Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 8
8 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri fær matarstyrk: Hamborgarhryggur í hverjum poka AÐSTOÐ Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matar- poka sem dreift verður til skjól- stæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhrygg- ur ásamt meðlæti. Jón Oddgeir Guðmundsson, sem veitti matarpokunum viðtöku fyrir hönd Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri, segir að sem fyrr sé mikil þörf fyrir aðstoð Hjálpar- stofnunarinnar og um 50 aðilar í Eyjafirði og á Húsavík leiti eftir að- stoð frá Hjálparstofnuninni. Til við- bótar muni stofnunin hafa samband við einstaklinga sem hún telur hjálpar þurfi . -kk Blair óvænt í Bagdad Forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gærmorgun. Hann sagði þjóðina öðlast lýðræði í kosningunum í janúar og að Vestur- löndum bæri skylda til að aðstoða Íraka við að koma á friði. BAGDAD, AP Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, fór í óvænta heim- sókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsókninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak yrðu haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að aðeins væru tveir valkostir í Írak eins og sakir stæðu, lýðræði eða ógnarstjórn, og það væri skylda Vesturlanda að að- stoða íraskan almenning að gera landið að lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbún- ingsnefndar kosninganna fyrir skömmu, en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann sagðist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru 8.000 breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa her- námsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Mið-Austur- löndum, sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin væri staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sum- ir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af örygg- isástæðum var heimsóknin ekki til- kynnt fyrir fram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska her- menn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári. ■ jólagjöf Hugmynd að fyrir alla Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Gjafakortin eru að verðmæti: 1.000 kr., 2.500 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 HJÁLP FYRIR JÓLIN Jón Oddgeir Guðmundsson tók við pokunum úr höndum Ingvars Más Gíslasonar , markaðsstjóra Norðlenska og Andra Teitssonar, framkvæmdastjóra KEA. TONY BLAIR OG IYAD ALLAWI Blair sagði að með heimsókninni vildi hann leggja sitt af mörkum til að kosningar yrðu haldnar á tilætluðum tíma í janúar. RAFORKUVERÐ Sennilega eru engar forsendur fyrir hækkun raforku- verðs um áramótin sem Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suður- nesja hafa boðað, að mati Neyt- endasamtakanna. Talið er að hækkunin verði um tíu prósent og hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna sagt að hækkunin sé til komin vegna nýrra raforkulaga. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segist vilja vita hvort raunveruleg þörf sé á hækkuninni. „Ég tel engar forsendur vera fyrir svo mikilli hækkun og ég óttast að henni sé einungis ætlað að auka arðsemi orkufyrirtækjanna.“ Jóhannes hefur sent Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkj- unar, bréf og óskað eftir upplýs- ingum um það hvort uppi séu áform um verðbreytingar hjá Landsvirkjun um áramótin, en Landsvirkjun selur Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja raforku. Ef svo er hefur Jó- hannes óskað eftir rökstuðningi fyrir hækkuninni og upplýsingum um hver hún verði. - ghg ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Formaður Neytendasamtakanna telur engar forsendur fyrir hækkun raforkuverðs um áramót. Neytendasamtökin: Verðhækkun út úr öllu korti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.