Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 18
Sumarfrí Nú fer að líða að sumarfríi hjá námsmönnum og margir hverjir pakka niður bókunum. Aftur á móti væri sniðugt að nota tímann í sumar til að glugga í námsbækur og þá sérstaklega þær skáldsögur sem þarf að lesa næsta vetur.[ ] Að virkja jákvæðu hliðarnar Í Lesblindusetrinu í Mosfells- bæ er unnið með lesblindu á jákvæðan hátt og nemendum hjálpað að tileinka sér náms- efni sem áður virtist yfirþyrm- andi. Sigrún Jensdóttir er ein leiðbeinenda. „Lesblindir einstaklingar eiga í erfiðleikum með tvívíð tákn, bók- stafi og tölustafi en búa yfir mynd- rænni hugsun og sköpunarhæfi- leikum,“ segir Sigrún sem er ein þeirra sex sem vinna á Lesblindu- setrinu. Þar er boðið upp á 30 stunda einstaklingsnámskeið í svo- kallaðri Davis-aðferðafræði sem beinist að rótum lesblindunnar en ekki áhrifum hennar. Segja má að hindranir séu fjarlægðar með þeim hætti að stafir og orð rugli nemandann síður eða alls ekki og því verður lestur og nám léttara. Námskeiðinu fylgir svo eftir- fylgni og símaþjónusta, að sögn Sigrúnar. En hvaða aldur miðast þessi námskeið við? „Undir venju- legum kringumstæðum miðast þetta við 9-10 ára en við förum neð- ar. Við vinnum yfirleitt með börnin fimm tíma í einu, sex tíma á dag. Árangurinn getur orðið 96% þannig að þau eiga mikla möguleika ef þau leggja sig fram en auðvitað byggist þetta á því hversu tilbúin þau eru að tileinka sér aðferðirnar,“ segir Sigrún og bætir við að lokum: „Það er fullt af jákvæðum þátt- um í lesblindunni. Maður þarf bara að vinna á neikvæðu þáttunum til að komast að þeim.“ ■ Ljósmyndari.is er að fara af stað með þriggja daga ljósmyndanámskeið fyrir sumarið. Námskeiðið skiptist í fimm hluta þar sem farið er yfir myndavélina, mynda- töku, myndatöku í stúdíói, tölvuna og forritið Photoshop. Nemendur læra að þekkja allar helstu stillingar á myndavél- inni auk þess sem myndbygging er kennd. Þá eru tölvumálin tekin sérstak- lega fyrir og nemendum kennt að færa myndir úr myndavélinni í tölvuna og síðan hvernig best er að vinna myndirnar og ekki síst koma skipulagi á mynda- safnið. Kennt er fjórar stundir í senn, þrisvar sinnum í viku eða í alls 12 stundir en einnig er hægt að fara á helgarnámskeið. Nánari uppýsingar er að finna á slóðinni ljósmyndari.is á net- inu. Kennir stafræna ljósmyndun MYNDAVÉLIN, MYNDATAKAN OG TÖLVUVINNSLAN ER MEÐAL ÞESS SEM FARIÐ ER Í Á ÞRIGGJA DAGA NÁMSKEIÐI. Tillögur að breytingum í leik- skólum og fleira. Leikskólakennaranemar kynna verkefni sín á námskeiðinu Vett- vangstengt val á föstudag en námskeiðið er kennt á lokamiss- eri leikskólabrautar. Markmið námskeiðsins er meðal annars að nemendur öðlist þekkingu og færni í að innleiða, framkvæma og meta árangur af nýbreytni- eða þróunarstarfi, tileinki sér að- ferðir lausnaleitarnáms, sam- þætti ýmsar fræðigreinar leik- skólakennaranámsins og útfæri á vettvangi. Nemendur vinna í þriggja til fjögurra manna hópum, velja ákveðið viðfangsefni sem þeir rannsaka, greina og koma með breytingartillögur um og/eða inn- leiða breytingar í leikskólum. Átta kennarar koma að námskeið- inu auk umsjónarmanna verkefn- isins á vettvangi. Kynningin fer fram í Bratta, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, föstudaginn 20. maí og stendur frá klukkan 9-14. ■ Unnið er með leir á námskeiðunum fyrir lesblinda. Hér eru Sigrún og Kolbeinn Sigurjóns- son leiðbeinendur á Lesblindusetrinu. Verkefni leikskóla- kennaranema kynnt Verðandi leikskólakennarar kynna verkefni sín í Bratta á föstudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.