Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 40
F2 6 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Óskajólagjafir strákanna Allt frá koddum til Playstation 2 Hrafnkell Pálmars- son gítarleikari Mér finnst miklu skemmtilegra að gefa en að fá gjafir. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér núna að ég hef ekki mátt vera að því að spá í hvað mig langar í. Yfirleitt finnst mér þó skemmtilegast að fá ein- hverjar græjur sem tengjast tónlistinni eða góðan geisla- disk. Ætli mig langi ekki mest í Popp- punktsspilið þetta árið. Jón Sæmundur Auðarson lista- maður Mig langar mest í dún- sæng og góðan kodda þ v í ég er með hvort tveggja í láni núna. Ívar Örn Sverris- son leikari Ég myndi sætta mig við koss á kinnina í jólagjöf ef fé væri af skornum skammti. En annars yrði ég mjög ánægður með flot- ta, vandaða skyrtu. Ef jólagjöfin mætti kosta mikla pen- inga þá myndi ég ekki skila Play- station 2-tölvu. Andri Ottesen rekstrarhag- fræðingur Ég hef það fyrir reglu að gefa jólagjafir sem taka ekki mik- ið pláss og sem fólk getur étið, drukkið eða skemmt sér við. Og svona gjafir vil ég fá sjálfur. Mér finnst alltaf gott að fá vín í jólagjöf og myndi ekki slá hendinni á móti góðu viskíi. Fjölnir Bragason tattúlistamaður Mig dreymir um að Íslendingar sér í lagi opni augun fyrir jólun- um og hvað þau eru fyrir okkur og beri tilhlýðilega virð- ingu fyrir forfeðrum sínum. Annars langar mig í trílógíuna hans Tolkeins, kvikmyndirnar þjár. Ég las bækurnar þegar ég var fimmtán ára gamall og fannst alveg frá- bært hvað mynd- irnar heppnuðust vel . Það er skrítið að fá þá tilfinningu að vera komin inn í annað land, þrátt fyrir að vera í eigin landi. Þá tilfinningu er hins vegar hægt að fá í pólsku búð- inni,Stokrotka, sem hefur verið starfrækt í rúmt ár og er nafnið fengið frá pólsku villiblómi sem er líkt hinni íslensku bald- ursbrá. Á veggnum gegnt hurðinni blasa við pólskar útgáfur af Playboy og Newsweek, þarna tala viðskiptavinirnir ekki íslensku sín á milli, heldur pólsku. Í græjunum hljóma íslensk jólalög, sem stingur óneitanlega í stúf við þá pólsku menningu sem þarna er. Á Íslandi eru Pólverjar einn stærsti innflytjendahópur- inn en hér búa um tæp tvö þúsund Pól- verjar og þar af búa sjö hundruð í Hafn- arfirði. María Valgeirson, eigandi búðarinn- ar, hefur búið hér síðan 1989 og bjó með- al annars í tíu ár á Fáskrúðsfirði. Hún býr núna í Hafnarfirði og rekur sína verslun á Hvaleyrarbrautinni, sem óneitanlega er mjög sérstök staðsetning en María segir ástæðuna vera mjög einfalda. „Ég þekki þetta svæði mjög vel og svo finnst mér Hafnarfjörður besti bærinn á landinu,“ segir hún á lýtalausri íslensku enda voru ekki komnar verslanir eins og hún rekur í dag, með pólskum blöðum, þegar hún flutti til landsins. „Þegar ég kom hingað, voru ekki nein blöð eða sjónvarpsstöðvar svo að ég varð bara að læra íslensku.“ Í búðinni er hægt að fá hefðbundnar pólskar matvörur, súrar gúrkur sem eru mikið borðaðar með mat, niðursoðið grænmeti án sykurs, sem er mjög vinsælt, snakk með jarðarberjabragði og fleira góðgæti. „Annars bíða viðskiptavinir mínir eftir pólsku pylsunum, sem eru mjög sér- stakar. Þær eru gerðar með sérstakri kryddblöndu og reyktar með sérstöku grenitré. Það er Íslendingur sem er að reyna að búa slíkar pylsur til, en þær verða aldrei jafn góðar og pólsku pyls- urnar,“ segir María. Í Stokrotka er líka hægt að fá pólskt hunangskex, sem er mjög vinsælt í Pól- landi. María segir matarhefð Íslendinga og Pólverja ekki vera mjög ólíka, en að það sé þó einhver munur. „ Við borðum til dæmis ekki lambakjöt eða hrossakjöt heldur frekar nautakjöt, svínakjöt og mikið af fuglakjöti. Þá nota Íslendingar mikinn sykur en slíku erum við ekki vön, þar sem í Póllandi er ekki mikið notað af honum.“ Pólverjar eru kaþólskir og sam- kvæmt kaþólskri hefð máttu þeir ekki borða kjötvörur á aðfangadag. Þessu hefur páfagarður nú aflétt, og segir María marga vera ánægða með það.“ Það eru hins vegar margir sem ætla að halda í hefðina og hafa fiskrétti og grænmeti á aðfangadag.