Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 67
Mál málanna undanfarna daga hefur verið ný skýrsla um skattsvik sem fjármálaráðuneytið birti fyrir nokkru. Samkvæmt skýrslunni er áætlað tekjutap ríkis og sveitarfé- laga á bilinu 27-36 milljarðar króna miðað við skatttekjur á árinu 2003. Fyrir þessa upphæð væri hægt að veita töluverða þjónustu. Til dæmis voru heildarútgjöld menntamála- ráðuneytisins á árinu 2003 um 33 milljarðar króna. Af hverju stingur fólk undan skatti? Það eru örugglega margar ástæður fyrir því. Skattheimtan þykir óréttlát, skatthlutfallið þykir of hátt eða það þykir einfaldara að sleppa pappírs- vinnunni sem fylgir því að gefa upp til skatts. Já, eða bara eins og mað- urinn sagði: Af því að ég get það. Í skattsvikaskýrslunni eru ýmsar til- lögur um hvernig megi minnka umfang skattsvika. Spurningin er hvernig á að haga lögum og reglum um skattlagningu annars vegar og viðurlögum við skattsvikum hins vegar. Frá sjónarhóli hagfræðinnar ættu sjónarmiðin að vera þau að reglurnar séu þannig að allir einstaklingar sjái sér hag í að greiða tilskylda skatta. Hvernig förum við að því? Í fyrsta lagi verða skattkerfi að vera einföld og gegnsæ þannig að allir skilji regl- urnar án þess að þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að kynna sér þær. Reglurnar þurfa að vera réttlát- ar á þann hátt að allir séu settir und- ir sama hatt og ekki veittar undan- þágur til einstakra hópa skattgreið- enda. Þá þarf skatthlutfallið að vera nægilega lágt til að draga úr hvata til að svindla eða stela undan skatti. Á hinn bóginn þurfa viðurlög við skattsvikum að vera nógu há og nógu oft notuð til að þau virki til að draga úr vilja til skattsvika. Ekki má heldur gleyma því að álit al- mennings skiptir einnig miklu máli. Hér á landi hefur það löngum þótt hið besta mál að gefa ekki þetta eða hitt upp til skatts og mætti jafn- vel telja þjóðaríþrótt. Margir hika ekki þegar boðið er upp á nótulaus viðskipti, sem er náttúrulega annað orð yfir ólögleg viðskipti sem stung- in eru undan skatti. Þannig hefur almenningsálitið ýtt undir skattsvik- in. Hvað er slæmt við skattsvik? Eins og er greiða þeir löghlýðnu ýmsa opinbera þjónustu fyrir hina sem greiða lítið sem ekkert. Ef allir greiddu samkvæmt lögum og regl- um þá myndum við öll græða, ann- aðhvort í lægri sköttum til lengri tíma, eða með bættri opinberri þjónustu. ÞJÓÐARBÚSKAPURINN KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Er eitthvað að því að svíkja undan skatti? S kó la vö rð us tí g 2 • S ím i 5 5 2 1 7 0 0 Rektor hlaut verðlaunin Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavik, hlaut Viðskiptaverðlaunin 2004. Það er Viðskiptablaðið sem stendur að verðlaununum. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti verðlaunin á Grand Hótel í gær að viðstöddu fjölmenni. Í ávarpi ráðherrans kom fram að vel heppnuð uppbygging skól- ans og mikil þýðing fyrir íslenskt viðskiptalíf hafi ráðið valinu. Guðfinna sagðist taka við verðlaununum fyrir hönd skólans, stjórnenda hans, starfsfólks og stúdenta. Viðskiptablaðið verðlaunar einnig frumkvöðul ársins. Í ár hlaut Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, nafnbótina. Hún hefur á fjórtán árum byggt stöndugt fyrirtæki og rekur nú fjögur kaffihús og afkastamikla kaffibrennslu. „Með einbeittum vilja og mikilli hugmyndaauðgi hefur Aðalheiður þannig brotist inn á þröngan markað sem margir héldu að væri frátekinn og lokaður nýjum aðilum,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir um frumkvöðul ársins. - þk VERÐLAUNAHAFAR Aðalheiður Héðins- dóttir, frumkvöðull ársins, Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra og Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor, handhafi Viðskiptaverð- launanna 2004. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.