkaður- inn verður opnaður í janúar. Roberto Carlos hefur leikið með Real Madrid allar götur síðan 1996 og er með samning við spænska liðið til 2007 en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann heimtar að vera seldur. Í eitt skiptið var hann ekki sáttur við að fá ekki sömu laun og menn eins og Raul, Luis Figo, Zinedine Zidane, Ronaldo og David Beckham, sem fá allir yfir 500 milljónir skatt- frjálst á ári. ■ EKKI SÁTTUR Á TRÉVERKINU Hinn brasilíski bakvörður Roberto Carlos er einn sókndjarfasti varnarmaður heims. Sigurlás Þorleifsson: Tekur við kvennaliði Eyjamanna FÓTBOLTI Sigurlás Þorleifsson mun stýra kvennaliði ÍBV í Lands- bankadeildinni á komandi tímabili eftir því sem fram kemur á frétta- miðlinum Eyjafréttum. Hann tekur við af Heimi Hall- grímssyni sem stýrði liðinu til sigurs í VISA-bikarkeppninni á síðasta sumari. Sigurlás er reynslumikill þjálfari og hefur bæði þjálfað karla- og kvennalið ÍBV áður. Hann þjálfaði kvennaliðið síðast sumarið 1998. Hann tekur við góðu búi í Eyjum en fær það verðuga verkefni að fylla skarð Margrétar Láru Viðarsdóttur, knattspyrnu- konu ársins 2004, en hún gekk til liðs við Íslandsmeistara Vals í haust. ■ Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.