Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 70
30 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Íslenskirferðafélagar herra Ólafs Ragnars Grímssonar urðu fyrir miklum von- brigðum þeg- ar þeir uppgötvuðu að frú Dorrit væri ekki með í för þegar forsetinn hélt af landi brott til Kína á sunnu- dagskvöld. Ástæðan var sú að Dorrit var í Ameríku og komst því ekki með á sunnudaginn. Það birti þó yfir hópnum þegar hún mætti loks- ins og lét sjá sig í gær. Dorrit gerði góðlátlegt grín að þessu og sagði að það væri svo mikið að gera á litla Bessastaðaheimilinu að þau hjónin hittust varla nema á ferðalögum. Önnur vonbrigði ferðarinnar voru þegar íslenska hópnum var meinað- ur aðgangur að móttökuhátíðinni fyrir framan alþýðuhöllina í Peking. Flestir voru búnir að gera sér vonir um að fá að taka þátt í hátíðinni en svo var ekki. Íslenska hópnum var hólfað niður með kínverskum al- múga meira en 500 metra frá höll- inni sem gerði það að verkum að hópurinn sá ekki neitt. Það eina sem ferðalangarnir urðu varir við var ómur af tólf fallbyssuskotum sem skotið var til heiðurs Ólafi Ragnari. Ný fjölmiðlakönn-un Gallup birtist í síðustu viku. Athygli vekur að Mannlíf Reynis Traustasonar tekur mikinn kipp upp á við og er meðal- lestur á hvert tölublað nú um 23% miðað við 17,8% í október á síðasta ári. Enn meiri athygli vekur að tímaritið bogb, áður Bleikt og blátt, fatast heldur betur flugið og nú er meðallestur blaðsins einungis 6,3% miðað við 8% í október og rúm 11% í mars á síðasta ári. Það vekur því upp spurningar um það hver framtíð Björns Jörundar Friðbjörnssonar verður innan Tímaritaútgáf- unnar Fróða, sem gefur út bogb, en hann hefur ritstýrt blaðinu í tæpt ár. Lárétt: 1 maldar í móinn, 6 á æskuskeiði, 7 í röð, 8 samhljóðar, 9 væta , 10 köld gola, 12 grönn, 14 lof, 15 ármynni, 16 neysla, 17 hæða, 18 ökukeppni. Lóðrétt: 1 hönd, 2 fugl, 3 tveir eins, 4 liggur í augum uppi, 5 óreiðu, 9 sár, 11 forma, 13 reykir, 14 haddur, 17 málmur Lausn. Kvikmyndin Dís hefur verið valin til sýningar á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Shanghai og er þetta í áttunda skiptið sem hún er hald- in. Hátíðin, Shanghai Inter- national Film Festival, er eina ár- lega alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Kína og þetta er því gríðarlegur heiður fyrir aðstandendur mynd- arinnar. Hátíðin fer fram dagana 11. – 19. júní og mun Silja Hauks- dóttir, leikstjóri og ein handrits- höfunda Dísar fara til Shanghai sem fulltrúi myndarinnar. „Þetta er rosalega spennandi og frábær viðurkenning fyrir myndina. Ég fæ að vera þarna í nokkra daga og ef einhverjar fyrirspurnir verða um myndina mun ég fylgja þeim eftir. Það verður líka rosalega gaman að fá að skoða þessa borg, ég hef aldrei komið til Asíu,“ seg- ir Silja ánægð. Dís er fyrsta myndin sem Silja gerir og er þetta því afar vel af sér vikið. Eflaust eru þeir fáir sem geta stært sig af því að þeirra fyrsta kvikmynd hafi komist alla leið til Kína. Silja er þó ekkert að taka því rólega þótt henni gangi vel og önnur mynd er á leiðinni frá henni en það er heimildar- mynd um íslenskan kvennakór. „Það er verið að klára myndina og hún verður líklega sýnd í ár, bæði í kvikmyndahúsum og sjónvarp- inu. Myndin heitir Kórinn og þarna er fylgst með ferðasögu kvennakórsins Léttsveit Reykja- víkur til Ítalíu. Auk þess er spjall- að við nokkrar persónur um það hvernig það er að vera í kór og samfélagið og samstöðuna sem það felur í sér,“ segir Silja en hún leikstýrir myndinni sem fram- leidd er af kvikmyndafyrirtækinu Spark ehf. hilda@frettabladid.is SILJA