Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Ríkasti maður heims, Bill Gates stofnandi Microsoft, er greini- lega jafnmikill keppnismaður nú og í upphafi ferils síns þegar hann att kappi við Steve Jobs og Apple um yfirburði á einkatölvu- markaði. Eins og flestir vita fór Gates með sigur af hólmi í því stríði og Microsoft rúllaði yfir Apple en nú telja margir að tími Apple sé að renna upp á ný. Tónlistarspil- arinn iPod er talinn einhver best heppnaða nýjungin í tækniheim- inum í marga áratugi. Sumir, þar á meðal Steve Jobs forstjóri Apple, telja að vinsældir tækis- ins muni hafa margfeldisáhrif því þeir sem hafi kynnst iPod muni næst kaupa sér Apple þeg- ar þeir vilja skipta um einka- tölvu. Í viðtali við þýskt dagblað í síðustu viku sagði Gates að Apple gæti átt eftir að sjá sömu þróun og í upphafi níunda áratugarins þegar fyrirtækið missti stöðu sína á einkatölvumarkaði. Gates spáir því að framleiðendur far- síma muni ná mikilli markaðs- hlutdeild með því að bjóða upp á síma sem geymt geta mikið magn tónlistar og þar með missi iPod stöðu sína á þessum markaði. - þk Gates skýtur á Apple Segir vinsældir iPod muni minnka og samkeppni aukast. Útvarpið í vörn Hlustun á hefðbundnar útvarps- stöðvar í Bandaríkjunum hefur dregist saman um næstum tíu prósent á síðustu sjö árum. Þær leita nú leiða til að endurheimta markaðinn. Svo virðist sem einu stöðvarn- ar sem halda hlut sínum um þess- ar mundir séu þær sem spila sveitatónlist, ballöður, trúarefni eða kjaftaglaða þjóðfélagspek- úlanta. Víða hafa stöðvar með rokktónlist verið lagðar af sökum lélegrar hlustunar. Nýjar stöðvar sem bjóða upp á miklu meira úrval tónlistar og flytja færri auglýsingar hafa verið að ryðja sér til rúms bæði í Bandaríkjunum og Kanada auk þess sem sífellt fleiri gerast áskrifendur að útvarpsstöðvum á netinu þar sem engar auglýsing- ar eru leika. - þk Genin breyt- ast mishratt Genin sem geyma uppskriftir af öllum lífverum breytast smám saman í gegnum árþús- undin en nú hafa vísindamenn komist að því að breytingarnar eru mishraðar eftir því hvaða hlutverk genin hafa. Þau gen sem búa yfir upplýs- ingum um hvern- ig líkaminn eigi að berjast gegn farsóttum og sjúkdómum virðast breytast mun hraðar en önnur gen. Þá breytast gen sem stjórna fram- leiðslu sæðis nokkuð hratt. Breytingin sem orðið hefur vart við er hins vegar tvíbent því ásamt því að stuðla að heil- brigðara sæði dregur úr hæfi- leikum líkamans til að berjast gegn stökkbreytingum í frum- um og því veikjast varnir gegn krabbameinum. - þk LYF EYKUR GÁFUR Nýtt lyf eykur hæfileika fólks til að leysa þrautir og virðist engar aukaverkanir hafa. Nýtt heilalyf lofar góðu Tilraunir á nýju lyfjaefni sem örvar heilastarfsemi lofar góðu. Efnið heitir CX717 og rannsóknir á mönnum hafa leitt í ljós að það bætir athygli, eykur viðbragðs- flýti og minni og eykur getu til að leysa þrautir. Lyfjaefnið eyðist hratt úr lík- amanum og rannsóknir benda til þess að aukaverkanir séu litlar sem engar. Vonir standa til að lyf- ið muni hjálpa öldruðum, ofvirk- um börnum en geti einnig gagn- ast fullfrísku fólki sem er undir miklu álagi. - þk Netfyrirtækið Yahoo, sem fær um fjögur hundruð milljónir gesta á sínar síðar á degi hverjum, kynnti í síðustu viku tónlistar- verslun á netinu. Yahoo býður notendum upp á að kaupa áskrift að milljón laga safni þangað sem hægt er að sækja ótakmarkað magn af tónlist og flytja yfir á tónlistar- spilara á borð við Creative Zen og iRiver. Notendur iPod geta hins vegar ekki notað þjónustuna. Napster og RealNetwroks bjóða upp á áþekka þjónustu en tilboð Yahoo er miklum mun hagstæðara gagnvart neytendum. Þeg- ar þjónusta Yahoo var kynnt lækkuðu hluta- bréf í bæði Napster og RealNetworks veru- lega enda talið að Yahoo eigi möguleika á að ná umtalsverðum viðskiptum frá þess- um fyrirtækjum. Mánaðaráskrift hjá Yahoo kostar að- eins 5 Bandaríkja- dali á mánuði – sem samsvarar ríflega þrjú hundruð krón- um. Hjá Napst- er og Real- Networks kostar sambærileg áskrift þrisvar sinnum meira. Áskrifendur tónlistarþjónustunnar geta flutt lög inn á mp3 spilara en geta ekki sent lögin á aðra spilara eða bren- nt þá á geisladiska, vilji þeir gera það þarf að borga 79 sent (ríflega 50 krónur). Þjónustan nær ekki til þeirra sem búa utan Bandaríkjanna. - þk Yahoo opnar tónlistarbúð á netinu Miklu ódýrari en aðrar sambærilegar þjónustur. STJÓRNARFORMAÐUR MICROSOFT Spáir því að gamli keppinauturinn Steve Jobs muni missa stöðu sína á tónlistarspilaramarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.