Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 50
F2 16 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég gæti ekki verið án spældra eggja. Ég borða þau alltaf á morgnana um helgar og stundum í miðri viku ef ég hef nógan tíma. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, ég get til dæmis alls ekki borðað dill því mér finnst það svo vont. Þar af leiðandi finnst mér grafinn lax ekkert sér- stakur. Í gegnum tíðina hef ég oft reynt að borða hákarl en einhvernveginn kem ég honum aldrei niður, finnst hann mjög vondur og bjúgu borða ég aldrei. Fyrsta minningin um mat? Ég man eftir því hvað mér fannst gott að fá djúpsteiktan fisk í orlydeigi hjá ömmu minni þegar ég var lítill. Amma átti sérstaka græju til að djúp- steikja fiskinn í, þetta klikkaði aldrei. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það er ekki hægt að svara þessu. Mér finnst svo gaman að prófa nýja rétti. Villibráð er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Ef ég mætti panta mér máltíð núna þá yrðu rjúpur fyrir valinu með öllu tilheyrandi. Ætli mig langi ekki mest í þær því maður getur ekki fengið þær. Svo er kalkúnn alltaf góður. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Egg og beikon klikka aldrei. En ef ég ætla að fá mér eitthvað heilsusamlegt fæ ég mér skyr á morgnana, ávaxta- safa og mikið vatn, en það drekk ég ekki nema ég sé mjög meðvitaður um heils- una. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég á alltaf egg, ávexti og nóg af skyri. Svo er alltaf til eitthvað extra gott eins og kæfur, krydd- pylsur og góm- sætir ostar sem gott er að borða með kexi. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Ætli ég myndi ekki taka með mér eitt lambalæri og grilla það yfir opn- um eldi þegar ég væri alveg að deyja úr hungri. Matgæðingurinn Bjarni Benediksson alþingismaður Elskaði djúpsteiktan fisk sem barn Lykill að Hótel Örk Glæsileg jólagjöf Innifalið i lyklum: Gisting fyrir 2, morgunverður af hlaðborði og þrírétta kvöldverður hússins. Sælulykill 13.800,- krónur Helgarlykill 22.800,- krónur Jólalyklar afhendast í fallegum jólaumbúðum Til sölu á Hótel Örk í síma 483 4700 og á Hótel Cabin, Borgartúni 32 Reykjavík, í síma 511 6030. Opið til klukkan 12.00 á Aðfangadag. Gleðileg Jól Hvar er staðurinn? Hamborgarabúlla Tómasar, Tryggva- götu 4-6, 101 Reykjavík. Hvernig er stemningin? Það er ekkert nema góður andi á Hamborgarabúllu Tómasar. Þó að staðurinn sé ekki stór þá rúmast ótrúlega mikið af fólki þar inni. Staðurinn er innréttaður í hráum og grófum stíl en er þó ákaflega hlýleg- ur. Gestalistinn er gríðarlega fjölbreytt- ur. Í hádeginu má sjá allt frá verka- mönnum sem eru skítugir upp fyrir haus upp í penar dömu í pinnahæl- um og stuttum pilsum. Sagan segir að Ólafur Ragnar og Dorrit mæti til dæmis reglulega til að gæða sér á ljúfum Tommaborgurum. Borðun- um er þannig raðað að fólk sest bara þar sem er laust og því er þetta til- valinn staður til að kynnast nýju fólki. Hvað er á matseðlinum? Það eru þrjár stærðir af hamborgur- um, lítill, stór og tvöfaldur ásamt grænmetisborgara sem gengur undir nafninu Sveppi. Hamborgararnir eru grillaðir og á þeim er engin sveitt hamborgarasósa heldur ekta majónes og sinnep ásamt tómatsneið og gulum osti. Úbadúba samlokan hefur einnig fengið lof en hún er með skinku og osti. Hægt er að fá ýmsar gerðir af mjólkurhristingi og er sá með espressobragðinu splunkunýr. Einnig er boðið upp á kaffi og djöflatertu sem heitir englaterta yfir hátíðarnar. Hver er mest seldi rétturinn? Hamborgaratilboð staðarins er vin- sælast en það stendur saman af stór- um hamborga, frönskum kartöflum og kókglasi. Hvað kostar máltíðin Hamborgaratilboðið er á 790 kr. Camus-fjölskyldan hefur framleitt koníak síðan 1863 og hefur