Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
„Staðföst þjóð“
eða „leppríki“?
Tungan í munninum á okkur er eitt-hvert öflugasta stríðstæki sem um
getur. Með því að beita tungunni læ-
víslega er hægt að tala um styrjaldir
eins og góðgerðastarfsemi og breyta
stríðsglæpum í afreksverk í þágu
frelsis. Opinberir aðilar í öllum lönd-
um hafa lipra tungu og kunna lagið á
því að matreiða ólystug sannindi
þannig að þegar fréttamiðlar bera
fram ófögnuðinn sé hann orðinn að já-
kvæðum og ljúffengum gleðifréttum.
MÁLNOTKUN hinnar opinberu
tungu skiptir sköpum við að móta
afstöðu almennings til þeirra atburða
sem stjórnvöld í hverju landi vilja fá
venjulegt fólk til að kyngja. Frægt
dæmi um opinbera skoðanamótun er
vitanlega hin þrákelknislega notkun á
orðinu „varnarlið“ um bandaríska
herliðið í Keflavík sem herstöðvaand-
stæðingar svöruðu samstundis með
orðinu „setulið“. Nýlegt dæmi um
öfugsnúna málnotkun er útúrsnúning-
ur stuðningsmanna Dabba og Dóra
um að þeir sem fordæma manndráp
og styrjaldarrekstur og hernám í Írak
séu þar með á móti friði, lýðræði og
uppbyggingu og styðji Saddam Húss-
ein.
HEIMSMEISTARAR auglýsinga-
mennskunnar, Bandaríkjamenn, hafa
verið brautryðjendur í því að segja að
svart sé hvítt. Leyniþjónusta Banda-
ríkjanna, CIA, hefur áratugum saman
stundað launmorð, íkveikjur,
sprengjutilræði og byltingarstarfsemi
gegn réttkjörnum stjórnvöldum. Þeg-
ar Bin Laden og félagar börðust gegn
Sovétríkjunum með aðferðum CIA
voru þessir aðilar „baráttumenn fyrir
friði“, en svo kom annað hljóð í
strokkinn þegar baráttan tók að bein-
ast gegn Bandaríkjunum og „baráttu-
menn fyrir friði“ urðu „hryðjuverka-
menn“.
RÍKI sem studdu Sovétríkin á sínum
tíma voru kölluð „leppríki“, en þau
ríki sem hafa ekki aðra utanríkis-
stefnu en þá að geðjast Bandaríkjun-
um eru kölluð „bandamenn“ eða
„staðfastar þjóðir“. Með fréttasíbylju
nútímans er tiltölulega auðvelt að
móta skoðanir almennings. Með
óheiðarlegri málnotkun er hægt að
breyta löglausri innrás og hernámi í
krossferð í þágu friðar og framfara.
Enda er maðurinn dýrunum æðri í því
tilliti að hann hefur fundið upp tungu-
mál sem hann getur notað til að leyna
hugsunum sínum.
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR