Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 18
18 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR GRÆNFRIÐUNGAR MÓTMÆLA OF- VEIÐI Grænfriðungurinn Lutz Sengler frá Berlín í Þýskalandi tók sér stöðu við hrúgu af fiski og skelfiski fyrir framan höfuðstöðvar ráðherraráðs Evrópusambandsins. Þar hefst á morgun fundur sjávarútvegsráð- herra Evrópusambandsins. Grænfriðungar hvetja til þess að ráðherrarnir bregðist við ofveiði og mengun. Alcoa og Bechtel greiði fimmtung: Knattspyrnuhöll á Reyðarfirði SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eiga í viðræðum við Alcoa og Bechtel um kostnaðarþátt- töku í nýju fjölnota íþróttahúsi á Reyðarfirði. Lausleg kostnaðará- ætlun hljóðar upp á hálfan milljarð króna og ganga viðræðurnar út á það að Alcoa og Bechtel greiði tæpar 100 milljónir króna. Glúmur Baldvinsson, forstöðu- maður almannatengsla hjá Bechtel, segir að ákvörðunar sé að vænta fljótlega eftir áramót. „Alcoa og Bechtel hyggjast verja 1,3 milljón- um dollara til að koma upp íþrótta- aðstöðu fyrir starfsfólk sitt á Reyð- arfirði. Viðræðurnar við bæjaryfir- völd snúast um það að við leggjum þá fjármuni í varanlegt íþrótta- mannvirki, sem ekki verður tekið niður aftur, og í staðinn fái starfsfólkið aðgang að íþróttamann- virkjum í sveitarfélaginu,“ segir Glúmur. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur hugur bæjaryfirvalda í Fjarðabyggð til að reisa sambæri- legt hús og Bogann á Akureyri. Komi Alcoa og Bechtel að fjármögnun er talið líklegt að húsið verði reist á milli álversþorpsins og byggðarinnar á Reyðarfirði. -kk Grunur um undanskot eigna Nauðungaruppboð var haldið á húseignum á Brjánsstöðum á Suðurlandi, þar sem rekið er 37 herbergja hótel, fyrir tæpum þremur vikum. BÆNDAGISTING Upp kom gunur um að búið væri að selja fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum, áður en kom til nauðungaruppboðs á húseignunum að Brjánsstöðum þar sem rekið hefur verið hótel. Uppboðið sjálft, sem haldið var fyrir tæpum þremur vikum, gekk snurðulaust fyrir sig. Verðmæti smáhýsanna og inn- réttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetning- arkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kært vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hluta- félagið Karat ehf., Sigrún Hauks- dóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjáns- stöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungar- uppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Ís- lands og Eignanets ehf. Á uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónun- um fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljón- ir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Rík- ið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karats ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauks- dóttir segir að engu hafi verið skot- ið úr búinu á Brjánsstöðum. Smá- hýsin séu í nágrenni jarðarinnar. ghs@frettabladid.is           !  "  #$%&' ( )  &'* ( '+    ,-./0-#12345%*(-657*-"888 8889:*-;*(*<<*55= 3*->?6-;#*@5*;@- <*@(*@<"  A   8   B :'! !  C>/)  5!)! '  D#$% ?  8'2!   BE'A  8 #!  +E  +    B=  D#$%&' @ FGF F H     >#02"#6>:J55@5= 7)E! ' K8L ! 7 E    B ,-./0-7:#1;=  >/2  2 ! :% @2/F8   , E !  &B' '    %?%M-GN E  &,-977 8OO8 ) 8OO8 8OO8 )G8OO8 FO8OO8 )K8OO8 K8OO8 ) 8OO8 O8OO8 )'FK8OO8 /& P<B)!  / ' B(  2  FK Q8 E'FF  1B 50>/9#*270;" RRR827*-78"2 (5@5*-793*- 23.-*#"5% -64 <1* 56 2/- *@7 UPPSAGNIR Ráðgert er að segja upp starfsmönnum hjá Ratsjárstofnun á Stokksnesi við Hornafjörð. Þar starfa nú 12 til 13 manns en ekki liggur fyrir hvort öllum verður sagt upp. Albert Eymundsson, bæjar- stjóri á Hornafirði, segir að meiri- hluti starfsmanna á Stokksnesi sé tæknimenntað fólk og hæpið að það fái atvinnu við sitt hæfi á Höfn. Því sé mikil hætta á að starfsmennirnir og fjölskyldur þeirra, samtals 46 manns, flytjist brott af svæðinu. „Það er algjör- lega óviðunandi ef nota á tækni- þróunina til að flytja fólk af lands- byggðinni og á suðvesturhorn landsins. Við munum eiga fundi með framkvæmdastjóra Ratsjár- stofnunar og fulltrúum utanríkis- ráðuneytisins til að fá botn í þetta mál,“ sagði Albert. Ástæða uppsagnanna er aukin sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðv- anna og áform um að leggja af mannaðar sólarhringsvaktir í þremur af fjórum stöðvum stofnunarinnar; á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli. -kk Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun: Víðtæk áhrif á Hornafirði GÖNGUFÓLK Á HEKLU Á Brjánsstöðum er Hótel Hekla rekið. Nauðungaruppboð var nýverið haldið á fasteignunum. Grunur leikur á að fimm smáhýsum hafi verið skotið undan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Iceland Express: Vísar ásök- unum á bug FERÐAMÁL Iceland Express segir yfirvöld ferðamála sjálf hafa brugð- ist ferðaiðnaðinum með því að tefla á tæpasta vað varðandi lögmæti fjárveitinga og vísar á bug full- yrðingum ferðamálastjóra á netinu. Fyrirtækið segir ekki hægt að tengja afturkallaða kæru Iceland Express til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA og sjálfstæða rannsókn ESA á því hvort fjárveitingar til markaðs- mála íslensku ferðaþjónustunnar geti flokkast undir ólögmætan ríkis- styrk. Fjárveiting til markaðsmála ferðaþjónustunnar var lækkuð um 170 milljónir króna á fjárlögum næsta árs. -óká HÖFN Í HORNAFIRÐI Bæjarstjórinn á Höfn segir það óviðunandi ef nota á tækniþróun til að flytja fólk á höfuðborgarsvæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.