Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 66,04 66,36 121,55 122,15 83,48 83,94 11,21 11,28 10,31 10,37 9,06 9,11 0,62 0,62 98,53 99,11 GENGI GJALDMIÐLA 17.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 115,76 -0,90% 4 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Harmleikurinn í Hlíðarhjalla: Bu›u ekki áfallahjálp MORÐMÁL Matargestum í Hlíðar- hjalla í Kópavogi á sunnudaginn var ekki boðin áfallahjálp ef und- anskilin er fjölskylda hins látna. Alls voru sautján matargestir þar þegar einn gestanna snöggreidd- ist að sögn vitna og varð Vu Van Phong að bana með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eldhúsi í íbúðinni. Friðrik Smári Björgvinsson, talsmaður lögreglunnar í Kópa- vogi, tjáði blaðamanni að málið væri enn í rannsókn og verið væri að fara yfir þau sönnunargögn sem fyrir liggja. Phu Tien Ngueyn sem grunaður er um að hafa orðið Vu Van Phong að bana hefur enn ekki játað verknaðinn en mörg vitni voru að ódæðinu og rann- sóknin því komin vel á veg. Vu Van Phong lést meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Spurður hvort lögreglan hefði gerst sek um seinagang svaraði Friðrik Smári því til að innan við tvær mínútur hefðu liðið frá því að lögreglu barst tilkynning þar til hún var mætt á staðinn. Sjálfur efast hann um að Neyðarlínan hafi dregið nokkuð að láta lögreglu vita. Neyðarlínan neitaði að upplýsa hvenær símtalið barst og hvenær lögregla var látin vita. - oá Jói var okkar sto› og stytta Sigur›ur Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir voru vinnuveitendur Vu Van Phong sem lést af völdum stungusára í Hlí›arhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. fiau l‡sa honum sem duglegum og ljúfum manni. FRÉTTAVIÐTAL „Jói var okkar stoð og stytta hér,“ segja Sigurður Jónsson og Ágústa Kristín Magnúsdóttir sem voru vinnu- veitendur Vu Van Phong eða Jóa eins og hann var kallaður. Ekkja hans, Thanh Viet Mac, vinnur líka hjá þeim. Blaðamaður hitti þau Sigurð og Ágústu til að fá að vita hvaða mann hann hafði að geyma. „Hann var búinn að vinna hér síðan hann kom á okkar vegum til Íslands fyrir fimm árum en þá var konan hans búin að starfa hjá okkur í eitt ár. Þau hafa gengið hér í gegnum flest það sem ungt fólk gengur í gegnum, keypt íbúð og bíl og eignast ynd- islega dóttur sem nú er þriggja ára. Bara gert allt það sem venjulegt fólk gerir. Jói talaði góða íslensku og var farinn að skilja flest allt eftir að hafa ver- ið hér í eitt ár,“ sagði Sigurður. „Hann smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjölskyldu og var hug- ljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var einstaklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glaður og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verk- um. Hann var mikill jafnaðar- maður og friðarsinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist,“ sagði Sigurður. Than Viet Mac, ekkja Jóa, á von á öðru barni þeirra. „Hún er komin stutt á leið en áfallið er gífurlegt fyrir hana. Hvað hún gerir í framtíðinni, hvort hún fer aftur að vinna eða til sinna ættingja í Víetnam vitum við ekki ennþá, hún á eftir að gera það upp við sig,“ sagði Ágústa. Spurður að því hvernig komu hjónanna bar til segir Sigurður: „Móðursystir ekkjunnar hefur unnið hjá okkur lengi en hún var meðal fyrstu flóttamannana sem komu hingað til lands frá Víetnam, á vegum Rauða kross- ins fyrir fjórtán árum.“ Aðspurð hvort þau hafi ekki kynnst fjölskyldunni vel sagði Ágústa: „Það má vel segja að þau séu hluti af okkar fjölskyldu og unga fólkið hefur komist næst því að vera eins og börnin okkar. Dóttir þeirra þriggja ára hefur líka verið hér stundum og hún er hvers manns hugljúfi. Við eigum margar góðar minn- ingar um Jóa og þær lifa áfram.“ Ekkjan gaf Fréttablaðinu ekki kost á viðtali að svo stöddu. oddur@frettabladid.is PHU TIEN NGUYEN Ætlar ekki að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð. Gæsluvarðhaldsúrskurður: Ætlar ekki a› kæra LÖGREGLUMÁL Sigmundur Hannes- son, skipaður verjandi Phu Tien Nguyen sem er grunaður um að hafa orðið Vu Van Phong að bana í Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöldið, segir ekki standa til að kæra gæsluvarð- haldsúrskurð sem kveðinn var upp yfir honum, engar forsendur séu til þess. Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði manninn í tveggja mánaða gæsluvarðhald vegna málsins. Engar skýrslur voru teknar af manninum í gær og að sögn Sig- mundar liggur ekki enn ljóst fyr- ir hvenær búast má við frekari skýrslutökum, það gæti allt eins ekki orðið fyrr en eftir helgi. Phu Tien hefur ekki enn játað verknaðinn og fær því í raun ekki tækifæri til þess fyrr en að næstu skýrslutöku kemur. Hann er vistaður á Litla-Hrauni. -oá FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON Yfirlögreglustjóri í Kópavogi. VU VAN PHONG Vu Van Phong eða Jói eins og hann var kallaður var hvers manns hugljúfi og vel liðinn á vinnustaðnum sínum, hjá efna- lauginni Björg í Mjóddinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Ú R EI N K AS AF N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.