HAUKSDÓTTIR Hún er á leið til Kína með fyrstu myndina sína, Dís. Myndin verður sýnd á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Shanghai sem fer fram dagana 11. til 19. júní. FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær Jón Ólafsson, áður kenndur við Skífuna, fyrir að leggja ekki árar í bát og selja fræga fólkinu á kvikmyndahátíðinni í Cannes íslenskt vatn á flöskum. HRÓSIÐ Norðurlandaþjóðirnar ásamt frændum okkur Írum héldu í gær blaða- mannafund, sem var reyndar eins konar partí í hinum opinbera klúbb keppninnar sem er glæsilegur veitinga- staður í miðborg Kænu- garðs. Á þriðja hundrað blaðamanna mættu til leiks í þessa glæsilega veislu. Allir flytjendur þessara landa tróðu upp og tóku saman La det swinge sem norska hljómsveitin Bobbysocks gerði frægt á sínum tíma og sigraði söngvakeppnina með. Selma og félagar tóku tvö lög. Að sjálfsögðu söng hún All out of luck með fé- lögum sínum í flytjendahópnum og þá tók hún If I had your love með spænsku yfirbragði sem vakti mikla lukku á meðal gesta. Að venju vakti norska hljóm- sveitin Wig Wam mikla athygli enda klæðaburður og framkoma einstök í þessari keppni. Sporty, söngvari hennar, sagði blaða- manni Fréttablaðsins að það væru nokkrir keppendur og lög þeirra sem hann héldi upp á og að Selma væri ein þeirra. Hann sagðist svo sannarlega vona að hún kæmist áfram í forkeppninni ásamt þeim norsku, en þá má taka fram að að- dáunin er gagnkvæm af hálfu Selmu sem finnst einkar mikið til þeirra koma. Í dag verða tvær svokallaðar generalprufur þar sem sýningin öll er keyrð í gegn tvívegis og það verður því nokkuð erfiður dagur- inn hjá íslenska hópnum, en þetta tekur nær allan daginn. ■ PJETUR SIGURÐSSON SKRIFAR FRÁ KÆNUGARÐI Norrænu fljó›irnar sameinast SILJA HAUKSDÓTTIR: FYLGIR AFKVÆMI SÍNU EFTIR Dísin á leið til Kína Mistök urðu við vinnslu á stóru kross- gátu Fréttablaðsins sem birtist á laugar- daginn var. Í orðinu VEGA sem gefið var upp sem lykilorð á stafurinn G að vera númer 18, en ekki númer 10. Beðist er velvirðingar á villunni. ■ LEIÐRÉTTING Lárétt: 1möglar, 6ung,7uú, 6nd,9agi, 10kul,12mjó,14hól,15ós, 16át,17ása,18rall. Lóðrétt: 1mund,2önd,3gg,4augljós,5 rúi,9aum,11móta,13ósar, 14hár, 17ál. Ekki smekklegt. Þetta er ekki skemmti- legt. Ég myndi ekki ráða hann í eitt eða neitt, hann hefur svikið sína menn svo um get- ur. Mér sýnist hann bara vera svona sjálf- hverfur. Það er alla- vega víst að það sem hann gerði er alls ekki nógu smekklegt. Stingur þá í bakið Þessi framkoma er honum svo sannar- lega ekki til framdrátt- ar. Ég held það liggi í augum uppi hvað maðurinn er að gera, fá sig lausan til þess að koma sér út. Hann stingur þá í bakið sem er ekki gott. Þó svo að einhverjar krónur hafi farið fram yfir gjalddaga þá er það eitthvað sem get- ur alltaf gerst í íslenskum fótbolta. Ekki mitt að dæma Ég veit náttúrulega ekki mikið um þetta mál og það er erfitt að vita hvað er satt og hvað er logið. Það er ekki mitt að dæma því það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum. Ég leyfi honum bara að njóta vafans. Ég ætla ekkert að mynda mér neina skoðun því þetta er bara þeirra á milli. HVAÐ FINNST ÞÉR UM FRAMKOMU GUÐJÓNS ÞÓRÐARSONAR Í GARÐ KEFLAVÍKURLIÐSINS? ÞRÍR SPURÐIR Rúnar Júlíusson tónlistarmaður. Óli Stefán Flóventsson, fótboltamaður í Grindavík. Hrefna Jóhannesdóttir, fótboltakona í KR. – hefur þú séð DV í dag? Kínversk alþýða bölvaði forsetanum HERMENN LOKUÐU HRAÐBRAUTUM VEGNA FORSETA ÍSLANDS Almenningur rekinn af Torgi hins himneska friðar fyrir Ólaf Ragnar 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.