Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 36
„Ég reyni að vinna þau störf sem mér er falið – eftir bestu samvisku og getu. Það kítlar ekk- ert mína hégómagirnd að menn telji að ég hafi meiri völd en ég hef. Ég er ekki að sækjast eft- ir völdum og hef aldrei gert. Mér þykir bara gaman að koma að rekstri og því sem tengist þessu fyrirtæki. Ég tel mig hafa mjög mikinn metnað fyrir héraðinu. Það er það sem við leggjum áherslu á,“ segir Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Á meðan kaupfélög landsins týndu tölunni í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar efldist Kaupfélag Skagfirðinga (KS) með hverju ár- inu. Í dag er það eitt öflugasta samvinnufélag landsins sem hefur náð að lifa mikið umbreyt- ingarskeið íslensks atvinnulífs og uppgjöf Sambands íslenskra samvinnufélaga. Er þetta eitt stærsta fyrirtækið utan höfuðborgar- svæðisins. Í þessu ferli hefur rekstur útgerð- arhluta KS skipt miklu og segir Þórólfur þann hluta starfseminnar hafa vaxið hratt. En ein- nig hefur mjólkur- og kjötframleiðslan verið að sækja verulega á. Framtíðarsýn og barátta Þórólfs og samstarfsmanna er að skila góðum árangri. „Ég er búinn að vera hér síðan 1988. Sam- starf stjórnar og stjórnenda hefur verið mjög gott. Góður árangur er því ekki mér einum að þakka. Að þessu koma þeir sem bera ábyrgð á daglegum rekstri og starfsfólk samstæðunn- ar,“ segir Þórólfur. Á aðalfundi KS á Sauðárkróki í síðasta mánuði var upplýst að hagnaður félagsins í fyrra var 1,2 milljarðar króna og jókst um tæp tvö hundruð prósent á milli ára. Inni í þeim tölum er ekki tekið tillit til jákvæðrar afkomu útgerðarfélagsins Skagstrendings, sem var formlega sameinað Fiskiðju Skagfirðinga, út- gerðararmi KS, um síðustu áramót. Kaupverð- ið var tæpir þrír milljarðar króna. Sé horft til ársins 2001 hefur hagnaðurinn margfaldast, var þá um hundrað milljónir króna. Þórólfur segir sjávarútveginn langstærstu rekstrareininguna innan samstæðunnar. Velt- an hafi verið nálægt fimm milljörðum króna á síðasta ári. Í heild nam veltan tæpum sjö millj- örðum. SAMVINNUFÉLÖGIN DÓU Af hverju er staða KS góð á meðan önnur kaup- félög hafa lagt upp laupana? „Við völdum fljótlega þá leið, eftir að erfið- leikar komu upp hjá samvinnufélögunum í kringum 1990, að halda okkur við blandað fé- lag; samvinnufélag, byggðalega tengt, sem ræki verslun, þjónustu og landbúnaðarfram- leiðslu og svo hlutafélög um annan rekstur. Þar er Fiskiðjan Skagfirðingur stærst og hef- ur verið að vaxa. Árið 1988, þegar ég tók við stöðu kaupfélagsstjóra, var sjávarútvegur um tíu próent af veltu félagssins. Nú er hann yfir helmingur,“ segir Þórólfur. „Það hafa orðið miklar breytingar á sam- félaginu hér eins og annars staðar. Flutningar eru komnir á vegina og við rekum Vörumiðl- un, sem sér um flutninga hér á Norðurlandi vestra. Þetta er félag sem hefur líka verið að vaxa. Við höfum einnig reynt að horfa á þau tækifæri sem hafa legið fyrir okkur. Í rauninni höfum við bara lagt áherslu á að enginn annar gerir hlutina fyrir okkur. Við verðum að gera þá sjálf.“ Fiskiðjan Skagfirðingur er hluthafi í Hest- eyri sem á tæpan þriðjungshlut í Vátrygging- arfélagi Íslands. Aðrir hluthafar í Hesteyri eru svo Samvinnutryggingar og Skinney- Þinganes, fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra. Samvinnu- tryggingar eiga einnig þriðjungshlut í VÍS og þar er Þórólfur í stjórn. Þórólfur er hins vegar stjórnarformaður VÍS sem er þriðji stærsti hluthafinn í KB banka eftir samruna Kaup- þings og Búnaðarbankans. Verðmæti þess hlutar eru tæpir fimmtán milljarðar króna. VÍS hefur svo verið að fjárfesta mikið í öðrum félögum undanfarið og skilaði methagnaði á síðasta ári. UPPSTOKKUN S-HÓPSINS Þórólfur vill ekki gera mikið úr þessum fjár- festingum KS utan heimahéraðsins. KS tengist þessum fjárfestingum í VÍS einungis í gegnum Hesteyri. „Þetta er eina fyrirtækið utan hér- aðsins sem við höfum fjárfest í sem einhverju nemur. Þátttaka okkar er fyrst og fremst í gegnum þetta félag, Hesteyri. Við höfum ekki algjörlega viljað binda okkur við að fjárfesta hér innan héraðsins.