Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 64
Á dögunum kom út bókin „Laufás við Eyjafjörð – Staðurinn“ eftir Hörð Ágústsson. Hörður er braut- ryðjandi í rannsóknum á íslenskri byggingararfleifð og raunar einn af þeim fyrstu sem rituðu um ís- lenska húsagerð. Allir sem huga að íslenskri byggingarlist verða að lesa greinar hans í Birtingi um arkítektúr tuttugustu aldar og rannsóknir hans á íslenskri bygg- ingarhefð og sögu hafa lagt grunninn að heilli fræðigrein. Hann hefur varpað bjartara ljósi á íslenska byggingarlist en nokk- ur annar maður. Því er hverju nýju stórvirki tekið með fögnuði. Nú kemur frá Herði bók um Lauf- ás, bæinn sjálfan, útihús og húsa- kost á kirkjujörðum staðarins. Tímamót tóku hús á Herði og spurðu hann fyrst um tildrög alls þessa: „Ja, það var nú þannig að í gamla daga, þegar við stofnuðum Birting, þá dæmdist arkítektúrinn á mig. Ég skrifaði greinaflokk í tímaritið um arkítektúr og endaði á því að varpa fram spurningunni: Hver er hlutur Íslands? Þessari spurningu var alls ekki hægt að svara. Ekki þá. Það hefur verið klifað á því að við eigum ekkert frá fyrri tíð nema bókmenntir. Ég var ekki viss um að þetta væri rétt. En þetta var að langmestu leyti ókannað. Ég sótti svo um styrk úr Vísindasjóði og ég var svo heppinn, ég held að það hafi verið Kristjáni Eldjárn að þakka, að ég fékk styrk til rannsókna, og fjögur ár í röð meira að segja. Ég fór svo um landið, teiknaði upp og fékk Skarphéðin Haraldsson til þess að taka myndir. Það má segja að ég hafi orðið algjörlega gagn- tekinn af þessu verkefni. Síðan lá fyrir að fara að kanna heimildirn- ar. Og þá lá nú við að mér féllust hendur. Heimildirnar í Þjóð- skjalasafni eru svo miklar. En síð- an hef ég bara ekki hætt.“ Laufásbærinn, hann er merki- legur, er ekki svo? „Bærinn í Laufási er tvímæla- laust glæsilegasti fulltrúi ís- lenskra íveruhúsa frá fyrri tíð sem við eigum. Ég sá fljótt eftir að ég fór að skoða þetta að Laufás er merkilegastur allra bæjarhúsa okkar frá fyrri tíð. Bærinn sem nú stendur er afar vel byggður og varðveittur og samfelld röð heim- ilda og úttekta er til frá staðnum frá fyrri öldum. Og sérstaðan er ekki bara þessi. Enn er á lífi fólk sem bjó í bænum og svo bættust við einstæðar ljósmyndir Bruno Schweizers innan úr húsunum, sem Örlygur Hálfdánarson bóka- útgefandi átti í fórum sínum og léði mér aðgang að. Þá eru líka til gamlar uppmælingar og teikning- ar af bænum, til dæmis eftir And- ers Sandvig, frá þeim tíma sem ráðagerðir voru jafnvel um að flytja bæinn til Akureyrar. Laufás átti upphaflega að vera fyrsta verkefnið hjá mér en önnur verk komust fram fyrir. En núna er þetta sem sagt komið. Það er að segja, fyrra bindið, því kirkjan er eftir og hún er ekki síður merki- leg og er efni seinna bindisins.“ Við spurðum Hörð að lokum hvort honum þættu ekki viðhorfin hafa breyst til íslenskra bygg- ingaminja. „Jú mikil ósköp, þótt enn eimi eftir af þessu þröngsýna viðhorfi að við eigum ekkert nema bók- menntir. Það hefur sem betur fer mikið gerst síðan maður var að berjast fyrir Bernhöfts-torfunni. Þá voru til málsmetandi menn sem vildu bara brenna þetta. Nú þykir öllum sjálfsagt að varðveita hana. En við eigum margt ólært um arfleifð okkar. Við eigum miklu merkilegri myndlist til dæmis frá liðnum öldum en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ég get nefnt textílana. Þar eru ís- lenskar gersemar í erlendum söfnum. Til að mynda í Louvre- safninu. En við tölum stundum eins og hér sé ekkert til nema bók- menntir. ■ 32 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR LENNY BRUCE (1925-1966) Var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi þennan dag 1964 fyrir ósiðlegt grín. Glæsilegur fulltrúi íslenskrar hefðar LAUFÁS: TÍMAMÓTAVERK Í BYGGINGARSÖGUNNI “Allt mitt grín byggist á eyðilegg- ingu og örvæntingu.