Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 77
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 ■ BÆKUR FRÁ KEFLAVÍK TIL FRANKFURT Á 21.000 PUNKTUM FARÐU ÚT Á VILDARPUNKTUM Viltu komast í hóp þeirra 21.205 VISA korthafa sem nú þegar eiga næga vildarpunkta til að fljúga frítt út með Icelandair? Þú safnar punktum m.a. þegar þú notar Vildarkort VISA hér heima. Ert þú ekki örugglega að safna? Kannaðu málið á www.visa.is/vildarkort til að vera viss. FÓR Í SKÍÐASKÓLA Í AUSTURRÍKI Síðast þegar við fjölskyldan fórum í skíðaferð þá gátum við notað Vildarpunktana fyrir stelpuna okkar. Við flugum til Frankfurt með Icelandair og keyrðum svo til Lech í Austurríki. Myndin er tekin þegar við erum að sækja hana í skíðaskólann þar sem hún eignaðist fullt af vinum, m.a. frá Ástralíu, Portúgal og Ungverjalandi. Nýjasta barnabók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur er Fíasól í fínum málum og aðalsöguhetjan er hin sjö ára gamla og mjög svo sjálfstæða Fíasól. „Þetta er saga um afskap- lega venjulega stelpu sem er að glíma við það sem sjö ára kríli eru að glíma við, eins og það að halda sjálfstæði sínu gagnvart foreldrun- um,“ segir Kristín Helga. „Fíasól verður til dæmis svo reið við for- eldra sína að hún reynir að fara að heiman. Það hafa margir gert, þótt ekki sé nema inn í kústaskáp í kort- er. Þannig að ég held að við könn- umst öll við okkur í Fíusól. Hún býr í úthverfi og rífst við foreldra sína um fatnað á hverjum morgni og auk þess rænir hún óvart sælgæti úr sjoppu og þarf að takast á við það uppgjör. Bókin fjallar um þess- ar litlu uppákomur hversdagsins sem fólk á þessum aldri er að glíma við.“ Dæturnar grimmir gagnrýnendur Ertu sátt við hina hefðbundnu skiptingu í barna- og unglingabæk- ur? „Mér finnst sú skipting vera hálf- gerður bókarasismi, barnabækur, fullorðinsbækur, gamalmennabæk- ur, kvennabækur og karlabækur. Þetta er einhvers konar mark- aðstæki. Bækur eru bara bækur. Vondar og góðar. Ég á lítinn frænda sem hefur lesið Góða dát- ann Svejk fjórum sinnum og vitnar í hann orðrétt. Ætli það sé þá barnabók? Kvikmyndir hafa þó náð að rjúfa þennan múr. Foreldrar fara í bíó með börnunum sínum og saman njóta þau myndarinnar. Mér finnst að það eigi einnig að eiga við um fjölskyldubókmenntir, að allir geti notið þeirra saman. Ég hef farið á leiksýningu, í bíó eða lesið bók með dætrum mínum sem mér hundleiddist meðan þær skemmtu sér. En svo koma stundir þar sem allir njóta þess sama. Það skapast einhvers konar töfrastund þegar efni nær til allra. Þannig er það þegar bók verður að samveru- stund.“ Dætur Kristínar Helgu eru sjö, ellefu og sextán ára og lesa bækur móður sinnar áður en þær fara á prent. „Ég fæ mikla hjálp frá þeim,“ segir hún. „Þær eru grimm- ir gagnrýnendur. Ég prófa bækurn- ar líka á fleiri krökkum. Krakkar eru einlægir gagnrýnendur og þeir eru ekki hræddir við að koma með tillögur og segja: „Ekki gera þetta svona. Mér finnst þessi persóna leiðinleg“. Börn eru afskaplega kvikur og næmur lesendahópur.“ kolla@frettabladid KRISTÍN HELGA GUNNARSDÓTTIR „Þegar ég skrifa hef ég eiginlega öll aldursskeið lesenda í huga. Oft liggur manni eitthvað á hjarta og vill gjarnan ávarpa þá eldri líka. En börn eru stærsti lesendahópur minn og þau vilja fá að hlæja um leið og þau vilja finna fyrir samkennd og samúð með persónunum í bókinni.“ Bókin sem samverustund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.