“ VÍS var hluti af S-hópnum svokallaða sem keypti kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum af ríkinu. Þórólfur er ánægður með hvernig sá eignarhlutur hefur ávaxtað sig í gegnum KB banka, sem hafi þróast með mjög farsælum hætti. Aðspurður segir hann VÍS ekki vera órólegt með eignarhaldið þar enda búið að ganga vel. Um uppstokkun S-hópsins haustið 2002, þegar leiðir nokkurra sambandsmanna skildu, segir Þórólfur: „Þá gerðist það að menn lögðu mismunandi áherslur á hlutina. Við tókum okkur stöðu í Vátryggingarfélaginu og Sam- vinnutryggingum. Aðrir tóku fjárfestingar í olíurekstri og skiparekstri og öðru slíku fram yfir. Það er mjög mikilvægt að ákveðinir aðil- ar beri ábyrgð á ákveðnum þáttum.“ Þórólfur segir menn gera of mikið úr sinni aðkomu að þessari uppstokkun og tilurð S- hópsins. „Þessi S-hópur er eitthvað sem menn hafa teiknað upp. Þetta er enginn formlegur félagsskapur. Það er alls ekki hægt að líta á þetta sem samstæða viðskiptablokk. Stað- reyndin er sú að þetta eru sjálfstæð félög sem hafa í sumum tilfellum kosið að vinna saman og í öðrum ekki. Við vinnum í rauninni á við- skiptalegum grundvelli með hinum ýmsu fyr- irtækjum.“ UMSVIFAMIKIÐ KAUPFÉLAG Umsvif Kaupfélags Skagfirðinga í heima- byggð hefur að sögn viðmælenda Markaðarins orðið til þess að menn beri blendnar tilfinning- ar í garð fyrirtækisins. Margir þakka fyrir þá miklu uppbyggingu sem Þórólfur og hans fólk hefur staðið fyrir. Aðrir segja að kaupfélags- menn noti sterka stöðu sína til að knésetja þá sem ekki vilji vinna með þeim. Þessi óánægja hverfist oft um persónu Þórólfs Gíslasonar og hans nánustu samstarfsmanna, Sigurjón Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóra og Jón Eð- vald Friðriksson framkvæmdastjóra Fiskiðj- unnar Skagfirðing. Sjálfur hefur hann ekki áhyggjur af því að MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga var á síðasta ári sá mesti í yfir hundrað ára sögu félagsins. Það er stærsta fyrirtækið á Norðurlandi vestra sé horft til veltu og rekur þriðja stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins. Á meðan samvinnufélög á Íslandi gáfu upp öndina hefur Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri stýrt KS í gegnum ólgusjó umbreytinga í íslensku atvinnulífi. Björgvin Guðmundsson komst að því að hann er öflugur en jafnframt umdeildur í sínu heimahéraði. Samvinnuhugsjónin lifir Fiskiðja Sauðárkr. 100% dótturfélag Rekstrareiningar samvinnufélagsins Fiskiðjan Skagfirðingur hf. 92,44% dótturfélag Skagstrendingur hf. 50,05% dótturfélag Skagfirðingabúð Varmahlíð, Hofsós & Ketilás Vörumiðlun ehf. 100% dótturfélag Steinullarverksm. 24,5% hlutdeildarfélag Byggingavöruverslun Kjötafurðastöð Þrá ehf. 50% dótturfélag Leiðbeiningamiðst. 45,5% hlutdeildarfélag Farsæll 33,3% hlutdeildarfélag Mjólkursamlag Kjarnfóðurfram- leiðsla Fjölnet ehf. 78,3% dótturfélag Sparisjóður Hólahrepps 39,78% hlutdeildarfélag Hólalax 33% hlutdeildarfélag Þjónustuverkstæði Loðdýrafóðurfram- leiðsla Norðlensk orka ehf. 78,8% dótturfélag Norðurmjólk Eignarhaldsfél. Hesteyri 33,3% hlutdeildarfélag Skipaafgreiðsla Innlánsdeild Héraðsvötn ehf. 50% dótturfélag VÍS hf. 31% hlutdeildarfélag Osta- & smjörsalan Samvinnutryggingar Þátttaka í félögum „Við höfum bara lagt áherslu á að enginn annar gerir hlutina fyrir okkur. Við verðum að gera þá sjálf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.