“ Pólverjinn á Holtinu Snakk með jarðarberjabragði Frá borginni minni Kristján Andrésson hefur verið búsettur í Eskilstuna í Svíþjóð nær alla sína ævi, fyrir utan tvö ár sem hann bjó í Hafnarfirðinum sem barn. Hann unir hag sínum vel í Sví- þjóð, starfar í banka og spilar hand- bolta með Guif. Í sumar spilaði hann einmitt með íslenska landslið- inu í handbolta á ólympíuleikunum sem haldnir voru í Aþenu. Uppá- haldsveitingastaður Kristjáns er spænski tapasstaðurinn Papas Tapas. „Það er rosalega góður matur á þessum spænska stað sem er fersk- leikinn uppmálaður. Þarna er hægt að fá allt frá hráum fiski upp í steik- ur. Þegar ég fer þangað fæ ég mér oftast kjúkling með kartöflum ai- oli,“ segir Kristján. Hans uppáhalds- verslun er plötubúðin Rock Records þar sem hann getur gleymt sér inn- an um geisladiska og myndbönd. Aðspurður hvað sé mest heillandi við Eskiltuna segir hann að það sé allt gott við borgina. „Manni leiðist aldrei hérna og það er nóg um að vera. Fullt af bíóhús- um, leikhúsum, fínum veitingahús- um og fleira.“ Hann segir þó að mestallur hans frítími fari í hand- boltann. „Mér finnst langskemmtilegast að spila í Sporthallen í Eskiltuna. Það er tvímælalaust besta íþróttahöllin í Svíþjóð.“ Þegar Kristján er beðinn um að nefna uppáhaldsbarinn þá kemur bara einn upp í hugann. „Ég fer alltaf á Nybrún. Þetta er mjög rólegur staður og gott að setj- ast þar niður og spjalla.“ PapasTapas í Eskilstuna Heiðar Aust-mann er íbeinni útsend- ingu á hverjum degi á Popptíví á milli klukk- an sex og sjö og á FM 95,7 á milli klukkan eitt og fimm. Það er því nóg að gera hjá Heiðari en hann gaf sér tíma til þess að velja sér þrjá ómissandi hluti. Engillinn sem vinur minn heitinn, Gunnar Viðar Árnason, gaf mér á afmæl- inu mínu nokkrum mánuðum áður en hann dó. Þessi vinur minn lést í flugslysinu í Skerjafirði og þessi engill er mér gífurlega kær. Hann er uppi á skáp hjá mér og er þannig staðsettur að ég sé hann úr rúminu mínu. Hann er því það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna og síðasta sem ég sé á kvöldin. Heimabíóið mitt er mér al- gerlega ómissandi vegna þess hversu gaman ég hef af því að horfa á upptökur frá tónleikum. Ég elska að horfa á góða tónleika í góðum græjum. Uppáhaldstónleikadiskarnir mínir eru með upptökum frá tónleikum Eagles, Elton John, Bee Gees og Deep Purple. Ég verð svo að nefna símann minn vegna vinnu minnar. Ég þarf alltaf að vera til taks og þarf alltaf að svara símtölum. Ég væri reyndar alveg til í að eiga þann möguleika á að vera laus við símann en vinnan býður upp á þetta. Síminn er nauðsyn. Ragnhildur Steinunn Jóns-dóttir er einn þáttastjórnendaÓpsins sem er á dagskrá Ríkis- sjónvarpsins á mið- vikudögum. Síðasti þátturinn fyrir jól er í kvöld og því tekur hún sér nú jólafrí frá sjónvarpsönnum og háskólanámi. Reykskynjarinn er nauðsynlegur fyrir mig því ég er afspyrnu léleg húsmóðir og ennþá lélegri kokkur. Í hvert skipti sem ég elda þá gleymi ég einhverju inni í ofninum eða á eldavélinni og reykskynjarinn hefur því kom- ið í veg fyrir gríðarmörg stórslys. Dagbókin mín bjargar mér alveg. Þetta er ekki svona dag- bók sem ég skrifa í hvað ég gerði yfir daginn heldur svona skipuleggjari. Ég á það til að tvíbóka mig. Til dæmis gæti ég lofað ömmu minni að mæta í mat en gleymi því bara og þá verður amma svekkt. Ef ég er ekki með dagbókina á mér þá set ég „reminder“ í símann minn sem minnir mig á að skrifa eitthvað í hana. Ferðageislaspilarinn minn er lítill, gamall og ljótur en ég nota hann mjög mikið. Það skiptir mig máli að geta hlustað á tónlist hvar sem er og hvenær sem er og mjög þægilegt að hafa hann með mér. Sérstaklega ef ég er að ferðast einhvers staðar í lestum þá gæti ég ekki hugsað mér að vera án hans og nokkurra geisladiska. Engill og reykskynjari Sjónvarpsfólkið Heiðar Austmann og Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir völdu þrjá ómissandi hluti. María Valgeirson „Pólsku pylsurnar eru vinsælastar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.