höfuð fjórða ættliðar fjölskyldunnar, Jean-Paul Camus, stýrt fyrir- tækinu undanfarna áratugi. Sonur hans, Cyrill Camus, tók nýlega við sem forstjóri fyrirtækisins og er hann mikill Íslandsvinur og hefur heimsótt landið margoft, enda hefur Camus Cognac notið gríðarlegra vinsælda hér á Íslandi og verið söluhæsta koníakið síð- astliðin 15 ár. Er Camus hvergi með jafn hátt hlutfall af allri koníakssölu og á Íslandi enda framleiðir Camus nær eingöngu svokallað „lúxuskoníak“ og er ekki í samkeppni við „massaframleiðendur“. Þykir forráðamönn- um Camus mikið til hinnar miklu sölu á Ís- landi koma, sem þeir telja til marks um góð- an smekk landans. Camus VSOP fæst í gjafaöskju í Vínbúðum og kostar 4.690 kr. Vinsælasta koníakið í gjafaumbúðum Hamborgarabúlla Tómasar Auðvelt að kynnast nýju fólki Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og rithöf- undur, hefur lifað og hrærst í heimi araba og verið ötul að fræða Íslendinga um sögu og menningu þessa heims- hluta. „Í öllum arablöndum eiga menn það sammerkt að gera vel við sig í mat á há- tíðum“, segir Jóhanna aðspurð hvað menn borði þar og hvernig maturinn sé meðhöndlaður. Hún segir eitt einkenna matarmenningar þessara landa og það er að maturinn er hollur og yfirleitt ekki þungur í maga, til dæmis forrétt- irnir sem margir þekkja og allar hús- mæður leggja metnað sinn í að gera sem flesta þegar haldin eru boð. „Ég býst við að húmmusinn sé þekktastur, hann er gerður úr maukuð- um kjúklingabaunum og svo er annað gott glundur sem er gert úr stöppuðum eggaldinum.“ Hún segir alls konar kebab-samlok- ur vera skyndibita araba, og annaðhvort eru þær gerðar úr lambakjöti eða kjúklingum. „En ég held ég að ýki ekki þegar ég segi Líbana vera mestu snill- inga í matargerð í þessum heimshluta. Það er kannski svipað hráefni á ferðinni en þeir eru einstaklega fimir að bera mat fram á lystilegan hátt.“ Hún segir að með flestum mat sé borið fram hið þunna arabíska brauð sem sé mismunandi eftir löndum og menn borði heil ókjör af því. „Á Id al Adha, seinni trúarhátíð- inni, sem er haldin til að minnast þess þegar Guð skipaði Abraham að fórna Ismail, syni sínum, en hlífði honum á síðustu stundu og lét hann slátra lambi í staðinn, borða allir lambakjöt og vin- kona mín sem býr í Jórdaníu gaf mér þessa uppskrift.“ Mensaf fyrir fjóra Lambaframpartur, 2 kíló, skorin í bita eins og til dæmis súpukjöt. Salt, pipar, allrahanda krydd og kardimommur 140 gr sólþurrkuð og söltuð jógúrt, lögð í bleyti 70 gr smjörlíki – butter ghee 600 gr hrísgrjón 70 gr ristaðar furuhnetur Næfurþunnt brauð Lambakjötið er soðið með kryddinu, soðinu bætt við jógúrtina og hrært þangað til suðan kemur upp, síðan er kjötinu bætt út í og látið malla. Smjörið er hitað og bætt út í. Hrís- grjónin eru soðin og út í þau má bæta eilitlu safran. Brauðinu er raðað á stórt fat, hluti af hrísgrjónunum settur ofan á og síðan kjötbitarnir og furuhneturnar og af- gangurinn af hrísgrjónunum. Sumir hella jógúrtsósunni yfir en aðrir drekka hana úr glösum eða bollum. Gómsætur búðingur sem kall- aður er muhallabia 2 msk kartöflumjöl 3 msk hrísmjöl 1 l mjólk 8 msk sykur 250 möndlur, saxaðar smátt Möndlur og pistasíunetur til skreyt- ingar 3 msk rósavatn eða appelsínu- blómavatn Blanda kartöflumjöli og hrísmjöli saman í smávegis af köldu vatni, láta suðu koma upp af mjólkinni og blanda því fyrra í smátt og smátt. Passa að skrapa ekki botninn. Sjóða þangað til búðingurinn þykknar. Blanda blóma- vatninu saman við og sjóða áfram í tvær mínútur. Borið fram í litlum skál- um, skreytt með hnetum og stundum ávaxtabitum. Jóhanna Kristjónsdóttir „Líbanar eru mestu snillingar í matargerð í þessum heimshluta.“ Arabísk matargerð Hollt og létt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.