Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2004 37
LOFTLYKLASETTTT
JÓLATILBOÐ
4.900
JÓLATILBOÐ
7.900
Vísindabyltingin
og rætur hennar
í fornöld og á mi›öldum
Andri Steinflór Björnsson
Framúrskarandi vanda› yfirlitsrit
um sögu heimspeki og vísinda.
5900 kr.
4490 kr.
KILJA:
-Jón Ólafsson
Þórsarar styrkja sig fyrir átökin í 1. deildinni í fótbolta næsta sumar:
Ætla sér upp í úrvalsdeild
FÓTBOLTI Lárus Orri Sigurðsson,
leikmaður West Bromwich Albion
á Englandi, undirritaði í gær leik-
mannasamning við Þór frá Akur-
eyri. Þar með er Lárus Orri kom-
inn heim því hann á að baki um 70
leiki fyrir Þór.
Á blaðamannafundi á Akureyri
í gær kynnti knattspyrnudeild
Þórs sex nýja leikmenn sem und-
irritað hafa samninga við félagið.
Auk Lárusar Orra eru það Baldur
Sigurðsson, frá Völsungi á Húsa-
vík, Eggert Jónsson, sem leikið
hefur með Fjarðabyggð og Fram,
Jóhann Traustason, sem lék síðast
með Leiftri/Dalvík, Pétur Heiðar
Kristjánsson, sem er að koma frá
Danmörku þar sem hann stundaði
nám og lék knattspyrnu, og Sævar
Eysteinsson, sem er gamall Þórs-
ari en lék síðast með Leiftri/Dal-
vík.
Lárus Orri er þekktastur leik-
mannanna sex en hann hefur leik-
ið 42 A-landsleiki og um 300 leiki
með Stoke og WBA í Englandi.
Unnsteinn Jónsson, formaður
Knattspyrnudeildar Þórs, segist
stoltur og hamingjusamur yfir því
að fá jafn frábæran leikmann og
Lárus Orra til liðs við Þór. „Mark-
mið okkar er skýrt. Við ætlum
okkur í úrvalsdeild að loknu
næsta leiktímabili og við erum
vissir um að liðið sem heild er til-
búið að ná því markmiði,“ sagði
Unnsteinn. kk@frettabladid.is
LÁRUS ORRI KOMINN HEIM Skrifaði
undir samning við Þór á blaðamannafundi
á mánudaginn. Fréttablaðið/Kristján
Intersportdeildin í körfu:
Harper ráð-
inn til KR í
stað Garris
KÖRFUBOLTI Körfuboltalið KR hefur
samið við Bandaríkjamanninn
Aaron Harper um að fylla skarð
Damon Garris og leika með liðinu
út tímabilið.
Þetta kemur fram á frábærri
heimasíðu KR-inga í körfunni en
Harper mun leika við hlið landa
síns Camerons Echols.
Harper útskrifaðist frá Uni-
versity of Mississippi síðasta vor
og lék á Ítalíu í haust en hann er
23 ára skotbakvörður, tveir metr-
ar á hæð og yfir 100 kíló. Hann á
að baki glæsilegan feril hjá Ole
Miss, eins og skólinn er kallaður,
en skólinn leikur í hinni sterku
SEC-deild.
Á síðasta ári sínu í skólanum
var hann stigahæsti leikmaður
liðsins með 16,5 stig í leik, en
hann tók einnig 5,14 fráköst í leik
og gaf 3,25 stoðsendingar að með-
altali.
Hann var einn af topp tíu í
fimm tölfræðiþáttum í SEC deild-
inni, þar á meðal í stigaskori
(16,5), stoðsendingum, skotnýt-
ingu, þriggja stiga nýtingu og
flestum þriggja stiga körfum.
Damon Garris var látinn fara
eftir síðasta leik KR-liðsins fyrir
jól en KR tapaði sjö af síðustu níu
deildarleikjum sínum á árinu. ■