“ Hann dó af of stórum skammt af heróíni. timamot@frettabladid.is HÖRÐUR ÁGÚSTSSON Með nýja bók um Laufás. Þennan dag árið 1849 var rúss- neska skáldið Dostojevskí leiddur fyrir aftökusveit. Hann var dæmd- ur til dauða fyrir að taka þátt í samblæstri gegn ríkisstjórninni. Á síðustu stundu var hann náðaður og sendur í útlegð til Síberíu. Faðir Dostojevskís var læknir við fátækraspítala í Moskvu. Eftir að faðir hans dó stundaði skáldið nám og réð sig í þjónustu ríkisins en stundaði skriftir á laun. Fyrsta sagan hans, Fátækt fólk, fékk góðar viðtökur en þeirri næstu var ekki eins vel tekið. Eftir náð- unina var Dostojevskí í fjögur ár í Síberíu en gerðist síðan hermað- ur í Mongólíu. Hann sneri heim til Rússlands árið 1859. Næst stofnaði hann tímarit og fór raunar einnig í fyrstu ferð sína til annarra Evrópulanda. Tímaritsútgáfan varð honum ekki að féþúfu og að auki var hann illa haldinn af spilafíkn. Þar kom að hann varð gjaldþrota. Hann missti konu sína, ekkju sem hann hafði kvænst á útlegðarár- unum, kynntist annarri konu og kvæntist henni. Sama ár og Glæpur og refsing kom út, 1866, flúði hann undan lánardrottnum sínum til útlanda en sneri aftur 1872. Lokaverkið á höfundarferl- inum, Bræðurnir Karamassov, kom út 1880 og var feiknavel tekið en Dostojevskí lifði ekki lengi til að fagna velsældinni. Hann dó ári eftir útkomu þess. 22. DESEMBER 1849: Dostojevskí leiddur fyrir aftökusveit en náðaður á síðustu stundu. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1894 Upphaf Dreyfus-málsins í Frakklandi. 1897 Klukka sett í turn Dómkirkj- unnar í Reykjavík, gjöf frá Ditlev Thomsen kaup- manni. 1919 Dómar kveðnir upp í Lands- yfirrétti í síðasta sinn. Hæstiréttur Íslands tók til starfa árið eftir. 1941 Churchill og Roosevelt hitt- ast í fyrsta sinn eftir að Bandaríkjamenn hefja þátt- töku í heimsstyrjöldinni. Frumdrögin lögð að mynd- un „Sameinuðu þjóðanna“. 1964 Bandaríski grínistinn Lenny Bruce dæmdur fyrir klám og ósiðlegt athæfi á al- mannafæri. 1989 Rúmenska kommúnista- stjórnin fellur. 1990 Lech Walesa sver embættis- eið sem forseti Póllands. Dostojevskí við dauðans dyr Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Steinar S. Waage Kríunesi 6, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi föstudagsins 17. desember. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 27. desember kl. 13. Þeim sem vilja minnast Steinars er bent á að styrkja félög hans: KFUM sími 588 8899, 117-26-245, kt. 690169-0889, Kristniboðssambandið, sími 588 8899, 114-26-2800, kt. 550269-4149, Gídeon, sími 562 1870, 525- 26-173, kt. 510571-0109 Clara Grimmer Waage, Vera Waage, Elsa Waage, Emilio De Rossi, Snorri Waage, Kristín Skúladóttir, Clara Víf, Tandri, Anna Cecilie, Júlía Charlotte, Thelma Lind, Rebekka, Alma Rut. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Guðmundur Einarsson frá Iðu í Biskupstungum, Heiðarbrún 88, Hveragerði, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 17. desember. Hann verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 14.00. Sigfríð Valdimarsdóttir, Ásdís Birna Stefánsdóttir, Sigurður Hjalti Magnús- son, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Kristján Línberg Runólfsson, Einar Guðmundsson, Inga Línberg Runólfsdóttir, Valdimar Ingi Guðmundsson, María Björnsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Hjalti Ben Ágústsson, Ásta María Guðmundsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Einarsson Vallarbraut 2, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. desember. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hulda Gunnarsdóttir, Júlíus H. Hlynsson, Einar Guðberg Gunnarsson, Guðný Sigurðardóttir, Júlíus H. Gunnarsson, Ástríður Sigurvinsdóttir, María Gunnarsdóttir, Þórður Kr. Guðmundsson, Salvör Gunnarsdóttir, Reynir Guðbergsson, Lúðvík Guðberg Gunnarsson, Þorkatla Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI Jón Hassing vélstjóri og Vélskólakennari er sjötugur í dag. Gísli Pálsson prófessor er 55 ára. Martha Ernstdóttir lang- hlaupari er fertug í dag. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur er 37 ára. ANDLÁT Ingibjörg Sigurðsdóttir frá Stykkishólmi, fyrrv. þingmaður á sænska þinginu, lést laugardaginn 18. desember. Anna María Friðbergsson, Máshólum 10, áður Laugarnesvegi 104, er látin. Pétur Valdimarsson frá Varmadal, Vestmanna- eyjum, lést sunnudaginn 19. desember. JARÐARFARIR 11.00 Minningarathöfn um Pétur Valdi- marsson frá Varmadal, Vestmanna- eyjum, verður í Fossvogskapellu. 13.00 María Þuríður Ólafsdóttir frá Reyðarfirði, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Kveðjuathöfn um Margréti Petrínu Hallsdóttur handmenntakennara frá Siglufirði verður í Fossvogskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.